Morgunblaðið - 29.08.2006, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2006 7
FRÉTTIR
VÍGLUNDUR Þorsteinsson, for-
maður stjórnar Lífeyrissjóðs versl-
unarmanna, segist munu senda fyrr-
verandi stjórn fjárfestingarbankans
Straums-
Burðaráss fyr-
irspurnir sínar
nú um mán-
aðamótin í fram-
haldi af hluthafa-
fundi bankans í
sumar.
„Ég mun senda
gömlu stjórninni
í Straumi bréf
með mínum
spurningum núna um mánaðamótin.
Þær eru nokkrar sem ég þarf að
krefja þá svara við og ég ætla að
gefa þeim tækifæri til þess að lesa
bréf mitt og svara spurningunum
áður en ég tjái mig frekar,“ sagði
Víglundur spurður um þá gagnrýni
sem Björgólfur Thor Björgólfsson
setur fram á hann í viðtali í sunnu-
dagsblaði Morgunblaðsins.
Sendir bréf um
mánaðamótin
Víglundur
Þorsteinsson
ÁFRAMHALDANDI stjórnarsam-
starf Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknar er það fyrirkomulag sem
ríflega þriðjungur kjósenda vill sjá
að loknum næstu kosningum en
næst kemur stjórn VG og Samfylk-
ingar með um 15% fylgi, skv. nýrri
skoðanakönnun Fréttablaðsins.
Hringt var í 800 kjósendur 26.
ágúst og skiptust svarendur jafnt
eftir kyni og hlutfallslega eftir
kjördæmum. Spurt var: Eftir næstu
kosningar, hvaða stjórnmálaflokk-
ar vilt þú að myndi næstu rík-
isstjórn? Afstöðu tók 61% svarenda.
Svörin voru á þá leið að 32,2%
svarenda vildu sjá Sjálfstæðisflokk
og Framsóknarflokk mynda næstu
ríkisstjórn, 14,8% vildu VG, Sam-
fylkingu og Frjálslynda, 6% VG,
Samfylkingu og Framsókn, 15%
Samfylkingu og VG, 12,3% Sam-
fylkingu og Sjálfstæðisflokk, 9,2%
VG og Sjálfstæðisflokk og 10,5%
svarenda vildu annað.
Ríflega þriðjung-
ur vill sömu
ríkisstjórn áfram
GLITNIR verður aðalstyrktaraðili
Óslóarmaraþonsins sem fer fram 1.
október næstkomandi og var sam-
komulag þess efnis undirritað í gær-
morgun í Noregi. Líkt og í Reykja-
víkurmaraþoninu fyrr í mánuðinum
mun Glitnir hvetja starfsmenn sína í
Noregi til að leggja góðu málefni lið í
hlaupinu og heitir 250 norskum krón-
um á hvern kílómetra sem starfsfólk
bankans hleypur, sem jafngildir tæp-
um 2.800 íslenskum krónum. Féð
mun renna til góðgerðarmála að vali
hvers starfsmanns en að auki verður
heitið 50 norskum krónum, jafngildi
um 560 íslenskra króna, á norska
krabbameinsfélagið fyrir hvern kíló-
metra sem starfsfólk bankans hleyp-
ur.
Bjarni Ármannsson, forstjóri
Glitnis, sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær, að hann teldi þetta
vera gott tækifæri fyrir bankann til
að kynna sig í Noregi.
„Við höfum keypt sex fyrirtæki
með mismunandi nöfnum í Noregi
sem við höfum verið að þétta saman
undir nafni Glitnis og þetta er fyrsta
stóra skrefið í þá átt að auka þekk-
ingu norsks almennings á Glitn-
isnafninu. Það er mjög spennandi og
krefjandi verkefni að gera það sama
og tekist hefur í Reykjavík-
urmaraþoninu, að búa til vettvang
fyrir fjársöfnun fyrir líknar- og góð-
gerðarfélög og ná upp almennri þátt-
töku þar sem fjölskyldan skemmtir
sér saman,“ segir Bjarni.
Hann bætir við að Óslóarm-
araþonið hafi af einhverjum ástæðum
setið eftir miðað við önnur sambæri-
leg maraþonhlaup í höfuðborgum
Norðurlandanna. „Þannig að við
sjáum þetta sem mikið og skemmti-
legt verkefni,“ segir hann. „Hlaupið
er 1. október næstkomandi þannig að
það er í sjálfu sér ekki mjög langur
tími til stefnu en við erum með
þriggja ára samning og við höldum að
það sé sá tími sem tekur að byggja
þetta upp af festu og þunga.“
Bjarni hyggst sjálfur hlaupa heilt
maraþon í Ósló og þar með endurtaka
leikinn frá því í Reykjavíkurmara-
þoninu. Hann segist ekki vera viss
um að ná betri tíma en hann gerði
hér. „En ég hef vonandi jafngaman af
því að taka þátt,“ segir hann.
Glitnir styrkir Óslóarmaraþonið
„Spennandi og
krefjandi verkefni“
Undirritun Ola Bustad, framkvæmdastjóri Glitnismaraþonsins, Bjarni
Ármannsson og Grete Weitz, fv. heims- og ólympíumeistari í maraþoni.
Eftir Árna Helgason
arnihelgason@mbl.is
SKAÐABÓTAMÁLI Reykjavík-
urborgar vegna Strætó bs. gegn
stóru olíufélögunum þremur vegna
ólögmæts samráðs við tilboðsgerð í
viðskipti við borgina árið 1996, var
frestað til 18. september í gær þeg-
ar málið var tekið fyrir í Héraðs-
dómi Reykjavíkur. Að ósk lög-
manna borgarinnar og stefndu,
Kers, Olíuverslunar Íslands og
Skeljungs, var málinu frestað til
gagnaöflunar. Við næstu fyrirtöku
málsins má búast við að ákveðin
verði dagsetning fyrir aðalmeðferð
málsins en einnig er ekki ósennilegt
að málið frestist frekar, m.a. ef ósk-
að verður dómkvadds mats í málinu.
Skaðabótakrafa Reykjavíkur-
borgar á hendur stefndu nemur lið-
lega 150 milljónum króna auk drátt-
arvaxta og innheimtukostnaðar.
Máli gegn olíufé-
lögunum frestað