Morgunblaðið - 29.08.2006, Side 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eiturlyfjafíkn læknast ekki með þvíað mönnum sé stungið í fangelsi ogsamböndin við fíkniefnasala gleym-ast ekki heldur. Vilji fangar á
Litla-Hrauni nálgast fíkniefni hafa þeir ýmis
ráð og ef þeir geta ekki sjálfir útvegað efnin
geta þeir keypt af öðrum föngum. Mörgum
þykir skjóta skökku við að ekki sé hægt að
koma í veg fyrir fíkniefnasmygl, hvað þá um-
talsvert smygl, inn á Litla-Hraun, eina örygg-
isfangelsi landsins. Á móti er bent á að ekkert
fangelsi í heiminum sé fíkniefnalaust.
Handtaka fangavarðar á Litla-Hrauni á
laugardagsmorgun hefur vakið mikla athygli.
Kristján Stefánsson, forstöðumaður Litla-
Hrauns, segir að umræddur starfsmaður hafi
staðist allar kröfur sem kveðið sé á um í
reglugerð um fangaverði en samkvæmt henni
verða þeir m.a. að vera á aldrinum 20–40 ára
og með hreint sakarvottorð. Árlega eru ráðnir
14 afleysingafangaverðir á Litla-Hraun og
segir Kristján að allir fari þeir í ítarleg viðtöl.
„En það er aldrei hægt að útiloka að skemmt
epli læðist með,“ bætir hann við.
Spurður hvort hægt væri að koma í veg fyr-
ir fíkniefnasmygl og til hvaða aðgerða þyrfti
þá að grípa nefnir Kristján fyrst fyrirkomulag
heimsókna til fanga. „Það er rétt að benda á
að fyrirkomulag heimsókna á Litla-Hrauni er
með dálítið öðrum hætti en tíðkast [í örygg-
isfangelsum] erlendis. Í öðrum löndum er ekki
gefið mál að fangar fái einkaheimsóknir á bak
við luktar dyr sem vara í 3½ klukkutíma en
hérna er þetta svoleiðis. Það sem þyrfti að
vera til staðar er heimsóknaraðstaða þar sem
hægt væri að hafa eftirlit með því hvað fer
fram, eins og tíðkast víða annars staðar,“ seg-
ir hann. Á Englandi og víðar færu heimsóknir
t.a.m. fram undir eftirliti fangavarða og fang-
ar og gestir þeirra sætu við borð. Ef fangar
yrðu uppvísir að neyslu fíkniefna væri hægt
að láta heimsóknir fara fram með þessum
hætti í einhvern tíma. Aðrir fangar fengju
heimsóknir með venjulegum hætti.
Samkvæmt lögum eiga fangar rétt á heim-
sóknum eigi sjaldnar en vikulega en hægt er
að setja takmarkanir á þeim ef tilefni er til,
s.s. með því að banna heimsóknir frá til-
teknum mönnum eða láta heimsóknirnar fara
fram undir eftirliti. Kristján segir að nú sé
aldrei lagt bann við heimsóknum heldur séu
þær skilyrtar.
Vill hund og
gegnumlýsingartæki
Kristján telur að efla þurfi þau úrræði sem
þegar séu fyrir hendi til að verjast smygli.
Það væri til mikilla bóta ef að fíkniefnaleit-
arhundur væri að staðaldri staðsettur í fang-
elsinu og að keypt væri gegnumlýsingartæki
til að hægt væri að leita í munum sem gestir
tækju með sér og í sendingum til fanga. Nú er
staðan sú að fangelsið getur kallað eftir fíkni-
efnaleitarhundi til starfa í tiltekinn dagafjölda
sem Kristján vill ekki gefa upp hver er. Ekk-
ert gegnumlýsingartæki er í fangelsinu heldur
er leitað lauslega í þeim munum sem gestir
taka með sér og í ytri klæðnaði nema sérstök
ástæða sé til annars, að sögn Kristjáns. Að-
spurður um hvar þessi mál séu á vegi stödd í
kerfinu segir Kristján að vonir standi til að
fíkniefnahundur verði í framtíðinni staðsettur
í fangelsinu, þó óvíst sé hvenær af því geti
orðið. Rætt hafi verið um kaup á gegnumlýs-
ingartæki í nokkurn tíma en ekkert sé heldur
fast í hendi í þeim efnum.
Hjá Fangelsismálastofnun fengust þær
upplýsingar að þessi mál, eins og fleiri sem
lúta að úrbótum í kerfinu, væru til skoðunar.
Kostnaður við gegnumlýsingartæki hleypur á
nokkrum milljónum og kostnaður við fíkni-
efnaleitarhund nemur einhverjum milljónum,
með þjálfun, aðstöðu o.fl.
„Svo er hin gamla og nýja umræða um með-
ferðarúrræði. Það er nú búið að tala um það
árum saman að leiðin til að koma í veg fyrir
fíkniefnaneyslu sé að bjóða upp á meðferð í
fangelsum,“ segir Kristján og bendir á að
engin aðstaða sé til að bjóða upp á langtíma-
meðferð gegn eiturlyfja- eða áfengisfíkn.
Áfengisneysla er reyndar ekki vandamál í
fangelsinu enda er mun erfiðara að smygla því
inn en fíkniefnum. Kristján segir að til þess að
meðferð gæti borið árangur yrði að vera
tryggt að fíklarnir gætu ekki komist í fíkni-
efni, það yrði að vera til staðar fíkniefnalaus
deild eða gangur. Núverandi fangelsisbygging
stæðist ekki þá kröfu því alltaf væri einhver
samgangur milli fanga, s.s. í vinnu, íþróttasal
eða úti við. Það gerði mönnum enn erfiðara
fyrir að fangelsið hefði verið fullt í mörg ár og
því ekkert svigrúm til að halda föngunum að-
skildum. Benda má á að gert er ráð fyrir
afeitrunar- og meðferðardeild í fangelsinu
sem á að rísa á Hólmsheiði.
Eins á allri jarðskorpunni
Erlendur S. Baldursson afbrotafræðingur
og deildarstjóri Fangelsismálastofnunar, seg-
ir að ekki sé til það fangelsi í heiminum sem
sé laust við fíkniefni. „Þetta er viðvarandi
vandamál í öllum fangelsum, hvar svo sem
þau eru á jarðskorpunni,“ segir hann. Um
helmingur fanga á Litla-Hrauni sitji inni
vegna fíkniefnabrota og margir fíklar afpláni
dóma fyrir önnur brot. Mikil kunnátta og
sambönd við fíkniefnasala séu því til staðar í
fangelsinu og líkt og annars staðar í samfélag-
inu sé eftirspurn fyrir hendi. „Það verður því
alltaf dálítið snúið að eiga við þetta,“ segir
hann.
Aðspurður hvort reglur um heimsóknir til
fanga hér á landi séu rýmri en í öðrum lönd-
um, t.d. varðandi lengd heimsóknartíma,
bendir Erlendur á að ef koma eigi í veg fyrir
smygltilraunir skipti ekki máli hversu langan
tíma fangi og gestur séu eftirlitslausir. „Ef
menn eru í fangelsum en eiga konu og börn,
þá er eitt af markmiðum okkar að þeir eigi
samskipti við sína ættingja. Þeir eiga eftir að
koma til þeirra aftur og það er heppilegast
fyrir alla að þessi bönd rofni ekki. Menn eru
dæmdir til refsingar en ekki til að missa öll
tengsl,“ segir Erlendur. Hjá fangelsinu fari
fram athugun á þeim sem kemur í heimsókn
til fangans og oft sé beiðnum um heimsóknir
hafnað eða ákveðið að hafa eftirlit með þeim.
Það komi ekki til greina að framkvæma lík-
amsleit í auknum mæli, hvað þá leit innvortis,
þá væri eins víst að viðkomandi gestur myndi
ekki láta sjá sig aftur. Ekki megi heldur
gleyma því að langfæstir gestanna stundi
smygl. Á hinn bóginn geti verið afar erfitt að
sjá fyrir hverjir séu líklegir smyglarar, t.a.m.
séu dæmi um að foreldrar hafi smyglað fíkni-
efnum fyrir börn sín.
Refsingar tvíeggjaðar
Erlendur bendir á að það séu viðurlög við
fíkniefnaneyslu innan fangelsisveggjanna og
þvagprufur séu teknar til að ganga úr skugga
um hvort fangar séu í neyslu. Hafi þeir tekið
inn efni eigi þeir t.d. á hættu að heimsókn-
arréttur sé takmarkaður eða sjónvarpið tekið
af þeim. Refsingar séu hins vegar tvíeggjaðar.
„Ef þú ert að nota fíkniefni í fangelsinu af því
að þér líður illa, svo missir þú rétt til heim-
sókna og sjónvarpið er tekið af þér, nú þá líð-
ur þér enn verr og finnst þú kannski enn frek-
ar þurfa að nota fíkniefni,“ segir hann.
Kannabisefni mælist í þvagi í 2–3 vikur eftir
að þeirra er neytt en kókaín og amfetamín eru
mun rokgjarnari – mælast aðeins í um 2 daga
– og segir Erlendur að sumir fanganna hafi
sagt að þetta hafi frekar hvatt þá til neyslu
sterkari efna.
Spurður um hvort ekki sé nokkur leið til að
stöðva fíkniefnasmygl segir Erlendur að það
sé einfaldlega ekki hægt. „Það er hægt að
gera ýmislegt til að minnka þetta en það er
ekki hægt að stöðva þetta alveg,“ segir hann.
Ekki sé heldur þörf á sérstöku átaki á Litla-
Hrauni til að koma í veg fyrir smygl enda sé
margt gert til að koma í veg fyrir það.
Erlendur segir að ástandið sé heldur ekki
eins slæmt og margir vilja vera láta. „Menn
segja náttúrulega þegar þeir koma út að
Litla-Hraun sé fullt af fíkniefnum, það hef ég
heyrt í gegnum öll þessi ár. Á sama tíma veit
ég að langflestir fangar eru í fínu lagi og eru
ekki neinum fíkniefnum,“ segir hann. Það
liggi í augum uppi að sumir fanganna ýki
fíkniefnaneysluna innan veggja Litla-Hrauns
til að réttlæta sína eigin neyslu.
»Það eru einkum sex aðferðir sem fangels-ismálayfirvöld telja að hægt sé að beita til
að smygla fíkniefnum inn á Litla-Hraun.
»Talið er að algengasta aðferðin sé að gest-ir fanganna smygli efnunum inn, stundum
innanklæða eða í farangri en mörg dæmi eru
um að þeim sé smyglað í leggöngum eða enda-
þarmi. Fíkniefnin eru síðan afhent fanganum í
lokuðu heimsóknarherbergi sem fangaverðir
geta ekki fylgst með. Einnig er dæmi um að
fíkniefni hafi verið falin í bleium ungbarns.
»Fangar sem fara einhverra erinda út úrfangelsinu, t.d. í dagsleyfi eða í lækn-
isskoðun, koma til baka með fíkniefni. Dæmi
eru um að fangar hafi fengið menn utan
veggja fangelsisins til að fela fíkniefni í jakka-
vasa og hengja jakkann upp í biðstofu læknis
eða inni á salerni.
»Með farartækjum sem ekið er inn á fang-elsislóðina. Bílaþvottastöð er á Litla-
Hrauni sem er notuð til að þvo bíla fangels-
isins, starfsmanna og fólks sem fangelsisyf-
irvöld telja að þau geti treyst. Bílarnir eru
yfirfarnir áður en fangarnir fá þá í hendur og
verkstjóri stjórnar verkinu.
»Fíkniefnum kastað yfir girðinguna. Þettagerðist síðast svo vitað sé í sumar en forstöðumaðurinn telur þetta ekki algenga aðferð
enda sé fylgst með öllu svæðinu með myndavélum.
»Með starfsmönnum. Eina dæmið sem núverandi forstöðumaður Litla-Hrauns þekkir umslíkt er fangavörðurinn sem var handtekinn á laugardag.
»Fíkniefni falin í sendingum til fanga, s.s. tölvum og sjónvörpum sem þeir mega hafa íklefum sínum. Gegnumlýsingartæki gæti komið að góðum notum við eftirlit með þessu.
Í HNOTSKURN
Morgunblaðið/RAX
Til bóta Efla þarf úrræði sem eru fyrir hendi til að verjast smygli á Litla-Hraun, fíkniefnaleitarhundur og gegnumlýsingatæki eru meðal þess sem forstöðumaður Litla-Hrauns telur til bóta.
Taka fíknina með sér í fangelsið
Morgunblaðið/RAX
Refsing Ef fangar verða uppvísir að neyslu
fíkniefna í fangelsinu er refsingin m.a. að
taka af þeim sjónvarp og heimsóknarrétt.
Fréttaskýring | Fíkniefnavandinn er viðvarandi í fangelsum, hvar sem er í heiminum. Um helmingur fanga á Litla-Hrauni sit-
ur til að mynda inni vegna afbrota sem tengd eru fíkniefnum og ljóst er að meðan eftirspurn er fyrir hendi innan veggja verður
ávallt framboð. Rúnar Pálmason ræddi við forstöðumann Litla-Hrauns og deildarstjóra Fangelsismálastofnunar um ástandið.
runarp@mbl.is