Morgunblaðið - 29.08.2006, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2006 17
MENNING
Í VETUR verður áhersla lögð á
sýningar fyrir börn og unglinga í
Þjóðleikhúsinu eins og Morg-
unblaðið greindi frá í gær. Að sögn
Tinnu Gunnlaugsdóttur verður
starfið blómlegt: „Við leggjum
áherslu á að leikhúsið standi sem
listastofnun algerlega óáreitt þó að
viðgerðir séu í gangi utandyra. Þó
við segjum að Þjóðleikhúsið sé fyr-
ir alla og ætlum að höfða til allra,
þá verðum við ekki með neitt
miðjumoð heldur er verkefnaskráin
það fjölbreytt að við teljum að hún
geti höfðað til fólks alveg frá 9
mánaða aldri og
upp í 99 ára.“
Tinna sagði á
blaðamannafundi
í gær að að-
stæður til list-
sköpunar í hús-
inu séu „ekki
eins og best
verður á kosið og
að þær geri kröf-
ur um umburð-
arlyndi í umgengni við sjúklinginn
Þjóðleikhúsið sem nú er í aðgerð.“
Til að bæta aðstæðurnar telur
Tinna nauðsynlegt að byggja við
leikhúsið til austurs og endurnýja
tæknisviðið, sem hefur nánast verið
óbreytt frá upphafi leikhússins.
Tinna vék einnig að starfi þýskra
leikhústæknifræðinga og arkitekta
sem nýverið skiluðu bráðabirgða-
skýrslu varðandi aðbúnað í Þjóð-
leikhúsinu: „hún er vægast sagt
svört. Jafnvel svartari en ég átti
von á. Nú líður að því að þeir skili
lokaskýrslu og þá er væntanlega
hægt að leggja hlutina á borðið fyr-
ir ráðamenn.“ Aðspurð um það hún
telji skýrsluna svarta sagði Tinna:
„Víða er aðstaða þannig að það er
farið að nálgast hættumörk. Þetta
hangir saman: húsið er búið að leka
lengi og þar með verða annars kon-
ar skemmdir í festingum og hlutir
ryðga og fúna.“
Svört bráðabirgða-
skýrsla um aðstöðu
Þjóðleikhússins
Leiklist | Vetrarstarf Þjóðleikhússins kynnt í gær
Morgunblaðið/Ásdís
Fjölbreytni Margir listamenn starfa við Þjóðleikhúsið í vetur. Dagskráin verður fjölbreytt og mun höfða til allra,
„án þess að vera miðjumoð,“ að sögn Þjóðleikhússtjóra.
Tinna
Gunnlaugsdóttir
HINN 16. september verður í fyrsta
sinn í Þýskalandi sett upp ópera
sem fjallar um helförina. Óperan
ber nafnið „Auschwitz-kvenna-
hljómsveitin“ og fjallar um hljóm-
sveit sem setti mikinn svip á lífið í
útrýmingarbúðunum í Auschwitz á
árunum 1943 og 1944 og var skipuð
jafnt þrautreyndum sem óreyndum
hljóðfæraleikurum.
Höfundur óperunnar, Stefan
Heucke, segir að sig hafi lengi haft
áhuga á að fjalla um hljómsveitina
sem var fyrst og fremst stjórnað af
tónskáldinu og fiðluleikaranum
Alma Rosé, frænku Gustavs Mahl-
ers.
Einir 25 söngvarar taka þátt í
uppfærslunni sem tekur um þrjá
klukkutíma í flutningi. Norski
kontraaltinn Anne Gjevang flytur
hlutverk Ölmu Rosé.
Ópera um
helförina
GOSPELKÓR og barnaballett-
hópur, ásamt fjöldanum öllum af
söngvurum og
dönsurum, eru
meðal þeirra 80
sviðslistamanna
sem koma að
söngleiknum
Thriller Live sem
var frumsýndur
sl. sunnudag á
West End í Lond-
on. Í söng-
leiknum hljóma
öll eftirminnilegustu lög banda-
ríska poppgoðsins Michaels Jack-
sons.
Framleiðandi sýningarinnar er
Adrian Grant sem árið 1988 stofn-
aði fyrsta aðdáendaklúbb stjörn-
unnar í Bretlandi. Grant fékk hug-
myndina að Thriller Live árið 2002
í kjölfarið á vinsældum árvissrar
Jackson-sýningar sem hann hefur
sjálfur staðið að frá árinu 1991.
Söngleikurinn fylgir engri eig-
inlegri sögu heldur er einfaldlega
um að ræða flutning á vinsælustu
lögunum sem Jackson hefur gert
fræg, allt frá því hann var í Jackson
Five til dagsins í dag.
Sjálfur kemur Jackson hvergi að
uppfærslunni en hann hefur engu
að síður lagt blessun sína yfir hana.
Jackson á
West End
Michael Jackson
Söngleikur með
lögum poppstjörn-
unnar í London
NÝR samningur var undirritaður í
gær í Íslensku óperunni milli rík-
isins og óperunnar. Hann kveður á
um styttri samningstíma, fleiri
samstarfsverk-
efni og hærra
árlegt framlag.
Þorgerður
Katrín Gunn-
arsdóttir
mennta-
málaráðherra
undirritaði
samninginn af
hálfu ríkisins og
hélt stutta tölu.
Í máli hennar kom fram að spenn-
andi tímar séu í vændum í ís-
lensku menningarlífi með tilkomu
tónlistarhússins í Reykjavík,
menningarhúss á Akureyri og fyr-
irætluðu óperuhúsi í Kópavogi.
Þorgerður telur þessar breyttu
aðstæður fela í sér möguleika á
nánari samvinnu menningarstofn-
ana en áður. „Slík samvinna mun
leiða af sér hagræðingu, sem leiðir
af sér meiri gæði og möguleika
fyrir listamenn og listalíf að njóta
sín,“ sagði Þorgerður.
Aðspurð um það hvers vegna
samningurinn er til fjögurra ára í
stað fimm, benti Þorgerður á að
vegna væntanlegrar tilkomu nýrra
tónlistarhúsa kynni að „vera
beggja hagur að samningurinn sé
fyrr laus heldur en áður“. Ákvæð-
ið um fleiri samstarfsverkefni er
að sögn ráðherra tilkomið til að
„þrýsta á að það verði aukið sam-
starf á milli stofnana. Ég vil
gjarnan sjá að ríkisstofnanir líkt
og Þjóðleikhúsið fari í samstarf
við Íslensku óperuna. Önnur sam-
starfsverkefni kunna að vera að fá
fleiri fjárfesta og atvinnulífið til að
styrkja enn frekar við óperuna.“
Frjálsar hendur með verkefni
Að mati Bjarna Daníelssonar
óperustjóra felur samningurinn í
sér „þann sveigjanleika sem er
nauðsynlegur til að óperan geti
sinnt margvíslegum öðrum verk-
efnum á sviði óperulista“. Íslenska
óperan hafi frjálsar hendur varð-
andi hvaða samstarfsverkefni
verður farið út í.
Aðspurður um möguleg verkefni
sagði Bjarni að framhald verði á
því sem Íslenska óperan hefur
verið að „þreifa fyrir sér með“:
„Það er hugsanlegt að hafa sam-
starf við stóru leikhúsin og sinfón-
íuna en við höfum líka svigrúm til
að eiga samstarf við minni aðila.
T.d. frjálsa leikhópa og frjálsa óp-
eruhópa sem vilja vinna brautryðj-
endastarf og tilraunastarf. Þannig
getum við tekið þátt í því sem er
að gerast í samtímanum með því
að sýna nýjar óperur og lagt eitt-
hvað af mörkum til framtíðarinnar
með því að gera tilraunir.“
Tónlist | Íslenska óperan og ríkið gera með sér fjögurra ára samning
Fleiri samstarfsverkefni
Eftir Hjálmar S. Brynjólfsson
hsb@mbl.is
TRIO Bellarti hlotnast sá
heiður að spila á síðustu
sumartónleikum Lista-
safns Sigurjóns Ólafs-
sonar að þessu sinni, en
tónleikarnir fara fram í
kvöld. Tríóið mun flytja
verk eftir Mozart, Jón
Nordal og Arensky. Tón-
leikarnir hefjast klukkan
20.30 og er aðgangseyrir
1.500 krónur. Nánari upplýsingar um tónleikana
má finna á heimasíðu Listasafnsins, lso.is.
Síðustu sumar-
tónleikarnir
Tónlist
Trio Bellarti
NÝLEGA varði Kjartan Jónsson
doktorsritgerð við félagsvís-
indadeild Háskóla Íslands sem
fjallar um hvernig karlmennska
og gildismat karlmanna mótast
og flyst frá einni kynslóð til ann-
arrar á meðal Pókot-manna í
Kenýu og hvaða gildi eru mik-
ilvægast í lífi þeirra. Kjartan bjó
á meðal Pókot-manna í rúm 11
ár sem prestur og rannsakaði líf
þeirra og trúarbrögð. Ritgerð hans er nú komin
út og fæst í Bóksölu stúdenta.
Karlmennskan
komin út
Bókmenntir
Kjartan Jónsson
Í TENGSLUM við Al-
þjóðlega kvikmyndahátíð í
Reykjavík, sem fram fer 28.
september til 8. október, er
boðið upp á ókeypis nám-
skeið í eftirvinnslu mynda
með iMovie-hugbúnaðinum
næstu tvo laugardaga. Nám-
skeiðið er hugsað sem und-
irbúningur fyrir kepni í gerð
heimildarmynda og fer fram í höfuðstöðvum
Apple á Laugavegi 182. Nánari uplýsingar eru á
heimasíðu hátíðarinnar, filmfest.is.
Námskeið
í eftirvinnslu
Kvikmyndir
Kennt verður að
klippa kvikmyndir.
♦♦♦
Jón Ásbergsson stjórnarformaður
Íslensku óperunnar og Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir mennta-
málaráðherra undirrituðu nýja
samninginn sem rennur út í árslok
2009.
Morgunblaðið/ Jim Smart
Bjart framundan
»Nýi samningurinn milli ríkisinsog óperunnar er til fjögurra ára
í stað fimm ára áður.
»Helsta breytingin er að kveðiðer á um fleiri samstarfsverkefni
á samningstímanum. Óperan hefur
frjálsar hendur með þessi verkefni.
Að auki mun Íslenska óperan sam-
kvæmt samningnum uppfæra eigi
færri en átta meðalstórar óperur
og eina barnaóperu.
»Óperurnar sem settar verðaupp eru „meðalstórar“ því hús-
næði Íslensku óperunnar hentar
ekki stærri óperum eins og t.d. eftir
Strauss og Wagner.
»Að sögn Þorgerðar Katrínarmenntamálaráðherra mun nýi
samningurinn tryggja Íslensku óp-
erunni 175,6 milljónir króna í ár-
legt framlag, sem hækkar um 46
milljónir króna. Árlegt framlag var
130 milljónir króna á árunum 2003-
2005. Það tvöfaldaðist frá árinu
2001 á meðan eldri samningurinn
var í gildi.
Í HNOTSKURN
Bjarni Daníelsson