Morgunblaðið - 29.08.2006, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 29.08.2006, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2006 19 SUÐURNES SAN FRANCISCO MINNEAPOLIS – ST. PAUL ORLANDO BOSTON ÍSLAND GLASGOW MANCHESTER STOKKHÓLMUR HELSINKI KAUPMANNAHÖFN OSLÓ BERLIN FRANKFURT MÜNCHEN MÍLANÓAMSTERDAM ZÜRICH MADRID BARCELONA LONDON PARÍS NEW YORK BALTIMORE – WASHINGTON Sonja Magnúsdóttir, nemi við Gerrit Rietveld Academie, segir frá Amsterdam í nýjum haust- og vetrarbæklingi Icelandair, Mín borg. Við bjóðum úrval pakka- ferða, helgarferða til 19 áfangastaða austan hafs og vestan, golfferða og sérferða. Kynnið ykkur málið og takið síðan ákvörðun. Ævintýrin liggja í loftinu. FLUG OG GISTING Í 3 NÆTUR FRÁ 49.900 KR. ÍS LE N S K A A U G LÝ S IN G A S TO FA N /S IA .IS I C E 3 3 9 2 3 0 8 /2 0 0 6 + Bókaðu á www.icelandair.is A M S TE R D A M MÍN Safnaðu Vildarpunktum Punktarnir upp í Ferðaávísun gildir *Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting á Hilton Hotel**** í tvíbýli í 3 nætur, morgunverður og þjónustugjald, 16. - 19. nóvember 2006 / 11. - 14. janúar 2007. Handhafar Vildarkorta VISA og Icelandair geta nýtt 10.000 Vildarpunkta sem 6.000 króna greiðslu upp í flugfargjald með áætlunarflugi Icelandair til 1. október. Þetta flug gefur 3.000 - 7.600 Vildarpunkta. „ÉG SLEPPI ÞVÍ ALDREI AÐ FÁ MÉR „JÓGÚRTFRÚTSJEIK“ Á SINGEL 404.“ Sandgerði | „Það var annað hvort að fara í þetta eða hætta. Ég tók gott stökk með góðri hjálp,“ segir Sverrir Þór Jónsson útgerð- armaður í Keflavík sem endurnýj- að hefur smábát sinn, Happadís GK 16. Hann hafði gert út netabát en skipti yfir í litla kvótakerfið þegar hann fékk nýja bátinn sem er með línubeitningarvél. „Það vilja allir ferskari fisk. Það snýst allt um að koma honum ferskum út með hraði og línufisk- urinn hentar betur í það en neta- fiskurinn,“ segir Sverrir Þór. Hann ákvað því að selja netabát- inn og láta smíða fyrir sig smábát sem útbúinn er til línuveiða. Öll helstu þægindi Happadís GK 16 er smíðuð á Akranesi, af Spútnik-gerð. Bát- urinn er rétt innan við 15 tonn að stærð. Um borð eru öll helstu fiskileitartæki og línubeitning- arvél með 17 þúsund krókum. Bát- urinn er yfirbyggður og í honum eru öll venjuleg heimilistæki og þægindi, að sögn Sverris. Nefnir hann eldavél, uppþvottavél, sturtu og salerni og netsamband. Bát- urinn kostaði um 70 milljónir kr. með öllu. Sverrir segir mikið öryggi felast í því vera á yfirbyggðum báti. „Maður er varinn fyrir sjó og veðri. Það er aðeins ein lúga opin þegar við erum að draga línuna,“ segir hann. Sverrir gerir út frá Sandgerði. Auk Happadísar gerir hann út minni bát á handfæri, bát sem fljótlega norður í land þar sem hann hefur róið frá Siglufirði. „Við förum þangað sem fiskurinn er.“ Þeir hafa fiskað ágætlega út af Norðurlandi, þangað til síðustu daga. Þá hefur stóri þorskurinn komist í síld og bátarnir setið eftir með smærri þorskinn. Var þá ákveðið að fara austur fyrir land, til að leita fyrir sér þar, en ekki var hægt að komast um helgina vegna veðurs. „Við verðum að keyra á þetta, það þýðir ekki að vera að- gerðarlaus með svona dýrt tæki.“ Fjórir eru á Happadís og segir Sverrir Þór að ekki veiti af. Róðr- arnir eru langir, oft 17 til 18 tímar. Það er oft farið út klukkan þrjú á nóttunni og komið heim á milli klukkan 8 og 9 á kvöldin og þá er eftir að landa. Skipverjarnir búa um borð og ekki væsir um þá, að sögn Sverris Þórs, öll þægindi til staðar. ar aftur yfir veiðinni á Suð- urnesjum. Hann fékk bátinn rétt fyrir verslunarmannahelgi og fór hann fékk í skiptum fyrir netabát- inn. Reiknar hann með því að reyna fyrir sér á honum þegar lifn- Förum þangað sem fiskurinn er Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Öryggi Skipverjar á nýju yfirbyggðu smábátunum þurfa aldrei að fara út undir bert loft í róðrunum. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Græjurnar Sverrir Þór hefur yfir að ráða öllum helstu fiskileit- artækjum um borð í Happadís GK og flest þau tæki sem algeng eru á heimilum í landi að auki. Túrarnir standa yfir í 17–18 tíma. Keflavík | Gengið hefur verið frá samn- ingum um innréttingu þriðju hæðar D-álmu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í Keflavík. Þar verða nýjar skurðstofur sjúkrahússins. Hæðin er tæpir 1000 fermetrar að stærð. Innréttaðar verða tvær skurðstofur og ein minni aðgerðastofa, ásamt nauðsynlegum stoðrýmum fyrir þessa starfsemi. Auk þess verða skrifstofur, bókasafn og fundarher- bergi sem nú er á fyrstu hæð hússins flutt upp á þriðju hæðina. Framkvæmdin var boðin út í júní sl. Tvö tilboð bárust. Það lægra var frá fyrirtækinu FB. Festing ehf. að fjárhæð 78,2 milljónir kr. eða rétt liðlega kostnaðarárætlun ráð- gjafa stofnunarinnar. Verkinu á að vera lok- ið í byrjun febrúar, samkvæmt útboðsgögn- um, en þá hefst vinna við að koma fyrir sjálfum skurðstofunum og öðrum búnaði. Reiknað er með að verkinu verði að fullu lokið í apríl eða maí á næsta ári. Þá kemst allt þetta hús í notkun en það var byggt á árunum 1998 til 2000. Starfsemin efld Í framtíðarsýn fyrir Heilbrigðisstofn- unina sem heilbrigðisráðherra samþykkti um mitt ár 2004 var ákveðið að stefna að því að færa skurðstofur stofnunarinnar á þriðju hæðina. Þær eru nú í elsta hluta sjúkrahússins og segir Sigríður Snæbjörns- dóttir framkvæmdastjóri að aðstaðan stand- ist ekki þær kröfur sem gerðar eru í dag. Sigríður segir að auk bættrar aðstöðu fyrir starfsfólk og sjúklinga skapist möguleikar til að efla starfsemina. Í umræddri framtíð- arsýn er lýst yfir vilja til að auka þjónustu við Suðurnesjamenn, þannig að ekki þurfi eins margir að fara á sjúkrahús í Reykjavík til almennra skurðaðgerða. Vonast Sigríður til þess að það takist. Innréttað húsnæði fyrir skurðstofur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.