Morgunblaðið - 29.08.2006, Page 24

Morgunblaðið - 29.08.2006, Page 24
Morgunblaðið/Eggert Námskeið Sturla Kristjánsson ásamt Davis-leiðbeinendunum Guðbjörgu Emilsdóttur og Valgerði Snæland Jónsdóttur. Í baksýn eru kennarar á nám- skeiði sem haldið var nú í haust. Þetta var í fyrsta skipti sem námskeiðið var haldið á íslensku, með íslensku námsefni og kennurum. Sumir geta lesið alveg vand-ræðalaust án þess að hafanokkra hugmynd um hvaðþeir eru að lesa en það hefur sínar skýringar að sögn Sturlu Kristjánssonar, sem einnig er Davis-leiðbeinandi og Davis- námstæknikennari. ,,Við lærum að tala á allt annan hátt en við lær- um síðan að lesa ritað mál. Lestur er oftast kenndur með svonefndri hljóðlestraraðferð. Í frumbernsku getum við ekki myndað einstök hljóð tungumálsins og þá má segja að það lesum umhverfið í gegnum sjónina. Við upplifum og skynjum heiminn myndrænt fremur en hljóðrænt. Við endurtekna upp- lifun festum við myndir í minni og umhverfið fær merkingu í huga okkar og síðan gefum við merk- ingarmyndunum nöfn, hljóð- myndir, sem við lærum af öðrum. Þá erum við farin að tala tungu- mál.“ Sjónmynd, hljóðmynd og merkingarmynd Hann segir að upplifunin að sjá og heyra sé okkur flestum gefin en ritun og lestur sé hins vegar ferli sem maðurinn hafi skapað og það séu engin náttúrulögmál sem stýri því hvernig best sé að læra það. ,,Sú vitneskja sem vísindin hafa á síðustu áratugum fært okk- ur um heilann, heilastarfsemina og félagsmótun hefur hins vegar leitt til betri skilnings á námsaðferðum mannsins. Hljóðaðferðin, sem hef- ur verið vinsæl lestraraðferð um nokkurra áratuga skeið, hefur ýmsa ágalla. Ritun tungumálsins gengur út á það að við búum til tákn til þess að sjónrita hljóð- myndir orða og þá er textinn orð- inn til. Í upphafi lestrarnámsins eiga börn oftast að taka sjón- myndir orða, búta þær niður í hljóðeiningar bókstafanna og raða svo hljóðunum aftur saman, þann- ig að úr verði hljóðmynd. Við lest- urinn á lesandinn að upplifa merkingarmyndina. Vandamálið er að sumir geta horft á sjónmyndina og lesið hljóðmyndina alveg vand- ræðalaust en hafa samt ekki nokkra hugmynd um hvað þeir eru að lesa, ná ekki merking- armyndinni.“ Myndræn hugsun og skynvilla Sturla segir að í Davis- námstækni sé í raun horft til þess hvernig við tileinkum okkur móð- urmálið. ,,Í samræmi við það er nýjum aðferðum beitt í lestr- arkennslunni jafnhliða hljóð- aðferðinni. Það er litið svo á í Davis-námstækninni að sérhvert orð eigi sér þrjár myndir, sjón- mynd, hljóðmynd og merking- armynd. Undanfarna áratugi hef- ur áherslan verið lögð á hljóðmyndina í lestri. Ef börn eru mjög myndræn í hugsun er hljóð- aðferðin þeim oft erfið eða þá að þeim finnst hún svo leiðinleg og tilgangslaus að þau lenda fljótlega í vandræðum. Þeir nemendur sem ná ekki tökum á hljóðlestrartækni í fyrstu bekkjum grunnskólans eru iðulega settir í sérkennslu. Og hvað er sérkennsla í því tilviki? Í sérkennslunni er nemendum enn frekar haldið að því sem þeir ráða ekki við og finnst leiðinlegast af öllu.“ Námstæknin byggist á reynslu og hugmyndafræði verkfræðings- ins Ron Davis en hann er höf- undur bókarinnar Náðargáfa les- blindunnar. Tæknin er þróuð í þeim tilgangi að efla námshæfni allra nemenda og fyrirbyggja námsörðugleika. ,,Með náms- tækninni er það tryggt að lesand- inn sé athygli- og skynstilltur. Í sinni einföldustu mynd þýðir það að nemandinn geti beint athygli sinni óskiptri að fyrirliggjandi verkefni – lestrinum.“ Myndræn hugsun er náðargáfa lesblindu Sturla segir að með einföldum hugar- og líkamsæfingum sé hægt að ná skynstillingu. ,,Það er ekki síður mikilvægt að róa öflugt ímyndunarafl með skynstillingu en að ná stjórn á líkamlegum við- brögðum. Gamlar minningar- myndir, fyrri reynsla og hug- myndir, trufla nefnilega lesturinn hjá þeim sem eru með auðugt ímyndunarafl. Í lestrarferlinu ger- ir heilinn ekki alltaf greinarmun á því hvort þær upplýsingar sem honum berast við úrvinnslu text- ans koma utan frá, um skynfæri sjónar, eða innan frá úr fylgsnum hugans og þá verður lesandinn það sem í Davis-námstækninni er Auðugt ímyndunarafl truflar lestur Nú í haust hefja þús- undir grunnskólabarna formlegt lestrarnám og önnur halda sínu áfram. En það sækist ekki öll- um námið jafnvel. Sum- um reynist erfiðara að glíma við stafakarlana en öðrum og fyrir því geta verið nokkrar ástæður. Unnur H. Jó- hannsdóttir sat kennslu- stund í Davis-náms- tækni í lestri hjá Sturlu Kristjánssyni, kennara og sálfræðingi. Morgunblaðið/Eggert Merkingarmynd Meistrunin felst meðal annars í því að gera merking- arbæra þrívíða mynd úr tvívíðu tákni stafa með því að móta það í hönd- unum sem og merkingarmyndina sjálfa. Morgunblaðið/Þorkell 24 ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ menntun Sóley Ragnarsdóttir er tíu ára gömulog hefur stundað hestamennskuundanfarin fjögur ár. Hún þóttistrax ná góðum tökum á íþróttinni, sem á hug hennar allan, og nú aðstoðar hún á reiðnámskeiðum Hestamannafélagsins Andvara á Kjóavöllum í Garðabæ. Hún mæl- ir með reiðnámskeiðum fyrir krakka á öllum aldri. „Ég er mikill dýravinur og þess vegna nýt ég þess að fá að umgangast hestana hér,“ segir Sóley. Kennsla í reiðskólanum stendur frá mánu- degi til föstudags frá klukkan 9–16 á sumrin en síðan hafa verið styttri námskeið, allt nið- ur í einn dag. Þau sækja krakkar allt upp í fjórtán ára aldur. Hefur Sóley meðal annars leiðbeint upprennandi hestamönnum um hvernig á að leggja reiðtygi á hesta og hvernig á að umgangast þá. Hún segir að eldri krakkarnir virðist ekkert kippa sér upp við það þótt mun yngri stelpa sé að segja þeim til. Hvernig vinna á traust hestsins „Ég kenni þeim meðal annars hvernig eigi að vinna traust hestsins. Það sem skiptir mestu máli í umgengni við hesta er að tala við þá og strjúka þeim. Þeir skilja kannski ekki það sem sagt er við þá en þeir skynja hvernig það er sagt. Það er hægt að róa hesta með því að tala við þá á yfirvegaðan hátt,“ segir Sóley. Nú er skólinn að hefjast og þar með lýkur þessu ólaunaða aðstoðarmannsstarfi Sól- eyjar. Hún kveðst eiga eftir að sakna þess í vetur en stefnir ótrauð á hestamennsku aft- ur næsta vor. Stefnir Sóley kannski að því að eignast sinn eigin hest í framtíðinni? „Það væri gaman að fá hest í fermingargjöf en kannski eru líkurnar á því ekki miklar,“ sagði hún. Mikill dýravinur Morgunblaðið/Eyþór Áhugamálið Hestar eiga hug Sóleyjar allan. tómstundir barna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.