Morgunblaðið - 29.08.2006, Side 25
nefnt skynvilltur. Auðugt ímynd-
unarafl, sem oftast felur í sér
myndræna hugsun, veldur oft
skynvillu en þá verður lesaranum
á í lestrinum og gerir villu. Því er
það svo mikilvægt að leiðrétta
skynvilluna til þess að ná óbrengl-
aðri skynjun og upplifa rétta
merkingu lesinna orða. Myndræna
hugsunin er hins vegar það sem
oft er nefnd náðargáfa lesblind-
unnar enda eru þeir einstaklingar
oft mjög frjóir, skapandi og verk-
lagnir.
,,Margt framúrskarandi fólk
hefur glímt við lesblindu eins og
vísindamaðurinn Albert Einstein,
kvikmyndaleikstjórinn Steven
Spielberg, uppfinningamaðurinn
Thomas Alva Edison og tónlist-
armaðurinn John Lennon.“
Meistrun stafa og orða
Davis-námtæknin leggur
áherslu á að nemandinn upplifi að
öll orð hafi myndirnar þrjár og
meistra til þess bæði stafrófið og
orð. ,,Nýyrðið meistrun er íslensk-
un á enska orðinu mastery. Það
þýðir að ná svo góðum tökum á
viðfangsefninu að það verður
ómeðvitaður hluti af okkur líkt og
að ganga, hjóla eða synda. Þegar
kunnáttan er til staðar er yfirleitt
ekki hægt að glata henni.
Í meistruninni eru stafir, orð og
önnur tákn sem hafa ruglað les-
arann í ríminu mótuð í höndunum
í ljósan leir. Þannig er tvívíður
texti kominn í þrívítt, myndrænt
og merkingarbært form. Ef við
tökum sem dæmi orðið epli, sem
er reyndar mjög myndrænt orð,
myndi lesarinn byrja á því að búa
til merkingarmyndina og leira ein-
faldlega epli. Síðan myndi hann
skrifa sjónmynd orðsins með leir-
stöfum og æfa síðan hljóðmyndina
þar til hann væri búinn að meistra
táknið. Næst þegar sjónmyndina
ber fyrir augu lesarans á hann
ekki að þurfa að hljóða orðið staf
fyrir staf heldur á myndin af epl-
inu að fljúga fyrir hugskotssjónum
hans og hljóðmyndin um leið.
Hann segir epli án þess að taka
um það meðvitaða ákvörðun.“
Myndlausu orðin
eru vandamál
Sum orð eru hins vegar mynd-
laus. ,,Í íslensku eru um 3–400 orð
sem eiga sér enga merkingarmynd
og er þá oftast um að ræða smá-
orð eins og að, til og frá. ,,Fyrir
þá sem eru mjög háðir meðvitaðri
myndrænni hugsun, er tilfinn-
ingin, þegar að þessum orðum
kemur í lestrinum, líklega svipuð
og hjá þeim sem reynir að lesa er-
lent tungumál sem hann er ekki
fullnuma í. Af og til koma orð sem
hann skilur ekki og þar verður
eyða. Ef slík orð eru mörg í setn-
ingu og texta missir viðkomandi
samhengið og skilur ekki merk-
ingu þess lesna. Það eru sennilega
fáir sem hafa áhuga á að lesa sér
til skemmtunar við slíkar að-
stæður.“
Sturla segir rannsóknir hafa
sýnt að Davis-námstæknin nýtist
öllum nemendum burtséð frá
námsstíl eða lestrargetu. ,,Læsum
vex málþroski, stirðlæsir ná valdi
á lestri, engum er vísað í sér-
kennslu, bráðger börn finnast
fleiri í námstæknibekkjum en
samanburðarbekkjum og kenn-
urum verður agastjórnun auðveld-
ari. Fjölmargir kennarar í íslensk-
um grunnskólum hafa innleitt
Davis-námstæknina í sinni
kennslu á síðustu árum og sífellt
fleiri sækja námskeið til þess að
læra að beita henni, enda er ár-
angurinn mjög góður.“
Morgunblaðið/Eggert
Hjálpartæki Þetta er athyglis- og orkuskífan sem er mikilvægt myndrænt
hjálpartæki fyrir nemendur til þess að stilla af orkuna sína. Með hjálp vís-
anNa læra þeir hvers konar athygli og orka er viðeigandi fyrir hverja at-
höfn. Við lestur ættu vísarnir að vera á milli 2–4 en í frímínútum á milli 5–8.
TENGLAR
.....................................................
www.les.is
www.lesblind.com
uhj@mbl.is
ÞRÍR tebollar eða meira á dag
geta gert fólki jafngott og mikil
vatnsdrykkja og gætu jafnvel haft
betri áhrif á heilsuna, að því er ný
rannsókn bendir til. Þetta kemur
fram í næringarfræðiritinu Europ-
ean Journal of Clinical Nutrition.
Þar er því haldið fram að te geti
unnið gegn hjartakvillum og jafn-
vel krabbameini.
Sérfræðingarnir sem unnu rann-
sóknina segjast trúa því að ákveð-
in efni í tei geti eflt heilsu fólks,
andoxunarefni sem finna má í mat
og plöntum, þ.á m. telaufum, sem
geta hindrað frumuskemmdir. Te
hefur verið talið vökvalosandi en
þessi rannsókn bendir til hins
gagnstæða.
Rannsóknin var gerð við Kings
College í Lundúnum. Önnur já-
kvæð áhrif af tedrykkju eru talin
vernd gegn tannskemmdum og
beinstyrking. Dr. Ruxton, sem
stýrði rannsókninni, segir te-
drykkju betri en vatnsdrykkju þar
sem það bæti upp vökvatap og hafi
einnig fyrrgreind áhrif. Það sé
koffín í miklu magni sem geti ver-
ið vatnslosandi en þó svo mikið sé
af því í tei eða kaffi valdi það ekki
vökvatapi þar sem megn drykkjar-
ins sé vatn.
Ruxton segir ekkert sanna að
tedrykkja skaði heilsu fólks nema
þá að það geti hamlað upptöku
járns úr fæðu. Fréttavefur BBC
segir frá þessu.
Nokkrir tebollar jafn-
hollir og vatnsdrykkja?
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2006 25
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Costa del Sol
28. sept., 5. eða 12 okt.
Sértilboð
Hotel La Barracuda
frá kr. 49.990
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Heimsferðir kynna frábært tilboð til Costa del Sol í september og október.
Bjóðum mjög gott 3* hótel, Hotel La Barracuda með góðum aðbúnaði fyrir
gesti. Fallegur sundlaugargarður með góðri aðstöðu og smekklega innréttuð og
vel útbúin herbergi. Skemmtidagskrá á vegum hótelsins. Hotel La Barracuda er
vel staðsett, alveg við ströndina og
stutt frá snekkjubátahöfninni. Góður
valkostur á einstöku verði með góða
þjónustu og staðsetningu. Að sjálf-
sögðu nýtur þú traustrar þjónustu
fararstjóra Heimsferða.
Hálft fæði er innifalið í verði.
Góð gisting - 1, 2 eða 3 vikur
Verð kr.49.990
m. hálfu fæði
Netverð á mann. Flug, skattar og gisting í
tvíbýli á Hotel La Barracuda *** með hálfu
fæði í viku. Aukavika kr. 19.000. Takmarkaður
fjöldi herbergja í boði á þessu tilboðsverði
Nú eru sportdagar í Tösku- og hanskabúðinni
20% afsláttur af völdum sporttöskum
Stærsta töskuverslun landsins
Skólavörðustíg 7, Rvík,
sími 551 5814
Verð: 1.950
Nú 1.560
Verð: 1.950
Nú 1.560
Verð: 3.700
Nú 2.960
Verð: 3.100
Nú 2.480
Verð: 2.500
Nú 1.990
Verð: 2.200
Nú 1.760
»Orðræn hugsun og myndræneru hugök sem notuð eru til að
skilgreina hugsanaferli sem byggja
á ólíkum grunni. Flestir geta að
einhverju marki notað bæði ferlin
en hefur tilhneigingu til að sérhæfa
sig sérhæfa sig í annarri hvorri. Í
orðrænni hugsun eru það hljóðin
sem ráða ferðinni.
»Þótt orsakir lesblindu séu hinarsömu geta birtingarmyndir
hennar verið einstaklingsbundnar.
Bóklestur fullorðinna fyrir börn er
ómetanlegur. Þar er lagður grunn-
ur að lestrarvenjum þeirra um alla
framtíð.
»Lesblindir bera löng orð oftrangt fram, klára ekki setn-
ingar, stama undir álagi, rugla
orðatiltækjum, endurtaka eða víxla
orðum og tölum eða flytja til í
lestri.
Í HNOTSKURN