Morgunblaðið - 29.08.2006, Síða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Halldóra Guð-rún Björns-
dóttir fæddist í
Reykjavík 16. júlí
1942. Hún lést á
heimili sínu 21
ágúst síðastliðinn.
Hún var dóttir
hjónanna Björns
Júlíusar Gríms-
sonar, f. 15. júní
1917, d. 21. júní
1968 og Soffíu
Björnsdóttur, f. 13.
maí 1921, Dalbæ á
Dalvík. Systkini
Halldóru eru Grímur Sigurður,
f. 18. janúar 1945, maki Björg
Jósepsdóttir, Guðmundur Á., f.
29. nóvember 1950, d. 12. nóv-
ember 1984, Þorsteinn Kristinn,
f. 31. desember 1952, maki Guð-
finna Ásdís Arnardóttir, og
Björn Á., f. 7. september 1955,
maki Elísabet Erlendsdóttir.
Halldóra giftist 22. apríl 1962
Páli Kristjánssyni sjómanni, f.
Guðmundsson, synir þeirra eru
Davíð Freyr, f. 6. janúar 2001 og
Björn Ísak, f. 8. nóvember 2005,
c) Sigríður Sæunn, f. 9. júlí 1984,
sonur hennar Óðinn Þór, f. 25.
nóvember 2003, og d) Rakel Ýr,
f. 16. janúar 1987, sambýlis-
maður Magnús Benediktsson. 3)
Sigurlaug S., f. 17. janúar 1966,
gift Guðna Þór Þorvaldssyni,
börn þeirra eru Páll, f. 21. júní
1985 og Sigurhildur, f. 28. nóv-
ember 1997. 4) Anna Lilja, f. 29.
júlí 1971, gift Ívari Guðmunds-
syni, börn þeirra eru Anna Lí-
ney, f. 23. janúar 1992, Andri
Krisján, f. 27. maí 1993 og Sara
Lind, f. 18. janúar 2005.
Halldóra ólst upp í Reykjavík
og fluttist norður á Siglufjörð
með eiginmanni sínum og þar
eru börnin öll fædd. Hún vann
þar ýmis störf tengd fiskiðnaði.
Þau fluttu síðan á Tunguheiði í
Kópavogi 1978, þá fór hún að
vinna við aðhlynningu aldraðra
á Landspítalanum, Borgarspít-
alanum og elliheimilinu Grund,
þar sem hún varð loks að láta af
störfum vegna veikinda.
Halldóra verður jarðsungin
frá Fríkirkjunni í Reykjavík í
dag og hefst athöfnin klukkan
13.
12. desember 1937.
Foreldrar hans voru
Kristján Sigtryggs-
son, f. 27. október
1906, d. 11. janúar
1982, og Aðalbjörg
Pálsdóttir, f. 2. júní
1905, d. 15. ágúst
1979. Börn Halldóru
og Páls eru: 1) Aðal-
björg, f. 7. janúar
1961, gift Steindóri
Jóni Péturssyni
börn þeirra eru: a)
Halldóra María, f.
17. ágúst 1978, son-
ur hennar er Ívan Dagur, f. 20.
janúar 2003, b) Pétur Ágúst, f.
23. október 1982, sambýliskona
Úlfhildur Ævarsdóttir, og c)
Anna Lilja, d. 29. janúar 1993. 2)
Björn, f. 17. desember 1961,
kvæntur Berglindi Lúðvíks-
dóttur börn þeirra eru: a) Lúð-
vík Aron, f. 2. september 1979,
b) Halldóra Guðrún, f. 7. mars
1983, sambýlismaður Agnar
Elsku mamma, mín, mikið á ég
eftir að sakna þín. Þetta er það erf-
iðasta sem ég hef gengið í gegnum á
minni ævi. Ég veit samt með vissu
að nú líður þér miklu betur, þar sem
þú ert nú þarft þú ekki að burðast
með súrefniskútinn til að halda í þér
lífinu og getur andað léttar. Þú ert
búin að vera svo veik svo lengi, en
nú ertu búin að fá hvíldina.
Ég á eftir að sakna símtalanna við
þig og ekki síst stundanna sem við
fórum saman í bingó, það á eftir að
vera skrítin tilfinning að vera þar og
þú ekki með mér. Einnig öll mat-
arboðin sem við komum í öll systk-
inin og fjölskyldur okkar upp á
Tunguheiði og borðum þar fiskinn
sem pabbi veiddi og þú eldaðir af
þinni alkunnu snilld. Þá var oft glatt
á hjalla á Tunguheiðinni.
Við eigum eftir að hittast þegar
minn tími kemur, ég veit að þú tekur
á móti mér þegar að því kemur.
Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það
sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því
sem ég get breytt
og vit til að greina þar á milli.
(Reinhold Niebuhr.)
Megi guð styrkja pabba og ömmu
Soffíu á þessum erfiðu stundum
einnig systkini mín, tengdabörn,
barabörn og barnabarnabörn Ég
elska þig mamma mín, Guð geymi
þig.
Þín dóttir
Sigurlaug.
Elsku besta amma mín, þetta hafa
verið verstu og erfiðustu dagar lífs
míns og ég trúi því ekki enn að þú
sért farin frá okkur. En ég reyni að
hugga mig við það að þér líði miklu
betur núna og getir andað léttar, án
allra aukahluta. Ég veit líka að þú
fékkst að fara eins og þú hefðir sjálf
viljað, heima hjá ykkur afa, en þú
hefðir aldrei viljað vera á spítala síð-
ustu stundirnar þínar.
Þú hefur alltaf verið höfuð og
herðar allra í fjölskyldunni, bæði
hægri og vinstri hönd. Alltaf varstu
tilbúin að gera allt fyrir alla og sama
hvað stóð til, þú varst alltaf fyrst til
að bjóða fram aðstoð þína, ef afmæli
eða veisla stóðu til, þá varst þú búin
að baka fjöldann allan af kökum,
gera brauðrétti og brauðtertur áður
en nokkur náði að blikka augum. Þú
hefur alltaf verið kokkur og bakari
af Guðs náð og margar fjölmennar
veislurnar hafa nú farið fram á
Tunguheiðinni við hin ýmsu tæki-
færi, s.s. skírnir, fermingar, brúð-
kaup eða afmæli, enda var Tungu-
heiðin eins og heimili okkar allra og
allir ávallt velkomnir.
Við höfum átt óteljandi margar
stundir saman sem ég mun aldrei
gleyma og mörg eru nú samtölin
okkar sem aðeins þú og ég vitum
um. Þú varst svo miklu meira en
bara amma fyrir mér, þú varst eins
og önnur mamma mín, enda ólst ég
svo mikið upp hjá ykkur afa, en þú
varst líka svo mikil vinkona mín og
alltaf gat ég komið til þín og rætt
um öll lífsins mál og alltaf áttir þú til
ráð og svör við öllu. Þú hefur verið
til staðar fyrir mig alla tíð, og varst
meira að segja viðstödd þegar ég
dró andann í fyrsta skipti. Svo
hélstu mér undir skírn og það er sú
skemmtilegasta saga sem ég hef
heyrt frá æsku minni, því ég var
orðin tveggja ára gömul og var víst
bara á spjallinu við prestinn og sull-
andi í skírnavatninu og þegar þú
lýstir því hvernig kjóllinn þinn hrist-
ist eins og laufblað í vindi því þú
varst svo stressuð yfir því hvað ég
myndi gera næst eða segja og hvað
Lauga sem var að fermast á sama
tíma skammaðist sín og þóttist ekki
þekkja þetta prakkarabarn sem
vildi ekkert láta halda á sér eins og
smábarni við skírnina.
Ég er svo heppin að eiga fullt
hjarta af minningum um þig og allt
sem við höfum gert saman og mun
ég halda fast í þær allar og nota
minningar okkar til þess að hjálpa
mér að komast í gegnum þessa
miklu sorg. Ég veit að þú átt eftir að
sitja á öxlinni minni og varðveita
mig og styrkja. Þú talaðir alltaf um
það hvað þú værir rík því þú ættir
fjögur börn, fjögur tengdabörn, tólf
barnabörn og fjögur barna-barna-
börn. Þú ólst okkur upp í því að vera
öll svo náin og mikið saman og öll
eigum við eftir að muna þær stundir
í hjarta okkar, það væri hægt að
fylla margar bækur af minningum
um þig og okkur, t.d. öll ferðalögin
sem við fjölskyldan höfum farið í
saman, öll jól, áramót og afmæli sem
við höfum eytt saman.
Elsku amma mín, þú varst svo
sannarlega búin til úr skínandi gulli,
hafðir svo stórt og gott hjarta, varst
svo hlý og góð við alla, tókst á móti
öllum með faðmlagi og kossum, það
kom enginn eða fór frá Tunguheiði
án þess að fá knús og kossa frá þér.
Þú hefur alltaf verið svo mikil glæsi-
kona með hárið fallega lagt og uppá-
klædd þrátt fyrir öll þín veikindi. Og
hvort sem þú varst í útilegu eða
þurftir að leggjast inn á spítala
varstu alltaf með silkináttkjólana
þína með þér og man ég eftir þeim
eins langt aftur og ég man. Manstu
sumarið þegar ég var svo mikið hjá
ykkur og var að vinna í bakaríinu þá
áttir þú það til að skutla mér í vinn-
una á inniskónum og silkináttkjóln-
um, ef þú varst í bökunarstuði
snemma dags bakaðir þú meira
segja í honum.
Ég veit það að hann pabbi þinn,
Gummi bróðir þinn, Steini bróðir
hans afa og foreldrar þeirra halda
þér félagsskap núna og að þú munt
vaka öllum stundum yfir okkur hin-
um. Ég læt fylgja hérna með vers
sem ég veit að var þér mjög kært,
vers sem skrifað var inn í sálma-
bækur okkar allra, sem þú gafst
okkur þegar við fermdumst.
Drottins hönd þig ljúfa leiði
ljóssins vegum á
og hann þína götu greiði
með góðvild öllum hjá.
Að lokum vil ég kveðja þig með
sömu orðum og þú notaðir ávallt við
mig áður en ég fór að sofa sem barn,
elsku amma mín, Guð geymi þig.
Ég elska þig, þín
Halldóra María.
Elsku amma mín, ég trúi því bara
ekki að þú sért farin frá okkur. Ein-
hvern veginn hélt ég að þú yrðir allt-
af til staðar eins og þú hefur alltaf
verið. Sama hvað gekk á, þú varst
alltaf með bros á vör og lést sem
ekkert væri að, tilbúin að taka á
móti gestum og vera alltaf hlý og
elskuleg og bjóða þeim kaffi og kök-
ur. Þú varst alltaf svo dugleg og
hjálpsöm.
Fyrir um 2 árum, þegar ég var í
menntaskóla, þá var ég spurð, hver
er fyrirmyndin þín? Ég svaraði allt-
af amma og þegar ég var spurð, af
hverju amma þín? sagðist ég aldrei
á minni lífsleið eiga eftir að þekkja
manneskju sem er jafnmikil bar-
áttumanneskja. Hún hélt öllu sam-
an. Hún hugsaði um aðra, áður en
hún hugsaði um sig og náði að vera
svo fín og falleg.
Síðast þegar ég sá þig sagðirðu,
kíkiði sem oftast í heimsókn, þú og
Maggi. Bara ef ég hefði komið oftar
og bara ef ég hefði verið hjá þér.
Þegar ég var lítil var það besta í
heimi að koma til ömmu, þú gafst
okkur alltaf rabarbara með sykri og
svo sat maður inni eldhúsi, rosa
ánægður að vera kominn heim til
ömmu. Ég á eftir að sakna þín svo
mikið og að spjalla við þig, það var
svo gott að koma til þín. Ég hugsa til
þín á hverju degi og hversu mikið ég
sakna þín. Ég vildi óska þess að þú
værir hér hjá mér að gefa mér góð
ráð og vera til staðar þegar ég eign-
ast mitt fyrsta barn og gifti mig. En
ég veit að þú verður mér við hlið alla
tíð í gegnum góða tíma og slæma,
sem engillinn minn. Mér finnst ég
ekki hafa sagt þér nóg hversu mikil
fyrirmynd þú ert mér og hversu
mikið ég elska þig, þú munt alltaf
vera í hjartanu mínu. Ég veit að
þegar minn tími kemur að yfirgefa
þennan heim þarf ég ekkert að ótt-
ast, þú tekur á móti mér með opnum
örmum eins og alltaf.
Elska þig, þín
Rakel Ýr
Elsku amma, ég sakna þín svo
mikið. Ég trúi ekki að þú sért farin
frá okkur, en það er eitt sem róar
mig, að núna getur þú andað ein.
Mér þykir það svo leitt þegar ég sá
þig seinnast var ég að flýta mér svo
mikið og gat stoppað svo stutt hjá
þér. Það er svo sárt að ég hafi ekki
getað kvatt þig.
Ég man þegar ég og Dóra komum
í heimsókn til þín og eins og vanalega
gafst þú okkur að borða og bakaðir
vöfflur fyrir okkur og þegar þú
fékkst þér rjóma úr rjómasprautuni
sprautaðir þú yfir þig alla og út um
allt, við hlógum mikið að því og þú öll
þakin í rjóma frá toppi til táar, þetta
var eins og atriði úr bíómynd. Þú
varst alltaf svo glæsileg.
Elsku amma, ég mun sakna þín
mikið. Takk fyrir að kenna okkur
allt.
Ég elska þig.
Sigríður Sæunn.
Elsku besta langamma mín,
mamma segir mér að núna sért þú
komin til Guðs og að þér líði miklu
betur þar, því þar sértu ekkert veik.
Ég á eftir að sakna þín rosalega mik-
ið og að geta ekki komið í heimsókn
til þín beint eftir leikskóla eins og við
mamma gerðum svo oft. Það var allt-
af svo gott að koma til þín og langafa.
Þú skildir svo vel svanga leikskóla-
stráka og áttir alltaf til mjólk og kök-
ur, sem gott var að fá eftir langan
dag. Oft drógust nú heimsóknir okk-
ar á langinn og enduðum við með því
að stoppa í marga tíma, því alltaf
vildir þú bjóða öllum í mat og fannst
mér það alltaf svo gaman þegar við
borðuðum öll saman hjá ykkur, oft
var það nú það fyrsta sem ég spurði
þig að sem ég sagði við „ætlum við að
borða hjá ykkur í kvöld“ og alltaf
fékk ég nú jákvætt svar við því.
Ég á svolítið erfitt með að skilja
það að ég eigi ekki eftir að geta feng-
ið að sjá þig aftur og þegar mamma
var að reyna að útskýra þetta fyrir
mér þá var ég fljótur að segja henni
að Guð myndi bara keyra þig aftur
heim til langafa svo við gætum hitt
þig aftur, en hún sagði mér að það
væri ekki hægt því það væru ekki
neinar götur né bílar hjá Guði, því
þegar maður færi til Guðs yrði mað-
ur engill og fengi vængi og þá fannst
mér bara eðlilegt að þú myndir bara
fljúga eins og fugl aftur til okkar. En
ég er bara þriggja ára og á því svolít-
ið erfitt með að skilja þetta, en
mamma sagði mér að ég gæti alltaf
talað við þig og þú myndir alltaf
heyra í mér og það mun ég gera. Ég
mun aldrei gleyma þér, elsku
langamma mín.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Ég elska þig, þinn
Ívan Dagur.
Þegar sorgin knýr dyra er gott að
geta notið góðra minninga um þann
látna sem verma sálina. Dóra systir
og mágkona er látin eftir erfið og
langvarandi veikindi. Hún var sterk
kona sem lét sér ekki allt fyrir
brjósti brenna. Þó var það þannig að
vonbrigði og vonleysi gerði vart við
sig þegar henni voru borin þau skila-
boð að henni væri synjað um aðgerð
sem gæti fært heilsu hennar til betri
vegar. Það er í raun ótrúlegt að til
séu dómarar í samfélagi okkar sem
fella svona dóma með því skeyting-
arleysi sem var í hennar tilfelli og
verður þessi dómur þeirra, þeim sem
í hlut eiga, til ævarandi hneisu.
Dóra og Palli hófu búskap sinn á
Siglufirði og fljótlega stækkaði fjöl-
skyldan og að endingu urðu börnin
fjögur, Aðalbjörg, Björn, Sigurlaug
Soffía og Anna Lilja. Nú eru ömmu-
börnin orðin 12 og langömmubörnin
4. Þessi hópur naut þess að koma í
Tunguheiðina og heilsa upp á ömmu
Dóru og afa Palla. Ég veit að ómögu-
legt er að fylla það skarð sem fráfall
Dóru hefur myndað og söknuður
þeirra og missir verður mikill.
Við Dísa áttum erindi til Reykja-
víkur um síðustu helgi, þegar Dóra
frétti af ferðalagi okkar hafði hún
samband og bauð okkur í kvöldmat.
Þar nutum við gestrisni hennar, sem
var við brugðið, og áttum við
skemmtilega kvöldstund saman og
ekki minnkaði kátínan þegar Palli
kom heim af sjónum.
Það leyndi sér ekki að heilsu henn-
ar hafði hrakað en hún reyndi að láta
lítið á því bera og ræddi af miklum
áhuga um hannyrðir við Dísu. Hann-
yrðir styttu Dóru stundir eftir að
heilsu hennar hrakaði og gáfu lífi
hennar aftur einhvern tilgang og
naut hún þess að ræða þessi tóm-
stundamál sín við Dísu. Þegar við
kvöddum hana kom okkur ekki í hug
að þessi kvöldstund yrði sú síðasta
sem við nytum með henni. Minn-
ingin um hana er ljúf og verður ekki
frá okkur tekin.
Við í Dalbrautinni, Dalvík og
amma Soffía á Dalbæ viljum senda
Palla, Boggu, Bjössa, Laugu, Önnu
Lilju og mökum þeirra, börnum og
barnabörnum okkar dýpstu samúð-
arkveðjur og vonum að Guð styrki
þau á erfiðri stund.
Ásdís og Þorsteinn
(Dísa og Steini).
Elskulega Dóra frænka, nú ertu
farin frá okkur, eftir erfið og lang-
varandi veikindi.
Það er hálfskrýtið að hugsa til
þess að þegar við Máni, sonur minn,
komum til Íslands nú í sumar að það
yrði í síðasta skiptið sem við mynd-
um fara í heimsókn til þín í Tungu-
heiðina. Máni var svo hrifinn af þér
og kom með blóm sem hann hafði
tínt stuttu áður og gaf þér stóran
koss, eins og honum einum er lagið.
Mér þótti svo vænt um það þegar
þú sagðir mér að ég væri komin á
vinalistann fyrir símtöl til útlanda
og að þú ætlaðir að nýta þér þá
þjónustu og hringja í frænku í Eng-
landi og ég var strax farin að hlakka
til að heyra í þér og fá fréttir af
heiman.
Það er mér ennþá svo minnisstætt
með þakklæti í huga, að á þeim tíma
sem ég var mikið á ferðalögum voru
dyrnar hjá þér alltaf opnar fyrir
mig. Þó svo að fyrirvarinn hafi oft
verið stuttur þá skipti það engu
máli, ég var alltaf jafn velkomin á
heimilið þitt.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson.)
Elsku Palli, Bogga, Bjössi, Lauga,
Anna Lilja, makar ykkar, börn,
barnabörn og amma Soffía, við Tim
og Michael Máni, sendum ykkur
okkar dýpstu samúðarkveðjur, megi
góður Guð gefa ykkur styrk á þess-
ari erfiðu stundu.
Helga Kristín, Englandi.
Drottinn er minn hirðir, mig mun
ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig
hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég
langa ævi.
(23. Davíðssálmur.)
Í dag kveð ég, með miklum sökn-
uði, mína kæru vinkonu Halldóru.
Þegar ég kynntist henni fyrir alvöru
stóð ég á talsverðum tímamótum í
lífi mínu. Halldóra var mér þá stoð
og stytta og veitti mér mikla upp-
örvun. Höfum við frá þeim tíma ver-
ið ákaflega miklar og góðar vinkon-
ur og getað deilt með hvor annarri
gleði og sorg.
Meðan heilsa Halldóru leyfði
gerðum við ýmislegt saman, fórum í
búðir, borðuðum saman á veitinga-
stað eftir fundi, svo eitthvað sé
nefnt. Ég fékk einnig að fylgjast
með ýmsum merkisatburðum í lífi
fjölskyldu Halldóru. Þar má nefna
gleðina yfir fæðingu ömmu- og lang-
ömmubarna og þroskaferli þeirra.
Ég sendi mínar einlægustu sam-
úðarkveðjur til Palla og allra afkom-
enda hennar Halldóru minnar.
Minning þín lifir í huga mér.
Margrét L.
Halldóra Guðrún
Björnsdóttir