Morgunblaðið - 29.08.2006, Síða 34

Morgunblaðið - 29.08.2006, Síða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jóhann Sæ-mundur Björns- son fæddist á Hvammstanga hinn 20. febrúar 1942. Hann andaðist á Landspítalanum hinn 20. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar Jóhanns voru Björn Kr. Guðmundsson, verkstjóri og síðar skrifstofumaður hjá Kaupfélagi Vestur- Húnvetninga á Hvammstanga, f. 20.3. 1906, d. 2.9. 1983, og Þor- björg Ólafsdóttir húsmóðir, f. 31.5. 1901, d. 11.1. 1981. Bræður Jóhanns eru Trausti, f. 2.6. 1932, kvæntur Áslaugu Hilmarsdóttur, og Ólafur, f. 28.2. 1937, kvæntur Mjöll Þórðardóttur. Jóhann kvæntist 10.6. 1962 Svanhildi Þorkelsdóttur forstöðu- manni, f. 14.3. 1943. Hún er dóttir hans er Emilía Björg Jónsdóttir skrifstofumaður, f. 26.8. 1970. Börn þeirra eru Jóhann Gylfi, f. 2.10. 1999, og Auður Jóney, f. 14.12. 2004. Jóhann ólst upp á Hvamms- tanga, hann stundaði nám við Héraðsskólann á Reykjum í Hrútafirði og lauk þaðan gagn- fræðaprófi 1960. Jóhann starfaði síðan eitt ár við Kaupfélag Vest- ur-Húnvetninga á Hvammstanga en flutti til Reykjavíkur 1961 og stundaði þar verslunarstörf í Kjöti og fiski í nokkur ár. Hann var síðan afgreiðslumaður í Nátt- úrulækningabúðinni um skeið en stofnaði ásamt öðrum Hunangs- búðina 1966 og rak hana ásamt öðrum til 1970 en síðan einsamall til 1973. Þá hóf Jóhann nám í húsasmíði hjá mági sínum. Hann lauk sveinsprófi 1976 en hafði eignast hlut í trésmiðjunni K-14 í Mosfellsbæ sem hann starfrækti með mágum sínum þar til árið 1991. Þá hóf Jóhann að vinna sem framkvæmdastjóri fyrir sókn- arnefnd Lágafellssóknar og sinnti hann því starfi til dauðadags. Útför Jóhanns verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Þorkels Einarssonar, húsasmíðameistara í Reykjavík, f. 26.12. 1910, d. 11.6. 2003, og Ölfu Ásgeirs- dóttur húsmóður, f. 8.7. 1911, d. 17.10. 1965. Börn þeirra Jó- hanns og Svanhildar eru: 1) Þorkell Ás- geir flugstjóri, f. 27.4. 1963. Kona hans er Ragnhildur Hallgrímsdóttir leik- skólakennari, f. 28.3. 1961. Börn þeirra eru Þorbjörg Una, f. 17.4. 1995, Hallgrímur Anton, f. 12.9. 1997, og Snæbjörn Máni, f. 8.11. 2000. 2) Alfa Regína framkvæmdastjóri, f. 3.3. 1966. Var gift Steinari Ólafssyni, f. 10.10. 1966. Börn þeirra eru Svanhildur, f. 4.9. 1992, og Ólafur Jóhann, f. 30.11. 1996. 3) Þorbjörn Valur lög- reglumaður, f. 4.1. 1969. Kona Eitt sinn heyrði ég mætan mann segja að aðalatriðið í lífinu væri ekki að lifa sem lengst, heldur að lifa fyrir aðra. Mér finnst það hitta vel í mark og aldrei hef ég skilið þessa speki betur en nú þegar ég lít yfir farinn veg á kveðjustund pabba, því þótt hún sé allsendis ótímabær, þá er það aðalatriði við lífshlaup hans að hann lifði fyrir aðra. Ævinlega var þessi höfðingi boðinn og búinn að hlaupa til þegar einhvern vantaði hjálp eða greiða. Allt líf hans einkenndist af því að hann var að búa í haginn fyrir okk- ur, fjölskylduna sína, og fyrir vini og vandamenn. Jafnvel á erfiðum tímum þegar fjárhagurinn var þröngur, þá sá þess hvergi stað að við systkinin liðum á nokkurn hátt fyrir það, okkur var búið öruggt athvarf á fallegu heimili, og hvað sem við tókum okkur fyrir hendur í íþróttum eða tónlist m.a. þá skorti aldrei á stuðninginn heima fyrir. Þessu kynntust margir fleiri, m.a. í gegnum störf pabba, því hann var þannig að ef nokkurs staðar vantaði hjálp eða stuðning, þá fannst honum svo sjálfsagt að verða að liði. Enda held ég að hans mesta lífsfyll- ing hafi verið að láta öðrum líða sem best í návist sinni, því hann kunni ein- mitt þá list manna best. Ég vona að afabörnin hans hafi numið af honum þessa list, og mig grunar að minning þeirra um afa sinn verði þeim hvatn- ing til þessa um ókomna tíð. Það er ómetanleg arfleifð sem ég bý sjálfur að, ekki bara eftir pabba heldur einn- ig ömmu og afa á Hvammstanga. Er ekki einmitt þetta kjarninn í því að lifa fyrir aðra, það að hafa þessa góðu návist þar sem þeir sem hennar njóta finna hlýju og traust? Þess láns feng- um við öll að njóta, að kynnast pabba og þessum eiginleikum hans, og er því m.a. mikill harmur kveðinn að afabörnunum hans. Þeim hug sem krílin mín, Þorbjörg, Haggi og Snæ- björn, bera til hans er best lýst í ljóði sem dóttir mín, ellefu ára, gaf honum meðan hann glímdi við sjúkdóminn sem nú hefur lagt hann að velli: Elsku afi láttu þér batna, til venjulegs lífs þú verður að vakna, annars mun ég ávallt þín sakna og þá mun líf mitt til enda upp rakna. Ég hef alltaf elskað þig, alveg síðan þú þekktir mig, alveg, út af lífinu ég elska þig og ávallt verður maður að trúa á sig. (Þorbjörg Una) Nú þegar við horfum á eftir pabba vitum við öll, líka börnin okkar, að afi þeirra er kominn til betri heims, líkn- aður af þeim fjötrum sem þjáður lík- ami batt hann í. Það renna margar minningar gegnum hugann á svona stundum, engar nema góðar, margar lærdóms- ríkar og enn aðrar kitla hláturtauga- rnar. En eitt af því sem mér finnst rísa upp úr þessum minningasjóði er sú staðreynd að þótt pabbi hafi verið mikill húmoristi og prakkari, og hefði m.a. unun af gamansögum um fólk, þá féll honum aldrei hnjóðsyrði af vörum um nokkurn mann. Svo eru líka minningarnar um einstakan náttúruunnanda, sem naut þess að fara um landið, og ekki bara njóta þess sem íslensk náttúra hefur upp á að bjóða heldur leyfa einnig öðrum að njóta þess með sér. Við systkinin og mamma eigum dýrmætar minningar og reynslubrunn eftir ótalmargar ferðir og útilegur, vítt og breitt um landið, þegar pabbi hafði af einstakri natni komið fyrir í litla „voffanum“ tjaldi, fimm svefnpokum, nesti og viðlegubúnaði, veiðigræjum, ferða- töskum og öllu öðru sem fylgja þurfti fimm manna fjölskyldu í svona fyr- irtæki, svo bílgreyið mátti þola álag sem þessir stóru pallbílar væru full- sæmdir af í dag. Svo var bara keyrt af stað út í óvissuna, oft með ein- hverri viðkomu á Hvammstanga hjá afa og ömmu og það var nú ekki ónýtt heldur. Þessi ferðalög hafa skilið eft- ir sig þrá til að ferðast meira, sjá meira. Þekkja betur landið okkar og náttúruna. Elsku pabbi, það er svo margt sem mig langar til að segja enn, án þess þó að koma orðum að því. En ég held að það geti allt falist í því þegar ég segi: við söknum þín öll. Við hittumst nú einhvern tímann aftur í fjarlægri framtíð og ég hugsa til þess með til- hlökkun, en þangað til ætla ég að reyna að kenna börnunum mínum, og vonandi afabörnum seinna, eitthvað af því sem þú miðlaðir til mín um mannlífið og náttúruna, og gildi þess að lifa fyrir aðra. Takk fyrir allt, pabbi minn. Þorkell Ásgeir Jóhannsson. Afastrákar pabba, Ólafur Jóhann og Jóhann Gylfi, voru að ræða sam- an, þá sex og þriggja ára gamlir. Óli: „Sko í gamla daga þá notuðu menn sko skjaldbökur til þess að lyfta bílunum upp og skipta um dekk.“ „Núúú!?!“ segir Jóhann Gylfi, „já því þá voru ekki til svona tæki …“ sagði Óli, „jaaaaá, svon’ er nú lífið,“ sagði þá Jóhann Gylfi. Þetta samtal kom upp í huga mér þegar ég sat við dánarbeð föður míns og hugsaði með mér, já svona er nú lífið, allt tekur enda. Það er yndislegt hvað barnshugurinn er saklaus eins og ofangreind tilvitnun ber með sér en staðreyndir lífsins geta oft á tíðum verið sorglegar sem raun ber vitni. Þegar vinir kveðja þá hugsar mað- ur um liðna tíma og þannig var að Jóhann Sæmundur Björnsson Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÞORBJÖRG JÓNSDÓTTIR frá Geitavík, Borgarfirði eystra, verður jarðsungin frá Bakkagerðiskirkju Borgar- firði eystra, fimmtudaginn 31. ágúst kl. 14.00. Björn Jónsson, Jón Björnsson, Guðlaug K. Kröyer, Svavar H. Björnsson, Líneik Haraldsdóttir, Guðrún Björnsdóttir, Gunnar Guðjónsson, Birgir Björnsson, Axel A. Björnsson, Lilja K. Einarsdóttir, Þorbjörn B. Björnsson, Jóhanna E. Vigfúsdóttir, Geirlaug G. Björnsdóttir, Ólafur Jakobsson, Ásdís Björnsdóttir, Arnar Margeirsson, ömmubörn og langömmubörn. Okkar ástkæri sonur, bróðir og frændi, JENS WILLY ÍSLEIFSSON, Frostafold 22, Reykjavík, lést af slysförum laugardaginn 26. ágúst. Jarðarför hans verður gerð frá Grafarvogskirkju mánudaginn 4. september kl. 13.00. Ísleifur Jónsson, Elísabet Vilhjálmsdóttir, Vilborg L. Ísleifsdóttir, Martha Sigurðardóttir. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, ÞORSTEINN KRISTJÁNSSON, Efstasundi 22, Reykjavík, sem lést á heimili sínu sunnudaginn 20. ágúst, verður jarðsunginn frá Áskirkju fimmtudaginn 31. ágúst kl. 15.00. Jónína Þorsteinsdóttir, Lárus L. Sigurðsson, Ágústa Kristín Þorsteinsdóttir, Guðjón Þór Ólafsson, barnabörn, langafabörn, langalangafabarn og fjölskyldur. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, dóttir, systir, amma og langamma, HALLDÓRA GUÐRÚN BJÖRNSDÓTTIR, Tunguheiði 12, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, þriðjudaginn 29. ágúst, kl. 13.00. Páll Kristjánsson, Aðalbjörg Pálsdóttir, Steindór Jón Pétursson, Björn Pálsson, Berglind Lúðvíksdóttir, Sigurlaug Pálsdóttir, Guðni Þór Þorvaldsson, Anna Lilja Pálsdóttir, Ívar Guðmundsson, Soffía Björnsdóttir, Grímur S. Björnsson, Björg Jósepsdóttir, Þorsteinn Kr. Björnsson, Guðfinna Ásdís Arnardóttir, Björn A. Björnsson, Elísabet Erlendsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, BRYNDÍS ZOPHONÍASDÓTTIR, Hlévangi, Keflavík, lést af slysförum sunnudaginn 27. ágúst. Guðmundur Friðrik Georgsson, Sigurbjörg Anna Guðnadóttir, Brynjar Helgi Guðmundsson og Dagur Fróði Guðmundsson. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR (Didda), Steinagerði 1, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 31. ágúst kl. 15.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga. Stefán Eysteinn Sigurðsson, Sigurður M. Stefánsson, Soffía H. Magnúsdóttir, Guðmundur Skúli Stefánsson, Gunnar H. Stefánsson, Sæunn Halldórsdóttir, Guðrún M. Stefánsdóttir, Paul Siemelink, Andri Stefánsson, Harpa María Örlygsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskaður sonur okkar, bróðir, frændi, barnabarn og vinur, SIGURÐUR RÚNAR ÞÓRISSON, sem lést laugardaginn 19. ágúst, verður jarðsung- inn frá Digraneskirkju fimmtudaginn 31. ágúst kl. 15.00. Þórir Rúnar Jónsson, Kristín Sæunn Pjetursdóttir, Guðmunda S. Þórisdóttir, Sigvaldi E. Eggertsson, Þóra G. Þórisdóttir, Sævar Þ. Guðmundsson, Valgerður G. Þórisdóttir Gisler, Alex Gisler, Þórir Kr. Þórisson, Karen Martensdóttir, Signý Magnúsdóttir, Rakel E. Sævarsdóttir, Þórir H. Sigvaldason, Marten B. Þórisson, Róbert Thór Gisler, Þóra Gunnarsdóttir og vinahópurinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.