Morgunblaðið - 14.09.2006, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns-
son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson,
svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is
netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Morgunblaðið í dag
Yf i r l i t
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
Í dag
Sigmund 8 Umræðan 32/40
Staksteinar 8 Bréf 39
Veður 8 Minningar 41/42
Úr verinu 18 Staðurstund 46/51
Erlent 18/19 Leikhús 50
Höfuðborgin 20 Myndasögur 52
Akureyri 20 Dægradvöl 53
Suðurnes 21 Dagbók 54/55
Austurland 21 Víkverji 56
Menning 22/23 Velvakandi 56
Daglegt líf 24/29 Stjörnuspá 57
Forystugrein 30 Bíó 54/57
Viðhorf 32 Ljósvakamiðlar 58
* * *
Innlent
Söngvarinn Magni Ásgeirsson
datt fyrstur út úr lokaþætti sjón-
varpsþáttarins Rock Star: Super-
nova sem fram fór í gær. Söngvari
hljómsveitarinnar var valinn
Kanadabúinn Lukas Rossi. »22
Ofsaakstur var stundaður af rúm-
lega eitt þúsund bílum í sumar.
Nærri 1.300 ökutæki hafa mælst á
yfir 150 km hraða á vissum stöðum á
þjóðvegunum í sumar. Umferðar-
stofa blæs til sóknar gegn ástandinu
undir yfirskriftinni „Nú segjum við
stopp“. » 6
Ef fram heldur sem horfir verður
árið í ár metár í hvalaskoðun. Talið
er að um 90 þúsund manns muni
fara í hvalaskoðunarferðir í ár. Hall-
dór Blöndal þingmaður telur hval-
veiðar og hvalaskoðun geta farið
saman. » Miðopna
Rannveig Guðmundsdóttir
hyggst ekki bjóða sig fram í próf-
kjöri Samfylkingarinnar í Suðvest-
urkjördæmi. Ákveðið var að halda
prófkjör til að raða frambjóðendum
á fundi kjördæmisráðs flokksins í
kjördæminu, sem fram fór í gær-
kvöldi. » 4
Um 84% fólks á aldrinum 15 til 64
ára og eldri eru á vinnumarkaði á Ís-
landi. Hlutfallið er hæst hér á landi
af löndum í Evrópu samkvæmt nýj-
um tölum frá Eurostat. Meðaltalið í
löndum ESB er 63,8%. Næst kemur
Sviss með 77,2% og þá Danmörk
með 75,9%. » 8
Erlent
Karlmaður á þrítugsaldri réðst í
gær með riffil inn í matstofu fram-
haldsskóla í Montreal í Kanada og
fór að skjóta af handahófi á fólk.
Ung kona beið bana og 19 að auki
særðust, þar af nokkrir hættulega. Í
fyrstu var talið að árásarmennirnir
hefðu verið tveir eða jafnvel þrír og
ríkti skelfing í borginni fram á kvöld.
» 1
Hillary Rodham Clinton öldunga-
deildarþingmaður sigraði í forkosn-
ingum demókrata í New York í gær
og mun því keppa við repúblikanann
John Spencer um annað sæti sam-
bandsríkisins í deildinni í kosning-
unum í haust. » 19
Aðalsaksóknarinn í réttarhöld-
unum gegn Saddam Hussein, fyrr-
verandi Íraksforseta, í Bagdad
krafðist þess í gær að dómarinn
segði af sér. Sagði hann dómarann
draga taum Saddams og hinna sak-
borninganna. » 18
Viðskipti
Stjórnarformaður og stærsti hlut-
hafi bresku tískukeðjunnar French
Connection hefur lýst yfir að hann
kunni að vera tilbúinn að selja hlut
sinn. Framkvæmdastjóri Baugs
Group í Bretlandi segir félagið fylgj-
ast með framvindu mála. » 4
Eftir Berg Ebba Benediktsson
bergur@mbl.is
RITFANGAVERSLUNIN Penninn
mun ásamt samstarfsaðilum starf-
rækja húsgagnaverslun í Alliance-
húsinu svokallaða sem stendur á Ell-
ingsenreit við Grandagarð í Reykja-
vík. Í sumar stóð til að rífa húsið
vegna uppbyggingar sem fram átti
að fara á svæðinu en með ákvörðun
úrskurðarnefndar skipulags- og
byggingarmála frá því í júlí var deili-
skipulag svæðisins fellt úr gildi og
því ljóst að húsið yrði ekki rifið í
bráð. Leigusamningur Pennans er
til eins árs og mun verslunin verða
opnuð fljótlega.
Að sögn Ólafar Jakobínu Ernu-
dóttur, verslunarstjóra í fyrirhug-
aðri húsgagnabúð, verður reynt að
halda húsinu í upprunalegri mynd.
„Húsið verður málað og snyrt en um-
gjörðin í kringum verslunina verður
hrá. Þannig verður áhersla frekar
lögð á að hlutirnir fái að njóta sín
heldur en að hafa íburð í kringum
þá,“ segir Ólöf og bætir við að hús-
næðið muni skapa versluninni mikla
sérstöðu. „Þetta er einstakt um-
hverfi. Þarna eru miklir salir og hátt
til lofts og þetta er húsnæði sem
marga dreymir um,“ segir hún.
Ólöf segir að verslunin muni jafn-
framt hafa sérstöðu að því leyti að
þar verði á boðstólum húsgögn í
vandaðri kantinum sem vekja muni
áhuga þeirra sem hafa gaman af
góðri hönnun. „Áhugi almennings á
góðri hönnun og fallegum húsgögn-
um hefur aukist mikið undanfarin
ár,“ segir hún.
Penninn hefur rekið húsgagna-
deild í verslun sinni í Hallarmúla í
áraraðir en að sögn Ólafar er þetta
fyrsta húsgagnaverslunin sem legg-
ur áherslu á húsgögn fyrir heimili.
„Auk húsgagna verður hægt að
kaupa þarna fleira fyrir heimilið eins
og ljós og gjafavöru,“ segir hún og
bætir að lokum við að stefnt sé að því
að verslunin verði lifandi staður fyrir
umræður og kynningu á hönnun.
Penninn opnar verslun
í Alliance-húsinu
Hefur leigt húsnæðið til eins árs og mun selja húsgögn
Í HNOTSKURN
»Alliance-húsið var reist afsamnefndu útgerðarfyrir-
tæki á árunum 1924–1925 og
var arkitekt Guðmundur H.
Þorláksson húsasmiður.
»Upphaflega var það fisk-geymslu- og þurrkhús fyr-
ir félagið.
Þórshöfn | Íbúar Þórshafnar og nærsveita geta nú andað
léttar þegar ljóst er að einu matvöruversluninni á Þórs-
höfn verður ekki lokað. Óvissa hefur ríkt um hvað taki
við í verslunarmálum í plássinu eftir gjaldþrot Lónsins
ehf. en nú er ljóst að Samkaup munu taka við verslunar-
rekstrinum eftir viðræður við skiptastjóra varðandi kaup
á eignum þrotabúsins.
Sturla Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Samkaupa,
segir að fyrirtækið hyggist koma af stað nýrri Samkaup-
Strax verslun á Þórshöfn og ætli að standa að því af
ákveðnum myndarskap. Ekki stendur til að tjalda til
einnar nætur því ákveðið er að fjárfesta í tækjum og
búnaði fyrir 7–10 milljónir króna. Mikil endurnýjun er
því fram undan í versluninni, t.d. eru nýjar hillur og
kælibúnaður væntanlegt í nóvember.
Opnað á morgun
Sturla segir það vissulega byggðamál að halda uppi
verslun á staðnum og verslunin treysti því á velvilja íbúa
byggðarlagsins.
Verslunin verður opnuð formlega á morgun, föstudag,
og ýmis opnunartilboð verða af því tilefni.
Sturla sagðist ekki reikna með stórum breytingum á
afgreiðslutíma verslunarinnar og viðræður standa yfir
við núverandi starfsfólk Lónsins.
Búið að tryggja áframhaldandi
verslunarrekstur á Þórshöfn
Ljósmynd/Líney Sigurðardóttir
Áfram verslun Samkaup-Strax kemur í stað Lónsins,
sem tekið hafði verið til gjaldþrotaskipta.
UNDIRBÚNINGUR fyrir frumsýn-
ingu dansverksins Água eftir þýska
dansleikritahöfundinn Pinu Bausch
er nú í fullum gangi, en verkið
verður sýnt alls fjórum sinnum
kvöldin 17. til 20. september í
Borgarleikhúsinu. Þrjá 40 feta
gáma þurfti til að flytja leikmynd-
ina til landsins en henni er ætlað að
miðla hughrifum af Amazon-
frumskóginum. Að sögn Guðrúnar
Kristjánsdóttur, kynningarstjóra
sýningarinnar, er þetta að öllum
líkindum stærsta leikmynd sem
komið hefur til landsins.
Morgunblaðið/Sverrir
Amazon-frumskógurinn borinn í hús