Morgunblaðið - 14.09.2006, Side 4

Morgunblaðið - 14.09.2006, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BÖÐVAR Jóns- son viðskipta- fræðingur hefur tekið við stöðu aðstoðarmanns Árna Mathiesen fjármálaráð- herra. Tekur hann við starfinu af Ármanni Kr. Ólafssyni. Böðvar var kjörinn varabæjarfulltrúi árið 1994, bæjarfulltrúi árið 1998 og hef- ur verið formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar frá árinu 2002. Aðspurður segir Böðvar að nýja starfið leggist vel í sig. „Þetta er geysilega spennandi starf og mörg verkefni fram undan,“ segir hann og bætir við að áhugavert verði að fá ráðherrann í kjördæmið en eins og menn vita hefur Árni M. Mathiesen ákveðið að bjóða sig fram til forystu fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suður- kjördæmi. Aðstoðar fjármála- ráðherra Böðvar Jónsson ÁKVEÐIÐ var að halda prófkjör til að raða frambjóðendum á lista Sam- fylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi í komandi alþing- iskosningum á fundi kjördæmis- ráðs flokksins í kjördæminu, sem fram fór í gær- kvöldi. Á fundinum til- kynnti Rannveig Guðmundsdóttir, þingmaður flokksins, að hún sæktist ekki eftir sæti á lista flokksins í prófkjörinu. Prófkjörið verður haldið 4. nóvem- ber nk. og verður opið félagsmönn- um í Samfylkingunni, sem og þeim sem gefa skriflega yfirlýsingu um stuðning við flokkinn, segir Halldór S. Magnússon, formaður stjórnar kjördæmisráðsins. Rannveig sagði í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi að meðal þess sem stjórnmálamenn verði að hafa til brunns að bera sé að geta ákveðið hvenær rétti tíminn sé kominn til að rýma sæti fyrir nýju fólki. „Það er allt rétt við það að ég dragi saman seglin og fari að vinna öðruvísi í flokknum mínum. Ég er ekki að hverfa á brott, ég ætla að vinna í flokknum og taka þátt í kosninga- baráttu, en ég ætla ekki að gefa kost á mér til áframhaldandi þingsetu. Ég vil hætta á toppnum og vona að ég hafi skilað góðu verki.“ Rannveig var í öðru sæti á fram- boðslista Samfylkingarinnar í Suð- vesturkjördæmi í síðustu kosning- um, en leiddi listann í kjördæminu eftir að fyrsti maður á listanum, Guðmundur Árni Stefánsson, hætti þingmennsku. Rannveig hefur verið virkur þátt- takandi í stjórnmálum frá árinu 1978, í meirihluta og forystuhlut- verkum í Kópavogi, en hún var kjör- in á þing árið 1989. Þar var hún á tímabili í stjórn og var félagsmála- ráðherra frá 1994 til 1995. Tveir vilja leiða listann Á fundinum lýstu nokkrir yfir framboði í prófkjörinu. Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður og Gunnar Svavarsson, forseti bæjar- stjórnar í Hafnarfirði, lýstu því bæði yfir að þau sækist eftir því að leiða listann í komandi kosningum. Katrín Júlíusdóttir þingmaður lýsti því yfir á fundinum að hún gæfi kost á sér í annað sæti listans, en Valdimar Leó Friðriksson þingmað- ur hafði þegar lýst yfir framboði í þriðja sætið. Tryggvi Harðarson lýsti því svo yfir að hann sæktist eftir einu af efstu sætunum í prófkjörinu. Rannveig Guðmunds- dóttir ekki í prófkjör Rannveig Guðmundsdóttir Á BILINU 100 til 150 lítrar af olíu láku úr vinnuvél sem var á ferðinni á Suðurlandsvegi við Hólmsá í gærmorg- un þegar vökvaleiðsla gaf sig. Að sögn Slökkviliðs höf- uðborgarsvæðisins varð Vegagerðin að moka upp 3 tonnum af jarðvegi til að sporna við því að olían læki of- an í ána. Koma tókst í veg fyrir mengunarslys og telur Slökkviliðið að það hafi skipt sköpum. Lítið af olíu fór á sjálfan veginn og því skapaðist lítil umferðarhætta. Slökkviliðið var með fullmannað lið frá Tunguhálsi á staðnum, þ.e. á dælubifreið, auk þess fékk vaktin auka- aðstoð frá Hafnarfirði. Þá var bifreið frá Vegagerðinni send á staðnum fyrir moksturinn og jafnframt fulltrúi frá Heilbrigðiseftirlitinu sem falið var að meta að- stæður á vettvangi. Á myndinni sést hvar vegagerðarmenn eru við störf í ánni og fyrir ofan sést vinnuvélin, sem um ræðir. Morgunblaðið/Ómar Komið í veg fyrir mengunarslys SNÆR Jóhannesson, bókbindari og forn- bókasali, lést á Land- spítala – háskólasjúkra- húsi í gær. Snær fæddist 10. nóvember 1925 í Haga í Aðaldal, sonur Jóhannesar Frið- laugssonar kennara og Jónu Jakobsdóttur hús- freyju. Snær kvæntist eftir- lifandi eiginkonu sinni, Birnu Ólafsdóttur, hinn 1. febrúar 1950, og áttu þau saman eina dóttur. Sveinn nam bókband hjá prentsmiðjunni Eddu, og lauk sveinsprófi í greininni árið 1949. Hann starfaði hjá Eddu frá 1949 til 1972, þegar hann hóf störf í fornbóka- versluninni Bókinni. Þar varð hann síðar meðeigandi og starfaði óslitið til ársins 1995. Hann var um áratuga skeið fenginn til að verð- meta fágætar bækur og bókasöfn einkaaðila, og þótti einn helsti sér- fræðingur landsins á því sviði. Snær var einn stofn- enda og um tíma for- maður Félags bók- bandsnema, sat í ritnefnd Iðnnemans frá 1948–1949. Hann var einn af stofnendum Myntsafnarafélags Ís- lands. Þá átti hann sæti í stjórn Félags Þingey- inga í Reykjavík, og einnig í sögunefnd félagsins. Snær var áhugamaður um íslensk bókfræði og bókmerki, og átti mark- vert safn slíkra merkja. Hann kom einnig að útgáfu bókanna Aðaldals, Gróinna spora, Kötlurits, og Leið- aróðs um Hornstrandir. Andlát Snær Jóhannesson HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðs- dóms Austurlands yfir manni sem grunaður er um smygl á tæplega 7 kg af amfetamíni með ferjunni Nor- rænu til landsins 31. ágúst. Við leit í Audi-bíl mannsins í ferj- unni fundust ætluð fíkniefni í 26 pökkum sem faldir voru víðs vegar í bílnum, m.a. undir mælaborði og teppum og víðar. Efnið hefur verið prófað með fíkniefnaprófum og það gefið jákvæða svörun sem amfeta- mín. Þegar málið kom upp var mikill viðbúnaður af hálfu lögregluyfir- valda og tollgæslu vegna tveggja bíla með fíkniefni innanborðs og voru tveir Litháar hnepptir í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna rann- sóknar málsins. Annar bíllinn var með íslensk skráningarnúmer. Tveggja mánaða ferðalag með bílinn Maðurinn, sem kærði gæsluvarð- haldsúrskurðinn, neitar sakargiftum og sagðist hafa flutt Audi-bílinn með sér frá Íslandi 29. júní sl. með Nor- rænu til Danmerkur og ekið síðan áfram til Litháens, þar sem hann sagðist hafa dvalið allt þar til hann hafi komið til baka með Norrænu. Sagðist hann geta borið um það að bíllinn hefði ávallt verið í hans umsjá meðan hann dvaldi í Litháen og eng- inn fengið hann að láni. Jafnframt sagðist hann ekki hafa orðið þess var að neitt hefði verið átt við bílinn á meðan hann dvaldi í Litháen. Að mati lögreglu taldist ótrúverð- ug sú skýring mannsins á tilvist fíkniefnanna í bílnum að einhverjum öðrum hefði e.t.v. reynst unnt að koma hinu mikla magni fyrir í bíln- um án vitundar hans. Eins og fíkni- efnunum hafi verið fyrir komið í bíln- um mætti ætla að mikil vinna hefði farið í að koma þeim fyrir og ganga þannig frá bílnum aftur sem gert var og sú vinna hefði tekið talsverðan tíma. Bæði dómstig hafa fallist á gæslu- varðhaldskröfu lögreglu sem rann- sakar málið nánar og situr maðurinn því í gæsluvarðhaldi til 29. septem- ber ásamt hinum sakborningnum. Gæsla staðfest vegna sjö kg af amfetamíni Ók frá Litháen um Danmörku og tók Norrænu til Íslands ATBURÐIRNIR í Dawson-framhaldsskólanum í Montreal ollu mikilli skelfingu í borginni, að sögn Margrétar Ásgeirsdóttur sem hefur búið þar með eiginmanni sínum í fjögur ár. Margrét var á leið fram hjá skólanum með móður sinni, Ragnhildi Benediktsdóttur. Vinkona Margrétar stundar nám við skólann. „Ég var að keyra fram hjá skólanum og einmitt að segja að vinkona mín væri þar þegar við sáum alla rjúka út. Við héldum að það hefði kannski kviknað í. En það var greinilegt að eitthvað mikið var að gerast, við sáum lögreglumenn með byssur. Ég þekki þessa stelpu vel og tók strax upp far- símann og hringdi í hana til að vita hvað væri á seyði og hvort allt væri í lagi hjá henni. Ég skildi eftir skilaboð og hún hringdi í mig stuttu seinna og sagði að það væru þarna maður eða menn að skjóta í kaffiteríunni. Henni var sagt að fara strax út. Þetta er mjög stór skóli, um 10.000 manns í honum. Þarna var allt fullt af sjúkrabílum og lög- reglubílum, þyrlur á staðnum og rosalegur við- búnaður. Það var taugaspenna og fólk hljóp um grátandi, allir að hringja.“ Þegar rætt var við Margréti var enn óljóst hvort aðeins einn maður hefði verið að verki. En í miðju samtalinu við Margréti flutti sjónvarpsstöð, sem hún fylgdist með, frétt um að lögreglan hefði skot- ið „grunaðan mann“ til bana. „Það var strákur sem hljóp niður og út úr skól- anum og hann heyrði skothríð uppi en síðan aftur miklu nær sér þegar hann var á leiðinni út. Hann sagði þess vegna að það væru a.m.k. tveir menn að skjóta í húsinu,“ sagði Margrét. „Þess vegna eru þeir ekki vissir um að þetta sé búið. Undir skóla- húsinu er metróstöð [jarðlestarstöð] þannig að það er hægt að fara beint úr því í lest. Það er líka hægt að fara beint úr skólanum inn í verslanaklasa við hliðina, þetta er allt tengt neðanjarðar. Þess vegna umkringdi lögreglan verslanaklasann og lokaði öllum götum í kring og metróstöðinni.“ „Það var taugaspenna og fólk hljóp um grátandi“ Íslensk kona í Montreal lýsir ástandinu við Dawson-framhaldsskólann Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Reuters Fólk á leið út úr skólahúsinu í gær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.