Morgunblaðið - 14.09.2006, Qupperneq 25
matur
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2006 25
Pétur Stefánsson sættir sig viðellina, en þó með einum fyr-
irvara:
Ég mun alltaf óska þess,
– í ellimörk þó glitti;
fá að lifa feikihress
fyrir neðan mitti.
Davíð Hjálmari Haraldssyni
hugnast lítt myndin sem Pétur
dregur upp:
Kókir á meyjar er keifar um
braut
karlinn á vordegi björtum,
á hökunni slefa og heilinn í
graut
en harður á ónefndum pörtum.
Sigrún Haraldsdóttir segir betra
að fara varlega í Árbæjarhverfinu:
Yrði hyggjan bara blá,
brygðist annar sans,
válegt yrði að verða á
vegi þessa manns.
Hermann Jóhannesson bætir
limru í sarpinn:
Í ellinni ennþá ég megna,
svo ákaft að furðu má gegna,
á kvenfólkið væna
að mæna og mæna
– en ég man ekki lengur hvers
vegna.
Af ónefnd-
um pörtum
pebl@mbl.is
VÍSNAHORN
Baldvin H. Sigurðsson, oddviti VG,
upplýsti á fundi bæjarstjórnar í
fyrradag, að fólk hefði lýst áhyggj-
um af því í sín eyru að í að-
alskipulagi væri gert ráð fyrir
kirkjugarði í Glerárhverfi í framtíð-
inni. Þar gæti það ekki hugsað sér
að hvíla, og vildi frekar fá nýjan
garð í grennd við þann gamla, þeg-
ar landið þar verður fullnýtt.
Oddur Helgi Halldórsson, oddviti L-
listans, sté í pontu á eftir Baldvin og
sagðist vel skilja þessar áhyggjur
fólks. Oddur Helgi er fæddur og
uppalinn í Glerárhverfi og hefur bú-
ið þar alla tíð, og sagðist alls ekki
geta hugsað sér að eyða eilífðinni
sunnan við Glerá!
Ekki var annað að
heyra að hann væri
því hæstánægður með
að kirkjugarður komi
í hverfið í framtíðinni.
Greint var frá því hér
fyrir viku að for-
ráðamenn MA ætluðu
að banna reykingar á
skólalóðinni í vetur.
Það er víst gömul
frétt, því slíkar reglur
tóku gildi fyrir mörg-
um árum í tíð
Tryggva Gíslasonar
skólameistara. Nú á
hins vegar að fram-
fylgja banninu af enn meiri krafti
en áður.
Jón Már Héðinsson skólameistari
MA sagði við skólasetningu í gær:
„Þar sem hvorki er gert ráð fyrir að
reykt sé í skólanum eða við hann né
að MA-ingar sýni þann dónaskap að
fara í garð nágrannans verður til-
raunaverkefni á vegum skólans
undir stjórn forvarnarfulltrúa Stef-
áns Þórs Sæmundssonar að bjóða
þeim sem nota tóbak upp á nám-
skeið og ráðgjöf til að losna við þá
fíkn. Forvarnarstarf í skólanum hef-
ur vakið athygli og fengið styrk frá
lýðheilsustöð og var auk þess til-
nefnt til forvarnarverðlaunanna.“
Í vetur eru 750 nemendur í MA,
sem er veruleg fjölgun frá því í
fyrra. Nemendur skólans hafa aldr-
ei verið fleiri „og vandséð hvernig
við komum fyrir fleiri nemendum
því húsakostur er miðaður við 650
nemendur að hámarki,“ sagði Jón
Már í gær.
Verkmenntaskólinn var settur fyrir
nokkrum vikum. Nemendur eru
rúmlega 1.200 og prentaðar voru út
1.240 stundatöflur fyrir þessa önn.
Að auki stunda 700-800 nemendur
fjarnám við skólann. Enn eru tugir
nemenda á biðlistum.
Þórsarar urðu Íslandsmeistarar í 3.
flokki drengja í knattspyrnu um síð-
ustu helgi og árangur sumarsins er
ótrúlega glæsilegur. Liðið vann
hvern einasta leik í B-deild mótsins,
14 alls og hafði markatöluna 51:13. Í
undanúrslitum lögðu Þórsarar svo
KR-inga á Blönduósi 1:0 og FH-
inga í úrslitaleik í Mosfellsbæ, 3:1,
sl. sunnudag. Þeim var vel fagnað í
félagsheimilinu Hamri við heim-
komuna.
Morgunblaðið/Skapti
Sigursælir Strákarnir í 3. flokki Þórs, sem unnu
alla leiki sumarsins á Íslandsmótinu.
AKUREYRI
Skapti Hallgrímsson
HVAÐ? Reyking er aðferð þar sem ákveðinni
eðlis- og efnafræði er beitt til þess að ná fram
ákveðnum bragð-, lyktar- og áferðareiginleikum
hráefnisins. Í heitreykingum eins og þær tíðkast
nú til dags eru notaðar mismunandi viðarteg-
undir eins og birki og einir sem kalla fram ólík
bragðefni í reyknum. Í verslunum er einnig selt
sag sem í hefur verið bætt ýmsum öðrum brag-
tegundum, eins og sérríi og koníaki og er þá að-
eins fátt eitt nefnt. Villibráð eins og gæs, hrein-
dýr, önd, svartfugl, skarfur, lax og silungur
verður sérlega ljúffeng matreidd með heitreyk-
ingu.
HVERS VEGNA? Heitreyking er ævaforn verk-
unaraðferð sem kallar fram sérstakt bragð og
eiginleika hráefnisins. Veiðimenn og -konur fyrr
á tímum voru sennilega alveg jafnmiklir mat-
gæðingar og í dag og veisluhöldin ekki minni
eftir vel lukkaða veiðiferð.
Fyrir fróðleiksfúsa eru fjölmargar kúnstarinnar
reglur, sem gaman er að læra, rétt eins og í
rauðvínssmökkun en fyrir þá sem kjósa einfald-
leikann er heitreyking að nútímahætti líka lítið
mál og ekki flóknara en að skella kjöti eða fiski
á grillið.
HVERNIG? Reyking hófst vitaskuld ekki fyrr en
mönnum tókst að hagnýta eldinn, en hann var
yfirleitt hafður í sérstökum eldstæðum til þess
að kynda upp híbýlin. Matvælin hengdu forfeð-
urnir í fyrstu upp í rjáfur yfir eldstæðinu en síð-
ar bjuggu þeir til sérstaka reykofna til þessa að
reykja matvælin. Þessir tugþúsunda ára gömlu
reykofnar þættu frumstæðir í dag, enda eru þeir
komnir í nútímabúning; litlir, snyrtilegir og
handhægir, jafnt á sólpallinn, svalirnar, í sum-
arbústaðinn sem og í útileguna. Í þeim má heit-
reykja bæði fugl og fisk á skömmum tíma eða
15–20 mínútum.
HVENÆR? Hvenær sem er! Undirbúningur eða
fyrirhöfnin er ekki meiri en fyrir grill og mat-
seldin tekur ekki lengri tíma heldur. Heitreyk-
ing hentar því jafnt fyrir hversdagseldamennsku
sem og á hátíðarstundum.
Heitreyking gefur einstakt bragð
Morgunblaðið/Golli
Bragðbætt Sag er hægt að kaupa í verslunum og
þá oft kryddað en frekar með bragðtegundum
eins og sérrí og koníaki. Það má vitaskuld einnig
fá viðinn í náttúrunni sjálfri og oft skemmtilegt
fyrir þá sem hafa aðgang að skóglendi.
Morgunblaðið/Golli
Aðferðin Reykofnarnir líkjast ferhyrndum grill-
um en undir ofninum sjálfum eru sprittlampar líkt
og á fondú-pottum. Þegar búið er að setja hráefn-
ið í pottinn er kveikt í sprittlömpunum. Það er hit-
inn frá þeim sem brennir sagið sem er inni í spör-
oskjulaga braut í ofninum. Þá myndast mikill
reykur inni í ofninum sem heitreykir hráefnið í
gegn. Ofnar á stærð við þennan kosta á milli 8–9
þúsund krónur en þessi fæst í Útivist og veiði.
Það er ekki flóknara að heitreykja
mat en að grilla. Heitreyking gefur
villibráðinni – gæs, hreindýri, lax
og silungi – einstakt bragð og býð-
ur upp á fjölbreytta möguleika.
Unnur H. Jóhannsdóttir kynnti
sér þessa fornu matreiðsluaðferð.
unnur@mbl.is
úr bæjarlífinu
Fréttir á SMS