Morgunblaðið - 14.09.2006, Page 28

Morgunblaðið - 14.09.2006, Page 28
neytendur 28 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Neytendasamtökin hafamótmælt því að fyrirtækiog stofnanir séu með sér-stakt seðil- eða útskrift- argjald þegar verið er að greiða reikninga með þeim rökum að hún sé einhliða ákveðin af fyrirtækjunum sem í hlut eiga og að kostnaður við innheimtu sé hluti af rekstri fyr- irtækja. Í vor féll úrskurður í máli við- skiptavinar fjármálafyrirtækis sem kærði tilkynningar- og greiðslugjöld fyrirtækisins. Á heimasíðu Neyt- endasamtakanna segir að við- skiptavinurinn sem hafi verið ósáttur við gjöldin hafi mánaðarlega farið á skrifstofur fyrirtækisins og greitt skuld sína þar og vildi þar með fá gjöldin felld niður. Viðskiptavinurinn vísaði til laga um neytendakaup þar sem fram kemur að seljandi geti ekki til við- bótar kaupverðinu krafist þóknunar fyrir að gefa út og senda reikning. Fjármálafyrirtækið benti hins vegar á að viðskiptavinurinn hefði skrifað undir skuldabréf þess efnis að honum bæri að greiða kostnað af innheimtu hverrar greiðslu í samræmi við gjald- skrá fyrir tækisins á hverjum tíma. Lyktir málsins urðu þær að meiri- hluti nefndarinnar taldi að við- skiptavinurinn hefði samþykkt gjald- tökuna með undirritun sinni. Neytandinn hefur ekki áhrif Fulltrúar Neytendasamtakanna skiluðu séráliti. Þeir töldu framsetn- ingu ákvæðis um innheimtu seð- ilgjalds ósanngjarna og andstæða sanngjörnum viðskiptaháttum. Ákvæðið væri hluti af stöðluðum samningsskilmálum sem samdir væru einhliða af fjármálafyrirtækinu auk þess sem viðskiptavinurinn gæti á samningstímanum ekki haft nein raunveruleg áhrif á gjaldskrána sem það vísar til. Þá bentu fulltrúarnir á að það væri meginregla kröfuréttar, bæði í kaupum og vegna annarra við- skipta, að greiðslustaður peninga- greiðslu skyldi vera hjá kröfuhafa. Í dag væru þeir hins vegar fáir sem gerðu sér sérstaka ferð til þess að greiða mánaðarlega reikninga hjá fyrirtækinu sem þeir eiga í við- skiptum við. Langflestir fá senda greiðsluseðla, greiða í gegnum heimabanka eða borga með boð- greiðslum. En jafnvel þótt greiðslu- hættir hafi breyst er það þeirra mat að meginreglur kröfuréttar hefðu ekki breyst hvað þetta varðar. Tugþúsundir króna á hverju ári Neytendasamtökin gagnrýna einnig að neytendur hafi stundum takmarkað val um hvernig þeir greiða reikninga sína. Þeir benda á að tæknilega séð eru fleiri mögu- leikar fyrir hendi en að senda reikn- ing með venjulegum pósti. Það hafa reyndar fjölmörg fyrirtæki og stofn- anir áttað sig á og bjóða upp á raf- rænar greiðslur í gegnum heima- banka, skuldfærslur af reikningi og eins boðgreiðslur í gegnum kred- itkortafyrirtæki. Í þeim tilfellum get- ur viðskiptavinurinn yfirleitt skoðað reikninginn í heimabanka sínum eða á þjónustusíðu viðkomandi fyr- irtækja eða stofnana. Oftast eru raf- rænir reikningar sendir viðskiptavin- inum að kostnaðarlausu en það er þó ekki algilt. Annar möguleiki er að fá uppgefið bankanúmer fyrirtækis og reikning og greiða reikning án þess að fá greiðsluseðil sendan. Kostnaður vegna seðilgjalda er hagsmunamál fyrir neytendur því jafnvel þótt hvert og eitt gjald sé ekki hátt þá safnast þegar saman kemur. Árlega getur upphæðin numið á milli 20 og 40 þúsundum á ári á hvert heimili, gróflega áætlað. Enn hefur ekki reynt á lögmæti seðilgjalda fyrir íslenskum dómstólum. Mörg fyrirtæki og stofn- anir rukka viðskiptavini sína um sérstakt gjald þegar þeir greiða reikn- ing fyrir veitta þjónustu, oft nefnt seðilgjald, út- skriftargjald eða tilkynn- ingar- og greiðslugjald. Unnur H. Jóhannsdóttir komst að því að upphæð þessara gjalda er mishá en í heildina geta heimili oft verið að borga á bilinu 20.000–40.000 kr. á ári.                                        !"#           !"#        $%&     !  '(#() "  !   *(#+ ,( '-' ##(    .' ##(  "#$  .' ##(  % #  "  ' !     #,'( &'( /')!  "  ' ) *   ', ' ##(  $+,  ', ' ##(    !() $ !()    . ' ( 0 " (  ! - #  ( 0  * # #  " -0  1   ##( #   1 !  ( !, '  0                                                          "# '. #' "# '. #' "# '. #' "# '. #' #'  ' #'  ' #'  '                       0  "''  ( !!   . #'! ,( . '(! 0  2  3" * ( ! #"*"##  ((#* ( !3 #' ###0   4 3  '  1#* ##(0 Hvað kostar að borga reikningana? Oft er hægt að komast hjá því að greiða seðilgjald með því að borga reikning- inn rafrænt í gegnum heimabanka, skuldfæra hann af reikningi eða greiða með boðgreiðslum af kreditkorti. uhj@mbl.is Morgunblaðið/ÞÖK Hagsmunamál Þótt hvert og eitt gjald sé ekki hátt þá safnast þegar saman kemur. Bónus Gildir 13. sept.–17. sept. verð nú verð áður mælie. verð Myllu heimilisbrauð, 770 g ................... 129 179 167 kr. kg Bónus ís ............................................. 198 259 198 kr. ltr Bónus þorskalýsi, 500 ml..................... 299 399 598 kr. ltr KF lifrarpylsa, ósoðin ............................ 359 598 359 kr. kg KF blóðmör, ósoðinn ............................ 347 579 347 kr. kg KF kofareyktur hangiframp. m/ beini ...... 679 799 679 kr. kg Ungnautalundir, frosnar ........................ 2.498 3.998 2.498 kr. kg Darru rauðbeður, 720 g........................ 98 109 136 kr. kg Freschetta pitsur, 3x400 g .................... 599 897 499 kr. kg Fjarðarkaup Gildir 14. sept.–16. sept. verð nú verð áður mælie. verð Nautahakk frá Kjöthúsinu, 2,5 kg .......... 2.495 3.120 998 kr. kg Ali pork roast steik ............................... 1.124 1.498 1.124 kr. kg Kjúklingaleggir frá Matfugli ................... 454 649 454 kr. kg FK jurtakryddað lambalæri.................... 1.298 1.854 1.298 kr. kg FK brauðskinka.................................... 674 899 674 kr. kg Broccoli mix, 2,5 kg ............................. 598 753 239 kr. kg Sumarblanda, 2,5 kg ........................... 362 462 149 kr. kg Ferskur ananas.................................... 159 219 159 kr. kg Appelsínur .......................................... 98 159 98 kr. kg Hagkaup Gildir 14. sept.–17. sept. verð nú verð áður mælie. verð Kentucky bitar, eldaðir.......................... 787 1.050 787 kr. kg Western lundir, ferskar.......................... 1.607 2.295 1.607 kr. kg BBQ bitakjúklingur, ferskt ..................... 557 795 557 kr. kg Kalkúnn 1/1 frosinn............................. 669 929 669 kr. kg Hamborgarar, 175 g ............................ 199 245 199 kr. stk. Nautalundir úr kjötborði........................ 2.998 3.998 2.998 kr. kg Chicago T. pitsa amer. supr, 520 g ........ 299 549 575 kr. kg Amerísk sandkaka m/súkkulaði ............ 699 0 699 kr. stk. Nóatún Gildir 14. sept.–17. sept. verð nú verð áður mælie. verð Lambahryggur af nýslátruðu.................. 1.298 1.698 1.298 kr. kg Lamba súpukjöt, 1. fl. .......................... 398 599 3.98 kr. kg Ungnautagúllas í villisveppasósu........... 1.498 1.998 1.498 kr. kg Lamba Rib-Eye Kjötmeistarans.............. 2.698 3.298 2.698 kr. kg Lambageiri m/sælkerafyllingu............... 2.698 3.198 2.698 kr. kg Grísabógur, hringskorinn....................... 499 698 499 kr. kg Ungnautahamborgarar, 120 g............... 139 198 139 kr. stk. Réttmeti Arabíu kalkúnn, 450 g ............ 517 689 517 kr. kg Móðir nátt. kjúklingabaunabuff, 320 g... 459 579 1.434 kr. kg EO lífræn sojamjólk, 15 teg., 946 ml ..... 277 369 293 kr. ltr Kaskó Gildir 14. sept.–17. sept. verð nú verð áður mælie. verð Mexíkó Wrap kökur, 25 cm .................... 98 179 179 kr. stk. Mexíkó Taco-skeljar, 173 g.................... 119 199 199 kr. stk. Mexíkó Taco-sósa, Med, 230 g.............. 83 139 139 kr. stk. Mexíkó Taco-sósa, Hot, 230 g ............... 83 139 139 kr. stk. Mexíkó Chunky Salsa, sterkt, 300 g....... 98 179 179 kr. stk. Mexíkó Chunky Salsa, millisterkt, 300 ... 98 179 179 kr. stk. Hakkaðir tómatar m/hvítlauk, 400 g...... 39 79 79 kr. stk. Heilir tómatar, 400 g............................ 34 69 69 kr. stk. Nýrnabaunir, 420 g.............................. 65 129 129 kr. stk. Chili baunir, 400 g ............................... 65 129 129 kr. stk. Þín verslun Gildir 14. sept.–20. sept. verð nú verð áður mælie. verð BK lambalæri, hvítlauksmainerað.......... 1.496 1.870 1.496 kr. kg BK hrossakjöt, saltað, úrb..................... 504 630 504 kr. kg BK pólskar pylsur................................. 709 889 709 kr. kg BK skólaskinka, 165 g ......................... 172 215 1.042 kr. kg Weetos heilhveitihringir 375 g............... 279 373 744 kr. kg Weetabix, 215 g .................................. 139 187 647 kr. kg Weetabix, 430 g .................................. 249 337 579 kr. kg Weetaflakes, 450 g.............................. 279 392 620 kr. kg Bisca Grazia, 150 g ............................. 109 169 727 kr. kg Krónan Gildir 14. sept.–17. sept. verð nú verð áður mælie. verð Goða súpukjöt, lítill poki....................... 299 534 299 kr. kg Gourmet ofnsteik hvítlauks/basil........... 1.189 1.698 1.189 kr. kg Gríms fiskbollur, 550 g ......................... 299 399 544 kr. kg Goða lambalifur, fersk .......................... 279 399 279 kr. kg Goða lambahjörtu, fersk ....................... 269 389 269 kr. kg Naggalínan Cordon Bleu, 350 g ............ 370 529 370 kr. kg Naggalínan kjötbollur, 450 g................. 359 513 798 kr. kg Goða grillborgarar, 4 stk. ...................... 399 614 399 kr. pk. Nektarínur, 1 kg í öskju......................... 229 298 229 kr. kg Myllu Brallarabrauð, 770 g ................... 99 180 129 kr. kg Nettó Gildir 14. sept.–17. sept. verð nú verð áður mælie. verð Goða lambaofnsteik............................. 979 1.398 1.398 kr. kg Goða grísastrimlar ............................... 999 1.819 1.819 kr. kg BK þurrkryddaðar lærissneiðar .............. 1.319 2.198 2.198 kr. kg Reyktir ýsubitar roð og beinhreinsað ...... 739 989 989 kr. kg Úrvals rækja, 500 g ............................. 374 499 499 kr. pk. Nettó samlokubrauð, stórt .................... 88 155 159 kr. pk. Campagne sólþurrkaðir tómatar, 285 g.. 119 239 239 kr. stk. Campagne spaghetti, 500 g frá Ítalíu .... 39 79 79 kr. pk. Campagne Elbows (makkarónur) 500 g . 29 59 59 kr. pk. Campagne Extra Virgin ólívuolía 0,5 l..... 249 499 499 kr. stk. Samkaup/Úrval Gildir 14. sept.–17. sept. verð nú verð áður mælie. verð Goði slátur, lifrarp., 1stk. frosið ............. 276 368 276 kr. stk. Goði slátur, blóðmör, 1stk. frosið........... 266 354 266 kr. stk. Borg. lambafile með fitu ....................... 2.449 3.498 2.449 kr. kg Borg. frönsk sveitaskinka 1/1 pökkuð.... 1.255 1.793 1.255 kr. kg Borg. pólskar pylsur ............................. 622 889 622 kr. kg Borg. kindakæfa, 200 g ....................... 199 271 995 kr. kg Kjúlli leggir, magnbakki ........................ 389 599 389 kr. kg Egils Kristall Plús 0,5 ltr, 3 teg............... 89 127 179 kr. ltr Weetos heilhveitihringir, 375 g .............. 259 327 690 kr. kg Merrild kaffi, heilbaunir, 103................. 399 569 399 kr. stk. Mexíkósk matargerð og blóðmör  HELGARTILBOÐIN | neytendur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.