Morgunblaðið - 14.09.2006, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 14.09.2006, Qupperneq 32
32 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MINN ágæti gamli lærifaðir Hjörleifur Guttormsson fór mikinn hér í blaðinu 5. september síðastlið- inn. Að vísu byrjar hann ósköp fal- lega að skrifa um náttúru Seyð- isfjarðar og það má Hjörleifur eiga að enginn skrifar betur um íslenska náttúru en hann og færi vel ef hann héldi sig við það. Ég vil samt í byrjun láta það koma skýrt fram að mitt mat er það að eðlilegt sé að láta svo stóra framkvæmd eins og virkjun Fjarðarár fara í umhverfismat, en það var mat Skipu- lagsstofnunar og Um- hverfisráðuneytis að ekki væri þörf á því og þar við situr. Hjörleif- ur er hins vegar einn af þeim sem geta ekki hætt og skiptir þar engu hvort þar til bærar stofnanir hafa farið með málið og allra lög- formlegra leiða verið gætt. Látum það hins vegar vera hvaða hvatir það eru sem draga Hjörleif áfram en verra finnst mér þegar farið er jafn frjálslega með sannleik- ann og í áðurnefndri grein Hjörleifs. Ef virkja á fallvötn á Íslandi á ein- mitt að gera það eins og verið er að gera í Fjarðará. Hjörleifur er kannski svo langt leiddur í sinni náttúruhyggju að hann er orðinn frábitinn öllum virkjunaráformum, jafnvel þeim vistvænstu. Heið- arvatnið sem er safnlón fyrir virkj- anirnar verður stækkað úr 2 Gl í 9 Gl og gefur því augaleið að veruleg röskun fylgir því að stækka lónið svo mikið. Þverárlónið er nýtt lón sem ekki verður í augsýn þeirra sem aka um Fjarðarheiðina. Tvær virkjanir verða í ánni og verða því inntakslónin tvö. Allt eru þetta jarð- vegsstíflur sem hafa verið hannaðar þannig að þær falli sem best að um- hverfinu. Pípur eru lagðar á milli lónanna og í virkjanirnar og eru píp- urnar allar niðurgrafnar. Stöðv- arhúsin eru hönnuð í svipuðum stíl og stöðvarhús gömlu virkjunarinnar frá 1913. Niðurgreftri á pípum fylgir óhjákvæmilega mikið jarð- rask sem verður væntanlega sýni- legt næstu árin en miklar kröfur eru gerðar til verktaka um viðskilnað. Þess má geta að stóran hluta af leið- inni verða pípur lagðar í gamla veg- arstæðið til að minnka rask á grónu landi. Loftlína sem liggur upp fjallið verður aflögð og jarðstrengur lagð- ur í staðinn með pípunum. Fátt er ljótara í íslenskri nátt- úru en sjónræn meng- un af loftlínum, eða hvað finnst Hjörleifi um þá hörmung sem við blasir í Reyðarfirði og reyndar alla leið með loftlínum frá Fljótsdal og til Reyð- arfjarðar. Hjörleifi finnst kannski allt í lagi með þess háttar sjónmengun af því að hún er afturkræf. Hjörleifur hefur miklar áhyggjur af Fjarðaránni og fossunum eða eins og hann orðar það „að hneppa þá í fjötra“. Minn kæri, svo hefur bara verið í fjölda áratuga. Í Heiðarvatn- inu var stífla þar sem hægt var að stýra rennsli árinnar og var það gert á meðan sá búnaður var í lagi. Nýju stíflurnar munu verða til þess að rennsli árinnar verður jafnara og stóru flóðin sem hafa komið í ána á vorin og haustin verða minni. Minni aurframburður verður í ánni og hún mun því ekki byltast hér fram kolmórauð eins og hún hefur gert í verstu flóðunum. Í sumar höfum við átt kost á því að sjá ána í sinni nátt- úrulegu mynd því að búið er að rjúfa gömlu stífluna í Heiðarvatni og áin hefur því ekki verið í neinum „fjötrum“ í sumar. Þetta hefur haft þær afleiðingar að áin hefur verið óvenjuvatnslítil og fossarnir ekki haft þá tign sem þeir hafa venju- lega. Við virkjunina munu fossarnir okkar ekki hverfa sem betur fer enda hefðu Seyðfirðingar aldrei samþykkt slíkan gjörning. Við þurf- um engan Hjörleif til að segja okkur hvaða verðmæti felast í fossunum okkar en við viljum tryggja það að möguleikar séu á því að nýta þá orku sem í þessu fallvatni okkar felst á sem vistvænstan hátt og það teljum við okkur hafa gert. Grun hef ég um að mestu máli skipti samt í huga Hjörleifs að það sé þegar búið að selja orkuna til Hitaveitu Suð- urnesja. Hvert þetta rafmagn verður síðan selt vita auðvitað hvorki ég né Hjör- leifur en hann telur einsýnt að það muni verða til álvers í Helguvík. Enn og aftur kemur fram hatur Hjörleifs á stóriðju og það er auðvit- að mergur málsins. Hjörleifur er í heilögu stríði við stóriðju. Minnir barátta Hjörleifs orðið óþægilega mikið á baráttu Don Kíkóti en eins og menn muna barðist sá við vind- myllur, munurinn á þeim félögum er bara sá að Hjörleifur berst við vatnsaflsvirkjanir. Sannarlega dap- urlegt að fylgjast með jafn virtum fræðimanni tapa sér á þennan máta í stað þess að einbeita sér að því sem hann er bestur í, sem eru fræði- störf tengd náttúruvísindum. Engin aðferð sem þekkt er í dag til fram- leiðslu orku er jafn vistvæn og að framleiða raforku með vatnsafli. Virkjanir þær sem verið er að byggja í Fjarðará eru á vissan hátt tímamótavirkjanir á Íslandi og það sama má segja um samninga þá sem gerðir hafa verið vegna þeirra. Hagsmunir Seyðfirðinga eru vel tryggir með samningunum og þeir eru án efa bestu samningar sem gerðir hafa verið við landeigendur hérlendis. Um skoðanir Hjörleifs á núverandi og fyrrverandi bæj- arstjórn Seyðisfjarðar, sem fram kemur í greininni, nenni ég ekki að fjölyrða enda þvílíkt kjaftæði að ekki er svaravert og lýsir best inn- ræti greinarhöfundar. Og enn tuðar Hjörleifur Ólafur Sigurðsson svarar Hjörleifi Guttormssyni varðandi virkjun Fjarðarár »Engin aðferð semþekkt er í dag til framleiðslu orku er jafn vistvæn og að framleiða raforku með vatnsafli. Ólafur Hr. Sigurðsson Höfundur er bæjarstjóri á Seyðisfirði. DÝR ERU almennt skilgreind sem meindýr ef þau valda tjóni eða sýkingarhættu. Í hugum flestra er um að ræða skordýr, rottur og mýs, refi og minka. En ekki má alhæfa þannig um þessar dýrategundir. Þessi dýr valda sjaldn- ast tjóni eða sýking- arhættu. Flest þeirra lifa í góðu jafnvægi við náttúruna. Þegar taka á ákvörðun um aðgerð- ir gegn þessum dýrum þarf fyrst að meta hvort það tjón sem þau valda sé yfir ásætt- anlegum mörkum. Ef svo er þarf að kanna hvort koma megi í veg fyrir að dýrin komist að þeim stað sem þau valda tjóni. Und- irliggjandi orsök þess að dýr fara að valda tjóni er mjög oft kæruleysi eða sóðaskapur af hálfu okkar mann- fólksins. Það vandamál þarf að byrja á að leysa og þannig fækka „mein- dýrunum“. Ekki fyrr en allt annað þrýtur má fara að velta fyrir sér hvort réttlæt- anlegt sé að drepa dýrin. Ef sú ákvörðun er tekin þarf að velja aðferð til aflífunar sem veldur dýrunum sem allra minnstri streitu og sársauka. Það er mikið vandaverk að aflífa dýr á mannúðlegan hátt. Það krefst góðrar þekkingar á eðli þeirra. Að- ferð sem er ásættanleg fyrir eina dýrategund getur verið óásættanleg fyrir aðrar, auk þess sem aldur dýr- anna hefur líka þýðingu. Þetta á við hvort sem um er að ræða veiðar á villtum dýrum, slátrun húsdýra, af- lífun gæludýra eða dráp á meindýr- um. „Dýr skulu aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætti“ segir í lög- um um dýravernd (nr. 15/1994). Aflífunar- aðferðin skal annað hvort valda skjótum dauða eða svipta dýrið skyndilega meðvitund og sársaukaskynjun og það síðan deytt. Ástæða þess að ég tel þörf á þessari umfjöllun er að enn heyrum við og sjáum í fjölmiðlum hetjusögur af fólki sem tekist hefur að murka lífið úr dýrum með ýms- um aðferðum. Þetta á þó aðallega við um minka sem sumir telja, af einhverjum ástæðum, réttdræpa með hvaða að- ferð sem er. Önnur ástæða er að á markaði eru ýmis konar tæki til að drepa rottur og mýs, sem mörg hver eru hræðileg drápstól. Ekki er rúm hér til að fjalla um þær fjölmörgu aðferðir sem notaðar eru til dráps á meindýrum, en mig langar að nefna tvær þeirra sem eru í notkun hér á landi. Fyrst er að nefna gildrur sem eru þess eðlis að mink- arnir synda inn í þær og drukkna þar. Slíkar gildrur eru þekktar erlendis þar sem þær eru notaðar til að drepa m.a. bjóra og otra. Þær hafa verið fordæmdar af mörgum aðilum, þar sem dauðastríð dýranna getur tekið langan tíma. Drekking er almennt talin ómannúðleg aflífunaraðferð, sér í lagi fyrir spendýr sem lifa að hluta til í vatni. Í öðru lagi vil ég nefna gildrur fyrir mýs sem þaktar eru lími sem dýrin festast í. Slíkar gildrur hafa einnig verið fordæmdar víða er- lendis og um þær skrifaðar langar skýrslur byggðar á mati sérfræðinga. Þær geta valdið gífurlegri streitu og löngum, kvalafullum dauðdaga. Mikilvægt er að við séum öll ávallt á verði gagnvart ómannúðlegu drápi á dýrum og að þau stjórnvöld sem með þessi mál fara grípi án tafar í taumana þegar vart verður við slíkt. Einnig er mikilvægt að allir líti í eigin barm og endurskoði afstöðu sína í þessum málum. Foreldrar gegna mikilvægu hlutverki á þessu sviði sem svo mörgum öðrum. Það þarf að kenna börnum að virða öll dýr hvaða nafni sem þau nefnast. Ref- urinn, minkurinn, músin og rottan finna jafn mikið til og hundurinn, kötturinn, naggrísinn og hamsturinn. Þó sum dýr falli undir skilgrein- inguna meindýr breytir það engu um þá siðferðilega skyldu okkar að tryggja að þau líði sem minnst. Öll dýr eru jafn rétthá hvað þetta varðar. Meindýr Auður Lilja Arnþórsdóttir skrifar um aflífun dýra » Þó sum dýr falli und-ir skilgreininguna meindýr breytir það engu um þá siðferðilega skyldu okkar að tryggja að þau líði sem minnst. Auður Lilja Arnþórsdóttir Höfundur er dýralæknir. V iðmælendur mínir í heimsókninni í fanga- búðir Bandaríkja- manna við Guant- anamo-flóa á Kúbu vildu aldrei segja hversu margir fangar væru nákvæmlega í búð- unum. „Þeir eru um það bil 450,“ sögðu þeir. En hljóta menn sem reka fanga- búðir ekki að vita nákvæmlega hversu margir fangar eru þar í haldi? Auðvitað – en við fengum þær skýringar að ekki væri hægt að greina nákvæmlega frá tölu þeirra, sem haldið væri. Mér datt þó raunar strax í hug að kannski væri eitthvað verið að fljúga með menn inn og út (og að þetta skýrði hvers vegna menn út- töluðu sig ekki um tölu fanga þá og þá stundina); þ.e.a.s. að einhverjir af „draugaföngunum“ svonefndu (e. ghost detainees) væru af og til í klefa í Guantanamo án þess að nokkrum væri sagt frá því, en þess á milli væru þeir í leynilegum fangelsum í Afganistan, Taílandi eða hugsanlega á herskipi á Ind- landshafi (sem er vinsæl kenning um það hvar Bandaríkjamenn hafi haft Khaled Sheikh Mohammed í haldi; en KSM, sem svo er gjarnan kallaður, er hæst setti al-Qaeda- liðinn sem handsamaður hefur ver- ið). Ég veit ekki hvort það er nokk- urt vit í þessari kenningu. Og nú er George W. Bush Bandaríkja- forseti hvort eð er búinn að greina frá því að KSM og fjórtán aðrir „draugafangar“ hafi verið fluttir til Guantanamo. Þeir verði ákærðir og færðir fyrir herdómstól (e. military commission); en Bandaríkjaþing ræðir nú lagafrumvarp sem forset- inn vill fá samþykkt, en það er til- komið vegna þess að hæstiréttur Bandaríkjanna felldi þann úrskurð í sumar að herdómstólsréttarhöld stæðust ekki miðað við núgildandi lög. Hér er ein spurning, sem ég bar upp í heimsókninni til Guant- anamo: Ef fangarnir sem hafa ver- ið í Guantanamo eru svona hættu- legir, annaðhvort al-Qaeda-liðar eða talibanar, hvers vegna eru þá þeir, sem sannarlega eru innvígðir al-Qaeda-liðar, harðsvíraðir hryðju- verkamenn, ekki geymdir í búð- unum? Gefur það ekki til kynna að í Guantanamo hafi Bandaríkin geymt ólíkindatól – sem hugs- anlega voru á þvælingi um Afgan- istan haustið 2001 en sem ekki er örugglega ljóst að séu tengdir hryðjuverkasamtökum – en ákveð- ið að halda KSM og hinum í leyni- fangelsum annars staðar til að tryggja, að armur laganna næði örugglega ekki til þeirra? Bandaríkjastjórn hélt nefnilega upphaflega að hún myndi komast upp með að skilgreina Guantanamo sem „lagalegt svarthol“ (á þeirri forsendu að Guantanamo er ekki hluti af Bandaríkjunum og að því ættu bandarísk lög ekki að gilda þar); en þetta samþykkti hæstirétt- ur Bandaríkjanna ekki og hefur verið að fella úrskurði sem hafa valdið því, að Bandaríkjastjórn hef- ur smám saman verið hrakin á flótta með lagalega afstöðu sína til Guantanamo. Var það ekki raunin, að Banda- ríkjastjórn vildi alls ekki að menn eins og KSM fengju aðgang að lög- manni (sem fangar í Guantanamo hafa átt rétt á frá því að dómur féll í máli Rasul vs. Bush 30. ágúst 2004) og jafnframt, að með því að hafa KSM og Co. einhvers staðar í „draugafangelsum“ var hægt að beita aðferðum við yfirheyrslur sem margir myndu skilgreina sem pyntingar? Segja má að Bush Bandaríkja- forseti hafi viðurkennt þetta síðara þegar hann tilkynnti um flutning- inn á KSM og Co. í síðustu viku; þó að hann fullyrti jafnframt að enginn hefði verið pyntaður, slíkt gerðu Bandaríkjamenn einfaldlega ekki. Ég hitti nokkra lögmenn í Guantanamo, þeir voru þar að hitta skjólstæðinga sína. Það er til marks um hið besta í bandarískri þjóðarsál að svo margir lögmenn og lögmannaskrifstofur skuli hafa tekið mál fanganna í Guantanamo upp á sína arma; en það gera þeir vegna bjargfastrar trúar á reglur réttarríkisins og að Bandaríkin standi og falli með því, að þau virði þær reglur (sem ráðamenn hafa í hávegum í hátíðarræðum) og þau mórölsku gildi sem þeim tengjast. Skoðun þeirra er sú, að hér skipti ekki máli að fangarnir í Guantanamo kunni að vera haturs- menn Bandaríkjanna, allir eigi rétt á því að mál þeirra sé tekið fyrir í dómssal og að þeim gefist tækifæri á að hlýða á ákærur gegn þeim og svara þeim. Þetta verður ekki, samþykki Bandaríkjaþing frumvarp um her- dómstóla í líkingu við það sem Bush hefur sett fram. En sem bet- ur fer sitja á Bandaríkjaþingi menn sem spyrnt hafa við fótum; repúblikanar í öldungadeildinni eins og John McCain, Lindsay Graham og John Warner vilja ekki samþykkja að leynileg sönn- unargögn (sem fanginn fær ekki að sjá) verði heimiluð og þeir vilja ekki heldur að hægt verði að byggja á játningum manna, sem þeir kunna að hafa gert eftir pynt- ingar eða ómannúðlega meðferð. Heimurinn verði að sjá, að menn fái réttmæta meðferð fyrir banda- rískum dómstólum. Auðvitað er Guantanamo vand- ræðamál fyrir bandarísk stjórnvöld og kannski myndu menn hugsa sig tvisvar um núna, áður en þeir tækju ákvarðanir eins og þær sem teknar voru í upphafi árs 2002 í fangamálunum. Bush Bandaríkja- forseti hefur hins vegar aldrei vilj- að viðurkenna nein mistök í þeim efnum og á sjálfsagt ekki eftir að gera það. Eugene Fidell, lögmaður sem ég hitti í Washington, sagðist enga trú hafa á því að Bush myndi láta loka Guantanamo og sú stað- reynd, að nú hefur KSM verið fluttur þangað, bendir til þess að Fidell hafi rétt fyrir sér. En Fidell er jafnframt sannfærður um að það verði eitt fyrsta verk nýs for- seta, sem kjörinn verður haustið 2008, að loka búðunum. Óvinum færð vopn » Auðvitað er Guantanamo vandræðamál fyrirbandarísk stjórnvöld og kannski myndu menn hugsa sig tvisvar um núna, áður en þeir tækju ákvarðanir eins og þær sem teknar voru í upphafi árs 2002 í fangamálunum. BLOGG: davidlogi.blog.is VIÐHORF Davíð Logi Sigurðsson david@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.