Morgunblaðið - 14.09.2006, Side 34
34 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
MEÐMÆLAGANGA norð-
anmanna var sorgleg. Að sjá þessar
200 hræður mæla með álveri var
sannkölluð risaeðluganga. Ég hefði
ekki labbað svona álverslabb.
En það var frábært að sjá þrjá
unga menn mótmæla hugmyndum
álversunnenda. Þeir vógu þungt
þessir þrír, því við vit-
um að það þarf mikið til
að taka unga menn frá
tölvum sínum, það sýn-
ir okkur bara hvað
þetta er alvarlegt mál.
Gott strákar, halda
áfram að mæla með
náttúruvernd!
Við þurfum öll að
verða eins og Sigríður í
Brattholti, sem bjarg-
aði Gullfossi frá glötun.
Blessuð sé minning
hennar. Hún gekk alla
leið til Reykjavíkur á
fund alþingismanna til
að bjarga okkar ást-
kæra fossi og tókst það.
Við eigum henni margt
að þakka. Leyfum af-
komendum okkar að
þakka okkur líka.
Kannski þurftu Íslendingar stór-
slys eins og Kárahnjúka til að vakna
til vitundar um að verið væri að eyði-
leggja það sem þeim er kært. Við vit-
um að í umferðinni þarf líka stórslys
til að vekja okkur. Ég er alla vega
vöknuð og verð að gera það sem ég
get gert. Það fyrsta er að opna
munninn, skapa umræðu. Það næsta
er að kjósa rétt í alþingiskosning-
unum í vor. En flokkarnir verða auð-
vitað allir orðnir grænir af umhverf-
isvernd í vor en látið ekki blekkjast.
Við vitum nákvæmlega hverjir vildu
koma Kárahnjúkum á koppinn.
Gleymum því ekki! Það er engin
tískubóla að vera umhverfisvænn í
svona góðu landi, það er lífsstíll. Við
þurfum að annast þessa íslensku
jörð eins og gull, annars getum við
bara átt heima í menguninni í Taív-
an! Við þurfum ekki lengur erlendan
her til að verja landið gegn árásum
utan frá. Við þurfum innlendan her
til að verjast okkar eigin innlend-
ingum sem vilja fórna hreinu lofti
Íslands á altari græðginnar og ál-
versvitleysu.
Til þess að yfirvöld hlusti, þurfum
við að búa til rammgerða áætlun um
annan valkost. Það er nefnilega svo
þægilegt fyrir þá að opna álver, það
er fljótlegra en margt annað og þarf
ekki einu sinni hugmyndaflug, mód-
elið er klárt. Setjum kraftinn okkar
frekar í að virkja hugmyndir um
nýja atvinnuhætti.
Virkjum allt íslenska
duglega bisnissfólkið.
Við vitum að viðskipti
þurfa að vera hlut-
hafavæn svo pen-
ingafólkið vilji vera
með. Ímyndum okkur
Ísland sem fyrirtæki,
gerum markaðsáætlun
með allt þetta hreina
landsvæði og loft.
Hvað er hægt að
virkja hér á landi í
samhljóma við náttúr-
una?
Ríkisstjórnin er að
leita að einhverju sem
hægt er að græða á,
það er staðreynd. Við
verðum að hjálpa
þeim, svo þeir eyði-
leggi ekki meira. Þið
munið hvernig fór fyrir fílnum í
postulínsbúðinni.
Hvar eru stóru lyfjafyrirtækin?
Er raunhæft að tína jurtir til fram-
leiðslu í náttúrulyfjageiranum? Ég
veit að Svisslendingar eru vitlausir í
fjallagrösin okkar. Gætum við nýtt
jurtirnar án þess að útrýma þeim?
Gætum við lagt meiri áherslu á líf-
ræna matvælaframleiðslu? Mjólk-
urvörur, sjávarþang, korn, bláber,
krækiber, spákonur, draugasögur,
álfar, jólasveinar, Grýla og Leppa-
lúði. Gætum við komið öllu þessu
séríslenska í verð?
Hvað með vetnisframleiðslu?
Gætum við verið leiðandi til-
raunastöð með vetni? Hvað með tón-
listarfólkið okkar? Mér skilst að út-
lendingar séu hrifnir af íslenskri
tónlist. Gæti hún orðið stærri út-
flutningsvara með hluthafafé?
Hættum að vera sundruð þjóð því
við viljum öll það besta fyrir landið
okkar. Það er staðreynd. Vinnum
saman að framtíðarsýn. Verndum
landið okkar saman!
Ég heyrði í Steingrími Joð segja í
sjónvarpinu að við gætum bara hætt
við fyllingu Hálslóns. Það yrði minn-
isvarði um heimsku mannanna segir
hann en ég held frekar að það yrði
minnisvarði um hugrakka þjóð sem
þorði að standa með sjálfri sér.
Getum við beðið Alcoa og alla
þessa útlendinga að fara og borgað
stóra sekt? Ég hélt þetta væri ekki
hægt en Steingrímur er alþing-
ismaður og hlýtur að vita það.
Þetta er í raun góð hugmynd hjá
honum og við myndum vekja athygli
á alþjóðavettvangi fyrir vikið. Um-
hverfissinnar um heim allan myndu
dást að áræði okkar. Hingað
streymdi fólk til að skoða gímaldið
fyrir austan. Þarna gætum við selt
aðgang til að borga upp í sekt-
arkostnað. Hvað kostar t.d. í Bláa
lónið núna? Gönguferðir héldu áfram
á hálendinu því engu væri glatað.
Ég veit við megum ekki bregðast
öllu þessu góða fólki á Austurlandi
sem sá fagra framtíð við vinnu í ál-
veri. Gæti það fólk fengið vinnu í
verksmiðjuhúsnæðinu við eitthvað
annað? T.d. náttúrulyfjaframleiðslu
á vegum Actavis?Austurland er frá-
bærlega staðsett miðað við flug til
útlanda. Getum við stækkað flugvöll-
inn þar, breytt honum í alþjóða-
flugvöll? Vilja fleiri Íslendingar
flytja á Austurland?
Verðmæti okkar liggja í nátt-
úrunni, hún selur sig sjálf. Sjáið hvað
gerðist þegar Garðmenn opnuðu
kaffihús hjá Garðskagavita, þangað
flykkjast nú enn fleiri en áður og
njóta veitinga í fögru umhverfi.
Dýrmætasti heimanmundur okkar
er íslensk óspillt náttúra. Það er í
okkar verkahring sem lifum nú að
varðveita fjársjóðinn. Við berum öll
ábyrgð, líka þeir sem segja ekki orð.
Það er margt sem má laga í okkar
nánasta umhverfi.
Þessi grein ruddist fram og gat
ekki annað. Teiknin eru úti um allt.
Við eigum ekki að fylla Hálslón. Við
verðum að bæta úr þessum hræði-
legu virkjunarmistökum. Hættum að
virkja árnar, virkjum okkur í stað-
inn!
Virkjum okkur
Marta Eiríksdóttir skrifar um
umhverfismál
» Það næsta erað kjósa rétt
í alþingiskosn-
ingunum í vor.
Marta Eiríksdóttir
Höfundur er kennari.
Sagt var: Hafin er vinna vegna jarðgangna.
RÉTT VÆRI: … vegna jarðganga.
(Eignarfall af göng er ganga, en gangna er eignarfall af göngur.)
Gætum tungunnar
SAMGÖNGUVIKA hefst í
Reykjavík á morgun og eitt hverfi
hefur verið valið til að vera í
brennidepli. Hið lánsama hverfi er
Árbærinn og því hljóta Árbæingar
sem eru áhugasamir um góðar og
greiðar samgöngur að gleðjast. Ein-
kennilegur og vandræðalegur
skuggi hvílir þó yfir
gleðinni því sam-
göngumál í Árbæj-
arhverfi eru um þess-
ar mundir í miklu
uppnámi. Hraðleiðin
S5, ein af stofnleiðum
almenningssam-
gangnakerfisins, var
lögð niður sisvona í
sumar. Sisvona þrátt
fyrir að leiðin hafi ver-
ið mikið notuð miðað
við aðrar stofnleiðir,
sisvona þrátt fyrir að
vera eina leiðin sem
fer rakleitt með Árbæinga niður í
bæ, fram hjá Landspítalanum og
Háskólanum og skilar mennta-
skólanemum í tæka tíð í Verzló,
MH, MR og Kvennó. Fyrir utan þá
fjölmörgu sem búa í öðrum hverfum
en starfa í Mjólkursamsölunni, Víf-
ilfelli og Orkuveitunni að ógleymdu
Morgunblaðinu.
Úr níu ferðum í þrjár
Íbúar hverfisins eru öskureiðir
og kalla á skýr svör borgaryf-
irvalda. Í sumar fengust loðin svör
um að „málið væri í athugun“ en
stuttu seinna voru strætóskýlin sem
þjónuðu S5 sisvona fjarlægð og því
má draga þá ályktun að „athugun
sé lokið“. Þess ber að geta að Ár-
bæjarhverfið er eina hverfið sem
stendur í útjaðri borgarinnar sem
nýtur ekki þjónustu hraðleiðar.
Þess ber einnig að geta að eftir
þjónustuskerðinguna fækkaði ferð-
um á háannatíma úr níu í þrjár á
klukkustund. Athygl-
isvert er að rýna í af-
leiðingar breyting-
anna. Menntskælingar
hyggja á bílakaup og
lái þeim það enginn ef
ferðin í skólann tekur
hátt í 40 mínútur með
tilheyrandi skiptingum
í vondum veðrum.
Ekki skánar morg-
unumferðin við þann
aukna bílafjölda. Vinn-
andi fólk er í stökustu
vandræðum og vill
eðlilega ekki þurfa að
leggja hálftíma fyrr af stað í vinn-
una. Árbæingar vitna um troðfulla
strætisvagna á annatímum og þess
eru dæmi að vagnstjórar hafa orðið
að skilja bíðandi farþega eftir í
skýlunum vegna plássleysis. Var
einhver að tala um að strætóarnir
hringsóluðu tómir um göturnar?
Strætó er lífsstíll
Meirihluti Sjálfstæðis- og Fram-
sóknarflokks talar myrkum rómi
um slæma fjárhagsstöðu fyrirtæk-
isins og Árbæingar eiga greinilega
að líða fyrir hana. En hvenær ætl-
um við að viðurkenna strætó sem
nauðsynlegan hluta af því að reka
borg? Strætó er engin gullnáma í
peningum talinn, strætó mun aldrei
skila hagnaði en það má öllum vera
ljóst að það er hagur borgarbúa að
borgaryfirvöld standi að almenni-
legum almenningssamgöngum.
Strætó er aðalfararskjóti þeirra
sem ekki hafa efni á að eiga og reka
bíl eða hafa ekki bílpróf. Strætó er
lífsstíll margra Reykvíkinga, hann
er þægilegur og umhverfisvænn
ferðamáti. Hann er ódýr og hann
þjónar um 15.000 manns á hverjum
einasta degi. En umfram allt stuðl-
ar strætó að bættum samgöngum
og ætti því eðli málsins samkvæmt
að vera í brennidepli næstu vikuna
hjá borgaryfirvöldum, sér í lagi í
Árbænum. Þar bíða íbúar spenntir
eftir að sjá hvort strætófarþegum
sé boðið að vera með í hátíðahöld-
unum.
Til hamingju Árbær
Oddný Sturludóttir fjallar um
Strætó í tengslum við sam-
gönguviku í Reykjavík
»Einkennilegur ogvandræðalegur
skuggi hvílir þó yfir
gleðinni því samgöngu-
mál í Árbæjarhverfi eru
um þessar mundir í
miklu uppnámi.
Oddný Sturludóttir
Höfundur er varaborgarfulltrúi
Samfylkingarinnar.
PRESTURINN Gunnar Jóhann-
esson skrifar í Lesbók Morgunblaðs-
ins 8. júlí sl. um trú og vísindi, ástæð-
an er viðtal við Richard Dawkins í
Kastljósinu 25. júní. Hann ásamt trú-
bræðrum sínum kallar
sig trúleysingja, hvern-
ig sem það má nú vera
að trú (skoðun) þeirra á
lífið og tilveruna sé trú-
leysi, vegna þess eins
að vísindin hafa ekki
enn fundið gemsanúm-
erið hjá „Guði“.
Vísindamenn hafa
ekki alltaf rétt fyrir
sér, það er vísindalega
sannað, sá ég slegið
fram nú fyrir nokkru.
„Vísindi án trúar-
bragða eru lömuð,
trúarbrögð án vísinda
eru blind,“ er haft eftir
A. Einstein, hann sagði
einnig: „Það óskiljan-
legasta við alheiminn
er það, að það er hægt
að skilja hann.“ Hann
lætur sem sé að stjórn.
Er þessi stjórn ef til vill
ekki það sem er í dag-
legu tali kallað „Guð“?
Ef til vill sjáum við
ekki það augljósa,
vegna þess að það er of
nálægt okkur, sjáum
ekki skóginn fyrir trjánum.
Grein Gunnars er nokkuð löng og
skilmerkileg, og nokkuð margir
menn hafa gripið penna sér í hönd og
tjáð sig um málefnið.
Eitt er þó sammerkt með all-
flestum skrifum presta og annarra
guðfræðinga að þeir hafa ekki að
mínu viti getað skilgreint hvað er
þessi Guð, hann, hún eða það sem
gefur okkur frjálsan vilja, setur okk-
ur svo (Guðs)lög til að fara eftir að
viðlagðri refsingu.
Vil ég nú kalla eftir þessari skil-
greiningu.
Mig hefir um nokkurt skeið langað
að koma á framfæri nokkrum stað-
hæfingum er ég hef aflað mér um
hvað sé „Guð“.
Ég ætla að setja þetta upp eins og
„Guð“ væri að útskýra hvað „hann“
er.
„Það sem drífur alheiminn áfram
og gerir tilvist hans „raunverulega“
er það sem þið fólkið kallið sál eða
áru sem er í kringum alla hluti al-
heimsins, og sumt fólk sér. Það er
eingöngu til ein sál í öllum alheim-
inum sem allt er hluti af. Sál ykkar er
einstaklingsmynd þessa guðsanda
sem er allt-sem-er, og tjáir sig stað-
bundið og einstök. Sálin er allsherj-
arlífsorkan, einskorðuð og staðbund-
in og ólgar á tiltekinni tíðni í tilteknu
rúmi og tíma. Orka er bylgjast á ein-
stæðan hátt og er einstætt-
útstreymi–alheimslífsins, og er köll-
uð sál og styðst við orku alheimslífs-
ins er hún tilheyrir, sem er eitt af
þremur úrræðum hennar til að móta
tiltekna upplifun, þessi orka er
stundum kölluð andi. Hin úrræðin
eru líkami og hugur. Sálin er þessi
raunverulegi „þú“, og „þú“ ert ekki
líkami þinn, sálin „þú“ notar ein-
göngu líkamann og hugann til að
upplifa sig í ríki-hins-afstæða. Sálin
getur horfið úr líkamanum um stund
til að hressast og eflast, það tímabil
kallið þið svefn, hún getur einnig
runnið saman við alheimsorkuna í
mjög langan tíma, það kallið þið
dauða, en „dauði“ er að sjálfsögðu
ekki til, sálin ummyndar einungis
orku líkama ykkar og huga er hún
sameinast aftur öllu-í-öllu (alheim-
sorkunni). Þannig upplifir ein-
staklingssálin sig aftur og aftur uns
hún hefur upplifað sig í öllum litróf-
um lífsins og sameinast alheimssál-
inni að lokum sem hreinn kærleikur.
Þessi orka hefur greind, eins og þið
kallið það. Hún er uppspretta og
geymsla allrar þekk-
ingar og vitundar, allra
gagna og upplýsinga,
skilnings og upplifunar.
Þið eruð þessi orka og
þessi orka er þið og það
er ekkert sem skilur
ykkur að. Þið og allt er-
uð eitt með þér, því að
allt er fólgið í þessari
orku. Það táknar að þú
og allir aðrir í heim-
inum eruð eitt, ekki í
fræðilegum skilningi
heldur í afar bók-
staflegum skilningi.
Það er enginn, engin
mannleg vera neins
staðar, sem þú átt ekki
hlut í – eðlislægan og
náinn hlut.
Og því segi ég við
ykkur enn og aftur.
1. Guð hefur aldrei
hætt að tala við menn-
ina milliliðalaust, hann
hefur talað við og í
gegnum menn frá
fyrstu tíð, og gerir enn.
2. Sérhver mannvera
er eins sérstök og hver
önnur sem nokkru sinni hefur lifað
eða mun nokkru sinni lifa. Þið eruð
öll boðberar, og berið boðskap lífsins
hverja stund.
3. Engin leið til Guðs er beinni en
önnur. Engin trúarbrögð eru „hin
sönnu trúarbrögð“, engin þjóð er
„hin útvalda þjóð“ og enginn spá-
maður er „merkasti spámaðurinn“.
4. Guð þarfnast einskis, æskir
einskis til að vera ánægður því hann
er ánægjan sjálf. Þess vegna æskir
hann einskis af neinum eða neinu í
alheiminum.
5. Guð er ekki einstök ofurvera
sem lifir einhvers staðar í alheim-
inum eða utan hans, og hefur ekki
sömu tilfinningaþarfir eða býr við
sama tilfinningarót og menn. Það-
sem-er-Guð verður ekki sært eða
skaddað á neinn veg og þarf því ekki
að leita hefnda eða refsa.
6. Allir hlutir eru eitt. Það er að-
eins eitt og allir hlutir eru hluti af
því-eina-sem-er.
7. Það er ekki til neitt sem er
„rétt“ eða „rangt“ Eingöngu það-
sem-gefst-vel og sem-gefst-ekki-vel,
eftir því hvað það er sem þið leitist
við að vera, gera eða hafa.
8. Þið eruð ekki líkami ykkar. Það
sem þið eruð er takmarkalaust og
tekur engan endi.
9. Þið getið ekki dáið og þið verðið
aldrei dæmd til eilífðar útskúfunar (í
eldi helvítis).
Þessar staðhæfingar eru sannar.
Þessar opinberanir eru raunveruleg-
ar, og þið getið notað þær sem
grundvöll fyrir nýja umfjöllun and-
legra efna“.
Hér lýkur Guð máli sínu. Svo
mörg voru þau orð, og nú er það
hvers og eins að tjá sig. Það er að
sjálfsögðu hægt að hafa þetta nokk-
uð yfirgripsmeira, en þá væri ekkert
annað efni í blaðinu í dag. Með vin-
semd og virðingu fyrir öllum skoð-
unum, og von um líflegar og
skemmtilegar umræður, og munið að
það ósennilega í dag er raunveruleiki
morgundagsins.
Trú, trúarbrögð
og vísindi
Magnús Jóhannsson
skrifar um trúmál
Magnús Jóhannsson
Höfundur er leigubifreiðastjóri í
Keflavík.
»Engin trúar-brögð eru
„hin sönnu
trúarbrögð“,
engin þjóð er
„hin útvalda
þjóð“ og enginn
spámaður er
„merkasti spá-
maðurinn“.