Morgunblaðið - 14.09.2006, Síða 38
38 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Í SUMAR var vakin athygli á því
að sauðfé hefur átt greiðan aðgang
að Krýsuvíkurkirkju og kirkjugarð-
inum eftir að nýtt beitarhólf fyrir
sauðfé Grindvíkinga og fjáreigenda
í Vatnsleysustrandarhreppi var
tekið í notkun vorið
2005. Formaður fjár-
eigendafélags Grinda-
víkur segir í grein
sem birtist í Mbl. 4.
september: ,,Beit-
arhólfi er ekki um að
kenna og vert er að
benda á að girðing
umhverfis kirkjustæði
er löngu hætt að
gegna sínu hlutverki.“
Vissulega hefur girð-
ingin við Krýsuvík-
urkirkju og skáta-
svæði Hraunbúa undir
Bæjarfelli ekki verið
fjárheld um árabil
enda hafa margir
hjálpað til við að opna
girðinguna fyrir
mönnum og ferfæt-
lingum á und-
anförnum árum. Það
breytir ekki þeirri
staðreynd að beit-
arhólfið er splunku-
nýtt og beinir sauð-
fénu að ósekju inn á
þennan helga reit.
Árið 2004 höfðu
Vegagerðin og Land-
græðslan milligöngu
um gerð samnings
milli bæjaryfirvalda í
Hafnarfirði, bæj-
arstjórnar Grindavíkur og sveit-
arstjórnar Vatnsleysustrandar um
beitarhólf þessara sveitarfélaga í
Krýsuvíkurlandi. Landgræðslan
skipulagði beitarhólfið og fljótlega
eftir undirritun samningsins var
hafist handa við að leggja raf-
magnsgirðingu um stóran hluta
heimatúna eyðijarðarinnar Krýsu-
víkur, hluta af Krýsuvíkurheiði,
Móhálsadal, Sveifluháls og Núps-
hlíðarháls. Rimlagrindur voru sett-
ar á vegi og hólfið gert fjárhelt,
eins og það er nefnt. Haustið 2004
var gefið fyrirheit um að svæði
Skátafélagsins Hraunbúa við Bæj-
arfell yrði haldið utan beitarhólfs-
ins og það sama átti að gilda um
Krýsuvíkurkirkju og kirkjugarðinn.
Hæglega hefði verið hægt að láta
girðinguna liggja frá vegamótum
Krýsuvíkurvegar og Ísólfs-
skálavegar, fylgja gamla túngarð-
inum að Bæjarfelli og liggja suður
og vestur með fellinu, allt austur að
beitarhólfi Hafnfirðinga á móts við
Arnarfell, en það var því miður
ekki gert. Sumarið 2005 var fátt
um sauðfé undir Bæjarfelli en síð-
astliðið sumar hefur féð sótt mjög í
heimatún Krýsuvíkur og í kirkju-
garðinn. Ekki er hægt
að sakast við blessaða
sauðkindina, heldur þá
aðila sem skipulögðu
legu girðingarinnar og
beittu sér fyrir því að
kirkjustaðnum og
skátasvæðinu var ekki
þyrmt. Þessi ráðstöfun
hefur farið mjög fyrir
brjóstið á fjölmörgum
vinum Krýsuvík-
urkirkju og ferðamenn
sem hafa átt leið um
svæðið í þúsundavís
undrast þetta ein-
kennilega ráðslag.
Krýsuvíkurkirkja
var aflögð 1929 og
hafði þá undangengna
áratugi verið þjónað
frá Stað í Grindavík.
Biskup Íslands end-
urvígði kirkjuna á vor-
mánuðum 1964 og nú
er henni þjónað af
prestum Hafnarfjarð-
arkirkju. Krýsuvík-
urkirkjugarður hefur
aldrei verið afhelgaður
og vorið 1997 var
Sveinn Björnsson
jarðsettur þar, en um
líkt leyti var kirkjan
gerð upp. Krýsuvík er
enn helgur kirkju-
staður og ber að virða hann sem
slíkan. Það sjá það allir að búfjár-
beit er ekki við hæfi á þessum
helga reit hvort sem kirkjustæðið
er afgirt eða ekki. Þar sem ,,bænd-
ur í Grindavík og nærliggjandi
sveitarfélögum hafa ætíð reynt að
vinna að lausn allra mála sem upp
hafa komið á farsælan hátt“ svo
vitnað sé í orð formanns fjáreig-
endafélags Grindavíkur, hljóta þeir
að taka undir kröfu vina Krýsuvík-
urkirkju um að Landgræðslan ráði
nú þegar bót á þessu máli og færi
beitarhólfið suður og vestur fyrir
Bæjarfell og sjái til þess að kirkju-
garðurinn og kirkjan njóti friðar og
tilhlýðilegrar virðingar manna og
málleysingja um ókomna tíð.
Beitarhólfið
í Krýsuvík
Jónatan Garðarsson fjallar um
sauðfjárbeit í Krýsuvíkurlandi
»Krýsuvík erenn helgur
kirkjustaður og
ber að virða
hann sem slík-
an. Það sjá það
allir að búfjár-
beit er ekki við
hæfi á þessum
helga reit hvort
sem kirkjustæð-
ið er afgirt eða
ekki.
Jónatan Garðarsson
Höfundur er dagskrárgerðarmaður
og vinur Krýsuvíkurkirkju.
STARFSEMI frístundamiðstöðva
eða s.k. lengd viðvera fyrir yngri
grunnskólabörn sem ekki geta séð
um sig sjálf að loknum skóladegi
hefur öðlast sinn sess í íslensku sam-
félagi og þykir orðið nauðsynleg
þegar horft er til öryggis og vellíð-
unar barna og stöðu fjölskyldunnar.
Hugmyndafræðin á bak við þessa
þjónustu tengdist í upphafi jafnrétt-
issjónarmiðum og starfsemi þeirra
gerir báðum foreldrum kleift að
sinna vinnu utan heimilis í samræmi
við óskir og þarfir fjölskyldnanna.
Mikilvægi þessarar starfsemi er
óumdeilt í nútímasamfélagi.
Einn er þó sá hópur í samfélagi
okkar sem hefur orðið útundan þeg-
ar kemur að þessari þjónustu og það
eru börn með þroskahömlun sem
stunda nám í almennum grunn-
skólum landsins. Vissulega njóta
þau þjónustu frístundamiðstöðvanna
fram að 10 ára aldri en eftir að þeim
aldri er náð er engin þjónusta í boði
nema í einstaka tilfellum. Þetta eru
einstaklingar sem ekki geta séð um
sig sjálfir heima og því eru sömu
grunnforsendur að baki þjónustu við
þessi börn og fyrir börn undir 10 ára
aldri. Ein af grundvallarforsendum
þess að foreldrar fatlaðra barna geti
stundað nám og atvinnu til jafns við
annað fólk er að börn þeirra hafi að-
gang að heildstæðum frístunda-
tilboðum. Án slíkrar þjónustu búa
fjölskyldur fatlaðra barna við allt
önnur lífskjör, bæði fjárhagslega og
félagslega, en fjölskyldur ófatlaðra
barna. Möguleikar þessara fjöl-
skyldna til náms og atvinnu eru
verulega skertir. Slíkt getur ekki
samrýmst markmiði gildandi laga
um málefni fatlaðra né jafnréttis- og
jafnræðissjónarmiðum.
Allir sem til þekkja viðurkenna
mikilvægi þess að fötluð börn njóti
þjónustu frístundamiðstöðva og ann-
arra frístundatilboða eftir skóla.
Vandinn er hins vegar sá að ríki og
sveitarfélög geta ekki
komið sér saman um
hver skuli greiða þann
kostnað sem af starf-
seminni hlýst. Árum
saman deila þessir að-
ilar um málið og á með-
an líða fjölskyldur fatl-
aðra barna fyrir
ástandið. Tal sveit-
arstjórnamanna fyrir
kosningarnar í vor um
mikilvægi tómstunda-
starfs og gæðastunda
fjölskyldnanna verður
hjákátlegt þegar litið er til þessara
fjölskyldna sem ekki njóta hinna
umtöluðu gæða og yfirlýsingar rík-
isstjórnarinnar um velmegunina á
landinu eiga ekki við um þennan
hóp. Það er áleitin pólitísk spurning
hvert stjórnvöld telji að eigi að vera
hlutskipti fjölskyldna fatlaðra barna,
núverandi staða skipar þeim annan
sess en öðrum fjölskyldum.
Landssamtökin Þroskahjálp
skora á Magnús Stefánsson félags-
málaráðherra og Vilhjálm Þ.Vil-
hjálmsson, formann Samtaka ís-
lenskra sveitarfélaga, að leysa þetta
mál nú þegar þannig að heildstætt
frístundastarf bjóðist öllum fötl-
uðum börnum og stuðla þannig að
því að fjölskyldur fatlaðra barna geti
notið sambærilegra lífsgæða og ann-
að fólk.
Gerður A. Árnadóttir og Frið-
rik Sigurðsson fjalla um frí-
stundaþjónustu við fötluð börn
» Það er áleitin pólitískspurning hvert
stjórnvöld telji að eigi
að vera hlutskipti fjöl-
skyldna fatlaðra barna,
núverandi staða skipar
þeim annan sess en öðr-
um fjölskyldum.
Friðrik Sigurðsson
Gerður er formaður Landssamtak-
anna Þroskahjálpar og Friðrik er
framkvæmdastjóri Landssamtakanna
Þroskahjálpar.
Gerður A. Árnadóttir
Frístundamiðstöðvar
– fyrir öll börn?
Á HAUSTI hverju falla til á höf-
uðborgarsvæðinu og þéttbýli lands-
ins mörg hundruð milljarðar birki-
fræja. Því miður er borin von að
þessi fræ beri nokkurn tíma ávöxt
nema við mannfólkið
söfnum dálitlu af því
saman og komum út í
náttúruna þar sem
vænlegra er fyrir það
að spíra, dafna og
verða að vænum birki-
trjám.
Á heilli öld hefur
verið ræktaður skógur
á aðeins 30.000 hekt-
urum lands. Það eru
einungis 0,3% af yf-
irborði landsins. Til
samanburðar má geta
þess, að Landsvirkjun
hefur á þeim rúmu 40 árum sem hún
hefur starfað, lagt um eða yfir 20.000
hektara lands undir vatn í formi
uppistöðulóna og skurða eða er í
þann mund að gera á hálendi Aust-
urlands. Eitt markmið okkar með
skógræktinni ætti að vera að leggja
meira land undir hinar nýju merkur
en Landsvirkjun leggur undir vatn.
Nú liggur fyrir að loftmengun frá
samgöngum og sérstaklega stór-
auknum þungaiðnaði í landinu kalli á
stóraukna skógrækt á næstu áratug-
um. Við þurfum að öllum líkindum
að 12–15 falda núverandi afköst í
skógrækt í nauðsynlega kolefn-
isbindingu. Við verðum að hafa hug-
fast, að starf okkar er áratugum á
eftir í þróuninni. Við hefðum helst
þurft að byrja á þessu framtaki fyrir
a.m.k. 30–40 árum til að skógarnir
væru orðnir nægjanlega þróttmiklir
til að ráða við núverandi þörf á CO2
bindingu.
Því miður hafa íslensk stjórnvöld
af einhverjum ókunnum ástæðum
ekki tekið inn í samninga við erlend
álfyrirtæki að þau taki þátt í kostn-
aði vegna bindingar koltvísýrings.
Þennan kostnað verður íslenska
þjóðin að taka á sig og þar með þau
mistök stjórnvalda sem auðveldlega
hefði verið unnt að koma í veg fyrir
ef rétt hefði verið haldið á spöðunum
í þeim málum.
Stóriðjufyrirtækin, Landsvirkjun
og aðrar stofnanir og fyrirtæki í
orkumálum, mættu gjarnan leggja
meira af mörkum til að rækta skóg.
Allt of víða um land skera rafmagns-
línur í augu og spilla
fögru landslagi. Með
skógrækt mætti á
mörgum stöðum milda
verulega þessa slæmu
sjónmengun.
Rjúpnaveiðimenn
mættu einnig safna
saman nokkrum lúkum
af birkifræi áður en
þeir halda næst til fjalla
og heiða með byssur
sínar reiddar um öxl.
Fræin eru rjúpunni
góð, holl og eftirsókn-
arverð fæða, sem kem-
ur henni til góða. Og er fram líða
stundir eflir það væntanlega rjúpn-
astofninn sem allt of margir veiði-
menn eru að sækja í um þessar
mundir en gæti síðar meir þolað
jafnvel meiri veiði en nú.
Þá væri kjörið tækifæri fyrir
jeppa- og vélhjólakappa sem á und-
anförnum árum hafa farið mjög illa
með hraunin á Reykjanesskaga og
víðar í landinu. Þeir gætu bætt fyrir
afglöp sín með því að leggja hönd á
plóginn við söfnun birkifræs og sáð í
ljótu förin sem þeir hafa opnað í fal-
legu hraunin og landslagið. Birkið
læknar brátt þessi sár og breiðist
síðan hægt út og verður okkur til
yndisauka og ánægju þegar fram
líða stundir.
Og ekki síst ættu bændur landsins
að verða sér úti um slatta af
birkifræi úr þéttbýlinu í kaupstað-
arferð nú í haust, sá síðan í girtar
spildur sínar svo búfé nái ekki að
spilla meðan birkið vex úr grasi.
Ég legg til, að allir þeir sem hafa
einhverjar taugar og tengsl við
verndun náttúru landsins leggi sitt
af mörkum og safni birkifræi nú í
haust, þegar það er þroskað, með
öllum þeim tiltæku ráðum sem gef-
ast. Algengast er að handtína fræið
af greinunum. Á markað eru komnar
sérstakar laufsugur, knúnar af mót-
or, sem félagasamtök og fyrirtæki
ættu að láta kanna hvort gætu skilað
tilætluðum árangri við fræsöfnun.
Þegar nægjanlega miklu fræi hefur
verið safnað legg ég til að því verði
komið í landgræðsluflugvélina Pál
Sveinsson og dreift í mörgum ferð-
um yfir Reykjanesskagann, Mos-
fellsheiðina, Svínahraunið, Hellis-
heiðina, Lyngdalsheiðina, Selvoginn
og jafnvel víðar um land þar sem
hagstætt er fyrir birkið að vaxa, hiti
og raki nægur og aðrar aðstæður
hagstæðar, lausaganga sauðfjár tak-
mörkuð, helst af öllu bönnuð. Erfið,
vindasöm svæði á borð við Mela-
sveitina sunnan Borgarness þarf
einnig að rækta upp á næstu árum.
Gróðurvana land er nánast verð-
laust. Skógi klætt land er eftirsókn-
arvert og veitir bæði ánægju og
skjól, bæði dýrum, gróðri og okkur
mannfólkinu. Markmiðið er að stór-
efla skógrækt og koma fræi á þá
staði í náttúrunni sem náttúran sjálf
hefur mjög takmarkaða möguleika á
að koma því til með vindum eða fugl-
um. Reikna má með að sjálfsánir
birkiskógar breiðist síðan út á næstu
áratugum eins og gerðist eftir lok ís-
aldar. Með þessu móti mætti efla
skógrækt stórlega á tiltölulega ein-
faldan og ódýran hátt, en mjög ár-
angursríkan, mjög víða í landinu
okkar.
Birkiskógar hinir nýju
Guðjón Jensson
fjallar um skógrækt
Guðjón Jensson
»Ég legg til, að allirþeir sem hafa ein-
hverjar taugar og tengsl
við verndun náttúru
landsins leggi sitt af
mörkum og safni
birkifræi nú í haust,
þegar það er þroskað,
með öllum þeim tiltæku
ráðum sem gefast.
Höfundur er forstöðumaður
bókasafns Iðnskólans í Reykjavík.
Sveinn Guðmundsson hdl., lögg. fasteignasali
Borgartún 20, 105 Reykjavík • thingholt@thingholt.is
Sími 590 9500
www.thinghol t . is
Opið hús í dag frá kl. 18.00 til 19.00
í Huldulandi 7, 108 Reykjavík
Falleg 5 herbergja íbúð.
Tryggvi og Ásta taka á móti fólki.