Morgunblaðið - 14.09.2006, Side 39

Morgunblaðið - 14.09.2006, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2006 39 Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is UNDANFARIÐ hafa birst furðu- legar greinar Morgunblaðinu þar sem gefið er í skyn að það séu í raun engir íslamskir hryðjuverka- menn að störfum í heiminum í dag. Allar fréttir af þeim eiga að vera falsaðar og runnar undan rifjum Bush og Blair. Ef marka mætti þessa einstaklinga sem hafa ruðst núna fram á ritvöllinn þá var það Bush sem stóð á bakvið hryðjuverk- in 11. september, Blair er sjálfur að skipuleggja árásir á lestir í London til að auka fylgi við sig í Bretlandi og frændur okkar Danir eru bara móðursjúkir. Pútín forseti Rúss- lands átti að hafa staðið á bak við hryðjuverkaárásina í Beslan, það ríkir friður í Darfur, engin hryðju- verk eiga sér stað á Indlandi eða í Taílandi, konur höfðu það mjög gott undir stjórn Talibana í Afghanistan og íslamskir öfgamenn eru í raun boðberar friðar á jörðu. Eftir lestur þessara greina vakn- ar sú spurning hvað býr að baki þessum skrifum? Getur það verið að einhverjir þessara höfunda séu svo skyni skropnir að þeir átti sig ekki á því sem er að gerast fyrir framan nefið á þeim eða búa einhverjar aðr- ar annarlegar hvatir á bak við þessi skrif? Það muna margir eftir því að þeg- ar vesturlöndin voru að vara við Stalín voru líka til margir ein- staklingar sem voru tilbúnir til að verja öll hans ofbeldisverk og full- yrtu að Bandaríkin væru bara að ljúga upp á hann sökum. Ef marka hefði mátt þá sem vörðu Stalín hvað harðast þá hefur hann verið einn al- mesti mannvinur sem fæðst hefur hér á jörðu. Fólk af svipuðu sauðahúsi hélt heldur ekki vatni af hrifningu þegar það var að lýsa stjórnarháttum Ceausescu í Rúmeníu á sínum tíma, svo ekki sé minnst á Kim-Il-Sung í Norður-Kóreu eða aðra einræð- isherra sem ríktu í nafni alræðis ör- eiganna. Sagan hefur sýnt að varnaðarorð vesturlandanna voru síst of hörð. Ofbeldisverk þessara einræðisherra voru verri en flestir gátu gert sér í hugarlund og leiddu ótrúlegar hörmungar yfir milljónir manna. Á nákvæmlega sama hátt og skrif þessara einstaklinga hér á árum áð- ur gerðu vesturlöndum erfitt fyrir að koma íbúum þessara landa til hjálpar, og hefur orðið þess valdandi að einn versti harðstjóri sögunnar, Kim Jong-Il, ríkir enn yf- ir Norður-Kóreu, þá er óhætt að fullyrða að hófsamir múslímar og aðrir sem sæta árásum íslamskra öfgamanna um allan heim kunna þessum nútíma greinahöfundum sem eru að gera lítið úr þeim hörm- ungum sem hryðjuverk valda engar þakkir fyrir. BIRGIR ÖRN STEINGRÍMSSON, framkvæmdastjóri, Háaleitisbraut 77, Reykjavík. Sannleikur er sagna bestur Frá Birgi Erni Steingrímssyni: ÉG SAMGLEÐST félögum mínum í heimildarmyndagerðinni þegar þeir ná flugi og tekst áberandi vel upp. Það þarf nefnilega töluvert til. Stein- grímur Þórðarson og Hjalti Úrsus Árnason njóta þess að til er ótrúlega mikið efni um ofurmennið Jón Pál Sigmarsson, en Hjalti hefur líka verið naskur á að leita það uppi. Maður hefur á tilfinning- unni að þar hafi hann verið jafn kappsfullur og í lyftingunum. Ís- lendingar eru þekktir fyrir ævi- sagnaritun þannig að hefðin er til. Með tilkomu ís- lenskra kvikmyndagerða komu strax fram ævisögur studdar myndmáli og margar slíkar hafa verið gerðar. Ævi Jóns Páls var svo stutt að engum hug- kvæmdist að gera um hann kvikmynd meðan hann leiftraði af lífsgleði. Ævi- sögur manna eru langoftast sagðar þegar tilskildri starfsævi er náð. Hvað sem sagt er um frægð Jóns Páls og að nafn hans muni upp meðan aldir renna þá er það samt staðreynd að á okkar tíma gleymast hlutir mun fyrr en við gerum okkur grein fyrir. Á þriggja til fjögurra mánaða fresti koma upp nýjar „hetjur“ á Íslandi. Vegna síbyljunnar sem á okkur dynur gleymast þeir sem í raun skara fram úr og eru afburðamenn eða hetjur. Framboð á upplýsingum er svo gíf- urlegt og svo margir í sviðsljósinu að jafnvel heimsmeistarar falla í gleymsku ef merki þeirra er ekki haldið á lofti. Samtímamenn hetj- unnar gera sér ekki nærri allir grein fyrir því hve einstæður Jón Páll var. Að verða sterkasti maður í heimi og verja þann titil er þrekvirki og galdur. Kvikmyndin um Jón Pál er því nýr kafli í íslenskri sögu og þörf viðbót við fornbókmenntirnar. Það er vandi að fá fólk til að tjá sig um tilfinningamál fyrir framan kvik- myndvél, oft verður það vandræðalegt eða að maður hefur á tilfinningunni að eitthvað sé ósagt. Eitthvað sem hefur verulega þýðingu. Þegar ég rifja upp umrædda mynd man ég ekki eftir neinu sem stakk mig þannig. Vænt- umþykjan á söguhetjunni sem við- mælendur tjáðu var einlæg, líklega vegna þess að þannig hefur söguhetj- an verið. Glettni hans og lífsgleði eyk- ur svo spennuna. Í myndinni er gott flæði og réttur taktur. Tónrásin fer myndinni líka vel. Þroskasaga Jóns Páls er lipurlega leyst, umhverfi og áhrifavaldarnir í lífinu ráða oft miklu um hvernig vefur einstaklinga spinnst. Það er forvitnilegt að sjá hvar þroskasaga einstaklinga mótast. Þeg- ar kemur að uppgjöri og tregaatriðum fannst mér stefna í mærð eða oftúlk- un, en „Hærra minn guð til þín“ var akkúrat réttur endir. P.S. Ábending til aðstandenda myndarinnar: Komið ykkur upp nýju sýningareintaki. PÁLL STEINGRÍMSSON kvikmyndagerðarmaður. Ekkert mál fyrir Jón Pál Frá Páli Steingrímssyni: Páll Steingrímsson „ERU múslimar verra fólk en kristið?“ Þessari spurningu beinir sr. Toshiki Toma, til mín hinn 3. sept. 2006 í Morgunblaðinu. Ég þakka prestinum traustið, sem felst í spurningunni, en átta mig ekki á því af hverju hann beinir spurningunni til mín. Ég hafði sent Morgunblaðinu tvær greinar, sem báðar fjölluðu um stríðsátökin í S-Líbanon og bar þar hvergi kristið fólk á góma, því mér vitanlega er það ekki þátttak- endur í þeim hildarleik. Ég ímynda mér því að sr. Toma hafi ætlað að segja ,,Eru múslimar verra fólk en gyðingar?“ sem mundi falla betur inn í samhengið. Þessu verður varla svarað í fljótu bragði að óathuguðu máli, en sr. Toma þyrfti þá að leggja fram eitthvert vinnulag eða að- ferðafræði við þá athugun. Ég vil því fyrst leita eftir því hvað Allah sjálfur segir um Serki í Kóraninum, sem er hið ófrávíkj- anlega orð sannleikans: Í Kór- aninum, 3. kafla, ,,Um fjölskyldu Imrams“ í 110 versi segir svo: ,,Þér eruð best þjóða (Serkir), því þér hafið upp vaxið mannkyni til heilla. Þér bjóðið hið rétta og bannið hið illa. Þér trúið á Allah.“ Eftirfarandi hefur hann að segja um gyðinga og kristna menn: ,,Kóran: 5. kafli. ,,Matborðið“, vers nr. 59 og 60. 005.059: Ó, þér menn Bókarinnar, (kristnir menn og gyðingar), leggið þér hatur á oss (Serki) fyrir það eitt, að vér trúum á Allah og það sem Hann hefur oss opinberað og öðrum á undan oss, eða vegna þess, að flestir eruð þér illvirkjar? 005.060: Þú (Múhameð) skalt segja: ,,Get ég boðað yður nokkuð verra en refsingu Allah?“ Þeir sem Allah hefur formælt af reiði sinni og umbreytt í apa og svín, þeir sem dýrka Hinn Vonda, þeir eru illa komnir, því þeir hafa villst langt af réttri braut. (Þýð.: H. Hálfdanars.). Þetta kvað Allah um sína trúuðu fylgjendur (Serki) og hina van- trúuðu. Mér skilst að Serkir séu mjög trúað fólk, svo ætla má að Kóraninn sé býsna skoðanamynd- andi meðal þeirra. Ég mundi hins vegar leggja til að höfð væri hliðsjón af því sem þessir hópar hafa lagt fram til blessunar mannkynsins sl. 100 200 árin í vísindum, listum og tækni. Á ég við bókmenntir, höggmyndalist, byggingarlist, málaralist, lækna- vísindi, rafmagnstækni, fjar- skiptatækni, kjarnorkuvísindi, stjörnufræði, náttúruvísindi, jarð- fræði svo að eitthvað sé nefnt. Hversu mörg Nóbelsverðlaun hafa þessir hópar hlotið, annars vegar 1 milljarður Serkja og hins vegar 5–15 milljónir gyðinga? Því miður má þessi grein mín aðeins vera 3.000 stafabil og er augljóst að ég get því fáu svarað af öllu því sem þú drepur stuttlega á í grein þinni. Þú minnist á GT í sambandi við Sverðvers Kóransins. Og hefur þá væntanlega aðallega í huga Kon- ungabækurnar. Þessar frásagnir eru því miður vafasamar og marg- ar goðsagnakenndar, enda held ég að engum kristnum manni dytti í hug að taka þær sér til fyr- irmyndar. Enda gengi það þvert á kenningar Krists um náungakær- leikann í NT. NT boðar nýjar áherslur. GT bannar neyslu svína- kjöts, en NT leyfir það o.s.frv. Kristur starfaði á hvíldardeginum. GT bannaði það. SKÚLI SKÚLASON framkvæmdastjóri, Birkigrund 31, Kópavogi. ,,Eru múslimar verra fólk en gyðingar?“ Frá Skúla Skúlasyni: Fréttir í tölvupósti SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali. SKÓGARGERÐI - HÆÐ M. SÉRINNGANGI Vorum að fá í einkasölu glæsi- lega og mikið endurnýjaða 106 fm 4ra herb. hæð ásamt herb. í kjallara á góðum stað í Gerð- unum. Íbúðin skiptist í: For- stofu m. skáp, eldhús með hvítri innréttingu, stóra borðstofu, svefnherbergisgang með skáp, hjónah. með skápum, barnaherb. m. skáp, flísalagt baðherbergi með innréttingu og stofu með útg. út á afgirta suðurverönd. Stórt herb. í kjallara ásamt sameiginlegu þvottahúsi og sérgeymslu. Mikið endur- nýjuð eign, meðal annars nýlegt þak, gluggar og gler og allar lagnir. Eign sem vert er að skoða. Nánari uppl. á fasteign.is V. 29,5 m. 6454 HÁBERG - ENDARAÐHÚS Vorum að fá í einkasölu fallegt 140 fm endaraðhús á góðum stað í Breiðholtinu. Eignin skiptist í: Forstofu, barnaher- bergi með skápum, hjónaher- bergi með skápum, flísalagt baðherbergi m. tengi fyrir þvottavél, eldhús með hvítri innréttingu og borðkrók og rúmgóð stofa og borðstofa með útg. út á hellulagða austurverönd. Stigi úr stofu upp í ris þar sem er eitt alrými (ca 40 fm) en möguleiki að gera 2 her- bergi þar. Nánari uppl. á fasteign.is. V. 30,5 m. 6455 ÁLFHEIMAR Vorum að fá í einkasölu fallega 101 fm íbúð ásamt ca 30 fm risi sem er ekki inn í fmtölu. Íbúðin skiptist í: And/hol með nýjum skáp, eldhús með eldri innréttingu, 2 barnaherb., ann- að með nýjum skáp, hjóna- herb. með þvottahúsi innaf með nýjum skápum, baðherb. flísalagt í hólf og gólf með nýjum sturtuklefa ásamt stofu og borðstofu með útg. út á suðursvalir með góðu útsýni. Stigi upp í ris þar sem er búið að útbúa 1 herb. og mögul. að útbúa annað. Nánari uppl. á fasteign.is. V. 21,9 m. 6456 ESKIHLÍÐ - HÆÐ MEÐ BÍLSKÚR Vorum að fá í sölu glæsilega 132 fm 5 herbergja hæð í 4-býli í Hlíðunum. Íbúðin hefur verið mikið endurnýjuð og er vönduð í alla staði. Eignin er: Forstofa, hol, eldhús, baðherb., tvær stofur með útgengi á svalir, tvö barnaherb. og hjónaherb., Í kjallara er sérgeymsla sem not- að er sem vinnuherb. með teppi á gólfi. Sameiginl. þvottahús og geymsla eru einnig í kjallara. Bílskúr er rúmgóður með góðri geymslu. V. 34,2 m. 6453 GOÐAKÓR - EINBÝLI FULLBÚIN NÝ EINBÝLI Á GÓÐU VERÐI Vorum að fá í sölu 7 stk. alls 228 fm einbýlishús á mjög góðum útsýnisstað ofan götu (botnlangi). Húsin skiptast þannig að íbúðarrými er 189 fm og bílskúrinn 38,6 fm. Búið er að reisa öll húsin, eru þau fyrstu til afhendingar e. 3 mánuði fullbúin að ut- an/máluð og tilbúin að innan með vönduðum innréttingum og tækjum en án gólfefna nema baðherbergi sem skilast flísalagt. MJÖG GÓÐ KAUP. V. 56-57 m. með frág. lóð og bílastæðum. 6425 SÉRHÆÐ - KÓPAVOGI Erum með í sölu einstaklega bjarta og glæsilega 111,5 fm neðri sérhæð í þessu húsi ásamt 36 fm bílskúr. Húsið í mjög góðu standi og bílskúrinn líka. Íbúðin er öll nýlega standsett á mjög smekklegan hátt, þ.e. öll gólf- efni, öll tæki, innréttingar, nýtt baðherbergi, nýtt eldhús o.fl. 3 herbergi, stofa og borðstofa, rúmgott eldhús. Ótrúlega góð nýting og virkar íbúðin mun stærri en hún er skráð. SJÓN SÖGU RÍKARI. V. 29,9 m. 6442 BANKASTRÆTI 12 Erum með í einkasölu þessa vel þekktu húseign á horni Þing- holtsstrætis og Bankstrætis. Um er að ræða járnklætt timburhús, alls skráð 160 fm. Rekstur veit- ingastaðarins Priksins er í hús- næðinu í dag ásamt gullsmíða- verkstæði með verslun. Nýfrágengnir 10 ára leigusamningar til staðar á báðum rekstrareiningum, mjög góðar leigutekjur. Miklir möguleikar fyrir fjárfesta, bæði með tillilti til útleigu í núverandi mynd og einnig með mögulegan byggingarrétt á lóðinni. Miðað við framtíðarskipulag miðborg- arinnar, Kvosarinnar og hafnarsvæðisins með tilliti til uppbyggingar telst þetta mjög álitlegur fjárfestingarkostur. Óskað er eftir tilboði í eignina. Nánari upplýsingar á skrifstofu Fasteign.is. 6358 Ný tt Ný tt Ný tt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.