Morgunblaðið - 14.09.2006, Page 40

Morgunblaðið - 14.09.2006, Page 40
40 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN BJÖRN Bjarnason dóms- málaráðherra hefur gert að umtalsefni tilraun tánings til að drepa mann sem hann gagngert kynntist á netinu í því augnamiði. Telur ráðherrann þetta dæmi um þær nýju hættur sem mæta þurfi með áherslum hans um nýjar lögreglusveitir, -deildir og rannsókn- arheimildir. Er þó vandséð hvernig þeir tilburðir allir ættu að koma í veg fyrir slík tilvik. Þessa sömu daga fann sérsveit ráðherrans sér það verðuga við- fangsefni að kljást við unglinga í Skeifunni eft- ir eltingarleiki sumars- ins við hóp mótmæl- enda. Og þrátt fyrir þetta gleðilega verk- efnaleysi boðar ráð- herrann að enn þurfi að auka við sérsveitir, stofna greiningardeild, leyniþjónustu og auka rannsóknarheimildir lögreglu allt í nafni öryggis. Öll viljum við búa við öryggi, en lög- regluríkið er ekki leiðin að því. Öryggi okkar höfum við best tryggt með því að stuðla að jöfnuði í landinu og með öflugu velferðarkerfi sem ásamt góðri almennri löggæslu hefur gert Ísland öruggt samfélag. Þær þjóðir sem nálg- ast hafa viðfangsefnið úr sömu átt og Björn Bjarnason hafa hins vegar flest- ar ratað í ógöngur og eru Bandaríkin skýrasta dæmið um það. Hvergi eru sérsveitirnar öflugri, leyniþjónust- urnar og greiningardeildirnar fleiri og engin önnur þjóð hefur t.d. nálgast eit- urlyfjavandann sem hreina styrjöld (war on drugs) jafnvel með vopnuðum aðgerðum í öðrum ríkjum. Og óvíða er glæpatíðnin meiri og öryggisleysið, og fangelsin þó yfirfull. Í stað þess að feta þær ógöngur ættu verkefni okkar að vera að styrkja almenna löggæslu, taka á ofbeldi gegn konum og þróa úrræði til að rjúfa víta- hring síbrota, einkum með markviss- um úrræðum fyrir unga afbrotamenn. En á þessum hversdagslegu verk- efnum sumum er óverulegur áhugi. Fangelsismálin í svo fullkomnum ólestri að sumir kalla það glæpa- mannaframleiðslu rík- isins sem 19. aldar dýfl- issan við Skólavörðustíg er táknrænt dæmi um. Og vegna þess dæmis sem ráðherrann vísar til var athyglisvert þegar fréttaskýringarþátt- urinn Kompás benti á að í verslunum væri átölu- lítið verið að selja börn- um undir aldri raðlim- lestinga- og fjöldamorðingjaleiki, enda yfirvöldin upptekin við háleitari viðfangsefni en hversdagslegan veruleika okkar Ís- lendinga. Gleðileg brottför hersins hefur svo enn aukið á lögregluríkishugmynd- irnar í því öryggisleysi sem nú hefur heltekið dómsmálaráðherrann. Þó er brottförin staðfesting þess að aldrei í sögu lýðveldisins hefur verið eins frið- vænlegt í þessum heimshluta og til hvers segullinn sé hér þarf ekki lengur að spyrja. Það kann auðvitað að leiða til þess að hin almenna lögregla þurfi greiningardeild til samskipta við ör- yggisstofnanir í öðrum löndum og gott væri að fá lög um þá leyniþjónustu- starfsemi sem fram fer hjá Ríkislög- reglustjóra en að hér þurfi að auka njósnir um borgarana af þessu tilefni er algjörlega fráleitt. Það er einfald- lega ekkert tilefni til að hætta þannig rétti okkar til einkalífs. Hryðjuverkaógnin hefur auðvitað kallað á endurmat í öryggismálum. En nú þegar fimm ár eru liðin frá árásinni á Bandaríkin er tímabært að gera upp við ranghugmyndirnar sem af þeim spruttu. Viðbrögð okkar við breyttum heimi eiga ekki að vera að reisa lög- reglumúra utan um líf okkar með ör- yggislögreglum, sérsveitum, leyni- þjónustum og rannsóknarheimildum. Þá er alið á óttanum og þannig sigra hryðjuverkamennirnir því þeir vilja skapa okkur öryggisleysið og gera lög- regluríkið að hlutskipti okkar. Hug- myndafræði hernaðarhyggjunnar liggur til grundvallar þessum tillögum um öryggisstofnanir og eftirlit, það er sama hugmyndafræði sömu manna og varð til þess að við sendum vopnaða sveit til Afganistan og áttum aðild að innrásinni í Írak. Það hernám hug- arfarsins dregur ekki úr hættu á hryðjuverkum heldur eykur hana. Stríð Bandaríkjamanna gegn hryðju- verkum hefur nefnilega ratað í svip- aðar ógöngur og stríð þeirra gegn eit- urlyfjum, það hellir olíu á eld og skerpir vítahring átaka í stað þess að stuðla að friði. Það er tímabært að hafna þeim tindátaleik en auka öryggi okkar þvert á móti með því að treysta aftur gömlu gildin um friðsama þjóð, frelsi einstaklingsins og réttinn til einkalífs. Að ala á ótta Helgi Hjörvar skrifar um löggæslu og öryggismál » Öll viljum við búa viðöryggi, en lög- regluríkið er ekki leiðin að því. Helgi Hjörvar Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. ALLT of mörgum mannslífum hefur verið fórnað á árinu fyrir glæfralegan leik á götum og vegum landsins. Mun fleiri hafa slasast og margir þeirra mjög alvarlega. Það er í raun og veru skiljanlegt að mörgum finnist gaman að aka hratt. Það er tilfinning sem margir þekkja og ekki síður keppni um það hver sé fyrstur á áfangastað, hvort sem um kapphlaup eða kappakstur er að ræða. Það þarf hins vegar að setja leiknum takmörk. Hann á skil- yrðislaust að iðka við aðstæður þar sem hvorki er verið að stofna lífi né limum fólks í hættu. Leikinn á að stunda undir merkjum aksturs- íþróttafélaga og lúta þeim ströngu reglum sem þar gilda varðandi öryggisbúnað og leik- inn á eingöngu að stunda á lokuðum svæðum og til þess gerðum keppn- issvæðum. Þeir sem telja sig of- urökumenn eru í flest- um tilvikum reynslu- litlir ökumenn sem eiga í mestu vandræð- um eð að stjórna bílum sínum, eins og dæmin því miður sanna. Á sama tíma og þessir fantar eru á ferð geta börn verið á göt- unum, vinir okkar, ættingjar og ást- vinir. Fólk eins og ég og þú sem er misjafnlega vel á sig komið til þess að takast á við aðvífandi hættur. Ég hef stundað akstursíþróttir í 20 ár og oft ekið á hraða sem leyfist ekki í almennri umferð. Sá hraði er aðeins leyfður í keppnum á lokuðum svæðum og gerðar eru sérstakar ráðstafanir hvað varðar öryggi öku- manna og saklausum vegfarendum er ekki stofnað í hættu. Það er vissulega vandamál að hvergi er að finna almennileg akst- ursíþróttasvæði þar sem hægt er að iðka leikinn á öruggan hátt og fá þá útrás sem hraðanum getur fylgt. Ég tek því heilshugar undir hvatningu Umferðarstofu, sveitarfélaga og fleiri aðila um það að lögð sé vinna í upp- byggingu slíkra svæða. Hins vegar er skortur á keppnissvæðum engin afsökun fyrir því að ofsaakstur sé iðkaður í almennri umferð á veg- um og götum landsins. Með sömu rökum hefðu félagsmenn í Skotfélagi Reykjavíkur getað rétt- lætt það að þeir æfðu skotfimi niðri í bæ þeg- ar þeir misstu tíma- bundið skotæf- ingasvæði sitt í nágrenni borgarinnar. Það má velta fyrir sér hver viðbrögð sam- félagsins hefði orðið við slíkum röksemdum. Tökum þennan leik að lífum burt af götum og vegum. Ábyrgð okk- ar er mikil og það hlýt- ur að vera ein þyngsta byrði sem nokkur mað- ur ber að hafa orðið valdur að dauða og ör- kumli einhvers vegna þess eins að það var verið að leika sér. Þessi leikur er eins og fyrr sagði búinn að kosta fjölda manns lífið það sem af er þessu ári. Ég hvet landsmenn til að segja stopp við glæfraakstri og mæta á borgarafundi Umferðarstofu sem haldnir eru víða um land í dag. Leikur að lífum Rúnar Jónsson skrifar um glæfraakstur og umferðaröryggi Rúnar Jónsson » Þeir semtelja sig of- urökumenn eru í flestum til- vikum reynslu- litlir ökumenn sem eiga í mestu vandræð- um með að stjórna bílum sínum … Höfundur er margfaldur Íslands- meistari í akstursíþróttum. Al Gore er einn mesti hug- sjónamaður sem komið hefur fram í bandarískri stjórnmálasögu fyrr og síðar. Hann berst af ósérhlífni gegn þeirri mestu umhverfisógn sem að mannkyninu steðjar – loftslagsbreytingum. Eins og Al Gore bendir á er andrúms- loft jarðar einungis ör- þunn himna kringum jörðina sem er ein af reikistjörnum heims- ins. Og ég leyfi mér að fullyrða að við menn- irnir erum að breyta samsetningu andrúms- loftsins vegna þeirra gróðurhúsalofttegunda sem kolaver og álverk- smiðjur spúa út í and- rúmsloftið. Málið er í raun og veru mjög einfalt eins og Gore bendir á. Magn gróðurhúsa- loftegunda í andrúmsloftinu er nú hærra en nokkru sinni fyrr und- anfarin 650 þús. ár. Ég hef meira að segja mælt koltvíoxíð sjálf í and- rúmsloftinu og get vottað að op- inberar tölur um magn þess í and- rúmsloftinu eru réttar. Gore sýnir á sannfærandi hátt tengslin á milli hitastigsbreytinga og magns koltvíoxíðs í andrúmsloftinu. Meira magn koltvíoxíðs og metans þýðir hærra hitastig jarðar – svo ein- falt er það og er aðeins einn vís- indamaður í heiminum sem mótmæl- ir þessu – Richard Linzen í MIT, en hann er farin að þegja æ lengur og segja æ minna. Kannski er hann kominn með dálítið samviskubit út af öllum þurrkunum í Darfur. Og jörð- in er að hlýna það fer ekki á milli mála. Þvert á það sem margir halda eru íslenskir jöklar að bráðna og hopa hratt. Grænlandsjökull er líka að bráðna og ísstykkin falla í sjóinn með óhugnanlegum hraða. Ekki er að marka þótt sumir jökulsporðar renni fram á vatnslagi tímabundið – slíkt er vegna þess að bráðnunin veldur því að þeir renna áfram á vatninu líkt og þegar við rennum á skíðum, eða réttara sagt eins og það var áð- ur fyrr þegar við gátum farið á skíði í Kerling- arfjöllum en nú vantar þar snjó. Og þá segja Íslend- ingar húrra, það er að hlýna! Draumur Ís- lendinga í margar aldir hefur snúist um hlýrra og betra veðurfar svo er þetta bara ekki æð- islegt fyrir okk- ur … eða hvað? Ísland er sennilega einn besti staðurinn á jörðunni til þess að mæta loftslags- breytingum þangað til Golfstraum- urinn fer eitthvað annað eða þangað til Grænlandsjökull bráðnar að hálfu og Vesturbærinn í Reykjavík fer á kaf (þar sem allir stjórnmálamenn- irnir búa). Þetta er svo sannarlega mál sem íslensk tryggingafélög (og íslenskir stjórnmálamenn) ættu að hugsa betur um. Hvað gerist ef með- alhiti jarðar hækkar um 4,5–6,5 gráður á celsíus? Nú veit ég hvað þú hugsar … 6,5 gráður – það er ekki neitt … en gáðu að … ég er að tala um meðalhita jarðarinnar allrar í heild! Meðalhiti jarðarinnar í heild á ekki að sveiflast nema um svona 0,2 gráður og núna stefnir í það að hann sveiflist og hækki um 6,5 gráður! Hitinn getur hækkað enn meira á norðurslóðum. Helmingur jarðarbúa býr við sjávarsíðuna þannig að hvað gerist ef suðurskautsísinn fer að bráðna – hugleiðið það? Fyrir utan það að hafið hlýnar líka. Húrra, þá getum við loksins baðað okkur í sjón- um! En hefur þú hugsað um það hvað fiskurinn okkar gerir þegar honum verður of heitt? Svarið er mjög einfalt – fiskurinn fer einfald- lega þangað sem er kaldara. Þetta er í rauninni mjög einfalt eins og Al Gore bendir á – við þurfum ekki að skrifa um þetta þúsund skýrslur. Og ef fiskurinn fer eitthvað annað koma örugglega einhver önnur dýr í stað- inn … en hvaða dýr … krabbadýr, smokkfiskar, eðlur, blágrænþör- ungar? En þótt fiskurinn fari á kald- ari svæði er það bara ekki allt í lagi af því að við höfum allar þessar ál- verksmiðjur! Nú verð ég aftur að valda þér vonbrigðum með því að upplýsa þig um það að álverksmiðjur framleiða fleiri tonn af gróðurhúsa- lofttegundum heldur en tonn af áli! Þannig að þetta ber allt að sama brunni. Við erum að eyðileggja nátt- úruna bæði á heimsvísu og í okkar eigin nánasta umhverfi. Þess vegna er það siðferðileg spurning til sér- hvers og eins okkar hvernig við vilj- um bregðast við þessum mikla lofts- lagsvanda. Einfalt ráð eins og að hjóla í vinnuna bætir bæði heilsu og minnkar losun umtalsvert. Og miklu máli skiptir einnig að sannfæra stjórnmálamennina í Vesturbænum. Af hverju Al Gore hefur rétt fyrir sér Ingibjörg Elsa Björnsdóttir fjallar um loftslagsbreytingar »Nú verð ég aftur aðvalda þér vonbrigð- um með því að upplýsa þig um það að álverk- smiðjur framleiða fleiri tonn af gróðurhúsa- lofttegundum heldur en tonn af áli! Ingibjörg Elsa Björnsdóttir Höfundur er jarðfræðingur. Í Kópavogi hafa örorku- og ellilíf- eyrisþegar fengið afslátt af fast- eignagjöldum sínum óháð því hvað þeir hafa í tekjur. Afslátturinn er núna 37 þús. kr. á ári. Sveitarfélögin í kring- um okkur tekjutengja öll afslátt af fast- eignagjöldum. Þeir sem minnstar tekjur hafa fá gjöldin nið- urfelld með öllu en af- slátturinn minnkar svo eftir því sem tekjurnar aukast. Tekjulágir aldraðir Kópavogsbúar hafa greitt mun hærri fasteignagjöld en íbúar nágrannasveitarfélag- anna og munar þar tugum þúsunda króna á ári, jafnvel meiru. Íbúi í bænum óskaði eftir úrskurði félags- málaráðuneytisins hvort sú leið sem farin væri í Kópavogi væri skv. lögum um tekju- stofna sveitarfélaga en þar segir að sveit- arstjórn sé heimilt að lækka eða fella niður fasteignaskatt af tekjulitlum elli- og örorkulífeyrisþegum. Ráðuneytið hefur nú kveðið upp þann úrskurð að hinn flati afsláttur á alla óháð tekjum sé ekki skv. lögum. Kópavogsbær verður nú að breyta reglum sínum í samræmi við þennan úrskurð og taka ákvörðun um hvort hann greiði tekjulágum ellilífeyr- isþegum í bænum til baka oftekna skatta þessa árs og jafnvel síðustu ára einnig, fari þeir fram á það. Bæj- arfulltrúar Samfylkingarinnar hafa lagt til breytingar á þessu og í desember á síðasta ári lögðu þeir fram tillögu um að allir örorku- og ellilífeyr- isþegar fengju ákveð- inn fastan afslátt en hinir tekjulægri fengju auk þess meiri afslátt, frá 50% lækkun upp í 100% . Með þessu móti væri leitast við að jafna stöðu fólks og auðvelda þeim sem minna hafa á milli handanna að búa áfram í eigin húsnæði. Meirihluti Sjálfstæð- isflokks og Framsókn- arflokks í bæjarstjórn hefur ævinlega fellt til- lögur Samfylking- arinnar og haldið fast við þá aðferð að veita öllum ákveðna krónu- tölu í afslátt. Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn í bæj- arstjórn Kópavogs hafa ekki haft það að leið- arljósi að jafna stöðu aldraðra í bænum. Þeir hafa lagt þyngri byrðar á tekjulitla eldri borgara í bænum en nágranna- sveitarfélögin og jafnvel má segja að þeir hafi leitast við að skattleggja þá út af heimilum sínum. Ofteknir skattar af öldruðum í Kópavogi Hafsteinn Karlsson fjallar um skattamál aldraðra í Kópavogi Hafsteinn Karlsson » Sjálfstæð-ismenn og framsókn- armenn í bæj- arstjórn Kópa- vogs hafa ekki haft það að leið- arljósi að jafna stöðu aldraðra í bænum. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.