Morgunblaðið - 14.09.2006, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2006 41
MINNINGAR
Helluhrauni 10, 220 Hf.,
sími 565 2566,
www.englasteinar.is
Englasteinar
Fallegir legsteinar
á góðu verði
Faðir okkar,
BJÖRGVIN ÓLAFSSON
prentari,
áður til heimilis
í Grænumörk 3,
Selfossi,
lést á Kumbaravogi sunnudaginn 10. september.
Jarðarför auglýst síðar.
Dætur hins látna.
Elskulegur bróðir okkar og mágur,
GUÐJÓN BJARNI SVEINSSON,
lést á Sjúkrahúsi Skagfirðinga, Sauðárkróki, laug-
ardaginn 2. september.
Jarðsungið verður frá Hofsóskirkju laugardaginn
16. september kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Jóna Sveinsdóttir,
Páll Sveinsson, Bjarkey Sigurðardóttir.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang-
afi,
ÓLAFUR LÚTER KRISTJÁNSSON
tónlistarmaður,
Eyjabakka 5,
Reykjavík,
varð bráðkvaddur föstudaginn 8. september.
Útförin fer fram frá Langholtskirkju þriðjudaginn
19. september kl. 13.00.
Kolbrún Kristín Ólafsdóttir, Pétur Jökull Hákonarson,
Kristján Björn Ólafsson, Pála Kristín Ólafsdóttir,
Erna Ólína Ólafsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
SÓLEYJAR KRISTINSDÓTTUR,
Dalbraut 27,
Reykjavík.
María Anna Þorsteinsdóttir, Rúnar E. Indriðason,
Kristinn E. Pétursson, Björk Þórarinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar,
SOFFÍA STEFÁNSDÓTTIR CARLANDER,
áður til heimilis í Samtúni 2, Reykjavík, lést í Leksand, Svíþjóð, laugar-
daginn 2. september.
Elísabet og Bengt,
Anna, Eva, Jóhann, Margaretha og Marcus
og aðrir ættingjar og vinir.
✝ Þórdís T. Valde-mardóttir
hjúkrunarfræð-
ingur fæddist á
Vatnshóli í Línakra-
dal í V.-Hún. 31. maí
1929. Hún lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 24.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Valdemar K.
Benónýsson bóndi, f.
28.1. 1884, d. 29.10.
1968, og Sigurbjörg
Guðmundsdóttir
húsmóðir, f. 3.11. 1893, d. 11.10.
1976. Systkini Þórdísar eru: 1)
Kristín, f. 2.8. 1920, d. 18.2. 1956.
2) Guðrún Jóhanna, f. 9.3. 1922. 3)
Erlingur, f. 5.12. 1923, d. 10.8.
1979. 4) Ásgeir Ósmann, f. 28.6.
1926, d. 20.5. 1989. 5) Hálfsystir
Þórdísar, samfeðra er Valdís Em-
ilía, f. 3.10. 1908, d. 13.7. 1939.
Hinn 31. maí 1955 giftist Þórdís
eftirlifandi eiginmanni sínum
Kristjáni Steinssyni skrifstofu-
manni frá Ísafirði, f. 4.11. 1930.
Hann er sonur Steins Leós, f. 21.1.
1899, d. 26.12. 1972, og Kristensu
Á. Ó. Jensen húsmóður, f. 11.5.
1902, d. 5.3. 1976. Börn Þórdísar
og Kristjáns eru: 1) Vaka, hjúkr-
unarfræðingur, f. 11.11. 1955, bú-
sett á Selfossi. Maður hennar er
Sigurður Bjarnason rekstrarfræð-
ingur, f. 4.6. 1955.
Börn þeirra eru: a)
Bjarnþór, f. 24.8.
1980, b) Sigurbjörg,
f. 11.3. 1983. 2)
Ragnhildur, barna-
læknir, f. 27.8. 1960,
búsett í Svíþjóð.
Maður hennar er
Pierre Zuyten
sjúkraþjálfari, f. 4.9.
1960. Ragnhildur
var gift Hirti Odds-
syni lækni. Þau
skildu. Börn þeirra
eru: a) Hjalti Gaut-
ur, f. 26.12. 1981, b) Pétur Gautur,
f. 16.8. 1988, c) Atli Gautur, f. 10.8.
1991.
Þórdís ólst upp hjá foreldrum
sínum að Ægissíðu á Vatnsnesi í
V-Hún. Hún fór til Reykjavíkur
fyrir tvítugsaldur og lauk þar
námi í hjúkrunarfræðum í októ-
ber 1952. Að námi loknu vann hún
við hjúkrun á Kleppsspítala, Víf-
ilsstöðum og Reykjalundi frá nóv.
1952 – júní 1954. Hún fluttist á
Selfoss 1955 og bjó þar og starfaði
til 1960 er hún flyst aftur til
Reykjavíkur og stundaði störf sín
þar samfellt frá 1.12. 1964, í byrj-
un á Kleppsspítala en ræðst síðan
að Hrafnistu í Laugarási þar sem
hún lét af störfum árið 1989.
Útför Þórdísar fór fram í kyrr-
þey frá Fossvogskapellu 28. ágúst.
Mig langar til að minnast móður
minnar í fáum orðum, en hún lést 24.
ágúst síðastliðinn eftir áralanga bar-
áttu við krabbamein. Hún var ein af
þessum hvunndagshetjum, sem af
æðruleysi tókst á við líf sitt, sjúkdóm
sinn og allt er honum fylgdi og gafst
aldrei upp, alveg sama á hverju gekk.
Hún var alltaf bjartsýn á að takast
mætti að finna bót á því sem á herjaði
og fram á síðustu stundirnar hélt hún
enn í vonina um að henni myndi auðn-
ast að ná einhverri heilsu og halda líf-
inu áfram þar sem frá var horfið.
Móðir mín var Húnvetningur, komin
af bændum í báðar ættir. Hún var
fædd í torfbæ á Vatnshóli í Lín-
akradal og uppalin á Ægissíðu á
Vatnsnesi. Heimilið var dæmigert
sveitaheimili þar sem allt miðaðist við
að komast af og nýta þau gæði, sem
landið gaf. Það var ekki ríkt af verald-
legum auði miðað við sem þá gerðist
en var þeim mun ríkara af andlegum
kostum. Faðir hennar var þekktur
um sitt hérað og víðar fyrir góða hæfi-
leika í ljóðagerð og var vinsæll sem
slíkur. Einnig var hann góður járn-
smiður. Móðir hennar var mikil og
myndarleg búkona, kunni vel að nýta
það hráefni sem gafst, og einnig hafði
hún listræna hæfileika. Þetta var
dugmikið fólk sem mótaði móður
mína og systkini hennar til framtíðar.
Móður minni var kennt að vinna og
að vera sparsöm og nýtin á allt er
heyrði til heimilishalds og einnig varð
hún góð sauma- og prjónakona. Þá
var henni gefinn sá hæfileiki frá móð-
ur sinni að hafa gott auga fyrir litum,
var hög á alla fínlega handavinnu og
var líka gefin fyrir að rækta fallegar
plöntur. Einnig gat hún málað og
sinnti því áhugamáli síðustu árin. Það
eru mörg listaverkin sem eftir hana
liggja afkomendum hennar til gleði
og góðra minninga. Frá föður sínum
erfði hún kímnigáfu og góða mál-
kennd og næmi fyrir bundnu máli.
Hún fór þó dult með þessa hæfileika
og opnaði sig lítt með þá nema fyrir
sínum allra nánustu.
Ung að árum fór móðir mín að
heiman til að vinna fyrir sér. Hún var
ákveðin kona og einsetti sér eftir að
hún hafði unnið um tíma á Sjúkrahúsi
Akureyrar að halda til Reykjavíkur
til náms. Hugur hennar stefndi á
hjúkrun og hóf hún nám við Hjúkr-
unarskóla Íslands haustið 1949 og
lauk því 1952. Í sjálfu sér var þetta af-
rek fyrir unga konu sem kom frá
efnalitlu heimili og varð að standa á
eigin fótum við ókunnugar aðstæður
langt frá öllum sem hún átti að. Hún
varð afbragðs hjúkrunarkona og ég
held að hún hafi verið vel liðin í starfi,
bæði af samstarfsfólki og ekki síður
þeim er hún sinnti um. Hún var mjög
næm á fólk og hvernig því leið, mátti
ekkert aumt sjá og bar hag sjúklinga
sinna alltaf fyrir brjósti. Sú reynsla
móður minnar að mennta sig og sjá
hvað í því fólst varð til þess að hún
ásamt föður mínum hvatti og studdi
mig og systur mína og börnin okkar
til mennta og höfðu þau mikinn metn-
að fyrir okkar hönd. Ég þakka þenn-
an stuðning ætíð síðan.
Móðir mín var hæglát kona og
heimakær og lét lítið fyrir sér fara en
erfði góða kímnigáfu eins og fyrr er
nefnt. Hún átti það til að segja
spaugilegar sögur af atburðum úr
sveitinni frá æskudögum sínum og
hermdi jafnvel eftir sveitungum sín-
um. Henni var alltaf hlýtt í hjarta er
hún talaði um sveitina sína og hún var
stolt af sínum uppruna, og miðlaði því
stolti vel til afkomenda sinna. Þá
fylgdist hún vel með þjóðmálum, var
pólitísk í hugsun, myndaði sér
ákveðnar skoðanir og ósjaldan voru
málin reifuð hvað þetta varðaði. Hún
var ekki allra en var traustur vinur
vina sinna, góð eiginkona og móðir og
barnabörnin hennar hændust öll að
henni.
Alla tíð hefur móðir mín verið
verndari minn og einn besti vinur.
Hún bar hag fjölskyldu sinnar um-
fram sinn fyrir brjósti og gladdist
mjög er vel gekk. Það var því með
glöðu geði gert er ég og fjölskylda
mín gat létt undir með henni og föður
mínum síðustu árin sem hún lifði, er
hún var orðin veik og gat síður hlúð að
því sem henni var kærast.
Með söknuði kveð ég nú þá mann-
eskju er ól mig og annaðist alla tíð af
elsku og umhyggju. Ég kveð móður
mína sem kenndi mér svo margt til
veganestis út í lífið. Ég kveð konuna
sem varð einn minn besti vinur og
ráðgjafi. Ég kveð ömmu barnanna
minna. Missir minn og fjölskyldu
minnar er mikill. Blessuð sé minning
hennar.
Vaka.
Endar nú dagur, en nótt er nær,
náð þinni lof ég segi,
að þú hefur mér, Herra kær
hjálp veitt á þessum degi.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Amma Þórdís eða amma í Reykja-
vík eins og við kölluðum hana, var fal-
leg og góð manneskja, sem alla tíð
umvafði okkur með ástúð og um-
hyggju. Það var notalegt og gaman að
koma til hennar og alltaf tók hún á
móti okkur með opnum örmum og
brosi á vör. Sem börn minnumst við
hennar sem sannrar ömmu er naut
þess fram í fingurgóma að fá okkur í
heimsókn og hafa okkur í kringum
sig. Það var enda ekki á hverjum degi
því við bjuggum þá í sveitinni í Borg-
arfirðinum. Oftast dvöldum við yfir
helgi og var alltaf mikill spenningur
að vera að fara til ömmu og afa í
Reykjavík og fá að gista hjá þeim.
Frá þessum tíma eru okkur minnis-
stæðar sundferðirnar í Laugardals-
laugina og göngutúrarnir í blóma-
garðinum í Laugardal. Amma var í
mörg ár dugleg að ganga og fara í
sund á morgnana ásamt afa, og þegar
við vorum í heimsókn lögðum við mik-
ið upp úr því að vakna snemma til að
komast með í sundið. Fannst okkur
það mjög mikið sport. Amma gerði
líka mikið af því að fara með okkur í
göngutúra í blómagarðinn í Laugar-
dalnum, en hún var alltaf hrifin af fal-
legum blómum. Þar sýndi hún okkur
ýmsar plöntur og fræddi okkur um
nöfn þeirra í leiðinni og enduðum við
svo oftast á því að fá okkur eitthvað
gómsætt í veitingahúsinu í garðskál-
anum.
Þegar við urðum eldri og fórum að
öðlast meira vit til að ræða um ýmis
málefni og um daginn og veginn má
segja að amma hafi ekki bara verið
amma okkar heldur varð hún einnig
mjög góður vinur. Hún gerði sér far
um að tala við okkur og hafði hún
mjög gaman af að hlusta á frásagnir
okkar af því sem var að gerast í okkar
lífi og hvernig vini við áttum. Þannig
fylgdist hún vel með þroska okkar og
framþróun. Seinna lærðum við á nýja
hlið á ömmu sem var áhugi á tísku
hvort sem það var í sambandi við föt,
hár eða annað. Fannst henni gaman
að fá að sjá og meta það sem inn-
kaupapokarnir innihéldu þegar við
litum inn hjá henni eftir langan dag í
verslunarferð. Hún hafði góðan
smekk og sagði sínar skoðanir á hlut-
unum sem við sýndum henni. Hún
skoðaði mikið tískublöðin og sjálf var
hún alltaf smekkleg til fara. Við mun-
um hana ekki nema vel til hafða og
fína. Þetta höfðaði til okkar ungling-
anna og fundum að þarna áttum við
góðan samherja á tímum þar sem
mikil umbrot áttu sér stað í ungum
sálum. Allt fram á síðustu daga lífs
síns sýndi hún okkur barnabörnunum
sínum sama áhugann hvað alla þessa
hluti varðaði. Þegar að við fluttum
suður á Selfoss varð auðveldara að
skreppa í heimsókn til ömmu og afa
og núna síðustu ár eyddum við mörg-
um stundum yfir ilmandi kaffibolla og
góðu bakkelsi við eldhúsborðið í Ár-
skógunum. Þá var talað um margt
minnisstætt. Þetta mat hún mikils og
veit ég að hún hefði viljað hafa okkur
hjá sér á hverjum degi. Eftir að
amma veiktist varð erfiðara fyrir
hana að gera marga hluti, en hún lét
það ekki aftra sér heldur reyndi að
lifa lífinu. Það var svo gaman að sjá
hvað hún var sterk. Hún var aðdáun-
arverð. Hún hélt sitt heimili eins og
áður og stundum, ef hún gat, fór hún
með okkur í verslunarleiðangur, á
kaffihús eða í bíltúr sem hún virtist
njóta þótt hún væri oft við lélega
heilsu. Hún hafði yndi af því að dunda
sér í litla garðinum sínum og hún var
dugleg að gera fallega hluti í hönd-
unum og puntaði inni hjá sér með alls
kyns handavinnu. Undanfarin ár höf-
um við svo haldið jólin saman á Sel-
fossi og voru þær stundir ómetanleg-
ar og dýrmætar fyrir okkur.
Okkur finnst amma alltaf hafa ver-
ið svolítið ung í anda og gaman er að
hún skyldi taka svona mikinn þátt í
okkar lífi. Hún var alltaf svo um-
hyggjusöm gagnvart okkur og hún
vildi okkur alltaf það besta og sýndi
okkur alltaf mikla væntumþykju.
Hún var stolt af öllu sem við tókum
okkur fyrir hendur og ósjaldan gaf
hún okkur hrós. Það metum við mjög
mikils. Það verður skrýtið að hafa
hana ekki lengur hjá okkur, því amma
og afi hafa verið svo órjúfanlegur
hluti af lífi okkar alla tíð. Við erum af-
ar þakklát fyrir að hafa fengið að vera
með henni og eigum ótal góðar minn-
ingar um hana sem við geymum í
hjarta okkar.
Amma, var hetja. Hún var sterk og
barðist á aðdáunarverðan hátt í veik-
indum sínum. Það er ólýsanlegt hvað
það er sárt að missa hana frá okk-
ur.Við lifum þó í þeirri trú sem Krist-
ur gaf okkur að nú sé öllum hennar
þjáningum lokið og að hún sé nú á
þeim stað þar sem hún vakir yfir okk-
ur öllum, sem þótti vænt um hana.
Minninguna um ömmu Þórdísi geym-
um við í hjarta okkar alla tíð.
Guð geymi þig, elsku amma.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson.)
Þín
Sigurbjörg og Bjarnþór.
Þórdís T.
Valdemarsdóttir