Morgunblaðið - 14.09.2006, Síða 42

Morgunblaðið - 14.09.2006, Síða 42
42 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Ástkær amma okkar er fallin frá eftir erfiða en skammvinna sjúk- dómslegu. Amma var uppalin á bæn- um Helli rétt norðan við Selfoss ná- lægt Ingólfsfjalli. Hún var alin upp í stórum hópi systkina og ólst því ekki upp við mikið veraldlegt ríkidæmi. Í andlegum skilningi var hún hins veg- ar alltaf rík. Amma var alin upp við gömul og góð gildi, náungakærleik, virðingu og áhuga fyrir öðrum mann- eskjum. Á heimili hennar var mikill áhugi á bóklestri, kvæðum og sálm- um. Foreldrar hennar voru bæði afar hagmæltir, faðir hennar orti ljóð og móðir hennar skrifaði greinar í blöð og tímarit. Þetta hlaut amma í arf frá foreldum sínum. Enga aðra mann- eskju höfum við hitt sem kunni svo margar sagnir, kvæði og sálma og sagði svo skemmtilega frá. Hún gat þulið upp heilu versin þegar aðrir kunnu kannski bara fyrstu línuna. Hún var fróð og minnug og góðum ✝ Valgerður Ein-arsdóttir fædd- ist á Gljúfri í Ölfusi 19. júlí 1926. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi þriðjudaginn 5. september og var jarðsungin frá Kópavogskirkju 13. september. gáfum gædd. Sjálf eignaðist amma sjö dætur og einn dreng. Móðir okk- ar var elst af börnun- um og við elstu barna- börn ömmu. Annað okkar er skírt í höfuðið á henni en hitt eftir yngri bróður hennar sem nú er einnig látinn. Af þessu höfum við alltaf verið stolt enda hefur amma og fjöl- skylda hennar alltaf verið ómissandi og dýr- mætur hluti af lífi okkar. Amma var viðstödd fæðingu okkar beggja og fyrstu æviárin bjuggum við á neðri hæðinni hjá ömmu og Haraldi afa. Amma tók virkan þátt í lífi okkar og umönnun og gætti okkar þegar á þurfti að halda. Amma þurfti að lifa það að missa barn sitt er móðir okkar féll frá fyrir rúmum 11 árum. Þetta reyndist ömmu þungbært en hún reyndist okkur afar vel og var okkur stoð og stytta við fráfall hennar. Okkur er minnisstætt hversu minnug amma var. Hún hafði algjört stálminni og mundi t.d. vel hversu stór við vorum við fæðingu, hvaða eig- inleikum við vorum gædd og hvernig við hegðuðum okkur sem smákrakk- ar. Þrátt fyrir þetta átti amma orðið fjöldann allan af niðjum. Ef okkur langaði að vita eitthvað um liðna tíma gátum við alltaf spurt ömmu því hún mundi allt og vissi svo margt. Maður gat nánast litið á ömmu sem jafnaldra sinn eða félaga. Hún var lítil, fíngerð og kvik í hreyfingum, ung í anda og hafði til að bera mikla kímnigáfu. Það var alltaf gaman að tala við ömmu, hún skemmti manni og lét manni líða vel. Hún hafði skemmtilega sýn á menn og málefni, spáði mikið í per- sónuleika og einkenni fólks og lét aðra sig miklu varða. Hún var elskuleg, hlý og falleg. Það var ávallt gott að koma á heim- ili ömmu og Haraldar afa. Þau tóku alltaf vel og hlýlega á móti manni og höfðu einlægan áhuga á því sem mað- ur var að gera. Eftir að annað okkar eignaðist barn sýndu afi og amma barninu sömu ást, áhuga og hlýju og þau höfðu alltaf sýnt okkur. Sama gilti um maka okkar. Afi og amma áttu því láni að fagna að vera í góðu hjónabandi frá unga aldri. Þegar amma veiktist fyrir nokkrum árum annaðist afi hana Völlu sína (eins og hann kallaði ömmu alltaf) afar vel. Þegar afi féll frá fyrir rúmu ári missti amma þar ævifélaga sinn. Síðasta árið átti hún því erfitt og saknaði umönnunar og nærveru afa mikið. Ekki varð langt á milli þeirra og þau hafa nú sameinast á ný. Við minnumst ömmu með ást, söknuði og þakklæti fyrir það sem hún var okkur. Blessuð sé minning Valgerðar ömmu okkar. Þín Valgerður og Benedikt. Valgerður Einarsdóttir Það eru ótal minn- ingar sem sækja á hugann þegar við hugsum um vinkonu okkar Kristínu sem lést 13. ágúst síðastliðinn. Allar eru þær hver annarri betri og heyra til samskipta okkar, fyrst úr hverf- inu okkar með börnin lítil og seinna á ferðalögum og í veiðiferðum. Kynni okkar hófust fyrir 38 árum þegar við vorum að byggja okkar fyrstu hús í Fossvoginum. Þetta var skemmtilegur tími, börnin á sama aldri, og húsbyggjendur höfðu í nógu að snúast. Kristín var mikill dugnaðarforkur sem kom berlega í ljós á ferðalögum, Kristín Þórdís Ágústsdóttir ✝ Kristín ÞórdísÁgústsdóttir fæddist í Reykjavík 4. janúar 1940. Hún lést á gjörgæslu- deild Landspítalans við Hringbraut sunnudaginn 13. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogs- kapellu 18. ágúst. skíðaferðum og veiði- ferðum sem við stund- uðum saman í mörg ár. Má með sanni segja að Kristín hafi ekki látið sitt eftir liggja í þeim ferðum, hún var komin á kreik með þeim fyrstu á morgnana og kom með þeim síðustu í hús á kvöldin og sló þá oft hörðustu körlunum við. Hún var mikil úti- vistarkona og naut sín vel úti í náttúrunni og voru þau hjón- in mjög samstillt í því, við laxveiðar deildu þau stöng saman og gengu saman til rjúpna í mörg ár. Betri veiðifélaga var ekki hægt að hugsa sér og unun að sjá hana kasta flugu fyrir lónbúann. Fyrir nokkrum árum greindist Kristín með erfiðan sjúkdóm og varð í framhaldi af því að hægja nokkuð á sér, en hún lét eng- an bilbug á sér finna og fór þá að stunda golf í ríkara mæli á meðan heilsan leyfði, bæði hér heima og á golfvellinum við heimili þeirra á Florida þar sem hún naut sín vel í hlýju og yl. Hún var ætíð reiðubúin að bjóða til veislu, þegar hún vissi að vinir voru á ferð, og alltaf var jafn yndislegt að koma til þeirra hjóna enda heimilið fallegt og notalegt og Kristín mikill listakokkur. Hún gaf sér ávallt tíma til að hringja og vera í sambandi við okkur og fylgjast með fjölskyldu okkar alveg fram til hinstu stundar. Trygglyndi hennar og vinátta var einstök sem við mun- um sakna sárt. Við kveðjum Kristínu með þakk- læti fyrir liðna tíð og kærleika í okk- ar garð og biðjum guð að leiða hana í ljósið og birtuna, þá einu sönnu sem við eigum. Að leiðarlokum viljum við biðja algóðan guð að styrkja Sigurð og fjölskylduna í sorg þeirra og söknuði. Blessuð sé minning Kristínar. Guðrún og Magnús. Elskuleg og yndis- leg frænka mín, hún Tanta, er látin. Það eru margar góðar og yndislegar minningar sem koma upp í hugann þegar hugsað er um þann tíma sem ég var svo lánsöm að fá að eiga með henni. Og ávallt mun ég vera þakklát fyrir það að börnin mín fengu að kynnast þessari ynd- islegu frænku og dásamlegu mann- eskju sem hún var. Það var alltaf gott að koma til Töntu hvort sem var á Egilsgötuna eða á dvalarheim- ilið. Alltaf var um nóg að ræða, minningar rifjaðar upp, hvort sem var frá uppvaxtarárum Töntu og afa eða okkar yngra fólksins í fjölskyld- Freyja Bjarnadóttir ✝ Freyja Bjarna-dóttir fæddist í Borgarnesi 17. júlí 1911. Hún lést á Dvalarheimili aldr- aðra í Borgarnesi 23. ágúst síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Borgarneskirkju 1. september. unni. Mér er það einkar minnisstætt að þegar við sonur minn fórum í heimsóknir á Egilsgötuna þá fékk hann alltaf kíví hjá Töntu sinni á meðan hjá flestum öðrum var boðið upp á mola eða súkkulaði. Tanta var alveg einstök, hún var svo hlý og glöð og ein- læg kona sem gott var að vera nálægt. Í af- mælisveislu afa míns sem haldin var fyrir rúmu ári síðan nefndi einn fjöl- skyldumeðlimur það í ræðu sinni að aldrei hefði hún heyrt afa eða Töntu tala illa um nokkurn mann og mér fannst þetta svo merkilegt því ég hafði aldrei hugsað út í það áður en ég er þessu svo hjartanlega sam- mála. Elsku Tanta, minning þín mun lifa um ókomna framtíð. Við Pétur og börnin okkar send- um Imbu og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur. Kristíanna Jessen. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HELGA ÞÓRÐARSONAR bónda, Ljósalandi, Vopnafirði. Margrét Pálsdóttir, Þórður Helgason, Kristín Steingrímsdóttir, Vilborg Helgadóttir, Albína Helgadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og dóttir mín, MARGRÉT ÓLAFSDÓTTIR, Tómasarhaga 12, sem lést á heimili sínu aðfaranótt fimmtudagsins 7. september verður jarðsungin frá Neskirkju föstudaginn 15. september kl. 15. Gretar Reynisson, Dagur Gretarsson, Hringur Gretarsson, Guðný Pétursdóttir. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LILJA SIGURLÍN GUÐMUNDSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstudaginn 15. september kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Lilja G. Valdimarsdóttir, Ólöf S. Valdimarsdóttir, Kristján Sigurbjarnarson, Helgi Valdimarsson, Gísla Vigfúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, HELGA GUNNLAUGSDÓTTIR, áður til heimilis í Laugargötu 3, Akureyri, sem lést á dvalarheimilinu Hlíð föstudaginn 8. september, verður jarðsungin frá Akureyrar- kirkju mánudaginn 18. september kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Þórey Sveinsdóttir, Hreinn Hreinsson, Gunnlaugur Búi Sveinsson, Signa Hallsdóttir, Tómas H. Sveinsson, Rannveig Sigurðardóttir. Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, MAGNÚS ÓLAFUR KJARTANSSON myndlistarmaður, lést á gjörgæsludeild Landspítala Hringbraut þriðjudaginn 12. september. Útför auglýst síðar. Kolbrún Björgólfsdóttir, Elsa Björg og Guðbrandur. SNÆR JÓHANNESSON frá Haga í Aðaldal lést miðvikudaginn 13. september. Birna Ólafsdóttir, Mjöll Snæsdóttir og systkini hins látna. MINNINGAR Elsku María Rósa, takk fyrir þann tíma sem þú gafst okkur og gerðir næstum allt fyrir alla og áttir stað í hjarta allra. Ég vona að þú sért komin á betri stað og fáir nóga hvíld. Takk fyrir allt. Daníel Máni Konráðsson. María Rósa Jakobsdóttir ✝ María Rósa Jakobsdóttirfæddist á Syðri-Tjörnum í Eyjafjarðasveit hinn 16. október 1951. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsi Akureyrar hinn 30. ágúst síð- astliðinn og var jarðsungin frá Akureyrarkirkju 11. september.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.