Morgunblaðið - 14.09.2006, Qupperneq 46
Staðurstund
Leikgerð Sigurbjargar Þrast-
ardóttur af Gunnlaðar sögu
Svövu Jakobsdóttur verður
frumsýnd annað kvöld. » 48
leiklist
Enn á ný vermir Baggalútur
toppinn á Tónlistanum, með öp-
unum sínum í Eden og ekta
Hawaii-stemningu. » 49
plötur
Birta Björnsdóttir spyr hvort
Oasis sé best í heimi, en lag
þeirra „Live Forever“ var valið
besta lag allra tíma af Q. » 48
af listum
SINFÓNÍUHLJÓMSVEITIN efnir
nú til sérstakrar raðar með kamm-
ertónleikum, þar sem hljóðfæraleik-
arar hljómsveitarinnar spila. Þar
með gefst hlustendum tækifæri til
að kynnast hljóðfæraleikurunum í
meira „návígi“ en á sinfóníutón-
leikum, þar sem kammermúsíkin
krefst ekki nema nokkurra flytjenda
og er því lágværari, þó ekki sé hún
endilega lágstemmdari.
Tónleikaröðin nefnist Kristallinn,
og verður í Listasafni Íslands.
Fyrstu tónleikarnir verða á laug-
ardaginn kl. 16.
Kristalstónleikarnir verða um
klukkustund að lengd og verður
miðaverði stillt í hóf, að sögn sinfón-
íufólks, en áskrifendum bjóðast enn
hagstæðari kjör. Athyglisverð efnis-
skrá verður á fyrstu tónleikum krist-
alsraðarinnar, Passacaglia eftir
Händel, útsett fyrir fiðlu og selló af
norska tónskáldinu Johan Hal-
vorsen og svo hinn veglegi Septet í
Es-dúr op. 20 fyrir klarinett, fagott,
horn, fiðlu, víólu, selló og kontra-
bassa eftir Beethoven.
Flytjendur verða Einar Jóhanes-
son á klarinettu, Rúnar Vilbergsson
á fagott, Joseph Ognibene á horn,
Sigrún Eðvaldsdóttir á fiðlu, Helga
Þórarinsdóttir á víólu, Bryndís
Halla Gylfadóttir á selló og Hávarð-
ur Tryggvason á kontrabassa.
Alls verða sex tónleikar í krist-
alsröðinni, þeir næstu í lok október
og þeir síðustu í maí.
Hljóðfæra-
leikararnir í
sviðsljósinu
Sellóleikararnir Sellóið er vinsælt í hvers konar kammermúsík.
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
Þ
að er alltaf svo góður mórall hjá okkur horn-
leikurunum, og þess vegna leggjast þessir tónleikar
vel í mig, eins og allir aðrir tónleikar,“ seg-
ir Stefán Jón Bernharðsson horn-
leikari í Sinfóníuhljómsveit
Íslands, um tónleika kvöldsins,
þar sem hljómsveitin leikur
tvær sinfóníur; þá númer
fimm eftir enska tón-
skáldið Malcolm Arnold,
og „tólfuna“, eins og Stefán
Jón kallar tólftu sinfóníu Dimitris Sjostakovitsj.
„Við hornleikararnir erum öll góðir vinir og hitt-
umst mikið utan vinnunnar – og það er alltaf létt og
skemmtilegt hjá okkur.“
Spurður um verkefni kvöldsins segir Stefán Jón að það
sé alltaf nóg að gera fyrir hornleikarana í sinfóníum Sjos-
takovitsj. „Maður veit að sinfónía eftir Sjostakovitsj er ávísun á
mikinn blástur, miklar styrkleikabreytingar og dýnamík. Það er
hrár kraftur í þeim, og persónulega hef ég alltaf rosalega gaman
af þeim – það er alltaf veisla þegar hann er annars vegar. Ég er því
líka mjög ánægður með að hljómsveitin skuli vera að spila allar sin-
fóníurnar hans, þótt það séu ekki nema nokkrar á ári í nokkur ár.
Fyrir þá sem elska Sjostakovitsj er þetta bara æði, því sumar sinfóní-
urnar væru kannski ekkert spilaðar annars.
Arnold er ekki eins þekktur og Sjostakovitsj og lítið þekktur utan
Bretlands. Þessi sinfónía hefur örugglega ekki verið spiluð hér áður.
Arnold var trompetleikari og flestir málmblásarar þekkja hann vel,
því hann samdi mjög gott verk fyrir brasskvintett. En það er alltaf
gaman að spila eitthvað nýtt og ég þori að fullyrða að fólk þekkir
ekki þessa sinfóníu.“
Stefán Jón segir að þegar hornaflokkurinn hittist utan vinnu snú-
ist talið óhjákvæmilega oft um spilamennskuna, hljóðfærin og starf-
ið. „En við tölum líka um allt mögulegt og spilum líka okkur til
gamans – þá kannski léttari verk. En þetta eru mis-formlegt hjá
okkur. Stundum höfum við „horn-hitting“ og bjóðum fleiri horn-
leikurum, og þá pöntum við oft pizzu og horfum á eitthvað
skemmtilegt. Félagslega hliðin bindur okkur. Við höfum líka farið
saman á alþjóðleg hornþing út um allan heim. Við erum búin að
stofna Hornleikarafélag Íslands, Hornís, og í það eru allir horn-
leikarar og hornvelunnarar velkomnir.“
Sjostakovitsj er ávísun á mikinn blástur