Morgunblaðið - 14.09.2006, Side 48

Morgunblaðið - 14.09.2006, Side 48
48 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ menning Í októberhefti tímaritsins Q ertilkynnt um niðurstöður á vali100 bestu laga allra tíma. Það voru þúsundir lesenda tímaritsins sem völdu lögin og komust að þeirri niðurstöðu að lagið „Live Forever“ með bresku hljómsveitinni Oasis sé besta lag allra tíma. Sveitin á greinilega upp á pallborðið hjá löndum sínum því breska tónlistar- tímaritið New Musical Express (NME) valdi fyrr á árinu Definitely Maybe bestu plötu allra tíma. Nú hvá trúlega margir og fussa yfir niðurstöðunum. Það léttist trú- lega ekki brúnin á þeim við að frétta að Oasis átti einnig næst- besta lag allra tíma á lista Q, „Wonderwall“. Svo eru örugglega aðrir sem eru hjartanlega sammála þessari niðurstöðu og samgleðjast Gallagher-bræðrunum sambrýndu af þessu tilefni. Það er einmitt málið með lista afþessu tagi, þó svo að þeir séu val fjöldans eru fæstir sammála niðurstöðunum að öllu leyti. Þegar ég renndi yfir listann stóð ég sjálfa mig að því að furða mig á ýmsu í niðurstöðunum, vera sam- mála öðru, sakna nokkurra laga af listanum og finnast mörg mega missa sín.    Þó lesendur Q séu allra þjóðakvikindi, eins og einhver sagði, verður að taka inn í myndina að blaðið er gefið út í Bretlandi og því tæpast tilviljun að af þeim níu sveitum sem eiga tíu bestu lögin eru einungis tvær sem ekki eru breskar, Nirvana og U2.    Hápunktur „besta lags allratíma“ þykir þegar Liam Gal- lagher hefur upp raust sína og kyrjar „May-beee“ í upphafi lags- ins. Er þar með hægt að fullyrða að þar sé hápunkti dægurtónlistar frá upphafi náð? Varla, eða hvað? Er það svo því meirihluti þúsunda kjósenda segir svo? Persónulega myndi ég ekki una niðurstöðum af þessu tagi fyrr en hver einasti jarð- arbúi fengi að velja sitt uppáhalds lag. Ef það ósennilega úrtak yrði einhvern tímann tekið þori ég næst- um að hengja mig upp á að Oasis þættu ekki eiga besta lag allra tíma. Þessi listi er því tæpast mark-verður en þó má hafa gaman af því að rýna í niðurstöðurnar. Auk þess að eiga fjórða besta lag allra tíma („A Day in the Life“) eiga hinir bresku Bítlar fimm önnur lög á topp hundrað. Samlandar þeirra í Radiohead eiga fimm lög á listan- um og Oasis (já, einnig Bretar) eiga fjögur. Það lag sem inniheldur flest blótsyrðin er „Killing in the Name of“ með Rage Against the Machine og árið 1997 þótti vænlegast til lagasmíða en sjö laganna voru sam- in það ár. Lengsta lagið á listanum er „Shine on You Crazy Diamond“ með Pink Floyd (26 mínútur og 11 sekúndur) en það stysta er „Botn- leðjulagið“ „Song 2“ með Blur (2 mínútur og 1 sekúnda). 22% laganna eru ófáanleg á iTunes, 4,5% eru sungin af konum og 1% eru samin um höfrunga.    Niðurstaðan? „Live Forever“ erklárlega ekki besta lag allra tíma. En það er bara mín skoðun. Er Oasis best í heimi? ’22% laganna eru ófáan-leg á iTunes, 4,5% eru sungin af konum og 1% eru samin um höfrunga.‘ Reuters Bestir? Breska hljómsveitin Oasis á greinilega uppá pallborðið hjá löndum sínum, en hún þykir eiga tvö bestu dægurlög allra tíma. birta@mbl.is AF LISTUM Birta Björnsdóttir Ég myndi segja að viðsýndum sögunni viðeig-andi virðingu,“ segirSigurbjörg Þrast- ardóttir um leikgerð sína á Gunn- laðar sögu sem Kvenfélagið Garp- ur frumsýnir í Hafnarfjarðar- leikhúsinu annað kvöld. „Það var lagt upp með að gera leikgerð en ekki verk sem væri innblásið af t.d. einu afmörkuðu atriði,“ bætir hún við en það voru þær fjórar leikkonur sem saman mynda Kvenfélagið Garp sem fengu hana upprunalega til verksins. „Gunnlaðar saga er mikil uppá- haldsbók í mínum huga,“ heldur Sigurbjörg áfram. „Og ég skildi ekkert í því hvernig þær höfðu komist að því. Enda höfðu þær það ekkert. Það vildi bara svona skemmtilega til.“ Fengur í Þórhildi Að sögn Sigurbjargar fannst henni verkefnið spennandi en við- urkennir jafnframt að það hafi vaxið henni svolítið í augum í fyrstu. Eftir að hafa talað betur við leikhópinn og komist að því hvaða vangaveltur voru uppi var hins vegar ekki aftur snúið. Hún ber leikhópnum og leik- stjóranum, Þórhildi Þorleifsdóttur, vel söguna. „Sýningin væri auðvit- að alls ekki það sem hún er núna ef ekki væri fyrir Þórhildi. Hún er náttúrlega mikil leikhúsmanneskja en hefur líka tengsl við þann heim sem Svava sprettur úr, þá hug- myndafræði sem var að gerjast hér á 8. og 9. áratugunum þegar konur fóru að láta að sér kveða á nýjum sviðum og í meira mæli.“ Þó að Sigurbjörg hafi í þrígang skrifað sviðsverk hefur hún ekki áður fengist við leikgerð upp úr bókmenntaverki. Hin verkin hafa „bara verið upp úr mínum brjálaða huga“, segir hún og vitnar í Gunn- laðar sögu. „Það er öðru vísi að vinna svona upp úr verki sem annar höfundur hefur skrifað. Margir myndu ætla að það væri heftandi á einhvern hátt en fyrir mér eru það forrétt- indi að fá að vinna með texta Svövu.“ Gunnlaðar sögu þekkja margir og er skáldverkið mörgum kært. Þar segir frá ungri íslenskri stúlku sem er handtekin í Kaupmanna- höfn eftir að hafa verið gripin á Þjóðminjasafni Dana með for- sögulegt gullker í höndunum. Um er að ræða þjóðardýrgrip og er stúlkan færð í gæsluvarðhald í kjölfarið. Móðir hennar flýgur til Kaupmannahafnar til að komast að því hvað liggur atferli dótt- urinnar að baki en hún ber fyrir sig furðulega sögu um Gunnlöðu sem gætti skáldskaparmjaðarins á goðsögulegum tíma. Af stað fer ófyrirséð atburðarás. „Að vissu leyti er því hér á ferð- inni glæpasaga því það þarf að leysa málið, komast til botns í því hvað gerðist,“ fullyrðir Sigurbjörg. Hún bendir hins vegar á að söguþráðurinn sem hér er rakinn sé einungis yfirliggjandi. „Und- irliggjandi eru svo alls konar þræðir aðrir.“ Varnarræða fyrir skáldskapinn „Fyrst ber að nefna söguna af Gunnlöðu og orðræðuna um heims- mynd forsögulegs tíma. Í bókinni tekur Svava sig til og túlkar forna samnorræna texta okkar upp á nýtt með ótrúlega flóknum og sannfærandi hætti en túlkun sína styður hún ítarlegum rannsóknum. Meðal annars snúa kenningar hennar að því hvaða hlutverki skáldskaparmjöðurinn gegndi,“ út- skýrir Sigurbjörg leyndardómsfull og vill lítið meira segja til að spilla ekki upplifuninni fyrir leik- húsgestum. „Auk þess tekur verkið fyrir hlutverk kvenna í skipan heimsins og varpar fram nýjum sjón- arhornum,“ heldur Sigurbjörg áfram. „Þá er það einnig mikil varnarræða fyrir skáldskapinn og mikilvægi hans í lífinu; í raun póli- tískt í þeim skilningi að þar er tek- ist á við þær spurningar um stöðu mannsins sem raunverulega skipta máli, þ.e. óháð þeim hægri-vinstri forsendum sem gegnsýra alla um- ræðu í dag. Það er hin stóra póli- tík lífsins sem þarna er til skoð- unar. Í rauninni er ekki seinna vænna að við förum að hlusta á það sem þar kemur fram. Þannig að fram- tak Kvenfélagsins Garps ber að þakka.“ Morgunblaðið/Brynjar Gauti Margbrotin Öðrum þræði er Gunnlaðar saga glæpasaga. Undirliggjandi eru svo alls konar aðrir þræðir og spila forsögulegir atburðir stórt hlutverk. Í uppáhaldi Sigurbjörg segir Gunn- laðar sögu vera í miklu uppáhaldi. Hin stóra pólitík lífsins Í HNOTSKURN »Gunnlaðar saga kom út ár-ið 1987. Hún er seinni skáldsaga Svövu Jakobsdóttur (1930–2004). Sú fyrsta var Leigjandinn (1969). »Að auki liggur eftir Svövufjöldi smásagnasafna. »Þjóðleikhúsið sýnir umþessar mundir verkið Eld- hús eftir máli sem byggt er á smásögum Svövu. »Kvenfélagið Garpur frum-sýnir á morgun leikgerð Sigurbjargar Þrastardóttur á Gunnlaðar sögu í Hafnarfjarð- arleikhúsinu. Leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir. Á morgun verður leik- ritið Gunnlaðar saga frumsýnt í Hafnarfjarð- arleikhúsinu. Um er að ræða leikgerð sam- nefndrar skáldsögu Svövu Jakobsdóttur sem rithöfundurinn Sig- urbjörg Þrastardóttir á veg og vanda af ásamt leikhópnum. Flóki Guðmundsson settist niður með Sigurbjörgu af þessu tilefni. floki@mbl.is eftir Svövu Jakobsdóttur í leikgerð Sigurbjargar Þrastardóttur. Leikarar: Sóley Elíasdóttir, Erling Jóhannesson, Arndís Egilsdóttir, Maríanna Clara Lúthersdóttir, Sólveig Guðmundsdóttir, María Heba Þorkelsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson og Ívar Sverrisson. Leikmynd: Vytautas Narbutas. Búningar: Filippía Elísdóttir. Lýsing: Björn Bergsteinn Guð- mundsson. Danshöfundur: Lára Stefáns- dóttir. Tónlistarstjórn: Hlynur Aðils. Leikstjóri: Þórhildur Þorleifs- dóttir. Gunnlaðar saga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.