Morgunblaðið - 14.09.2006, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 14.09.2006, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ fólk Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn ÉG ER SKYGGN ÉG VEIT NÁKVÆMLEGA HVAÐ ÞÚ ÆTLAR AÐ SEGJA ÉG ÆTLA AÐ TOGA EYRUN Á ÞÉR YFIR HAUSINN Á ÞÉR OG BINDA ÞAU SAMAN. SVO ÆTLA ÉG AÐ TEYGJA EFRI VÖRINA YFIR HAUSINN Á ÞÉR OG TROÐA SKÓNUM ÞÍNUM UPP UM NASIRNAR Á ÞÉR ÞETTA VISSI ÉG ÞAÐ ER FREKAR SÁRT AÐ KOMAST AÐ ÞVÍ AÐ SYSTIR ÞÍN VILDI ÓSKA ÞESS AÐ MAÐUR HEFÐI ALDREI FÆÐST „ALDREI FÆÐST!“ HAMINGJAN GÓÐA! VEISTU HVAÐ ÞETTA ÞÝÐIR? VELTU ÞVÍ AÐEINS FYRIR ÞÉR TRÚARLEGA EITT OG SÉR ER ÞETTA ALVEG HRÆÐILEGT ÞETTA ER BARA OF MIKIÐ FYRIR MIG FYRIRGEFÐU RÓSA, VIÐ VISSUM EKKI AÐ KALVIN HEFÐI EKKI HLEYPT ÞÉR INN ALLT Í LAGI, ÞAÐ VAR EKKI SVO KALT OG BLAUTT VIÐ ERUM ÞÁ FARIN. ÞÉR ER FRJÁLST AÐ FÁ ÞÉR HVAÐ SEM ER ÚR ÍSKÁPNUM HURÐIN VAR SVO STÍF AÐ ÉG GAT EKKI OPNAÐ FYRIR ÞÉR Í RÚMIÐ! ÞAÐ ER SVO FALLEGT AF ÞÉR HELGA AÐ MINNA MIG Á... ...AÐ FARA ÚT MEÐ RUSLIÐ ÁÐUR EN ÉG SOFNA HREINSUN ÉG HELD AÐ OKKUR HAFI BARA TEKIST MJÖG VEL TIL, ABBY JÁ ÉG HELD ÞAÐ HVERNIG HELDURÐU AÐ FOREL- DRUM ÞÍNUM LÍÐI? ÞEIM FINNST EFLAUST LEITT AÐ GETA EKKI LENGUR SÉÐ UM AÐ HALDA UPP Á FÖSTUNA HÚRRA!!! FARÐU VARLEGA MEÐ WILLARD PASSAÐU AÐ SKEMMA EKKI BÚNINGINN ÉG SKAL FARA VARLEGA, SMILEY EN ÞAÐ GERI ÉG EKKI Háskóli Íslands býður tilmálþings í dag um land-könnuðinn og vísinda-manninn Jean-Baptiste Charcot. Málþingið er haldið í tilefni af því að liðin eru 70 ár frá því að Charcot fórst ásamt áhöfn sinni á skipinu Pourquoi-Pas? við Íslands- strendur. Jörundur Svavarsson sjáv- arlíffræðiprófessor er einn af skipu- leggjendum málþingsins: „Með þessu málþingi viljum við kynna þennan merka mann, Jean-Baptiste Charcot, bregða upp mynd af hon- um, bakgrunni hans og afrekum sem fræðimaður og landkönnuður. Ís- lendingar þekkja Charcot helst vegna slyssins sem varð við Ísland árið 1936, en færri þekkja hann sem einn af merkustu landkönnuðum fyrr og síðar.“ Jean-Baptiste Charcot var sonur merks læknis og lífeðlisfræðings. Hann menntaði sig sem læknir og fetaði þannig í fótspor föður síns og hafði alla tíð brennandi áhuga á sigl- ingum. Þegar faðir hans lést nýtti Charcot föðurarf sinn til að byggja sitt fyrsta rannsóknarskip og hóf að skipuleggja landkönnunarleiðangra: „Hann stóð m.a. fyrir og stjórnaði tveimur leiðöngrum til að kanna strönd Suðurskautslandsins upp úr aldamótunum 1900 og hafði þar vet- ursetu í bæði skiptin. Rannsókn- arferðir Charcot voru mjög í stíl við rannsóknarleiðangra eins og þeir eru stundaðir í dag því þetta voru þverfaglegir leiðangrar; með í för voru t.d. jarðfræðingar og líffræð- ingar og var stunduð mjög fjölbreytt sýnataka og rannsóknir í þessum leiðöngrum,“ útskýrir Jörundur. Eftir fyrri heimsstyrjöldina tekur Charcot að rannsaka norðurslóðir og kom iðulega við á Íslandi á leið í leið- angra á Grænlandi, Jan Mayen og víðar: „Hann kom oft við í Reykja- vík, átti góða vini hér á landi og hélt hér fyrirlestra. Þegar hann lagði af stað frá Íslandi til Kaupmannahafn- ar 16. september 1936, eftir rannsó- karleiðangur við Grænland, lenti hann í aftakaveðri sem varð þess valdandi að skipið fórst.“ Kristín Ingólfsdóttir, rektor Há- skóla Íslands, flytur opnunarávarp málþingsins í dag. Þá mun Anne- Marie Vallin-Charcot, barnabarn Jean-Babptiste Charcot, halda er- indi þar sem hún bregður upp svip- myndum af afa sínum. Serge Kahn, höfundur ævisögu Charcot mun segja frá ævi og störfum landkönn- uðarins og Jean-Noël Gard aðmíráll og forstöðumaður Musée de Marine mun fjalla um sögulegt mikilvægi Charcot. Eftir kaffihlé fjallar Friðrik Rafnsson um samskipti Charcot við Íslendinga, Leó Kristjánsson segir frá segulmælingum á íslensku bergi í leiðöngrum Pourquoi-Pas? og Jör- undur Svavarsson segir frá sjáv- ardýrategundum sem uppgötvaðar voru í leiðöngrum skipsins. Loks mun Odile Belier hjá Franska sendiráðinu segja frá Franskri hátíð á Íslandi 2007. Málþingsstjóri er Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri í Sand- gerði. Málþingið stendur frá kl. 14 til 17 í Hátíðarsal HÍ. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Málþing | Í dag kl. 14 í Háskóla Íslands Landkönnuðurinn Jean-Baptiste Charcot  Jörundur Svavarsson fæddist í Reykja- vík 1952. Hann lauk stúdents- prófi frá MT 1973, BS í líf- fræði frá HÍ 1977, meist- araprófi í sjávarlíffræði frá Gautaborgarháskóla 1984 og doktorsprófi frá sama skóla 1997. Jörundur var dósent í sjáv- arlíffræði við HÍ frá 1987, pró- fessor frá 1992. Jörundur er for- maður stjórnar Háskólaseturs Suðurnesja frá 2004. Hann er kvæntur Sif Matthíasdóttur tann- lækni og eiga þau þrjár dætur. Greint hefur verið frá því að aust-urríska stúlkan Natascha Kampusch hafi fengið andvirði rúm- lega hundrað milljóna íslenskra króna fyrir viðtal sem hún veitti austurríska sjónvarpinu. Dietman Ecker, umboðsmaður hennar, segir að þrjátíu stór kvik- myndaver hafi sett sig í samband við hana og boðið henni allt að 130 millj- ónir íslenskra króna fyrir kvik- myndaréttinn að sögu hennar. Þá eru slúðurblöð farin að velta því fyrir sér hvaða leikkona sé lík- legust til að fara með hlutverk hennar og hefur Scarlett Joh- ansson verið nefnd í því sambandi. Kampusch var rænt árið 1998 og haldið fanginni á heimili Wolfgangs Prikopil þar til henni tókst að flýja frá honum í síðasta mánuði. Fólk folk@mbl.is SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali. Dynsalir 16, 3. h.h. - Kóp. Opið hús í dag kl. 18-19 Um er að ræða vandaða og vel skipulagða 110 fm 3ja herbergja íbúð á 3ju hæð með sérinngangi í Salahverfi í Kópavogi. Íbúðin skiptist í forstofu, eldhús, baðherbergi, borðstofu, stofu þar sem útgengt er á suðursvalir, tvö herbergi, geymslu og þvottaherbergi. Vel staðsett eign þar sem stutt er í alla þjónustu og skóla. Verð 25.900.000. Sölumaður frá Fasteign.is verður á staðnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.