Morgunblaðið - 14.09.2006, Side 56
56 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569
1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands.
Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
dagbók
Þegar fréttir berastaf grófu og tilefn-
islausu ofbeldi eða
árásum spyr fólk oft
hvernig svona lagað
„geti gerst“ og hvað
hafi eiginlega „vakað“
fyrir árásarmanninum
eða -mönnunum. Vík-
verja finnst í sjálfu sér
eðlilegt að reyna að
skilja ástæður þess að
einhver gengur í
skrokk á öðrum með
barsmíðum, eða hníf-
stungum sem eru
furðulega algengar hér
á landi. Hafa ekki allir
þörf fyrir að skilja aðdraganda voða-
verka til að geta yfirhöfuð botnað
eitthvað í sjálfum atburðinum? Oft
er talað um rifrildi eða misklíð af
einverju tagi, það er verið að rífast
um peninga, nú eða fíkniefni eða
-skuldir. Eða þá að það var hrein-
lega engin sérstök ástæða fyrir of-
beldinu. En ofsinn og miskunn-
arleysið kann að eiga sínar
skýringar sem er sérkapítuli í þessu
samhengi. Það er fíkniefnaneyslan
og allur óttinn og örvæntingin sem
fylgir henni. Maður sem er að lenda í
fráhvarfi og á ekki fyrir næsta
skammti er löngu hættur að hugsa
um velferð annarra. Ef barn, gam-
almenni eða Víkverji
yrði óvart á vegi slíks
manns og truflaði á
minnsta hátt vonir
hans um næstu vímu
þá væri hætta á ferð-
um. Eins og sársoltið
rándýr myndi fíkni-
efnaneytandinn ryðja
úr vegi hvers konar
hindrunum. Gengi
hann með hníf væri
stórhætta á ferð.
Það er löngu upplýst
að það þarf að smygla
heilu tonni af hassi til
að fullnægja þörfum
stórnotenda og hálfu
tonni af amfetamíni. Það gera 4 kg á
hverjum einasta degi. Neytendur
hugsa ekki rökrétt og það kemst
ekkert annað að hjá þeim en full-
nægja þörfinni. Síðan fer reglulega
allt í bál og brand með ótrúlegu of-
beldi. Og fólk er drepið á Íslandi.
Tvö manndráp á ári að meðaltali síð-
ustu árin eða svo. Er ekki nokkuð
ljóst hvernig svona lagað „geti
gerst“? Víkverja finnst þetta sam-
félag orðið fárveikt. Fimm milljarða
kr. ársvelta með fíkniefni á 300 þús-
und manna eyju. Og neyðarástand á
staurblönkum spítala helgi eftir
helgi vegna ofbeldismála tengdum
forríkum fíkniefnaheiminum.
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
Orð dagsins :Á þeim degi munuð þér skilja, að ég
er í föður mínum og þér í mér og ég í yður.
(Jóh. 14, 20.)
Í dag er fimmtudagur
14. september, 257. dag-
ur ársins 2006
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Jón eða séra Jón
ÉG velti því svolítið fyrir mér eftir að
sjá að Árni Johnsen fékk uppreisn
æru að það er ekki sama hvort er Jón
eða séra Jón.
Ég er t.d. „bara ung kona“ sem
ábyggilega eins og Árni á dásemd-
arbörn, lenti í því að vera of bjartsýn,
stofna fyrirtæki sem gekk svo sem
ágætlega að því leyti að ég reyndi
hvað ég gat að halda því gangandi og
greiða mínum birgjum. Ég bara var
á of litlum stað til að það gæti þrifist
án þess að ég tæki til minna ráða,
auk þess sem ég var einfaldlega of
bjartsýn og kannski pínu kjáni. Ég
seldi það og sá sem keypti gat ekki
staðið við sitt. Ég sat eftir í súpunni.
Í dag eins og Árna, langar mig að
halda áfram, ekki að stjórna landinu
eða reka fyrirtæki, nei mér finnst ég
ekki þess verðug fyrst mér mistókst,
þótt ég hafi aldrei stolið af neinum,
viljandi a.m.k. Lenti að vísu í skuld
við Landsbankann sem ég hafði allt-
af staðið í skilum við þar til ég lenti í
þessum hremmingum.
En mig langar að halda áfram að
geta verið börnum mínum stoð og
stytta. Ég get ekki beðið um upp-
reisn æru (finnst það fallegra orð og
nota það því í mínu tilfelli), ég bara
verð að segja við soninn í Háskóla,
„nei, mamma er ekki verð að skrifa
upp á námslánið þitt“, við soninn
sem er að fara til útlanda að keppa í
sinni íþrótt, „nei, mamma á ekki pen-
inga, allir peningarnir fara í matinn,
elskan, á reyndar góða foreldra og
systkini að sem hjálpa, svo þú ferð“.
En mamma er samt svo svartur
sauður í þjóðfélaginu. Enginn vill
leyfa henni að hjálpa sínum börnum,
þótt hún hafi góða vinnu og geri allt
sitt besta til að koma góðum þjóð-
félagsþegnum út í lífið, því hún „fær
ekki uppreisn æru fyrr en eftir ein-
hver ár“. Samt er hún svo góð mann-
eskja sem engan hefur svikið, nema
sjálfa sig fyrir að hafa treyst!
Vá, ef hún hefði kjarkinn til að
henda sér framan af svölunum væri
hún löngu búin að gera það. En það
væri bara svo vont, ekki endilega
fyrir hana, heldur fyrir börnin.
Hvert eiga svona mömmur að
leita? Sem hafa kjark til að halda
áfram, einar, stoltar af börnunum
sínum, hissa á sjálfum sér fyrir að
vera ekki bitrar. Bara pínu nið-
urlægðar af þjóðfélaginu fyrir að
eiga sér ekki von. Bara spyr. Er svo-
lítið mikil Pollýanna í mér og trúi að
einhver eigi svar. Veit innst inni að
ég og börnin mín skipta svo miklu
máli, finnst ég alveg hafa lært af
mínum mistökum, mistökum að hafa
treyst öðrum!
En kannski er einhver þarna úti
sem á svar við þeirri spurningu,
hvert leita ungar konur með metnað
fyrir því að vilja gera betur. Hvernig
fæ ég uppreisn æru og segi, ég er
gildur þegn!
Ein stolt en gjaldþrota.
Stærra letur
ÉG VIL koma þeirri spurningu á
framfæri hvort Morgunblaðið gæti
ekki haft Vísnahornið með stærra
letri, því eldri borgarar eiga erfitt
með að lesa þetta. Eins mætti
stækka letrið á hugvekju Sigurðar
Ægissonar.
Af því að Morgunblaðið brýndi
liðsmenn Sjálfstæðisflokksins í borg-
arstjórnarkosningunum í vor að
koma til móts við óskir og þarfir
eldri borgara finnst mér að Morg-
unblaðið ætti að sýna það í verki og
auðvelda okkur eldri borgurum að
lesa blaðið.
Sveinn Björnsson
ellilífeyrisþegi.
Vasaklútasafn fæst gefins
VASAKLÚTASAFN, 18 klútar
mjög fallegir, fást gefins. Upplýs-
ingar í síma 864 9545.
70 ára afmæli.Sunnudaginn
17. september verð-
ur sjötugur Paul B.
Hansen, tæknifræð-
ingur. Í tilefni þess
býður hann ætt-
ingjum, vinum og
starfsfélögum til fagnaðar á afmæl-
isdaginn í Hlégarði kl. 17–19. Gjafir af-
þakkaðar.
Brúðkaup | 1. júlí sl. voru gefin saman
í Dómkirkjunni í Reykjavík af. sr. Ei-
ríki Jóhannssyni (prestur í Hruna) þau
Sveinn Benediktsson og Margrét
Björnsdóttir.
The Rolling Stones munu verðaaðalstjörnurnar í nýrri teikni-
mynd sem nú er í vinnslu. Kallast
hún Ruby Tuesday, eftir einu lagi
sveitarinnar. Tólf laga Stones munu
prýða myndina en segja má að það
sér verið að taka hið teiknimynda-
lega, og ýkta, vörumerki sveit-
arinnar (tunguna) á annað stig.
Söguþráðurinn er fástískur og segir
af einstæðri móður sem leitar í ör-
væntingu að hamingjunni í New
York. Það eru bræðurnir Paul og
Gaetan Brizzi sem leikstýra mynd-
inni, auk þess að semja handritið.
Þeir eru kunnastir fyrir teikni-
myndina Asterix vs. Caesar og auk
þess áttu þeir innslag í myndina
Fantasia 2000.
Nýjasta verkefni Mike Patton,Peeping Tom, mun sjá um að
hita upp á komandi tónleika-
ferðalagi The Who. Patton er
þekktur fyrir fjölhæfni á tónlist-
arsviðinu, hann hefur þannig unnið
með Björk, auk þess að reka sveit-
irnar Fantomas og Tomahawk. Þá
hefur hann sinnt ýmiss konar sóló-
og hliðarverkefnum. Auk þess rek-
ur hann eitt af heitari neðanjarð-
armerkjum Bandaríkjanna í dag,
Ipecac. Hann öðlaðist frægð í
kringum 1990 sem söngvari sveit-
arinnar Faith no More. Peeping
Tom, og samnefnd plata, byggist á
samstarfi Patton og listamanna á
borð við Bebel Gilberto, Massive
Attack, Kool Keith, Noruh Jones,
Kid Koala, Amon Tobin, Odd Nos-
dam, Doseone og Dan the Autom-
ator. Hljómsveitin var að ljúka
nokkrum tónleikum með Gnarls
Barkley („Crazy“) en væntanlegt
tónleikaferðalag með The Who hef-
ur komið af stað þónokkru hausa-
klóri. Ferðalagið hófst í fyrradag
en þeir sem aðstoða Patton á sviði
eru m.a. taktkjafturinn Rahzel,
meðlimir úr Dub Trio og söngv-
arinn og fiðluleikarinn Imani Cop-
pola.
Fergie, söngkona Black EyedPeas, hefur viðurkennt að hún
hafi barist við fíkn í garð „crystal
meth“, sem er reykjanlegt amfeta-
mín og stórhættulegt.
„Þetta er það erfiðasta sem ég
Fólk folk@mbl.is
Morgunblaðið/Ásdís
Hlutavelta | Þessir duglegu krakkar,
Hildur Rós Vilhelmsdóttir, Esther Rós
Arnarsdóttir, Kristjana Birta Krist-
jánsdóttir, Katrín María Karlsdóttir og
Arnar Viðarsson, héldu tombólu til
styrktar Rauða krossi Íslands og söfn-
uðu þau 2.878 kr.
ICELAND FILM FESTIVAL 2006
Í HÁSKÓLABÍÓI OG REGNBOGA 30. ÁGÚST - 21. SEPTEMBER
HETJAN... SKRÍMSLIÐ... GOÐSÖGNIN.
DÝRASTA
KVIKMYND
SEM
GERÐ
HEFUR
VERIÐ
Á ÍSLANDI.
BJÓLFSKVIÐAeeee
blaðið
eee
H.J. - MBL
HEIMURINN HEFUR
FENGIÐ AÐVÖRUN.
AÐSÓKNARMESTA HEIMILDARMYN-
DIN Í ÁR. MYNDIN HEFUR FENGIÐ
EINVALADÓMA BÆÐI FRÁ GAG-
NRÝNENDUM OG VÍSINDAMÖNNUM.
BYGGÐ Á METSÖLUBÓK AL GORE, FYR-
RUM VARAFORSETA BANDARÍKJANNA.
HEIMILDARMYND ÁRSINS SEM
TEKUR Á EFNI SEM SNERTIR
ALLA JARÐARBÚA.
eeeee
H.J. MBL
eeee
TOMMI/KVIKMYNDIR.IS
eeee
V.J.V. TOPP5.IS
MAURAHRELLIRINN M/ÍSL TALI kl. 6 leyfð
A COCK AND BULL...
STEP UP kl. 6 - 8 - 10 Leyfð
MAURAHR... Ísl tal. kl. 6 Leyfð
UNITED 93 kl. 8 - 10 B.i. 12
ÞETTA ER EK... kl. 8 Leyfð
LITTLE MAN kl. 8 - 10 B.i. 12
YOU ME AND... kl. 10:10 B.I.14
/ AKUREYRI / KEFLAVÍK
FRAMLEIDD AF
TOM HANKS.
RENAISSANCE
www.haskolabio.is • Miðasalan opnar kl. 17HAGATORGI • S. 530 1919
eeee
TOMMI KVIKMYNDIR.IS
eeee
S.U.S. XFM 91,9.
4 vikur
á toppnum á Íslandi ! V.J.V. TOPP5.IS
eeee
MEÐ KYNTRÖLLINU CHANNING TATUM
(“SHE’S THE MAN”)
FRÁBÆR DANSMYND HLAÐIN
GEGGJAÐRI TÓNLIST EN MYN-
DIN KOM HELDUR BETUR Á
ÓVART Í USA FYRIR NOKKRU.
ÞEGAR ÞÚ FÆRÐ ANNAÐ
TÆKIFÆRI ÞARFTU AÐ TAKA
FYRSTA SPORIÐ.
DEITMYNDIN Í ÁR
STEP UP
BJÓLFSKVIÐA kl. 10:15 B.i.16 .ára.
Renaissance kl. 8 B.i. 12.ára.
A Cock and Bull Story kl. 10:30 B.i.16 .ára.
Down in the Valley kl. 5:45 B.i. 16.ára.
THE LIBERTINE
The Libertine kl. 8 B.i.12 .ára.
Looking for Comedy in the Muslim World kl. 5:55 Leyfð
The Sisters kl. 8 B.i.12 .ára.
Öskrandi Api, ballett í leynum kl. 10:30 B.i.12 .ára.
AN INCONVENIENT TRUTH kl. 5:45 - 8 - 10:15 leyfð
THE SISTERS