Morgunblaðið - 27.09.2006, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.09.2006, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2006 9 FRÉTTIR Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Tweedjakkar og -pils www.vitusbeing.dk NÁM Í DANMÖRKU Í boði er: Á ensku og dönsku • Byggingafræði • Byggingaiðnfræði • Markaðshagfræði Á ensku • Framleiðslutæknifræði • Útflutningstæknifræði Á dönsku • Véltækni • Véltæknifræði • Landmælingar • Tölvutæknifræði • Aðgangsnámskeið • Byggingatæknifræði Hjá VITUS BERING í Horsens bjóðum við upp á margvíslega menntun. Fulltrúi skólans Johan Eli Ellendersen, verður í Reykjavík á biluni 27.september - 7.október 2006. Þeir sem hafa áhuga geta haft samband við Johan Eli Ellendersen, með því að hringja beint í Johan í síma í 845 8715. UNIVERSITY COLLEGE VITUS BERING DENMARK CHR. M. OESTERGAARDS VEJ 4 DK-8700 HORSENS TEL. +45 7625 5000 FAX: +45 7625 5803 EMAIL: CVU@VITUSBERING.DK V I T U S B E R I N G D E N M A R K U N I V E R S I T Y C O L L E G E Bókanir og nánari upplýsingar hjá Ferðaskrifstofu Vesturlands í síma 437 2323. Sjá einnig heimasíðu: www.fv.is Golfferðir okkar til Túnis njóta sífellt meiri vinsælda, því auk góðra golfvalla býður Túnis upp á margbrotna sögu og menningu og gott loftslag við Miðjarðarhafsströndina. G LF í Túnis 2007 Hvernig væri að framlengja golftímabilið við kjöraðstæður? Búa á fyrsta flokks strandhótelum í þægilegum hita, borða góðan mat, leika golf á góðum golfvöll- um. Næsta vetur og vor býður Ferðaskrifstofa Vesturlands upp á tvær 11 daga golfferðir til Túnis, þar sem ekkert er til sparað til að gera ánægjulega og eftir- minnilega ferð. Dagsetningar eru: 23. febrúar–5. mars og 23. mars–2. apríl Verð í brottför 23. febrúar er 167.000 kr. á mann í tvíbýli. Verð í brottför 23. mars er 171.000 kr. á mann í tvíbýli. Aukagjald fyrir eins manns herbergi er 19.000 kr. Fararstjóri er Sigurður Pétursson golfkennari. Innifalið í verði er flug, flugvallarskattar, fararstjórn, akstur, gisting á fyrsta flokks hótelum í 10 nætur með morgunverði og kvöldverði, 9 vallargjöld. 5.000 kr. afsláttur ef bókað og staðfest er fyrir 1. október. Finnurðu ekki stærðina þína? Eiðistorgi 13, 2. hæð á torginu Sími 552 3970 Saumum buxur eftir pöntun Tilbúnar stærðir 38-50 eða sérpöntun Nýr opnunartími vegna breytinga: Opið mán.-fös. kl. 16-18. buxur.is Glæsilegur samkvæmisfatnaður frá www.belladonna.is Hlíðasmára 11 • Kópavogi • sími 517 6460 Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-15 ATLI Gíslason, hæstaréttarlög- maður og vara- þingmaður Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs, hefur ákveðið að taka áskorun kjör- dæmisráðs VG í Suðurkjördæmi og mun gefa kost á sér í fyrsta sæti framboðslistans fyrir komandi al- þingiskosningar. Atli hefur látið mikið að sér kveða í baráttu fyrir kvenfrelsi, náttúru- vernd og réttindum launafólks og út- lendinga. Sem lögmaður og femínisti hefur hann skrifað fræði- og blaða- greinar um kynfrelsi kvenna og ver- ið virkur í baráttunni gegn kyn- bundnu ofbeldi. Í fréttatilkynningu frá Atla kemur fram að hann hafi m.a. flutt á þingi frumvarp til breytinga á jafnréttis- lögum um stjórnvaldsúrræði til að uppræta kynbundinn launamun, frumvörp þar sem dvalarleyfi er- lendra ungmenna undir átján ára aldri er rýmkað og veitt undanþága frá dvalarleyfi háð maka ef um heim- ilisofbeldi er að ræða. Hann hefur rekið fjölda skaða- bótamála, verið settur ríkissaksókn- ari í efnahagsbrotamálum og lög- reglustjóri í máli er sneri að vinnubrögðum lögreglu. Atli hefur rekið Lögfræðistofu Atla Gíslasonar í rúman aldarfjórð- ung, hann á þrjá uppkomna syni og þrjú barnabörn. Atli Gíslason sækist eftir fyrsta sæti Atli Gíslason HÉRAÐSDÓMUR Austurlands hefur dæmt rúmlega þrítugan mann í 70 þúsund króna sekt og svipt hann skotvopnaleyfi í eitt ár fyrir veiði- lagabrot með því að hafa skotið fimm friðaðar gæsir og eina heiðagæs í Hornafirði í lok apríl 2005, allt frið- aða fugla. Við aðalmeðferð málsins játaði ákærði að hafa skotið fuglana og þótti með játningunni og gögnum málsins sannað að ákærði hefði gerst sekur um háttsemina. Dómurinn féllst á kröfur ákæruvalds um að taka bæði Winchester 70 XTR-riffil og Mossberg 500-haglabyssu af manninum en hann viðurkenndi að hafa notað haglabyssuna við veiðarn- ar. Ragnheiður Bragadóttir dóm- stjóri dæmdi málið. Verjandi var Hilmar Ingimundarson hrl. og sækj- andi Páll Björnsson, sýslumaður á Höfn. Dæmdur fyrir skotveiðar NEMENDUR í 1. bekk Vesturbæjarskóla notfærðu sér veðurblíðuna í Reykjavík í gær með því að ganga um Vesturbæinn og Grjótaþorpið í fylgd kennara sinna. Markmiðið með göngunni var að skoða hvar bekkj- arsystkinin ættu heima. Gangan var liður í svonefndri útikennslu sem er á hverjum þriðjudegi hjá nemend- unum. Eins og sjá má voru krakkarnir sprækir í göngunni enda sér Vesturbæjarskóli til þess að nemendurnir fái næga næringu á morgnana. Skólinn tók upp þá nýbreytni fyrr í mánuðinum að bjóða nemendum upp á hafragraut á morgnana. Grauturinn er nemendum að kostnaðarlausu og takist þessi tilraun vel er gert ráð fyrir að hafragraut- ur verði á boðstólum í skólanum í allan vetur. Morgunblaðið/Ásdís Fjörmiklir krakkar í Vesturbænum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.