Morgunblaðið - 27.09.2006, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.09.2006, Blaðsíða 17
gistingar og Póstinn. Í staðinn eignast Janusarverkefnið birting- arréttinn á 20 ljósmyndum frá hverjum þáttakanda, og af þeim fær hver kostenda allt að 3 myndir frá hverjum keppenda til eigin nota. „Koma ljósmyndaranna hingað núna er eins konar tilraun, og upp- hafspunktur verkefnisins, og von- um við að Stolt Janusar muni í framhaldinu vinda upp á sig. Sýn- ishorn af afrakstri verkefnisins verður hægt að nálgast á heima- síðu og hægt en örugglega mun hróður verkefnisins breiðast út og ljósmyndarar geta sótt um að taka þátt.“ Blaðamaður sest stuttlega niður með ljósmyndurunum og virðast allir hafa sögu að segja eftir viku- flakk um Ísland. Nýsjálend- ingurinn Carlo Van Roer líkti Ís- landsdvölinni við að koma aftur á æskuslóðir á meðan hin kanadíska Constance Williams talar um undarlegan einmanaleika sem sótti að henni þar sem hún stóð and- spænis jökulflæmi eða gnæfandi fjalli. Hin rússneska Yulia Tsibina lýs- ir því hvernig hún hafi þurft að þreifa á jurtum og lækjarsprænum til að fullvissa sig um að hún væri ekki stödd í sviðsmynd kvik- myndar þar sem hún var innan um fjöll og vötn, Norðmaðurinn Sven Bringsdal segir frá því hvernig hann upplifði sterk tengsl við sam- eiginlegar víkingarætur Íslendinga og Norðmanna og hinni amerísku Jill Freedman þykir mest um vert hversu gott fólk varð á vegi henn- ar á Íslandi. Öll eru þau sammála um að ferð- in hafi verið vel þess virði, og flest þeirra segjast ólm að koma hingað aftur. Ljósmyndun | Hópur erlendra ljósmyndara myndaði Ísland fyrir Stolt Janusar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2006 17 MENNING OLE Togeby, prófessor í dönsku máli við Árósarháskóla, heldur fyrirlestur við Háskóla Íslands á fimmtudaginn klukk- an 16.30 í stofu 111 Aðalbygg- ingar. Togeby mun fjalla um kennslu ritmáls í dönskum menntaskólum og tök danskra menntaskólanema á ritmáli. Sjónarmið hans hafa oft vakið athygli í dönskum fjölmiðlum þar sem hann hefur verið mjög gagnrýninn á þessa hlið móðurmálskennslunnar sem og stúd- entsprófið. Fyrirlesturinn verður fluttur á dönsku og nefnist „Skriftlig sprogfærdighed hos danske gymnasieelever“. Fyrirlestur Ritmálskennsla í dönskum skólum Ole Togeby Í TILEFNI viku sí- menntunar eru bóka- safnsskírteini ókeypis í öllum söfnum Borg- arbókasafns. Tilboðið gildir til 30. september. Í Borgarbókarsafni eru um 490.000 bækur og tímarit auk geisla- diska, myndbanda og margmiðlunarefnis. Útláns- staðir safnsins eru sjö. Auk þess rekur safnið bókabíl með viðkomustaði víðs vegar um borgina. Þá eru Bókasafnið í Mosfellsbæ og Bókasafn Sel- tjarnarness samstarfssöfn Borgarbókasafns. Safnkosturinn er allur skráður í tölvukerfi safns- ins, Gegni. Bókasöfn Ókeypis bókasafnsskírteini PÓLSKA tónskáldið Krzysztof Penderecki er staddur á Ís- landi um þessar mundir og mun m.a. stjórna flutningi Sin- fóníuhljómsveitar Íslands á tveimur af hans eigin verkum í Háskólabíói á morgun, fimmtu- dag. Í dag klukkan 15 mun Penderecki, sem var gestur Listahátíðar í Reykjavík árið 1988, hins vegar halda stutta kynningu á eigin tónlist á vegum tónlistardeildar Listaháskóla Íslands að Sölvhólsgötu 13. Fyrirlesturinn er öllum opinn meðan húsrúm leyfir. Fyrirlestur Penderecki kynnir eigin tónlist Krzysztof Penderecki LJÓSMYNDARARNIR sem tóku þátt í verkefninu eru misfrægir, en hafa allir atvinnu sína af ljósmyndun. Hópurinn var á einu máli um að þátttaka þeirra í verkefninu Stolt Janusar hefði verið ákaflega gefandi persónulega og áhugaverð reynsla frá listrænu sjónarmiði. Atvinnuljósmyndarar Á DÖGUNUM var frumsýnd ný teiknimynd eftir sögunni um Pétur og úlfinn í Royal Albert Hall í Lond- on. Um er að ræða hálftíma langa mynd, gerð af bresku kvikmynda- gerðarkonunni Suzie Tepletin, sem vann Bafta-verðlaunin árið 2002 fyrir stuttmynd sína Hundur (Dog). Einhverju hefur verið bætt við upphaflegu söguna um hinn hug- rakka Pétur sem fangar úlfinn óg- urlega. Pétur og úlfurinn er eftir rúss- neska tónskáldið Sergei Prokofiev. Verkið var samið árið 1936 og hef- ur allt fram til dagsins í dag verið eitt þekktasta klassíska verkið sem samið er fyrir börn. Pétur og úlfurinn á hvíta tjaldið Bafta-verðlaunahafi að baki myndinni RÁÐAMENN í Kasakstan eru ugg- andi yfir þeirri mynd sem dregin er upp af landinu í nýjustu kvikmynd breska grínistans Sacha Baron Co- hen. Í myndinni, sem heitir Borat: Cultural Learnings of America for Make Benefit Glorious Nation of Kazakhstan, bregður Cohen sér í hlutverk Borats Sagdiyevs, inn- fædds sjónvarpsmanns sem fer til Bandaríkjanna til að kynna sér siði og venjur heimsveldisins. Myndin er í heimildamyndastíl og gerir Co- hen óspart grín að viðmælendum sínum um leið og hann bregður upp skældri mynd af Kasakstan þar sem einfeldingurinn Borat er karl- remba af verstu gerð. Borat birtist fyrst í sjónvapsþætti Ali G, en Ali G er einnig tilbúningur Cohens. Borat veldur usla „heima“ Í ÁLYKTUN fundar Félags íslenskra org- elleikara, FÍO, innan Organistadeildar FÍH, sem haldinn var í safn- aðarheimili Háteigs- kirkju í gær, er lýst yf- ir fullum stuðningi við Hilmar Örn Agn- arsson, dómorganista í Skálholti, og störf hans í þágu Skálholtsstaðar og Þjóðkirkjunnar. Stjórn Skálholts hefur sagt Hilmar Erni upp störfum sem kunnugt er. Í ályktuninni segir: „Fundurinn mótmælir harðlega þeirri ákvörðun stjórnar Skálholts að segja Hilmari Erni Agnarssyni dómorganista upp störfum og þeim vinnubrögðum sem við- höfð voru við uppsögn- ina. Þá skorar fund- urinn á biskup Íslands, hr. Karl Sigurbjörns- son, að beita sér fyrir því að deilan vegna uppsagnar Hilmars Arnar Agnarssonar, dómorganista í Skál- holti, verði leyst á far- sælan hátt. Fundurinn fer fram á að Þjóðkirkjan fylgi eigin starfsmanna- stefnu. Enn fremur beinir hann þeim tilmælum til félagsmanna sinna, að þeir gangi ekki í störf Hilmars Arnar Agnars- sonar á meðan deilan um uppsögn hans er óútkljáð.“ Guðmundur Sigurðsson, organisti og félagi í FÍO, segir að fundur verði með stjórn organistafélagsins, söng- málastjóra þjóðkirkjunnar og bisk- upi Íslands á morgun. „Við beinum því til biskups að hann komi með lausn á þessu máli sem verði farsæl fyrir Hilmar,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir að í annarri grein starfsmannastefnu Þjóðkirkj- unnar segi að í Þjóðkirkjunni skuli viðhafðir góðir og gildir stjórn- unarhættir. Þar ríki jákvætt viðhorf til starfsmanna og gagnkvæmt traust milli stjórnenda og starfs- fólks. Stjórnendur sýni starfsfólki traust, tillitssemi og hreinskilni. „Það hefur að okkar mati einfaldlega ekki verið farið eftir starfsmanna- stefnunni í þessu máli þar sem allar ákvarðanirnar eru teknar einhliða af stjórn Skálholts.“ Tónlist | Organistafélagið styður dómorganista í Skálholti Fundað með biskupi um lausn deilumálsins Hilmar Örn Agnarsson STJÓRN Myndstefs, Myndhöfund- arsjóðs Íslands, ásamt Lands- banka Íslands mun í nóvember veita heiðursverðlaun fyrir af- burða framlag til myndlistar eða framúrskarandi myndverk eða sýningar. Koma allir myndhöf- undar til greina við úthlutun verðlaunanna en miða skal við að verkin hafi verið birt eða gefin út um það leyti sem verðlaunin eru veitt eða á árunum þar á undan. Allir félagsmenn Myndstefs mega tilnefna Heiðursverðlaunin nema 1.000.000 kr. og mun afhending þeirra fara fram við hátíðlega at- höfn í Listasafni Íslands. Sérstök úthlutunarnefnd mun velja listamenn út hópi tilnefn- inga og síðan ákveða hver þeirra hljóti verðlaunin. Stjórn Mynd- stefs leitar eftir tilnefningum frá stjórnum aðildarfélaga samtak- anna, en ennfremur hafa allir fé- lagsmenn Myndstefs rétt til þess að tilnefna listamenn til þessara verðlauna. Á heimasíðu Myndstefs er sér- stakt eyðublað og geta þeir sem vilja komið tilnefningum sínum á framfæri á því eyðublaði í tölvu- pósti eða með öðrum hætti til stjórnar Myndstefs. Óskað er eftir því að rökstuðningur fylgi til- nefningum. Frestur til tilnefninga rennur út 15. október næstkomandi. Myndstef óskar eftir tilnefningum Verðlaun að andvirði einnar milljónar króna afhent í nóvember www.myndstef.is »11 ljósmyndarar frá jafn-mörgum löndum ferðuðust um Ísland og ljósmynduðu það sem fyrir augu þeirra bar. »Um er að ræða upphafið aðverkefninu Stolt Janusar sem vonir standa til að ferðist land úr landi. »Dómnefnd velur bestumyndir hvers ljósmyndara og haldin verður sýning á bestu verkunum. »Vonir standa til að gefa útbók á 5 ára fresti þar sem bestu ljósmyndunum frá 5 lönd- um verður safnað á einn stað. Í HNOTSKURNEftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is ÞAÐ ER ekki annað á þeim að heyra en vistin hafi verið góð á Ís- landi. „Þessu verður best líkt sem andlegri för,“ segir Maxmo Sal- vaggio frá Ítalíu þegar hann er beðinn að lýsa uplifun sinni af Ís- landi, en hann er einn af 11 ljós- myndurum sem dvalið hafa hér á landi í tæpa viku og ljósmyndað fyrir verkefnið Stolt Janusar. Um er að ræða listaverkefni sem Rafn Rafnsson, framkvæmda- stjóri framleiðslufyrirtækisins Base Camp, er einn af upphafs- mönnunum að, en Base Camp sér um skipulagningu viðburðarins. „Hugmyndin er sú að fá hóp ljósmyndara til að mynda sama landið á sama tíma, hver á sinn ólíka hátt,“ útskýrir Rafn. „Ætl- unin er að Ísland verði aðeins fyrsta landið af mörgum sem Stolt Janusar tekur fyrir, og að á næsta ári muni annar hópur ljósmyndara heimsækja annað land, og þannig koll af kolli ár hvert.“ Rafn segir dómnefnd fimm manna velja úr þeim myndum sem ljósmyndararnir taka á ferðum sínum, og er í kjölfarið haldin sýn- ing á bestu myndunum: „Síðan hyggjumst við gefa út bók á 5 ára fresti þar sem safnað væri á einn stað bestu myndunum sem teknar hafa verið í 5 löndum.“ Stolt Janusar útvegar ljósmynd- urunum farkost og gistingu, m.a. með liðsinni styrktaraðila á borð við Bílaleigu Akureyrar, Bænda- Ólík sýn á sama land á sama tíma Morgunblaðið/Eyþór

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.