Morgunblaðið - 27.09.2006, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2006 25
Í VESTRÆNUM löndum hefur verið á
því byggt að húsnæði fyrir almenning sé
einn af hornsteinum velferðarsamfélags-
ins. Á það ekki síst við um Norðurlöndin.
Stefna íslenskra stjórnvalda er og hefur
verið að tryggja öllum landsmönnum, óháð
búsetu og efnahag, öryggi og jafnræði í
húsnæðismálum með því að gera fólki
kleift að eignast eða leigja húsnæði á við-
ráðanlegum kjörum. Um þessi markmið
hefur verið rík pólitísk sam-
staða eins og síðast kom í ljós
með einróma samþykkt Al-
þingis á breyttum lögum um
húsnæðismál haustið 2004.
Breytingar á
íbúðalánamarkaði
Íbúðalánasjóður hefur gegnt
og mun, að mínu áliti, áfram
gegna þýðingarmiklu hlutverki
við framkvæmd þessarar
stefnu. Mikil umræða hefur
verið í þjóðfélaginu um stöðu
og hlutverk Íbúðalánasjóðs.
Hvati þessarar umræðu eru að
mínu mati þær róttæku breyt-
ingar sem orðið hafa á að-
stæðum á íbúðalánamarkaði í
kjölfar hugmynda okkar fram-
sóknarmanna um 90% íbúða-
lán og breytingar á fyr-
irkomulagi skuldabréfaútgáfu
Íbúðalánasjóðs, sem lækkað
hefur raunvaxtastig á íbúða-
lánum hér á landi.
Það var við þessar breyttu
aðstæður að ákveðið var að
huga að því hvort grundvöllur
fyrir því að haga aðkomu hins
opinbera að íbúðalánakerfinu
með öðrum hætti en gert er í dag, án þess
að fórna þeim markmiðum sem sett eru
fram í 1. gr. laga um húsnæðismál, að
tryggja aðgengi allra landsmanna að
íbúðalánum á hagstæðum kjörum án tillits
til efnahags eða búsetu, líkt og verið hef-
ur.
Mikil vinna hefur átt sér stað í hópi sér-
fræðinga félagsmálaráðuneytisins, fulltrúa
fjármálaráðuneytis og Íbúðalánasjóðs sem
fengu það hlutverk að leggja mat á stöðu
Íbúðalánasjóðs við núverandi aðstæður og
hver staða hans gæti orðið í framtíðinni.
Síðasti kaflinn í þeirri vinnu er lokaálit
stýrihóps sem fékk það hlutverk að efna
til víðtæks samráðs um framtíðarstefnu-
mótun um hlutverk og aðkomu stjórnvalda
að íbúðalánamarkaðnum. Stýrihópnum var
falið að skipuleggja og sinna formlegu
samráði við hagsmunaaðila um kosti og
galla óbreytts fyrirkomulags Íbúðalána-
sjóðs og hugsanlegar nýjar leiðir varðandi
aðkomu hins opinbera að húsnæðismark-
aðnum. Jafnframt var hópnum falið að
vinna skýrslu og móta tillögur til ráðherra
á grundvelli samráðs við yfir 20 hags-
munaaðila.
Af hálfu stjórnvalda var skýrt að við
breytingar á íbúðalánakerfinu yrði í engu
fórnað því hlutverki sem Íbúðalánasjóður
sinnir í dag. Þar skipta mestu eftirfarandi
atriði:
Að stjórnvöld tryggi aðgang almennings
að lánsfé til íbúðakaupa á eins góðum
kjörum og kostur er.
Að stjórnvöld auðveldi tekju- og eigna-
minni kaupendum þátttöku á fast-
eignamarkaði á jafnréttisgrundvelli.
Að landsmenn geti átt viðskipti með
húsnæði um allt land. Í því felst að
tryggja jafnan aðgang að lánum til íbúða-
kaupa á sömu kjörum hvar sem er á land-
inu.
Að stjórnvöld tryggi framboð lánsfjár til
að efla og halda við leigumarkaði.
Að þeirri neytendavernd sem Íbúða-
lánasjóður tryggir í dag verði ekki fórnað.
Tillögur stýrihóps
Stýrihópurinn gerði tillögu að útfærslu
sem tryggði þau markmið sem stjórnvöld
höfðu lagt upp með að ekki yrði fórnað og
kynnti það fulltrúum banka og sparisjóða.
Í stuttu máli má segja að útfærslan tók
mið af ofangreindum markmiðum stjórn-
valda og var byggð á vel útfærðum heild-
sölukerfum í nágrannalöndunum. Að mati
stýrihópsins var nauðsynlegt þróa nýtt
kerfi sem hefði það hlutverk að vera bak-
hjarl fyrir lánveitingar til almennings.
Slíkt kerfi myndi efla stöðugleika á fjár-
málamarkaði styðja við samkeppni á
íbúðalánamarkaði, tryggja jafnræði í að-
gangi landsmanna að húsnæðislánum og
draga úr notkun ríkisábyrgða í húsnæð-
islánakerfinu. Mikilvægt er að undirstrika
að bankar, sparisjóðir og verðabréfafyr-
irtæki hefðu aðgang að slíku kerfi á þeim
forsendum sem það byggði á.
Samstaða var um marga þætti í út-
færslu stýrihópsins. Samtök banka og
verðbréfafyrirtækja, sem fór með samn-
ingsumboðið fyrir hönd umbjóðenda sinna,
gat þó ekki fallist á nokkur grundvall-
aratriði í útfærslunni.. Ágreiningur var
fyrst og fremst um eign-
arhald á nýjum Íbúðar-
banka, um félagslegt hlut-
verk hans og eignarhald á
íbúðalánunum. Lengra varð
því ekki komist með málið
að hálfu stýrihópsins.
Næstu skref
Ég mun í haust leggja
fyrir Alþingi frumvarp til
breytinga á húsnæðislögum,
sem ætlað er að taka af vafa
um að útlánaheimildir
Íbúðalánasjóðs séu í sam-
ræmi við reglur EES-
samningsins um ríkisaðstoð.
Sérfræðingar vinna nú að
undirbúningi þess frumvarps.
Ég mun einnig nú fara yfir
þær tillögur sem stýrihóp-
urinn hefur lagt fram. Það er
að stjórnvöld hlutist til um
lagabreytingar sem heimili
Íbúðalánasjóði að setja á fót
fjármögnunarkerfi á heild-
sölustigi sem byggi á þeirri
útfærslu sem stýrihópurinn
hefur lagt til sem grundvall-
ast á útgáfu sérvarinna
skuldabréfa. Hópurinn legg-
ur einnig til að almenn löggjöf verði sett
um sérvarin skuldabréf þar sem slík lög-
gjöf myndi auðvelda fjármögnun íbúðalána
og gera hana hagkvæmari. Iðnaðar- og
viðskiptaráðherra vinnur nú að undirbún-
ingi slíkrar löggjafar um sérvarin skulda-
bréf (e. covered bonds). Sú breyting mun
nýtast fjármálamarkaðnum almennt og
byggist m.a. á tillögum fulltrúa banka og
verðbréfafyrirtækja.
Þær tillögur sem stýrihópurinn hefur
sett fram í þessum efnum byggja á þeim
fyrirmyndum sem vel hafa gefist í ná-
grannalöndum okkar áratugum saman. Ef
vel tekst til við uppbyggingu fjármögn-
unarkerfis sem þessa gæti það verið vísir
að nýrri fjármögnunarleið fyrir Íbúðalána-
sjóð þar sem unnt væri að afla fjár til
íbúðalána án ríkisábyrgðar með skilvirk-
um hætti og á hagstæðum kjörum. Þannig
tækist stjórnvöldum að stíga heppilegt
skref í framtíðarþróun íbúðalánamark-
aðarins og styðja við samkeppni á íbúða-
lánamarkaði, en standa jafnframt vörð um
þau pólitísku markmið sem ég hef áður
getið um sem liggja að baki húsnæð-
isstefnu stjórnvalda.
Framtíðarmarkmið
í húsnæðismálum
Ég tel hins vegar mikilvægt að setja nú
punkt aftan við þær vangaveltur sem verið
hafa undanfarið um framtíð Íbúðalána-
sjóðs. Það er ljóst af minni hálfu að ekki
verða gerðar frekari breytingar á stöðu
Íbúðalánasjóðs á þessu kjörtímabili en hér
hefur verið lýst, þ.e. breytingar til að laga
stöðu sjóðsins að reglum EES-samnings-
ins og hugsanlegar breytingar til að fara
eftir tillögum stýrihópsins sem hér hafa
verið kynntar.
Það hlýtur að vera markmið okkar sem
erum sammála um að byggja hér upp gott
velferðarsamfélag að standa vörð um það
sem er mikilvægast í umhverfi okkar og
fyrir velferð fjölskyldnanna í landinu. Þar
eru húsnæðismál afar mikilvægur þáttur.
Ég hef á undanförnum vikum kallað til
mín til samráðs fulltrúa ýmissa aðila í
þjóðfélaginu, ekki síst fulltrúa neytenda,
til þess að kalla eftir sjónarmiðum þeirra
þegar húsnæðismál og aðgengi að húsnæð-
islánum fyrir almenning eru annars vegar.
Þar hefur margt áhugavert komið fram.
Að mínu mati er nauðsynlegt að við höld-
um áfram að ræða opinskátt um ýmsa
þætti sem haft geta áhrif á húsnæðisverð
og vaxtamyndun hér á landi með það að
markmiði að tryggja svo hagstæð kjör
sem kostur er á fyrir almenning í landinu.
Það hlýtur að vera markmið okkar allra.
Húsnæðismál
eru velferðarmál
Eftir Magnús Stefánsson
Magnús Stefánsson
ȃg tel hinsvegar mik-
ilvægt að setja
nú punkt aftan
við þær vanga-
veltur sem ver-
ið hafa und-
anfarið um
framtíð Íbúða-
lánasjóðs.
Höfundur er félagsmálaráðherra.
„air policing“ (loftvarnaeftirlit) í balt-
nesku löndunum, sem þjónar þeim
ágætlega núna, en er óvíst hversu verð-
ur lengi, vegna þess að það er dýrt og
það er erfitt að fá aðildarlöndin til að
skuldbinda sig til þess að taka þátt í
þessu. Á endanum held ég að Eystra-
saltslöndin þrjú sjái það fyrir sér, eftir
kannski tíu til fimmtán ár, að þau geti
sjálf verið búin að koma sér upp loft-
varnamætti til þess að taka þetta að
sér. Þar með væri það komið á þeirra
eigin herðar.“
Geir bætti því við að Íslendingar
skæru sig úr í Atlantshafssamstarfinu,
og að það hefðum við alltaf gert. „Við
höfum hér mikla sérstöðu vegna þess
að við höfum ekki okkar eigin varnir.
[...]Við tryggjum okkar varnir með
þessum samningi við Bandaríkin og að-
ildinni að NATO.“ Þá sagði Geir að hitt
væri augljóst mál, að Íslendingar
þyrftu að gera ráðstafanir í meiri mæli
en áður, til að tryggja t.d. innra öryggi
okkar. „Og það er fráleitt að ætlast til
þess að einhverjir aðrir taki á sig þann
kostnað heldur en við sjálf.“
þetta sagði hann: „Hér verða varnir ef
svo mætti segja innan seilingar ef á
þarf að halda; þeir hafa fullvissað okkur
um það að þeir muni beita allri sinni
hernaðargetu ef á þarf að halda til þess
að verja Ísland. Margir myndi þiggja,
held ég, slíka skuldbindingu af þeirra
hendi. En þeir hins vegar gefa ekki upp
nákvæmlega hver kemur hvaðan og
klukkan hvað – það er hluti af þessari
hernaðaráætlun.“
Jón Sigurðsson tók síðan við og
sagði: „Það er mjög mikilvægt að gera
sér grein fyrir því að það verður ekki
tómarúm hér í öryggi; hér verða virkar
varnir í þeim skilningi þó að þær séu
ekki staðbundnar stöðugt með ein-
hverjum tilteknum hætti á Keflavíkur-
svæðinu. Virkar varnir eru fyrir hendi
og virk varnarskuldbinding sem samið
er um.“
Geir var einnig spurður að því hvort
Ísland væri ekki eina landið, miðað við
þessa nýju varnaráætlun, sem ekki
hefði varanlegar loftvarnir. Geir sagði:
„Ég veit ekki hvað á að segja um var-
anleika þessara varna. Það er svokallað
hvort þeir hefðu ein-
r af því að hér yrðu
eða virkar loftvarnir.
mt spurðir hvort þeir
NATO til að bæta úr
ekki síðari spurning-
gði við fyrri spurning-
fði legið fyrir frá 15.
Bandaríkjamenn til-
um um lokun varnar-
hér yrðu ekki loftvarn-
ti og áður. „Það er ein
dum sem við þurftum
,“ sagði hann og hélt
áætluninni [...] er auð-
ir loftvörnum ef á þarf
ingar, sem hér verða
hætti, munu auðvitað
á grundvelli þessara
Hann bætti því við að
ðu skuldbindinguna
baki byggi af hálfu
a. Hann sagði enn-
daríkjamenn myndu
hér með öðrum hætti,
nda hingað herskip.
r áfram spurður út í
verða tryggðar
gum herstyrk
Morgunblaðið/Kristinn
rystumenn stjórnarflokkanna, Geir H. Haarde og Jón Sigurðsson, kynntu niðurstöðu viðræðna við Banda-
mál á fundi í Þjóðmenningarhúsi í gær. Í forgrunni er Albert Jónsson, formaður samninganefndarinnar.
að verðmæti tæplega þrír og hálfur milljarður kr. nýr. Hrakvirð-
ið í þeim búnaði er u.þ.b. einn og hálfur milljarður, að því er tal-
ið er.“
Geir sagði að fyrrgreindur skilasamningur væri í stórum
dráttum sams konar og þeir samningar sem tíðkast hefðu við
lokun herstöðva annars staðar, eins og t.d. í Þýskalandi.
Stafi ekki hætta af mengun
Geir vék á fundinum einnig að umhverfismálum varnarsvæð-
isins. „Umfang mengunar vegna varnarliðsins er í aðalatriðum
þekkt.“ Hann kvaðst fullyrða að heilsu manna stafaði engin
hætta af mengun á svæðinu. „Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja hef-
ur vitneskju um sextíu mengaða staði á varnarsvæðunum,“ sagði
hann ennfremur. Meðal annars væri um jarðvegsmengun að
ræða, vegna olíu, sem og grunnvatnsmengun. Hann sagði að að-
ferðir við hreinsun á svæðinu væru þekktar og að kostnaður við
hreinsun gæti numið allt að tveimur milljörðum króna, eins og
áður kom fram. Forgangsatriði væri að hreinsa eftir hauga og
urðunarstaði á svæðunum.
Í skilasamningnum er tekið fram að komi í ljós ófyrirséð al-
varleg mengun á svæðunum á næstu fjórum árum muni Íslend-
ingar og Bandaríkjamenn hafa samráð og samstarf um viðbrögð
við því. „Líkurnar á því eru þó taldar afar litlar og enn minni
þegar búið verður að loka haugunum og urðunarstöðunum en
stefnt er að því að gera það á þessu tímabili.“
herra sagði á blaðamannafundi í
ð mikil verðmæti væru fólgin í
ríkið fengi til eigna. Bandarískir
svokallað hrakvirði mannvirkj-
r króna, en hrakvirði er skilgreint
ign sem búið er að afskrifa.
mæti að ræða þótt ljóst sé að
na að verða rifin,“ sagði Geir.
slenskum embættismönnum má bú-
nvirkjana verði jafnaður við jörðu.
um þremur milljörðum króna.
innar verði snurðulaus
Bandaríkin viðurkenni mikilvægi
fyrir Ísland „og fallist á að stuðla
ærsla flugvallarstarfseminnar til
ss að tryggt sé að eigi verði rösk-
r í samningnum.
á því í sérstökum samningi að Ís-
allarbúnað, sem nauðsynlegur væri
urgjalds, eða með mjög lágri leigu.
eigusamningur til ellefu mánaða,
álfkrafa til fimm ára, og aftur um
n er um það bil ein milljón króna á
land fær afhentan er talinn vera
g mannvirkjum í lok mánaðarins