Morgunblaðið - 27.09.2006, Side 8
Auglýst eftir framboðum
til prófkjörs í Reykjavík
Ákveðið hefur verið að prófkjör um val frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins fyrir
alþingiskosningarnar næsta vor fari fram 27. og 28. október næstkomandi.
Val frambjóðenda fer fram með tvennum hætti.
a) Gerð er tillaga til yfirkjörstjórnar innan ákveðins framboðs-
frests sem yfirkjörstjórn setur. Tillagan er því aðeins gild að
hún sé bundin við einn flokksmann. Enginn flokksmaður getur
staðið að fleiri tillögum en hann má fæst kjósa í prófkjörinu.
Tillagan skal borin fram af 20 flokksmönnum búsettum í
kjördæminu.
b) Kjörnefnd er heimilt að tilnefna prófkjörsframbjóðendur til
viðbótar frambjóðendum skv. a-lið.
Hér með er auglýst eftir tillögum að framboðum til prófkjörs, sbr. a-lið hér að
ofan. Skal framboð vera bundið við flokksbundinn einstakling enda liggi fyrir
skriflegt samþykki hans um að hann gefi kost á sér til prófkjörs. Frambjóðendur
skulu vera kjörgengir í næstu alþingiskosningum. 20 flokksbundnir sjálfstæðis-
menn, búsettir í Reykjavík, skulu standa að hverju framboði og enginn flokks-
maður getur staðið að fleiri framboðum en 10.
Tillögum að framboðum ber að skila, ásamt mynd af viðkomandi og stuttu æviágripi,
helst á tölvutæku formi, til yfirkjörstjórnar á skrifstofu Varðar – Fulltrúaráðs sjálfstæðis-
félaganna í Reykjavík í Valhöll, Háaleitisbraut 1, eigi síðar en kl. 17.00, 6. október
2006. Eyðublöð fyrir framboð og æviágrip er hægt að fá á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins
eða á heimasíðu flokksins www.xd.is
8 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Það væri kannski billegast fyrir ríkið að flytja þessa fáu kofa sem enn er búið í bara upp á
draumstað mr. Sandmanns.
VEÐUR
!
"#
$!
%!!
! &'
(
)
* !
''
'-
'.
''
'/
''
/.
/-
''
'/
./
0 1!
)
%
0 1!
0 1!
1!
1!
1!
1!
)*1!
)*1!
1!
)# + !
,- . '
/ ! !
0
+-
!
!
/'
//
/2
/-
/3
/(
/2
/3
''
/3
/-
1!
*%
)*1!
0 1!
*%
1!
0 1!
1!
"12
!
1
3 2- 2 4!
1!
& 5# )67!
8 !!)
/4
(
-
5
/4
6/
.
(
/4
/2
/2
0 1!
1!
1!
7 0 1!
0 1!
1!
)
%
1!
1!
0 1!
9! :
;
!
"#
# : # !* )
!
<2 < # <2 < # <2
!
89
;=
-
/ : )
*
;
7 %
. (
<6
(6/.8 %
;
7
< /4
<
/46/-8
7;
7 %
6
- //
=> *1
*?
"3(4>
><4?"@A"
B./A<4?"@A"
,4C0B*.A"
'.4
<.2
4;5
4;<
(.(
/4.5
/42
--.
/<--
/54(
2-5
/'/-
'4-'
''-4
/.''
/(4/
5'<
5.4
5/.
2-<
/3//
/3/-
/(-(
/(</
/3''
.;5
';4
/;'
';4
4;3
4;2
4;<
4;2
.;<
/;(
/;.
/;(
4;<
Kárahnjúkavirkjun er umdeildframkvæmd og umræðan hefur
teygt sig út fyrir landsteinana. Það
verður þó að teljast óvænt að æðri
máttarvöld kjósi að blanda sér í deil-
una.
Hildur EirBolladóttir,
sóknarprestur í
Laugarneskirkju,
gagnrýndi Kára-
hnjúkavirkjun
harðlega í pre-
dikun dagsins á
Ríkisútvarpinu. Hún rifjaði upp sögu
Auðunarstofu á Hólum í Hjaltadal
sem reist var á 14. öld, en rifin í
harðindum og notuð í eldivið.
Síðan velti hún fyrir sér tilfinn-ingum fólks þegar það liti Kára-
hnjúkavirkjun eftir ótilgreindan
tíma. Auðunarstofa hafi þó ekki ver-
ið nema eitt hús, Kárahnjúkar séu
h.v. heilt landsvæði, heilög sköpun
guðs. Erfitt væri að sætta sig við að
nokkrir menn gætu ákveðið að eyði-
leggja stórt og fullkomið sköpunar-
verk sem fáir hefðu séð. Og ekki
væru álíka harðindi í dag sem rækju
fólk til framkvæmdanna heldur kvíði
og þrælslund í þjónustu við Mamm-
on.
Þetta er ansi einhliða afstaða ogframsetning. Er það skoðun
kirkjunnar að þeir sem aðhyllast
virkjun séu haldnir „kvíða og þræls-
lund“?
Ef gengið er út frá því að Kára-hnjúkar séu sköpun Guðs má þá
ekki ætla það sama um önnur land-
svæði, til dæmis Skólavörðuholtið?
Mikil andstaða var við byggingu
Hallgrímskirkju á Skólavörðuholti á
sínum tíma. Er jörðin í heild ekki
sköpunarverk Guðs og betra að
byggt sé á vatnsorku en kjarnorku?
Sóknarpresturinn segir að kirkjangeti hvorki litið undan þegar
fólk tapi fyrir sjálfu sér né þegar það
bregðist Guði eða hvað öðru. Eru
virkjanasinnar að bregðast Guði? Er
þetta ekki bara skoðun eins sókn-
arprests og engin ástæða til að
blanda Guði í málið?
STAKSTEINAR
Hildur Eir
Bolladóttir
Kvíði og þrælslund?
SIGMUND
SAMKVÆMT upplýsingum frá
Flugmálastjórn voru 44.600 snerti-
lendingar á Reykjavíkurflugvelli árið
2005. Um er að ræða 60% aukningu
frá árinu 2004 og 107% aukningu frá
árinu 2000 en það ár var kosið um
framtíð flugvallarins í Vatnsmýri.
Sumarið 1999 kynnti Sturla Böðv-
arsson, samgönguráðherra, að
áformað væri að lögð yrði ný flug-
braut í nágrenni höfuðborgarinnar til
að taka við æfingaflugi en hann gat
engu lofað um hvenær eða hvar henni
yrði valinn staður. Með þessu vildi
hann koma til móts við vilja íbúa í ná-
grenni flugvallarins sem hefðu kvart-
að undan ónæði af flugvellinum.
Franz Ploder, þáverandi formanni ís-
lenskra atvinnuflugmanna, leist afar
illa á þessa fyrirætlan og sagði m.a.
að öryggi flugnema væri stefnt í
hættu með því að láta þá æfa sig á
„lendingarbraut uppi í sveit“, fjarri
slökkviliði og sjúkrahúsum.
Árið 2003 lagðist Flugráð gegn því
að nýr völlur yrði byggður fyrir
snertilendingar en þess í stað yrði
leitað leiða til þess að koma æfing-
unum fyrir annars vegar á Keflavík-
urflugvelli og hins vegar að hluta af
þeim fjármunum sem fyrirhugað var
að verja í æfingaflugvöll yrði varið til
að endurbæta Sandskeiðsflugvöll og
er raunar gert ráð fyrir að þeirri upp-
byggingu ljúki næsta vor.
Árið 2005 voru snertilendingar á
Reykjavíkurflugvelli 45.612, þær
voru um 28.600 árið 2004, 38.800 árið
2001 en 22.000 árið 2000. Á Keflavík-
urflugvelli voru tæplega 34.000
snertilendingar árið 2005, álíka
margar og á árunum 2001–2004. Árið
2000 voru snertilendingar þar um
22.600, að því er segir í Flugmálum.
Mikil aukning snertilendinga
Snertilendingar á Reykjavíkurflugvelli tvöfalt fleiri í fyrra en árið 2000
BRYNDÍS Ísfold
Hlöðversdóttir,
29 ára verslunar-
kona, sækist eftir
6. sæti í prófkjöri
Samfylkingarinn-
ar í Reykjavík
vegna alþingis-
kosninganna í
vor.
Bryndís Ísfold
situr nú í fram-
kvæmdastjórn flokksins og hefur
gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum
á vegum hans. Meðal annars var hún
formaður jafnréttisnefndar Reykja-
víkurborgar á síðasta kjörtímabili og
situr nú í mannréttindanefnd. Þá var
hún formaður Ungra jafnaðarmanna
í Reykjavík 2003.
Einnig sat Bryndís Ísfold í fyrsta
ráðskonuráði Femínistafélags Ís-
lands.
Bryndís Ísfold rak eigin verslun á
Laugaveginum og stundar nú nám í
viðskipta- og stjórnmálafræði við
Háskóla Íslands.
Í fréttatilkynningu segir Bryndís
Ísfold að hún leggi áherslu á nýjar
leiðir í atvinnusköpun, jafnrétti og
fjölskylduvænna samfélag.
Hún er gift Torfa Frans Ólafssyni,
framleiðslustjóra hjá CCP hf. Þau
eiga einn son.
Stefnir á
6. sæti í
Reykjavík
Bryndís Ísfold
Hlöðversdóttir