Morgunblaðið - 27.09.2006, Side 36

Morgunblaðið - 27.09.2006, Side 36
Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is PÓLSKA tónskáldið Krzysztof Penderecki er kominn hingað til lands og ætlar að stýra Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í Há- skólabíói næstkomandi fimmtudag. Flutt verða tvö verk úr smiðju Pendereck- is, svokallaður Upprisukornsert sem saminn var árið 2001 auk stutts strengjaverks sem hann samdi árið 2005 í minningu Jóhannesar Páls páfa II. Auk þess verður sinfónía númer 4 eftir Beethoven flutt á tónleikunum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Penderecki sækir Ísland heim en hann stjórnaði Pólskri sálumessu á Listahátíð árið 1988. Þýskur einleikari Guðný Guðmundsdóttir er fiðluleikari og 1. konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitarinnar. Hún segir æfingar hafa gengið vel þó þær hafi ekki staðið yfir lengi. „Þessi venjulegi æfingatími byrjar á mánu- dagsmorgnum og svo eru verkin flutt á fimmtudögum,“ segir hún. „Penderecki hefur verið við æfingarnar frá upphafi og það er gaman að vinna undir hans stjórn.“ Guðný segir það sérstakt að starfa með mönnum eins og honum sem eru löngu orðnir goðsagnir í lifanda lífi. Flestir sem ná því að teljast goðsagnir í tónlistarheiminum séu löngu komnir undir græna torfu. „Það kom upp skemmtilegt tilvik á æfingu í vikunni þegar einn hljóðfæraleikaranna kom með tillögu um smá breytingu og Pende- recki tók vel í það og sagðist geta breytt þar sem hann væri ekki dauður,“ segir Guðný. „Við megum nefnilega aldrei hrófla við verkum þeirra sem eru látnir.“ Flutt verða tvö verk úr smiðju Pendereckis sem fyrr sagði. Skyldi mæða mikið á fiðl- unum í verkunum? „Nei, aldrei þessu vant þá erum við óvenju mikið til hlés. Venjulega eru fiðlurnar á fullu allan tímann en í þetta sinn þurfum við að telja vel svo við komum inn á réttum stöð- um,“ sagði Guðný að lokum. Einleikari á tónleikunum er þýski píanist- inn Florian Uhlig. Goðsögn í lifanda lífi Morgunblaðið/Ásdís Maestro Krzysztof Penderecki segir liðsmönnum Sinfóníuhljómsveitarinnar til á æfingu. |miðvikudagur|27. 9. 2006| mbl.is Staðurstund Ingveldur Geirsdóttir spáir í vetrardagskrá Möguleikhúss- ins, sem leggur áherslu á frum- samið efni fyrir ungviðið.» 39 af listum Bandaríski trommuleikarinn Zoro heldur tvenna einleiks- tónleika hérlendis, í kvöld og á morgun.»39 tónlist Sveinn Guðjónsson gefur Björg- vini Halldórssyni fjórar stjörnur fyrir fjölmenna tónleika sína í Laugardalshöll.» 39 dómur Nemendaleikhús LHÍ frumsýndi spunaverkið Hvíta kanínu á Litla sviði Borgarleikhússins um helgina.» 38 leiklist Þrjár stjörnur hvor fá kvik- myndirnar Hverfispartí Dave Chapelle og Þar sem sannleik- urinn er grafinn.» 38 kvikmynd Eftir Flóka Guðmundsson floki@mbl.is KÖTTURINN Mosi er vafalaust eitt kunnasta fress landsins. For- sagan að frægð Mosa er sú að vor- ið 2003 týndist hann uppi á Holta- vörðuheiði eftir að bifreið, sem hann var farþegi í, valt rétt við vegarkantinn. Eins og sagt var frá í fjölmiðlum á sínum tíma var hon- um hins vegar bjargað eftir margra vikna hrakningar á heið- inni og komst hann í kjölfarið í blíðar hendur starfsfólksins í Katt- holti, slæptur og langsoltinn. Nú hafa núverandi eigendur Mosa gert skrautlegri æsku hans skil á prenti. Það er húsbóndinn á heimilinu, Halldór Guðmundsson, sem semur textann í bókinni Sagan af Mosa og hugprýði hans en ljós- myndirnar sem síðurnar skrýða eru að megninu til eftir hús- freyjuna, Önnu Björns- dóttur. Mosi hét reynd- ar Moli þegar ósköpin á Holta- vörðuheið- inni dundu yfir en Anna og Halldór ákváðu að gefa honum nýtt nafn til þess að segja skilið við „minningar um misblíð kjör sem kettlingur“, að því er segir í formála bók- arinnar. Þar segir einnig að undir nýju nafni sé þriðja líf Mosa hafið. Var tregur til að fá nýjan kött á heimilið „Mosi hefur það mjög fínt í dag,“ segir Halldór þegar hann er spurð- ur út í líðan söguhetjunnar í sínu þriðja lífi. „Hann er ótrúlega skemmtilegur köttur. Hann er afar „kúl“, svo maður bregði fyrir sig nútímamáli, æðrulaus, blíður, mannelskur og kelinn,“ bætir hann við og segir að þegar maður sé samvistum við ketti komi manni ekkert á óvart að þeir hafi verið tignaðir í Egyptalandi til forna. Halldór og Anna eru engir græningjar þegar kemur að katta- málum en áður höfðu þau átt kött- inn Snotru í átta ár. Hún varð hvorki meira né minna en 23 ára gömul og elsti köttur landsins á þeim tíma. „Ég var tiltölulega tregur að fá kött aftur á heimilið því Snotra var nýdáin. Ég vildi fá aðeins lengra hlé á milli katta en konan sótti fast að fá hann, sem varð svo úr. Ég sé sko síður en svo eftir því og Mosi þakkar Önnu á hverjum degi með fölskvalausri ást sinni.“ Bókin er tileinkuð Kattholti, Sig- ríði Heiðberg og öðru starfsfólki. „Það er unnið frábært starf í Katt- holti og af mikilli alúð. Okkur fannst við hæfi, fyrst Mosi komst í okkar hendur þaðan, að vekja at- hygli á þeim góðu verkum sem þar eru unnin.“ Í formálanum að bókinni við- urkennir Halldór að þó frásögnin byggist á þekktum staðreyndum úr lífi Mosa sé engu að síður ýmsu hnikað til og skáldað í eyður til að þjóna ævintýrinu. „Hann hefur ver- ið afar fámáll um dvölina á heiðinni þannig að ég hef orðið að búa hana svolítið til,“ upp- lýsir Halldór. „En hann hefur ekki mótmælt því sem þar seg- ir þannig að það gæti verið nærri lagi.“ „Kúl“ og kelinn köttur á bók Kötturinn Mosi lifði af margra vikna hrakningar á Holtavörðuheiði eftir að hafa lent í bílslysi. Nýir eigendur Mosa hafa gert bók um svaðilfarir kisa sem þau tileinka Kattholti og starfsfólki þess » „Hann hefur veriðafar fámáll um dvöl- ina á heiðinni þannig að ég hef orðið að búa hana svolítið til.“ Tónlist | Sinfóníuhljómsveitin leikur undir stjórn Krzysztof Penderecki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.