Morgunblaðið - 27.09.2006, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
fólk
Risaeðlugrín
© DARGAUD
Risaeðlugrín
© DARGAUD
PÉSI. KANNTU
KÓNGULÓARLEIKINN?
?
SJÁÐU!
SVONA. VILTU PRÓFA?
NEI, NEI. EN MÉR SÝNIST
KÓNGULÓIN VILJA LEIKA SÉR
GOTT!
ÉG LÍKA
HOBB!
!!!???
HIHI,
FRÁBÆRT!
ERTU VISS UM AÐ ÞÚ VILJIR EKKI?
JÁ, EN KÓNGULÓIN VILL
VIRKILEGA LEIKA SÉR Í...
ÉG HELD ÞÁ
BARA ÁFRAM
HVAÐ Í...
ÉG VAR AÐ REYNA AÐ SEGJA ÞÉR
ÞAÐ AÐ KÓNGULÓIN VILL LEIKA
SÉR Í MÚMÍULEIKNUM...
HANN ER GÓÐ
AÐFERÐ TIL
ÞURKUNAR OG
GEYMSLU
ÞróunarsamvinnustofnunÍslands (ÞSSÍ) stendur áfimmtudag fyrir málstofuum rannsóknir íslenskra
háskólanema á vettvangi heilbrigð-
isverkefnis ÞSSÍ í Malaví, og á
föstudag fyrir ráðstefnu um heil-
brigðisþjónustu í fátækum löndum.
ÞSSÍ nýtur liðsinnis heilbrigðis-
og tryggingamálaráðuneytis,
læknadeildar Háskóla Íslands og
Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
við framkvæmd dagskrár fimmtu-
dagsins og föstudagsins, en Geir
Gunnlaugsson barnalæknir er einn
skipuleggjenda ráðstefnunnar: „Í
málstofunni á fimmtudag munu ís-
lenskir háskólanemar kynna nið-
urstöður sjö rannsóknarverkefna
sem þeir hafa framkvæmt í
tengslum við verkefni ÞSSÍ í Apa-
flóa (Monkey Bay) í Malaví. Þessi
verkefni snerta m.a. mæðravernd
og fæðingarhjálp, meðferð veikra
nýbura og veikra barna, bólusetn-
ingar og framkvæmd forvarn-
araðgerða í afskekktum þorpum,“
útskýrir Geir. „Á málþinginu munu
fara fram umræður með þátttöku
erlendra gesta og fjallað um hvern-
ig nýta má niðurstöður rannsókn-
anna til að bæta gæði starfs heilsu-
gæslunnar og ÞSSÍ á svæðinu.“
Ábyrgð heilbrigðisvísinda
Virtir erlendir fyrirlesarar munu
taka þátt í ráðstefnu föstudagsins
um heilbrigðisþjónustu í fátækum
löndum: „Vonir okkar standa til að
með ráðstefnunni styðjum við vax-
andi umræðu um þróunaraðstoð
hér á landi, sérstaklega með tilliti
til aðstoðar á sviði heilbrigðismála,“
segir Geir. „ÞSSÍ hefur stutt
heilsugæslustarfið á Apaflóa-
svæðinu frá árinu 2000 og er ráð-
stefnan haldin bæði til að ræða heil-
brigðismál á fátækum svæðum al-
mennt, en sjónum sérstaklega beint
að verkefninu í Apaflóa og skoðað
hvað hefur verið unnið síðastliðin 6
ár, hvar við stöndum og í hvaða
samhengi verkefnið er unnið. Sér í
lagi verður hugað að þúsald-
armarkmiðum Sameinuðu þjóðanna
sem snerta heilbrigðisþjónustuna
beint, þ.e. lækkun mæðra- og
barnadauða, og ná stjórn á út-
breiðslu alnæmis, malaríu og
berkla.“
Ráðstefnan hefst kl. 9 og verður
dagskrá hennar fram til hádegis
helguð hlutverki og ábyrgð heil-
brigðisvísinda, og helstu áskor-
unum á fátækum svæðum Afríku og
Evrópu: „Við höfum meðal annars
fengið til okkar sem gestafyrirles-
ara Luís Sambo, framkvæmda-
stjóra Alþjóðaheilbrigðismálastofn-
unarinnar fyrir Afríkusvæðið.
Einnig mun brasilíski læknirinn
Cesar G. Victora fjalla um mæðra-
og barnadauða, en hann er heims-
þekktur fræðimaður á sínu sviði,“
segir Geir, en aðrir fyrirlesarar fyr-
ir hádegi eru Siv Friðleifsdóttir,
Stefán B. Sigurðsson, Guðjón
Magnússon og Jónína Einarsdóttir.
„Eftir hádegi verður fjallað um
framkvæmd heilbrigðisverkefna,
og verkefni ÞSSÍ í Malaví skoðað
sérstaklega, og í lok ráðstefnunnar
mun Lars Smedman skoða þróun
heilsu barna í Svíþjóð í sögulegu
samhengi, en mikilvægt er að hafa í
huga að þróun heilbrigðismála
krefst bæði tíma og þolinmæði svo
greina megi jákvæðan afrakstur
þegar fram líða stundir.“ Aðrir fyr-
irlesarar í seinni hluta ráðstefn-
unnar eru Geir Gunnlaugsson,
Wesley O.O. Sangala og Einar
Magnússon.
Í lok ráðstefnunnar verður efnt
til almennrar umræðu fyrirlesara
og ráðstefnugesta.
Málþing fimmtudagsins fer fram
í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Ís-
lands og varir frá 13 til 17. Ráð-
stefna föstudagsins er haldin í
Öskju og stendur frá 9 til 17. Öll
dagskrá er á ensku, en aðgangur er
ókeypis og öllum heimill og skrán-
ing óþörf.
Þróunarstarf | Málþing á fimmtudag í Þjóð-
minjasafni, ráðstefna á föstudag í Öskju
Geir Gunn-
laugsson fæddist
1951. Hann lauk
læknaprófi frá
HÍ 1978 og dokt-
orsprófi og mast-
ersnámi í lýð-
heilsufræðum
1997 frá Karol-
inska Institutet í
Stokkhólmi. Geir starfaði m.a. í Gí-
neu-Bissá á árunum 1982–1985 og
1993–1998 og hefur starfað sem
ráðgjafi fyrir ÞSSÍ. Hann er nú for-
stöðumaður Miðstöðvar heilsu-
verndar barna. Geir er kvæntur
Jónínu Einarsdóttur dósent og eiga
þau þrjá syni.
Heilbrigðisþjónusta
í fátækum löndum
MUNCH-safnið í Ósló mun í dag
leyfa safngestum að berja augum
málverkin Ópið og Madonnu eftir
Edvard Munch sem lögregla end-
urheimti á dögunum.
Vopnaðir ræningjar stálu verk-
unum í ágústmánuði 2004.
Enn er eftir að lagfæra verkin,
en ekki voru unnar meiri háttar
skemmdir á þeim í vörslu ræn-
ingjanna. Vatnsskemmdir eru á
neðra vinstra horni Ópsins og
hægri hlið Madonnu hefur rifnað
eitthvað, auk þess sem tvö göt
eru á handlegg kvenmynd-
arinnar.
Reuters
Stolna Ópið og Madonna
aftur til sýnis í Osló