Morgunblaðið - 27.09.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.09.2006, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Atvinnuauglýsingar BabySam óskar eftir starfsfólki í almenna afgreiðslu. Sjá nánar á babysam.is Umsóknir sendist á babysam@babysam.is Lýsi hf. óskar eftir starfsmanni á lager og í útkeyrslu Óskum eftir að ráða röskan og ábyggilegan starfskraft á lager og í útkeyrslu. Upplýsingar gefur Snorri í síma 525 8113 eða sendið fyrirspurnir á snorri@lysi.is. Lýsi hf., Fiskislóð 5-9. www.lysi.is Sölumaður fasteigna Sérhæfð fasteignasala Sérhæfð fasteignasala í Reykjavík óskar að ráða sölumann til starfa fljótlega. Mjög áhuga- verður vinnustaður, góð vinnuaðstaða og mikil sala. Umsækjandi þarf að vera með góða reynslu í fasteignasölu. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Umsóknir sem tilgreina menntun og starfs- reynslu leggist inn á auglýsingadeild Mbl. eða á box@mbl.is fyrir 3. október nk. merktar: „F — 19080“. Raðauglýsingar 569 1100 Nauðungarsala Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Heiðarvegi 15, Vestmannaeyjum, fimmtudaginn 5. október 2006 kl. 9.30 á eftirfarandi eignum: Áshamar 67, 218-2549, 020103, samkvæmt kaupsamningi, þingl. eig. Freydís Fannbergsdóttir, gerðarbeiðandi eMax ehf. Bárustígur 11, 218-2624, samkvæmt kaupsamningi, þingl. eig. Lant- erna ehf., gerðarbeiðendur Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og Olíufé- lagið ehf. Bárustígur 11, 218-2625, þingl. eig. Dominik Lipnik, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Brekastígur 23, 218-2884, 010101, þingl. eig. Michelle Rose Dianne Gaskell, gerðarbeiðandi Vestmannaeyjabær. Brekkugata 1, 218-2910, 010201, þingl. eig. Karl James Gunnarsson, gerðarbeiðandi Vestmannaeyjabær. Heimagata 35, 218-3844, þingl. eig. Pétur Erlingsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Herjólfsgata 5, 218-3880, þingl. eig. Magnús Þór Magnússon, gerðar- beiðandi Íbúðalánasjóður. Kirkjubæjarbraut 11, 218-4358, þingl. eig. Andrés Sigmundsson, gerðarbeiðendur Dagsbrún hf. og Íbúðalánasjóður. Vestmannabraut 49, 218-5007, þingl. eig. Guðný Svava Gísladóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum, 26. september 2006. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Boðaslóð 7, neðri hæð, 218-2723, þingl. eig. Ágúst Ómar Einarsson, gerðarbeiðendur Innheimtustofnun sveitarfélaga og Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 4. október 2006 kl. 14:00. Foldahraun 39, 218-3446, þingl. eig. Gunnar Jónsson, gerðarbeiðandi Sparisjóður Vestmannaeyja, miðvikudaginn 4. október 2006 kl. 14:30. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum, 26. september 2006. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri mánudaginn 2. október 2006 kl. 13.00: Fossvegur 21, 0201, fastanr. 213-0213, þingl. eig. Eva Birgitta Karls- dóttir og Baldur Jörgen Daníelsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Sýslumaðurinn á Siglufirði, 26. september 2006. Guðgeir Eyjólfsson. Til sölu Atvinnutækifæri Til sölu fyrirtæki í innflutningi, heildsölu og smásölu. Góð álagning. Falleg, hrífandi og auðseljanleg vara. Verð ca 12 m. Svar merkt: „Uppgrip“ sendist á netfang: galle@isl.is Tilkynningar Borgarbyggð Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 1997-2017, færsla þjóð- vegar 54 við Engjaás í Borgarnesi. Sveitarstjórn Borgarbyggðar auglýsir hér með tillögu að breytingum á aðalskipulagi Borgar- byggðar 1997-2017 samkvæmt 2. mgr. 17. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Í breytingartillögunni felst að Snæfellsnesveg- ur (nr. 54) frá hringtorgi á Hringveginum og að mörkum þéttbýlisuppdráttar aðalskipulags- ins er færður. Eldra vegstæði verður að hluta fellt niður. Vegna færslunnar breytist lögun og stærð landnotkunarreita á svæðinu þannig að athafnasvæði stækkar og aðlagast nýju veg- stæði og reitur fyrir blandaða landnotkun at- hafnasvæðis- og verslunar- og þjónustusvæðis minnkar lítillega og aðlagast vegstæðinu. Breyting á aðalskipulagi verður til sýnis á skrif- stofu Borgarbyggðar frá 27. september 2006 til 25. október 2006. Frestur til að skila inn at- hugasemdum rennur út 9. nóvember 2006. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við breyt- ingartillöguna fyrir tiltekinn frest telst samþykk- ur henni. Borgarnesi, 21. september 2006. Forstöðumaður framkvæmda- sviðs Borgarbyggðar. Félagslíf  HELGAFELL 6006092719 IV/V Fjhst.  GLITNIR 6006092719 I Fjhst. I.O.O.F. 9  18709278½  I.O.O.F. 7  1879277½  Rk. I.O.O.F. 7  1879277½ I.O.O.F. 18  1879277/30  Rk. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Raðauglýsingar sími 569 1100 ✝ Ásmundur Ey-steinsson fædd- ist á Höfða í Þver- árhlíð 28. október 1919. Hann andaðist á Dvalarheimili aldraðra í Borgar- nesi 14. október síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Sigríður Halldórsdóttir frá Síðumúlaveggjum og Eysteinn Dav- íðsson frá Karls- brekku í Þverárhlíð. Bróðir Ásmundar var Daníel, f. 24. janúar 1915, d. 16. október 2005, og hálfsystkini hans, börn Sigríðar og Magnúsar Rögnvaldssonar frá Höfða í Þver- árhlíð, fyrri manns hennar, eru Halldóra, f. 9. októ- ber 1898, Þorvald- ur, f. 23. nóvember 1900, Þorgerður, f. 2. júní 1903, Jón Bjarni, f. 9. mars 1905, Bergþór, f. 5. apríl 1907, María, f. 8 desember 1909 og Guðrún, f. 18. júní 1911. Þau eru öll látin. Ásmundur bjó með bróður sínum Daníel á Högnastöð- um í Þverárhlíð þar til hann fluttist á Dvalarheimilið í Borgarnesi. Ásmundur verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Vorið 1955 þegar ég var 10 ára gamall fór ég í sveit til frænda minna á Högnastöðum, Eysteins afabróður míns og sona hans tveggja, Daníels og Ásmundar. Þá opnaðist mér kaup- staðarstráknum nýr heimur. Sveita- lífið heillaði mig og þá sérstaklega hestarnir. Við Eysteinn gamli urðum mestu mátar og hann var óþreytandi við að kenna mér og svara öllum mín- um spurningum. Af þeim feðgum öll- um lærði ég mikið. Mikið var rætt um búskap almennt og vel fylgdust þeir með öllum fréttum og því sem var að gerast með þjóðinni. Þeir feðgar allir höfðu mikið jafnaðargeð, töluðu aldr- ei illa um aðra, kvörtuðu aldrei um eigin hag eða yfir eigin heilsu, en oft var rætt um tíðarfarið almennt og heyskaparhorfur, veðrið og slíkt. Milli okkar Ása, sem nú er fallinn frá, myndaðist fljótt sérstakt sam- band sem staðið hefur í yfir 50 ár. Minni og glöggskyggni Ása var slíkt að hann bar höfuð og herðar yfir alla aðra sem ég hef hitt á lífsleiðinni. Af þeim sökum var hann löngum að að- stoða bændur í nágrannasveitum við að smala, marka og taka af. Ég fór snemma að reyna að komast sem oft- ast með honum í þessar ferðir og tókst það alloft, sérstaklega ef ég tal- aði við Eystein fyrst. Ási á Glað er hinn fullkomni íslenski smali og fjár- maður í mínum augum. Ási var nokk- urs konar „superstar“ í mínum aug- um og hefur alltaf verið það síðan. Við höfum farið margar ferðir saman í gegnum tíðina, að skoða hross og víðar. Í öllum þessum ferðum hefur Ási ávallt verið foringinn, ég hef fylgt með. Og fyrir það er ég mjög þakk- látur því það fá ekki allir tækifæri til að kynnast slíkum manni. Hér á ég ekki eingöngu við sérgáfu hans held- ur einnig þau gildi í lífinu sem ég lærði af honum. Blessuð sé minning hans og þeirra feðga allra. Magnús Torfason. Þverárrétt á síðustu öld 20-25 þús- und fjár, mikill mannfjöldi. Einn er sá maður sem hlýtur að vekja athygli þeirra sem ekki þekkja til, hann er dökkur á brún og brá, meðallagi á hæð. Hann þekkir hvert mark á svæðinu og þó víðar væri leit- að. Þarna var á ferðinni Ásmundur Eysteinsson, ókrýndur konungur allra markglöggra manna á Íslandi. Stóðrétt, villt hrossin koma af af- rétti, sum folöldinn fædd á fjalli, eng- inn hefur séð þau. Hann gengur um með staf sinn og bendir á hverja skepnuna eftir aðra, þessi í þennan dilk, þessi á folald frammi í safngirð- ingu, látum hana bíða, allt gengur upp að lokum. Ókunnugir sem ekki þekktu til spyrja í forundran hvernig er þetta hægt, hverskonar galdramaður er þetta. Heimamenn tóku þessu eins og sjálfsögðum hlut, reynslan hafði margsannað það að honum var treystandi. Það fór saman óvenju skörp sjón, minni með afbrigðum og rík athyglisgáfa. Mér er nær að halda að hann hafi ekki þurft að sjá skepnu nema einu sinni til að þekkja hana aftur. Um Ás- mund spunnust auðvitað þjóðsögur, sumar sannar, aðrar ýktar eins og gengur. Fullyrt er að hann hafi þekkt hvert mark í 5-6 sýslum. Eins var með ættfræði sem lengi hefur verið nokkurs konar þjóðar- íþrótt íslendinga, þar var ekki komið að tómum kofunum kjá honum. Annar maður gat sér óvenjulega frægð á þessu sviði Hjörleifur Sig- fússon Skagfirðingur (Marka Leifi). Þeir Ásmundur hittust einu sinni. Hjörleifur hafði þau orð um Ásmund að hann væri óvenjulega efnilegur á þessu sviði. Þessir tveir menn þekktu fjár- og hrossamörk um hálft Ísland. Margar sögur eru til um Ásmund, ein er sú að hann gekk eitt sinn á Baulu þar sést vítt yfir, m.a. ofan í Miðdali. Sjónaukinn var með í ferð- inni. Ásmundur sér þar rauðskjóttan hest, „þarna á ekki að vera rauð- skjóttur hestur, það er enginn rauð- skjóttur hestur til þarna“. Nokkru síðar var auglýstur rauðskjóttur óskilahestur á þessu svæði. Maður einn ætlaði að taka upp mark, hann lagði það fyrir Ásmund eins og venja var. Jú, þetta er óhætt, þetta mark er ekki á þessu svæði hér. (þ.e. Borgar- firði) ég veit af því norður í Ljósa- vatnsskarði. (Suður Þingeyjarsýsla). Hann var ekki með neina markaskrá í höndunum þegar hann sagði þetta. Í vafaatriðum var oftast leitað til Ásmundar að skera úr, einhverjum hefur vafalaust þótt þetta óvenjulegt þar sem Ásmundur var einn að eig- endum fjár á þessu svæði, en menn vissu að enginn var til þess hæfari. Eitt er víst að mörg skepnan hefði ekki ratað í hendur eiganda síns ef ekki hefði komið til óvenjuleg glögg- skyggni hans. Við fráfall þessa óvenjulega manns hafa orðið kaflaskil í réttarhaldi í Þverárrétt. Kristján F. Oddsson. Ásmundur Eysteinsson MINNINGAR Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hve- nær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvað- an útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningar- greinunum. Undirskrift | | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á mynda- móttöku: pix@mbl.is og láta um- sjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.