Morgunblaðið - 27.09.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.09.2006, Blaðsíða 20
Morgunblaðið/Kristinn Kortasafn Heiðrún og Hermann Kári við brot af öllum þeim fjölmörgu póstkortum sem þeim hafa borist í póstkortaskiptum. Kortið með hænu í skóm er í uppáhaldi. Átímum tölvupósta og gsm-síma er orðið sjald-gæft að fá sendingu í póstinum á gamla mát-ann. Og það er svo spennandi að vita aldreihvenær eða hvaðan næsta kort kemur. Það getur verið frá Malasíu, Japan eða Rússlandi eða hvaða öðru landi sem er í heiminum. Hér á bæ liggur því á hverjum degi þessi tilhlökkun í loftinu um hvort okkur berist kort,“ segir Heiðrún Hlín Guðlaugsdóttir, sem ásamt sex ára syni sínum, Hermanni Kára, tekur þátt í póstkortaskiptum, þar sem fólk um víða veröld sendir hvert öðru póstkort með einhverjum texta, fróðleik og skemmtilegheitum eða hverju því sem það langar að segja frá. „Kortin sem Hermann Kári fær eru oftast með myndum af einhverjum teiknimyndafígúrum en ég fæ frekar myndir af einhverju sem einkennir það land sem kortið kemur frá. En sumir búa kortin til sjálfir og Her- mann Kári fékk til dæmis eitt frá gamalli konu í Banda- ríkjunum sem tók mynd af fugli úti á verönd hjá sér og bjó til kort úr því. Kort með Múmínálfunum eru mjög vinsæl en Finnar eru duglegastir allra þjóða að senda kort. Sumir innan kortaskiptanna fara að skrifast meira á og verða góðir vinir.“ Spjallrás er á netinu í tengslum við þessi póst- kortaskipti og þar lætur fólk vita þegar það hefur fengið kort og tjáir sig um það. „Við erum örfá sem tökum þátt í þessu hér á landi og erum þar af leiðandi mjög eftirsótt í þess- um skiptum. Póstkort frá Íslandi eru nánast gulls ígildi innan þessa hóps og ég er ákaflega stolt af því að geta sent þessi fallegu landslagskort sem til eru hér,“ segir Heiðrún sem hefur sent yfir hundrað póstkort frá því hún byrjaði í janúar á þessu ári og henni hafa borist álíka mörg kort. Hermann Kári hefur fengið um sextíu kort og stöðugt bætist í safnið. Ætli okkur berist kort í dag? |miðvikudagur|27. 9. 2006| mbl.is daglegtlíf Það getur reynst erfitt að hætta þegar maður hefur einu sinni gengist undir fegrunar- aðgerð. »22 fegurð Það getur skipt öllu fyrir lífs- gæði Alzheimersjúklings hvernig aðstæður og umhönn- un hann býr við. »22 heilsa Heilsurækt á að efla okk- ur líkamlega, andlega og félagslega, segir Gígja Gunnarsdóttir. »23 hreyfing NÝ rannsókn hefur leitt í ljós að starf- semi hátækniglæpamanna beinist nú einkum að heimilistölvum, að því er fram kemur í frétt á vef breska ríkisútvarps- ins, BBC. Tölvuöryggisfyrirtækið Symantec seg- ir rannsókn sína hafa leitt í ljós að tölvu- glæpamenn herji nú aðallega á heim- ilistölvur til að „fiska eftir auðkennum“ eigendanna í sviksamlegum tilgangi. Auðkennisveiðar á netinu („phising“ á ensku) fara oft þannig fram að fólk fær tölvupóst frá að því er virðist lögmætu fyrirtæki, banka eða netverslun. Fólkið er beðið um að staðfesta auðkenni á borð við bankareikningsnúmer, notandanafn og aðgangsorð eða lykilorð og markmið glæpamannanna er að nota þessar upp- lýsingar til að svíkja út fé. Fjölgað um 80% á einu ári Symantec segir að slíkum tölvupóstum hafi fjölgað um rúm 80% á einu ári. Yfir 157.000 mismunandi tölvupóstar hafi verið sendir í þessum tilgangi á fyrri helmingi ársins. Að sögn fyrirtækisins hafa skipulögð glæpasamtök mikinn áhuga á auðkenn- aveiðum á netinu og þau beita háþró- uðum aðferðum til að ná sem mestum ár- angri. Þrjótarnir rótfiska á netinu Morgunblaðið/ÞÖK Netþjófar Fiskað er eftir kennileitum í heimilistölvum í æ ríkara mæli. Davíð Hjálmar Haraldsson lifir fullkomnu lífi, næstum því: Ég lifi við tölvur og tækni, tengdur við heiminn með vef og er heppinn með heimilislækni. Hann ræður næstum við kvef. Hjálmar Freysteinsson er ekki heimilislæknir nafna síns, þó að báðir séu búsettir á Akureyri. Hjálmar segir langt síðan hann hafi ort svona gáfulega vísu: Af langri reynslu lært ég hef þá læknisfræði, að það sem læknar þrálátt kvef er þolinmæði. Jakob Sigurjónsson á Hóli kann ráð við kvefi: Hafirðu bæði hósta og kvef, haltu ráðin mín. Í dýsætu kaffi, dökku ég hef, dálítið brennivín. Helgi Zimsen klykkir út með: Ef að kvefið fer ei fet fölur ert sem slytti; baun af kaffi í bolla set barmafullt af spritti. pebl@mbl.is Af kvefi VÍSNAHORNIÐ Í TENGSLUM við póstkortaskiptin hefur tuskudýrið og fulginn Kíwí lagt af stað frá Nýja Sjálandi og ferðast um allan heim og staldrar við á hverjum stað í tvær vikur. Von er á honum til Heiðrúnar eftir nokkrar vikur og þá mun hún fara með hann og sýna honum helstu staði, t.d. Gullfoss og Geysi og taka af honum myndir þar. Þessar myndir ásamt frá- sögn af heimsókninni sendir Heiðrún svo til konu þeirrar á Nýja Sjálandi sem kom þessum óvenjulega ferðamann af stað út í heim. Kiwi lukkudýrið www.postcrossing.com Ævintýri Kíwis eru skráð á slóðinni hans: http://Kiwis-grand-world-advent- ure.blogspot.com/ Vladka Malá segir pílates æf- ingakerfið, sem nýtur mikilla vinsælda nú um stundir, vera sniðið að þörfum allra.» 22 pílates

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.