Morgunblaðið - 27.09.2006, Side 12

Morgunblaðið - 27.09.2006, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Í LJÓSI brottflutnings Bandaríkjahers frá Ís- landi hefur verið farið yfir ný verkefni sem komið verður í framkvæmd á næstunni. Í yf- irlýsingu frá ríkisstjórninni kemur m.a. fram að stofnað verði hlutafélag sem verður í eigu ríkisins og hefur það hlutverk að sjá um fram- tíðarþróun og umbreytingu á varnarsvæðinu fyrrverandi á Keflavíkurflugvelli, komið verð- ur á fót öryggisnefnd og unnið að því að koma á öflugu fjarskiptakerfi. Verkefni hlutafélagsins verður m.a. að koma varnarsvæðinu og mannvirkjum þar í arðbær borgaraleg not, án þess þó að það valdi röskun á samfélaginu. Félagið mun annast rekstur og umsýslu eigna á svæðinu, útleigu, sölu, hreins- un og jafnframt niðurrif ef þurfa þykir. For- sætisráðherra mun hafa forræði yfir félaginu og mun ríkisstjórnin skipa tvo menn í stjórn þess auk þess sem leitað verður til sveitarfé- laga á Suðunesjum um að skipa einn mann. Lög um almannavarnir verða endurskoðuð og til að efla almennt öryggi verður hugað að því að koma á fót miðstöð þar sem tengdir verða saman aðilar sem koma að öryggismál- um innanlands. Dagleg stjórn miðstöðvarinnar verður á vegum dóms- og kirkjumálaráðherra sem mun leggja fram frumvarpið en til að tryggja sem best samhæfingu innan miðstöðv- arinnar munu auk dómsmálaráðherra sitja í yf- irstjórninni forsætisráðherra, utanríkisráð- herra, samgönguráðherra, heilbrigðisráðherra og umhverfisráðherra. Einnig verður komið á fót samstarfsvett- vangi fulltrúa stjórnmálaflokkanna þar sem fjallað verður um öryggi Íslands á breiðum grundvelli, m.a. í samstarfi við sambærilega aðila í nálægum löndum. Þátttaka varaliðs verður tryggð Samstarf lögreglu, landhelgisgæslu, slökkvi- liða og björgunarsveita verður aukið enn frek- ar samhliða nýskipan lögreglumála. Þannig á að tryggja þátttöku varaliðs hvarvetna þar sem þess kann að vera þörf auk þess sem kom- ið verður á fót öflugu og öruggu fjarskipta- kerfi, svokölluðu Tetrakerfi sem á að ná til landsins alls. Einnig verður ráðist í að kaupa nýja flugvél og varðskip fyrir gæsluna. Svæði til afnota fyrir Bandaríkjaher Stjórnsýsla á Keflavíkurflugvelli mun eðli- lega breytast við viðskilnað varnarliðsins og mun ríkisstjórnin vinna að því að koma henni til samræmis við það sem almennt tíðkast í landinu. Sérstakt svæði á flugvellinum verður hins vegar undir yfirstjórn utanríkisráðherra. Það svæði verður til afnota vegna æfinga á vegum Bandaríkjanna og annarra ríkja Atl- antshafsbandalagsins (NATO). Að lokum verða gerðar ráðstafanir til að les- ið verði úr öllum merkjum frá Ratsjárstofnun sem einhverja þýðingu hafa varðandi eftirlit með flugvélum í lofthelgi landsins. Breytt skipan á ýmsum sviðum Ríkisstjórnin hefur fjallað um margvísleg ný verkefni sem huga þarf að við brottför varnarliðsins Umbreytingar Þyrlur varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli eru nú farnar af landi brott. ÞRÓUNARFÉLAG miðborgarinn- ar sendi nýlega áskorun til borg- arstjórnar og stjórnar Faxaflóa- hafna, þar sem eindregið er hvatt til þess, í lok metsumars í komum skemmtiferðaskipa, að sem allra fyrst verði hafinn undirbúningur að byggingu nýs viðlegukants fyrir skemmtiferðaskip í Austurhöfn- inni, þannig að öll slík skip, stór og smá, geti lagst að bryggju stein- snar frá miðborg Reykjavíkur. „Ekki þarf að orðlengja hvílík lyftistöng slík framkvæmd yrði fyrir miðborgina. Farþegar gætu gengið beint frá borði og upplifað stemmninguna í hjarta borgarinn- ar, í stað þess að þurfa að ferðast þangað með rútum úr Sundahöfn, eins og nú er. Verslanir, veitinga- hús, söfn og önnur þjónustufyr- irtæki myndu njóta góðs af aukn- um ferðamannastraumi í mið- borginni. Ferðamenn sem koma hingað með skemmtiferðaskipum staldra flestir stutt við og vilja vera í mið- borginni þegar þeir dveljast í Reykjavík. Nýr viðlegukantur í Austurhöfninni myndi breyta mjög til hins betra ásýnd borgarinnar að þessu leyti og gera þessum ferða- mönnum viðdvölina auðveldari og eftirminnilegri en ella. Þróunarfélag miðborgarinnar skorar á borgarstjórn að hefja sem allra fyrst undirbúning að hönnun á nýjum viðlegukanti fyrir skemmtiferðaskip í Austurhöfn- inni, í tengslum og samræmi við hönnun og byggingu hins nýja tón- listar- og ráðstefnuhúss,“ segir í tilkynningu frá Þróunarfélaginu. Vilja viðlegu- kant fyrir skemmti- ferðaskip STJÓRN Kjördæmisráðs Sjálfstæð- isflokksins í Suðvesturkjördæmi hef- ur samþykkt leggja til við aðalfund Kjördæmisráðsins sem haldinn verður 4. október nk. að haldið verði prófkjör 18. nóvember nk. til að velja frambjóðendur á framboðslista Sjálfstæðisflokksins vegna alþingis- kosninganna 12. maí 2007. Vilja prófkjör í SV-kjördæmi ♦♦♦ Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær tillögu Sturlu Böðvarssonar sam- gönguráðherra að þegar yrði hafinn undirbúningur að útboði á ríkis- styrktu áætlunarflugi milli Reykja- víkur og Vestmannaeyja. Landsflug tilkynnti í síðustu viku að félagið myndi hætta áætlunar- flugi á leiðinni og var síðasta ferðin farin á sunnudag. Vegagerðinni hef- ur þegar verið falið að hefja und- irbúning að útboðinu, en gera má ráð fyrir að útboðsferlið taki sex til sjö mánuði og verður við útboðið tekið mið af reglum sem gilda á Evrópska efnahagssvæðinu. Ekki endanleg lausn á samgöngumálum til Eyja Sturla segist hafa fengið góðan stuðning vegna málsins í ríkisstjórn- inni og geri tillögur hans ráð fyrir því að flugið verði boðið út eins og gert hafi verið um ýmsa staði. Á sín- um tíma hafi verið boðið út flug til Grímseyjar frá Akureyri, til Gjög- urs, Bíldudals og Hafnar í Horna- firði. „Þessar flugleiðir eru inn á svokallaðar jaðarbyggðir þar sem ekki hefur reynst hægt að halda úti nauðsynlegum flugsamgöngum á viðskiptalegum forsendum,“ segir Sturla, en Vestmannaeyjar falli einnig í þennan flokk. Þá sé gripið til þess ráðs að bjóða út flugið með sem lægstum ríkisstyrk, að sögn Sturlu en hann segist ekki geta sagt til um hversu mikill kostnaður hljót- ist af fluginu fyrir ríkið. „Við erum að hefja undirbúning að þessu og það liggur ekkert fyrir um hvaða fjárhæðir er að ræða,“ segir Sturla. Ráðuneytið hefur kannað áhuga annarra flugfélaga á því að sinna áætlunarflugi til og frá Vestmanna- eyjum og segir Sturla það ljóst eftir samtöl við félögin að „þau munu ekki halda úti flugi án einhvers rík- isstuðnings“. Vonandi verði breyt- ingar á þessu með tímanum og þessi aðgerð sé ekki talin vera endanleg lausn á samgöngumálum Vest- mannaeyja. Hugsanlegt sé að til komi flugaðilar sem muni sýna því áhuga að fljúga til Vestmannaeyja, en ekkert bendi þó til þess í dag. Ríkisstjórnin samþykkti í gær jafnframt þá tillögu Sturlu að hafn- ar verði viðræður við flugrekstrar- aðila um að taka að sér áætlunarflug milli lands og Eyja gegn fjárhags- legum stuðningi þar til samið yrði um flugið til lengri tíma í kjölfar út- boðs. Sturla segir mikilvægt að samgöngur komist á aftur og það verði vonandi fljótt en allt taki þetta tíma. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Fækkun Íbúum í Vestmannaeyjum hefur fækkað á umliðnum árum eins og víðar á landsbyggðinni. Þeir voru 4.227 við árslok 2004. Samþykkt var í gær að hefja undirbúning að útboði á ríkisstyrktu áætlunarflugi til Eyja. Ríkisstyrkt flug til Eyja Í HNOTSKURN »Landsflug hætti flugi tilVestmanneyja á sunnudag en flugleiðin stóðst ekki vænt- ingar félagsins um arðsemi. »Bæjaryfirvöld í Vest-mannaeyjum hafa krafist útboðs á flugleiðinni. » Í fyrra bjuggu rúmlega4.000 manns í Vest- mannaeyjum. Kostnaður liggur ekki fyrir ÞAÐ var ekki falleg sjón sem blasti við landeiganda í Forsæti III í Vest- ur-Landeyjum á eign sinni nú eftir helgi því skotglaðir veiðimenn höfðu skotið niður eitt af sex skiltum sem landeigendur höfðu komið fyrir þar sem kveðið er á um algjört bann við skyttiríi á landareigninni. Að sögn Gísla Kristjánssonar, landeiganda í Forsæti III, þykir mikil mildi að enginn, hvorki menn né búfénaður, hafi orðið fyrir skotunum, en Gísli kærði eignaspjöllin umsvifalaust til lögreglunnar á Hvolsvelli. Að sögn Gísla er forsaga málsins sú að í fyrra tók hann eftir því að talsvert hafði fækkað í hópi þeirra fugla sem dvelja við tjarnir á land- areigninni, en þar var um að ræða bæði álftir og fugla á borð við endur. „Þegar ég fór að skoða málið tók ég eftir því að í kringum tjarnirnar reyndist fullt af tómum skothylkjum undan haglaskotum,“ segir Gísli sem í framhaldinu lét koma upp skiltum þar sem kveðið var um algjört bann við meðferð skotvopna á landspild- unni. Glæpsamlegt athæfi „Núna um helgina skutu þeir eitt þessara skilta í tætlur. Þetta er nátt- úrlega glæpsamlegt athæfi því þarna eru skepnur, bæði hestar sem ég á og kindur sem bændur á jörðinni eiga, auk þess sem ég kæri mig ekk- ert um að verið sé að ráðast á fugl- inn,“ segir Gísli. Hjá lögreglunni á Hvolsvelli feng- ust þær upplýsingar að málið væri í rannsókn. Samkvæmt upplýsingum blaðamanns er málið litið alvarlegum augum en þess ber að geta að í vopnalögum er kveðið á um að veiði- menn mega ekki skjóta á landspild- um nema með leyfi landeigenda. Þannig segir í 21. grein vopnalaga frá árinu 1998: „Ekki má hleypa af skoti á annars manns landi eða skjóta yfir annars manns land án leyfis landeiganda eða ábúanda nema lög mæli öðruvísi fyrir um.“ Bannskilti skotið niður Morgunblaðið/Óli Már Aronsson Eignaspjöll Skiltið sem landeigendur í Forsæti III höfðu komið upp til að banna meðferð skotvopna á eigninni var skotið í tætlur nú um helgina.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.