Morgunblaðið - 27.09.2006, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.09.2006, Blaðsíða 13
   $   % &                                       VERÐ á sjávarafurðum hækkaði mik- ið í ágústmánuði, eða um 2,6% mælt í erlendri mynt (SDR). Afurðaverðið hefur ekki áður mælst jafn hátt og nú og hefur það hækkað um 7,9% á síð- ustu þremur mánuðum og um 10,7% síðustu tólf mánuði. Í íslenskum krón- um lækkaði afurðaverð í ágúst hins vegar um 2,4% frá mánuðinum á und- an vegna hækkunar gengis krónunnar. Afurðaverð í íslenskum krónum hefur hækkað um 24% síðastliðið ár og hefur ekki verið hærra frá því í lok árs 2001. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunn- ar sem birtar voru í gærmorgun. Mjölverð sögulega hátt Verð á mjöli er sögulega hátt og hækkaði enn í ágúst, eða um 7,3% í er- lendri mynt. Mjölverðið var í ágúst rúmum 70% hærra en í ágúst í fyrra. Helstu ástæður fyrir háu mjölverði eru minni uppsjávarfiskkvóti í lönd- um S-Ameríku, mikil eftirspurn frá fiskeldi í Kína og stöðug eftirspurn frá laxeldisfyrirtækjum. Af öðrum af- urðaflokkum hækkaði verð á sjófryst- um botnfiskafurðum um 1,2% í ágúst mælt í erlendri mynt. Sjófrystar botnfiskafurðir eru tæpum 3% verð- meiri en í ágúst í fyrra. Landfrystar botnfiskafurðir hækkuðu einnig í verði, eða um 1,1% í ágúst og er verð þeirra 10,9% hærra en fyrir ári. Morgunkorn Glitnis fjallaði um þessa miklu afurðaverðshækkun og segir þar meðal annars: „Hagur sjáv- arútvegsfyrirtækjanna hefur vænk- ast verulega á þessu ári með lækkun gengis krónunnar og hækkun á af- urðaverði. Olíuverð hefur einnig lækkað nokkuð undanfarnar vikur sem kemur sér vel fyrir útgerðarfyr- irtækin. Þótt loðnuvertíðin í upphafi árs hafi verið mun styttri en síðustu ár stefnir í að aflaverðmæti frá ís- lenskum fiskiskipum verði hærra í ár m.v. fyrra ár. Gengisvísitalan var tæplega 123 stig í morgun en var að meðaltali 109 stig í fyrra, og er þar um töluverðan viðsnúning að ræða. Ljóst er að framlegð í rekstri hjá fyrirtækj- um í greininni mun batna á yfirstand- andi ári.“ Verð á sjávarafurðum hækkaði mikið í ágúst Í HNOTSKURN »Mjölverðið var í ágúst rúm-um 70% hærra en í ágúst í fyrra. »Ljóst er að framlegð írekstri hjá fyrirtækjum í greininni mun batna á yfir- standandi ári. »Olíuverð hefur einnig lækk-að nokkuð undanfarnar vikur sem kemur sér vel fyrir útgerðarfyrirtækin. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2006 13 ÚR VERINU Fagmennska í fFagmennska í fyrirrúmi Vökvadælur Vökvamótorar Stjórnbúnaður Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.isDanfoss hf Sími 551 7270, 551 7282 og 893 3985. Þjónustusími utan skrifstofutíma 893 3985. Þuríður Halldórsdóttir hdl., lögg. skipasali www.hibyliogskip.is hibyliogskip@hibyliogskip.is Til sölu neta- og dragnótabátur Smíðaður í Landskrona 1984, 25,3 bt., 18,8 brl., 14,50 ml. Aðalvél er Cummins, 250 hö. árg. 2003. Bátur í góðu ástandi. Selst með eða án veiðiheimilda. • Vantar veiðiheimildir í krókaaflamarkskerfinu og aflamarkskerfinu. • Vantar einnig hlutafélög með bátum með veiðiheimildum. • Eigum veiðiheimildir í báðum kerfum. • Vantar aflamark í báðum kerfum. • Önnumst sölu á öllum gerðum báta, skipa og sölu á hlutafélögum með bátum með veiðiheimildum. Minnum á heimasíðu okkar www.hibyliogskip.is NÝLEGA lauk leiðangri rann- sóknaskipsins Árna Friðrikssonar þar sem karfi var merktur með neð- ansjávarmerkingarbúnaði. Er þetta í fjórða sinn sem slíkur leiðangur er farinn en farið var í sambærilega leiðangra í október 2003, júní 2004 og júní 2005. Markmið rannsókn- anna er að varpa ljósi á óvissu þá sem verið hefur um tengsl karfa- stofna á Íslandsmiðum og nálægum hafsvæðum á Reykjaneshrygg. Fiskmerkingar eru stór þáttur í rannsóknum á líffræði fiska og veita mikilvægar upplýsingar um hegðun þeirra. Hafrannsóknastofnunin og fyrirtækið Stjörnu-Oddi hafa á und- anförnum árum þróað búnað til að merkja fiska neðansjávar, á miklu dýpi. Búnaðurinn er notaður af Hafrannsóknastofnuninni til að merkja karfa, en ekki hefur verið unnt að merkja hann með hefð- bundnum aðferðum, þ.e. að taka hann upp á yfirborðið til og sleppa að merkingu lokinni. Ástæðan er sú að karfinn, eins og margar aðrar djúpsjávartegundir, lifir ekki af þrýstingsbreytinguna sem verður þegar fiskurinn er dreginn upp á yf- irborðið. Merkjum skotið í karfann Merkingarbúnaðurinn er festur við trollið og þegar karfinn syndir í gegnum tækið er skotið í hann merki og honum sleppt. Merkin sem um ræðir eru tvenns konar, annars vegar rafeindamerki og hins vegar plastmerki. Plastmerkin, sem endurheimtast, geta sagt til um far karfa milli svæða en rafeindamerk- in gefa auk þess upplýsingar um hitastig sjávar og dýpið sem hann heldur sig á. Í þeim þremur leiðöngrum sem farnir voru 2003–2005, voru 900 djúpkarfar merktir í Skerjadjúpi og Grindarvíkurdjúpi djúpt suðvestur af landinu og um 1.000 úthafskarfar í úthafinu við og innan 200 mílna lögsögu Íslands suðvestur af land- inu á allt að 800 m dýpi. Hingað til hafa 37 karfar endurheimst og flest- ir í námunda við merkingarstað. Þó sýna niðurstöður talsvert far karfa og hafa t.d. fiskar merktir í Grind- arvíkurdjúpi endurheimst bæði austur og vestur af landinu. Tveir karfar sem merktir voru á úthafs- karfaslóð við Reykjaneshrygg end- urheimtust á landgrunnskantinum vestur af landinu. Lítil fiskigengd Í ár var markmiðið að merkja hinn eiginlega úthafskarfa sem heldur sig í efri lögum sjávar á svo- kölluðu „ytra svæði“, sem er á al- þjóðlegu hafsvæði Grænlandshafs, um 200 sjómílur suður af Hvarfi. Vegna tæknilegra örðugleika í upp- hafi leiðangurs og lítillar fiskgengd- ar, reyndist ekki unnt að merkja nema 76 úthafskarfa á svæðinu, þar af 9 með rafeindamerkjum. Því var ákveðið að halda á innra svæðið á svipaða slóð og karfi var merktur 2004 og 2005. Gekk merkingin vel og voru alls 570 karfar merktir, þar af 29 með rafeindamerkjum. Fáir úthafs- karfar merktir Fiskmerkingar eru stór þáttur í rann- sóknum á líffræði fiska og veita mikil- vægar upplýsingar um hegðun þeirra                !"  #$             Í HNOTSKURN »Hafrannsóknastofnunin ogfyrirtækið Stjörnu-Oddi hafa á undanförnum árum þróað bún- að til að merkja fiska neðan- sjávar, á miklu dýpi. »Hingað til hafa 37 karfarendurheimst og flestir í ná- munda við merkingarstað. »Ekki reyndist unnt að merkjanema 76 úthafskarfa á svæð- inu, þar af 9 með rafeindamerkj- um. NÚ hefur nóta- og togskipið Björg Jónsdóttir ÞH 321 fengið nýtt nafn, Krossey SF 20. Skipið hefur legið að undanförnu við bryggju á Húsa- vík þar sem unnið hefur verið að ýmsu viðhaldi og nú er búið að skipta um nafn. Það voru stýri- mennirnir Brynjar Freyr Jónsson og Stefán Geir Jónsson (fjær) sem það gerðu og reiknuðu þeir með að halda til síldveiða í þessari viku fyr- ir nýja eigendur skipsins Skinney Þinganes. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Nýtt nafn á skipið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.