Morgunblaðið - 29.09.2006, Page 4

Morgunblaðið - 29.09.2006, Page 4
4 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is UMFERÐARSLYSIÐ í Ártúns- brekku á laugardag, þegar Honda- sportbíl var ekið á ofsahraða aftan á jeppling, er til rannsóknar hjá lögreglunni í Reykjavík. Beðið er niðurstöðu hraðamælinga en málið er rannsakað sem alvarlegt um- ferðarlagabrot. Slysið varð síðdegis á laugardag til móts við bensínstöð ESSO og voru báðir bílarnir á leið til vest- urs. Eftir að jepplingurinn skall á vegriðinu kastaðist hann til hægri, yfir þrjár akreinar og hafnaði síð- an fyrir utan veginn. Að sögn Ólafs Guðmundssonar, varafor- manns FÍB, sem fór á vettvang, voru ummerkin á borð við það sem sést á erlendum kappakst- ursbrautum. Megi draga þá álykt- un að hraði sportbílsins hafi verið í kringum 200 km á klst. Tvennt hafi þó komið í veg fyrir stórslys. „Það var í fyrsta lagi einskær heppni og í öðru lagi sú staðreynd að slysið varð á vel útbúnum veg- arkafla,“ segir hann. „Vegurinn bjargaði því sem bjargað varð. Vegriðið í miðjunni kom í veg fyr- ir að jeppinn kastaðist yfir á hina akreinina og hægra megin við veginn er brekka upp í mót sem stoppaði jeppann af. Ef slysið hefði orðið nokkrum metrum neð- ar í Ártúnsbrekkunni, þar sem gat er í vegriðinu, þá hefði jeppinn farið yfir á rangan vegarhelming og beint inn umferð á móti á þremur akreinum. Á sama hátt hefði jeppinn farið niður í portið hjá Brimborg ef slysið hefði orðið ofar í Ártúnsbrekkunni.“ Ólafur mældi bremsuför með sérstökum mælitækjum skömmu eftir slysið og í ljós kom að bremsuför sportbílsins voru um 180 metrar. Fyrstu 77 metrana bremsaði bíllinn þar til hann lenti aftan á jeppanum og frá því hann byrjaði að bremsa og þar til hann stoppaði loks, að árekstrinum meðtöldum, eru 208 metrar. „Til viðbótar þessu má gera ráð fyrir töluverðum viðbragðstíma og þannig má draga þá ályktun að frá því að ökumaður sportbílsins sá jeppann og fór að bregðast við séu 250–300 metrar ásamt árekstri.“ Þegar jeppinn kastaðist áfram við höggið frá sportbílnum reif hann upp vegriðið á 8 metra kafla sem vitnar um gífurlegt högg. Hann fór síðan 90 metra til við- bótar þar til hann stöðvaðist utan vegar og því kastaði sportbíllinn jeppanum samtals nærri 130 metra. Ólafur segir að þakka beri framtaki Kjartans Magnússonar borgarfulltrúa sem með til- lögugerð fékk því framgengt að vegriðið var sett upp í hittifyrra í kjölfar slysa í Ártúnsbrekkunni. „Margir bílar og mótorhjól hafa lent í vegriðinu og það er gersam- lega búið að sanna sig, en það er bara ekki nógu langt. Það þyrfti að vera á allri Miklubrautinni,“ bendir Ólafur samt á. Hraði bílsins talinn nálægt 200 km í Ártúnsbrekkunni Feiknahögg Ferill bílanna við áreksturinn. Rauði liturinn er för jeppans og svarti liturinn táknar sportbílinn. Ummerkin eins og á erlendum kapp- akstursbrautum Í HNOTSKURN »Hraðatölur sem sést hafa ísumar eiga sér vart neina hliðstæðu. Bifhjól og bílar hafa hvað eftir annað mælst á kappakstursbrautarhraða og lögreglan hefur tekið suma ökumenn fyrir margendurtek- inn hraðakstur. »Á fjórða tug þúsundamanna hafa skrifað undir yfirlýsinguna Stopp! á netinu gegn hraðakstri. 20 manns hafa látist í umferðarslysum það sem af er árinu og ágúst var sérlega slæmur. BERGVIN Oddsson, 23 ára Vest- mannaeyingur sem reyndar er flutt- ur upp á fastalandið, hefur tilkynnt að hann sækist eftir 4.–5. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjör- dæmi. Bergvin hefur verið blindur frá 15 ára aldri en hann missti sjón- ina eftir að frunsuvírus lagðist á bæði augun í honum. Bergvin hefur verið virkur innan Samfylkingarinnar, sótt landsfundi, tekið þátt í starfi Ungra jafnaðar- manna og unnið við kosningabaráttu flokksins, svo eitthvað sé nefnt. Að- spurður sagðist hann lengi hafa ver- ið pólitískur og í 8. og 9. bekk fannst honum ágætt að horfa á beinar út- sendingar frá umræðum á Alþingi. Um svipað leyti hóf hann að skrifa um hugðarefni sín í bæjarblöðin í Vestmannaeyjum. Hugur hans stóð þó ekki til þess að verða atvinnu- stjórnmálamaður, heldur ætlaði hann sér að gerast atvinnumaður í fótbolta. „Pólitíkin átti að vera í bak- höndinni ef Manchester United vildi ekki kaupa mig,“ sagði hann í sam- tali við Morgunblaðið. Þessum framtíðaráformum var kollvarpað af frunsuvírus sem árið 1999 lagðist á vinstra augað í honum og olli því að hann missti sjón á því auga. Tveimur árum síðar lagðist vírusinn á hægra augað og síðan þá hefur hann verið blindur. Bergvin sagði afar sjaldgæft að slíkur vírus legðist á augu. „Augn- læknirinn minn sagði mér að þetta væru jafn miklar líkur og að vinna tvisvar í Víkingalottói í sama mán- uði.“ Bergvin stundar nám í Mennta- skólanum í Hamrahlíð meðfram vinnu við heildsölu fjölskyldunnar, Víney, í Grindavík en þangað fluttist fjölskyldan sumarið 2005. Síðastliðið ár hefur hann verið formaður í Ung- blind og ásamt félögum sínum barist fyrir hagsmunamálum blindra og sjónskertra ungmenna á Íslandi. Samræma aldursmörk Meðal helstu baráttumála Berg- vins eru að bryggja verði byggð í Bakkafjöru og að Suðurlandsvegur verði tvöfaldaður. Stimpilgjald verði afnumið, vörugjöld, tollar og virðis- aukaskattur verði afnuminn af öllum hjálpartækjum fyrir fatlaða sem og af getnaðarvörnum. Bergvin vill samræma aldursmörk til bílprófs, kosningaréttar og réttar til að kaupa léttvín og bjór og miða við 18 ár. Þá verði frítekjumörk öryrkja og aldr- aðra 300.000 krónur. Þá þurfi að setja á laggirnar þekk- ingarmiðstöð fyrir blinda og sjón- skerta og bendir Bergvin á að ástand þeirra stofnana sem hafi séð um blinda og sjónskerta á Íslandi sé til skammar. Enginn blindrakennari sé á landinu og Sjónstöð Íslands hafi lengi verið fjársvelt. Blindaðist af völdum sjaldgæfs sjúkdóms Sækist eftir 4.–5. sæti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi Morgunblaðið/Kristinn Skæður vírus Bergvin Oddsson hefur verið blindur frá 15 ára aldri. UMFERÐARRÁÐ lýsti þungum áhyggjum af síendurteknum frétt- um af miklum hraðakstri, bæði í þéttbýli og á þjóðvegum, í ályktun sem samþykkt var á fundi í gær. „Í umfjöllun fjölmiðla heyrist hug- takið ofsaakstur æ oftar notað um þessi mál. Ljóst er að nokkur hópur bílstjóra og bifhjólamanna skellir skollaeyrum við hvers konar viðvör- unum og sýna þessir ökumenn með hegðun sinni að þeir virðast ekki hafa skilning á, né þroska til að meta hvaða afleiðingar slíkur háskaakst- ur getur haft í för með sér, bæði fyr- ir þá sjálfa og samferðamenn.“ Þetta er vítaverð framkoma og ófyrirgefanleg eigingirni, að mati Umferðarráðs. „Þrátt fyrir marg- háttaðar aðgerðir gegn þessari vá á undanförnum árum hvetur Umferð- arráð til enn róttækari aðgerða gegn hraðakstri og öðrum alvar- legum umferðarlagabrotum, m.a. stórhertra viðurlaga.“ Þyngja þarf viðurlög við ofsaakstri ÍBÚAR í Grímsey leita nú allra leiða til þess að tryggja áframhald- andi verslunarrekstur í eynni. Á íbúafundi sl. mánudag var ákveðið að leita á náðir stórra verslunar- aðila í landi um að taka að sér reksturinn og er það ferli í gangi þar sem formlegt bréf hefur verið sent af stað. „Það má segja að þetta sé sannkallað neyðarkall úr norðri,“ segir Helga Mattína Björnsdóttir, fréttaritari Morg- unblaðsins í Grímsey. „Neyðarkall“ frá Grímseyingum Viltu gerast ferðaráðgjafi? Ferðamálaskóli Íslands er eini skólinn hér á landi sem býður upp á alþjóðlegt nám frá IATA/UFTAA, sem eru alþjóðleg samtök flugfélaga og ferðaskrifstofa, og útskrifar skólinn á hverju ári „ferðaráðgjafa“ til starfa hjá flugfélögum, ferðaskrifstofum og við aðra ferðaþjónustu. Með aukningu ferðamanna hefur þörfin eftir fólki með slíka menntun aldrei verið meiri. Flestir, sem útskrifuðust í vor, fengu starf innan ferðaþjónustunnar að loknu námi. www.menntun.is KORNÞRESKING er víða langt komin og er uppskera í góðu með- allagi. Þroski kornsins er hins veg- ar undir meðallagi og þurrefn- ishlutfall í samræmi við það. Undanfarin þrjú ár hefur korn- uppskera á Íslandi verið í kringum 11 þúsund tonn. Mikill vöxtur hefur verið í greininni í öllum lands- hlutum undanfarin ár, en árið 1996 nam uppskeran tæplega 3.000 tonn- um. Kornþresking gengur mjög vel VIMA, vináttu- og menningarfélag Mið-Austurlanda, heldur félags- fund á Kornhlöðuloftinu á morgun kl. 14. Kynnt verða Kákasuslöndin Armenía, Georgía og Aserbaídsjan en ferð er fyrirhuguð þangað í vor. Jón Zakir mun segja frá Aserba- ídsjan, Irma, georgísk kona, sem hefur verið búsett hérlendis um árabil talar um Georgíu og Björk Þorgrímsdóttir sem var skiptinemi í Armeníu í ár segir frá Armeníu. Kynna Kákasuslönd

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.