Morgunblaðið - 29.09.2006, Side 8
8 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Svona gefðu í, strákur, þetta er ein landbúnaðarskepnan.
VEÐUR
!
"#
$!
%!!
! &'
(
)
* !
'-
'.
'/
''
''
''
-0
'0
'/
-.
'1
2 3!
2 3!
3!
3!
2 3!
3!
2 3!
2 3!
3!
3!
)# + !
,- . '
/ ! !
0
+-
!
!
-'
-.
-4
-.
-5
'0
-1
-5
-(
-(
-'
3!
3!
3!
3!
3!
3!
2 3!
2 3!
"12
!
1
3 2- 2 4!
1!
& 5# )67!
8 !!)
--
5
1
(
-0
6.
4
/
-'
-4
-7
)*3!
8 8 *%
2 3!
3!
3!
3!
3!
3!
9! :
;
!"#
!$
%
!"#
&
'(
&
)
*
+
"#
# : # !* )
!
<2 < # <2 < # <2
!
9:
;=
-
:!
* ;3!
*8
6
;
)
< * 2 3!
*
6
=
< %
!! :
=6* ;
=6
>! 6
6 ?6
;3!
86 =6
/ (
/ =-06-49?6
;
) "
8;
8 %
*?6
@2
4 -0
>< *3
*?
"3(4>
><4?"@A"
B./A<4?"@A"
,4C0B*.A"
//5
4.5
0..
-;'
0;5
0;5
145
-'0(
''(
50.
-7'4
-(40
(-0
-//1
'''4
-...
-1'-
5/0
5/7
5-1
500
-10.
-10(
-(4-
-(//
'-0-
/;/
-;(
-;-
-;(
-;.
0;(
0;7
0;(
';1
-;'
-;4
0;4
Það verður fróðlegt að sjá hververða pólitísk áhrif þeirrar
miklu náttúruverndarbylgju, sem
nú gengur yfir landið.
Hin mikla andstaða við Kára-hnjúkavirkjun getur auðvitað
haft neikvæð áhrif á fylgi stjórn-
arflokkanna tveggja, Sjálfstæð-
isflokks og Fram-
sóknarflokks.
En varla fer þaðfylgi til Sam-
fylkingarinnar.
Sá flokkur er
augljóslega jafn
ábyrgur fyrir
Kárahnjúkavirkj-
un og stjórn-
arflokkarnir.
Ingibjörg Sólrún hefði getað stöðv-
að Kárahnjúkavirkjun með því að
beita sér fyrir því í borgarstjórn, að
Landsvirkjun fengi ekki nauðsyn-
legar ábyrgðir, en hún greiddi þvert
á móti atkvæði með þeim.
Langflestir þingmenn Samfylk-ingar greiddu atkvæði með
Kárahnjúkavirkjun á Alþingi.
Mestar líkur eru á, að Vinstrigrænir hagnist á þeirri víð-
tæku andstöðu, sem upp er komin
gegn Kárahnjúkavirkjun, en þó er
ekki allt sem sýnist, þegar betur er
að gáð.
Steingrímur J. Sigfússon, formað-ur Vinstri grænna, hefur aldrei
lýst andstöðu við malbikun hálend-
isins. Geta náttúruverndarsinnar
stutt flokk, sem er undir forystu
manns, sem virðist ekki hafa sömu
efasemdir um malbikun hálendisins
m.a. á Austurlandi eins og hann hef-
ur gagnvart Kárahnjúkavirkjun?
Yfirleitt eru náttúruvernd-arsinnar ekki hlynntir hval-
veiðum. Steingrímur J. Sigfússon
hefur ekki tekið eindregna afstöðu
gegn þeim.
Hversu grænir eru Vinstri græn-ir?
STAKSTEINAR
Steingrímur J.
Sigfússon
Hversu grænir?
SIGMUND
IFTA, Alþjóðlegu samtökin í fjöl-
skyldumeðferð, í samvinnu við FFF,
Félag fagfólks í fjölskyldumeðferð á
Íslandi, standa fyrir 15. alheimsráð-
stefnu IFTA á Hótel Sögu dagana
4.–7. október nk. Að sögn Toby Sig-
rúnar Herman, formanns samtak-
anna og starfandi fjölskyldu-, náms-
og starfsráðgjafa, er von á miklum
fjölda erlendra gesta á hátíðina, lík-
lega um 500 manns hvaðanæva að úr
heiminum, bæði þátttakendum og
fyrirlesurum. Hún segir að ráðstefn-
an geti nýst öllum
þeim sem vinna
með fólki, hvort
heldur sem það
eru námsráðgjaf-
ar, kennarar, geð-
læknar eða sál-
fræðingar.
Aðspurð segir
Toby að ráðstefn-
an sé samansett
úr fyrirlestrum og vinnuhópum. Innt
eftir þemum ráðstefnunnar segir
Toby að yfirskrift hennar sé: „Íhug-
un, von og þol: Styrkjum undirstöð-
urnar.“ Segir hún að m.a. verði
áhersla lögð á meðferðaraðilana sjálfa
og hvernig þeir geti sem best styrkt
sig í þeim tilgangi að vinna faglega.
„Því við getum ekki hjálpað öðru
fólki nema við séum með okkar hluti á
hreinu,“ segir Toby og bendir á að
einnig verði rætt um þol bæði ein-
staklinga og fjölskyldna gagnvart
áföllum og streitu og reynt að leita
svara við því hvað skýri það að sumir
virðast þola mikil áföll án þess að bug-
ast meðan minnstu hlutir geta haft
mikil áhrif á aðra. „Við veltum fyrir
okkur hvað skýri þennan mun og
hvernig við getum hjálpað fólki að
styrkja sig þannig að það geti tekist á
við erfiðleikana.“
Meðal fyrirlesara eru Insoo Kim
Berg, Florence Kaslow, Frank Pitt-
man, Tom Andersen og Sigrún Júl-
íusdóttir, virtir fræðimenn. Allar nán-
ari upplýsingar má nálgast á slóðinni
http://www.ifta2006.org.
Ráðstefna um fjölskyldumeðferð
Toby Sigrún
Herman
EITUREFNASLYS varð þegar 1,4
tonn af saltpéturssýru láku út úr
lögn við suðuhreinsun í Hellisheið-
arvirkjun í fyrrinótt. Ekki urðu slys
á fólki en tveir vaktmenn frá Sec-
uritas voru á staðnum og urðu varir
við að eiturefnamælir fór að ýlfra og
gulan reyk lagði frá tanki innandyra.
Forðuðu þeir sér út og gerðu viðvart.
Að sögn slökkviliðs höfuðborgar-
svæðisins varð lekans vart um klukk-
an 3.30 og var sendur mannskapur á
vettvang til að fyrirbyggja slys á
fólki og frekara tjón. Lekinn varð við
hitamæli í gaslögninni. Um átta tonn
af saltpéturssýru voru í virkjuninni,
en hún er notuð til að hreinsa rör.
Auk SHS voru menn frá heilbrigð-
is- og vinnueftirliti á staðnum auk
lögreglumanns frá Selfossi. Tildrög
slyssins eru óljós en daglöng hreins-
unarvinna var framundan í gær og
voru allir slökkviliðsmenn klæddir í
sérhannaða eiturefnagalla.
Samkvæmt upplýsingum heil-
brigðiseftirlits Suðurlands á Selfossi
var sýran 10% að styrkleika og að
hluta til blönduð flúrsýru. Ekkert af
sýrunni lak út í jarðveg í nágrenni
virkjunarinnar heldur var lekinn
innanhúss. Hreinsunaraðferðin fólst
í að gera sýruna hlutlausa með notk-
un kalks og að því loknu var sýran
sett í þar til gerð ker til flutnings í
eiturefnamóttöku Sorpu. Starfs-
menn Sorpu hafa síðan með höndum
að athuga nánar hvort sýran sé orðin
skaðlaus en fyrr má ekki farga henni
með venjulegum hætti. Að öðrum
kosti þarf efnið að fara í sérstaka
spilliefnaförgun. Stefnt var að því að
ljúka hreinsun að mestu í gær.
Jarðvegur slapp
við mengunina
Í HNOTSKURN
»Næstu daga þarf að huga aðhreinsun í virkjuninni vegna
málma og annarra hluta sem hafa
orðið fyrir tæringu. Samhæfing
og viðbragðsáætlun vegna
óhappsins gekk vel fyrir sig en
ljóst er að mun verr hefði getað
farið miðað við eðli málsins.
Morgunblaðið/Ásdís
Verkinu lokið Slökkviliðið lauk
störfum síðdegis og verður saltpét-
urssýran send Sorpu til eyðingar.
ÁRNI Johnsen,
fyrrverandi þing-
maður Sjálfstæð-
isflokksins, til-
kynnti í gær að
hann hygðist taka
þátt í prófkjöri
Sjálfstæðis-
flokksins í Suður-
kjördæmi. Árni
vildi ekki nefna
hvaða sæti hann sæktist eftir, en
benti á að í fyrri prófkjörum hefði
hann verið í 1. eða 2. sæti. Hann vildi
gjarnan vera á þeim slóðum.
„Ég er búinn að starfa lengi í
stjórnmálum og hef brennandi
áhuga á þeim. Það er mín hugsjón að
vinna fyrir fólkið í mínu landi,“ segir
Árni. Hann segist hafa fundið fyrir
miklum stuðningi. „Núna síðast fékk
ég um 1.150 áskoranir frá fólki alls
staðar að úr Suðurkjördæmi, og ég
einfaldlega tek þeirri áskorun og
hlakka til að taka þátt í þessu starfi.
Svo kemur bara í ljós hvort fólk vill
nýta mína starfskrafta.“
Árni hlaut nýlega uppreist æru
vegna dóms sem hann hlaut fyrir
m.a. umboðssvik í opinberu starfi
sem formaður byggingarnefndar
Þjóðleikhússins. Hann sagði í gær að
hann hefði lokið skyldu sinni vegna
þess máls. „Það mál kom ekkert við
stjórnmálastarfi mínu, þrátt fyrir ýt-
arlega leit var þar hreint borð. Mér
finnst segja mikið að ég skuli fá
svona margar áskoranir frá fólki alls
staðar að úr kjördæminu.“
Árni stefnir
á prófkjör
Árni Johnsen