Morgunblaðið - 29.09.2006, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2006 17
RÁÐHERRAR frá átta af 25
aðildarríkjum Evrópusambandsins
og nokkrir að liðsmönnum fram-
kvæmdastjórnarinnar í Brussel ætla
að koma saman á fundi á Spáni í dag
til að ræða leiðir til að draga úr
straumi ólöglegra innflytjenda til
landanna í suðurhluta álfunnar. Í
skýrslu sem þing ESB hefur lagt
blessun sína yfir og birt var í gær er
lagt til að settar verði reglur sem
kveði á um takmarkanir á innflutn-
ingi. Jafnframt að innflytjendur sem
fyrir eru fái aukin réttindi á vinnu-
markaði og betri aðgang að heilsu-
gæslu og skólum. Auk þess verði að
veita heimalöndum flóttafólksins að-
stoð til að bæta kjörin í löndunum.
Það sem af er þessu ári hafa um
23.000 manns flúið slæm kjör í fá-
tækum heimalöndum sínum og kom-
ið sjóleiðis frá Afríkulöndum til
Spánar, aðallega til Kanaríeyja við
norðvesturströnd Afríku, í von um
að fá leyfi til að setjast að á Spáni.
Talið er að minnst 550 að auki hafi
drukknað en oft er notast við lélegar
fleytur og allt of margir um borð.
Sumir örvæntingarfullir Afríku-
menn hafa jafnvel reynt að synda yf-
ir Gíbraltarsund sem er um 20 kíló-
metrar að breidd þar sem það er
mjóst. Spánverjar hafa sent 52.000
manns aftur til heimalandsins á
þessu ári.
Lítil aðstoð við Spánverja
Mikið er einnig um að innflytj-
endur reyni að komast yfir Mið-
jarðarhaf frá Líbýu og frá Tyrklandi
yfir til meginlands Evrópu. Evrópu-
sambandið hefur ekki neina sam-
eiginlega stefnu í innflytjendamál-
um þar sem sum ríkin vilja alls ekki
gefa frá sér valdið til að setja eigin
reglur.
Sambandið samþykkti í ágúst að
aðildarríkin ættu að aðstoða Spán-
verja við að hefta innflytjenda-
strauminn til Kanaríeyja, þ.á m. með
eftirliti úr lofti, en lítið hefur orðið úr
framkvæmdum. Finnar og Ítalir
hafa sent eina flugvél hvor þjóð og
Ítalir og Portúgalar sent nokkra eft-
irlitsbáta.
Einkum er um að ræða flóttafólk
frá löndum sunnan við Sahara en
þar er meira um sára fátækt en á
öðrum heimssvæðum. Frakkar hafa
gagnrýnt þá ákvörðun Spánverja í
fyrra að veita um 600.000 ólöglegum
flóttamönnum í landinu formlegt
landvistarleyfi. Nicolas Sarkozy,
innanríkisráðherra Frakklands og
líklegt forsetaefni hægrimanna á
næsta ári, sagði að með þessu væri
verið að ýta undir ólöglegan inn-
flutning á fólki. Þjóðir sem gripu til
aðgerða af þessu tagi ættu ekki að
verða undrandi ef þær yrðu „fyrstar
til að fá á sig flóðbylgju ólöglegra
innflytjenda“.
Jose Luis Rodriguez Zapatero,
forsætisráðherra Spánar og leiðtogi
Sósíalistaflokksins, brást hart við á
miðvikudag. Sagði hann að Spán-
verjar þyrftu ekki á neinum áminn-
ingum að halda af hálfu Frakka
varðandi innflytjendamál; óeirðirnar
í innflytjendahverfum Frakklands í
fyrra sýndu það vel.
Ríkin átta sem halda fundinn eru
Spánn, Frakkland, Portúgal, Ítalía,
Grikkland, Malta, Kýpur og Slóven-
ía en þess má geta að ítölsk yfirvöld
hafa handtekið um 16.000 ólöglega
innflytjendur í lögsögunni á Mið-
jarðarhafi það sem af er árinu. Alls
komu um 23.000 manns með ólögleg-
um hætti sjóleiðis til ítölsku eyjar-
innar Lampedusa, skammt frá Tún-
is, í fyrra og báðu um landvist.
Vilja efla samstarf um
landamæraeftirlit
Í opnu bréfi sem ríkin átta sendu
frá sér í vikunni er sagt að það
„skipti sköpum að gerður verði sem
fyrst samningur við Afríkuríki um
að hægt verði að senda aftur heim“
ólöglega flóttamenn, þ.e. fólk sem er
fyrst og fremst að komast burt frá
heimalandi sínu af efnahagslegum
orsökum. Einnig verði að efla
„svæðisbundið samstarf um gæslu
sameiginlegra landamæra ESB í
suðri“.
Bent er á að veita þurfi löndum,
sem taki aftur við flóttafólki frá
þriðja landi og annaðhvort leyfi því
að setjast að eða sendi það áfram til
upprunalandsins, fjárhagslega og
tæknilega aðstoð. Mesta áherslu eigi
að leggja á aðstoð við samvinnufús
ríki á þessu sviði.
Vilja færri landvistarleyfi
Ríki í Suður-Evrópu ræða viðbrögð vegna ólöglegra innflytjenda frá Afríku
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Reuters
Velkomnir? Ólöglegir innflytjendur frá Afríku hlýja sér eftir að hafa verið
handteknir á smáeynni Alboran undan borginni Almeria á S-Spáni í gær.
Chicago. AFP. | Iva
Toguri D’Aquino,
betur þekkt sem
„Tókýó-rósin“,
lést í fyrradag í
Chicago, níræð að
aldri. Hún öðlað-
ist heimsfrægð
fyrir áróður sinn í
seinni heims-
styrjöld þar sem
hún sagði banda-
rískum hermönnum í útvarpsþáttum
að þeir væru að tapa stríðinu.
Iva fæddist í Los Angeles árið
1916 og var bandarískur ríkisborg-
ari. Árið 1941 heimsótti hún ættingja
sinn í Japan, þar sem hún varð inn-
lyksa eftir að stríð hófst milli Japans
og Bandaríkjanna sama ár.
Hún talaði ekki japönsku en varð
fyrir áhrifum af andúð á Bandaríkj-
unum, sem kann að hafa leitt til þess
að hún gerðist ritari hjá úvarpsstöð-
inni Radio Tokyo og varð síðar
starfsmaður þáttarins „Zero Hour“.
Útsendingar hennar, þar sem leik-
in var vinsæl tónlist, urðu víðfrægar
en í þeim sagði hún bandarískum
hermönnum að stríð þeirra væri von-
laust og á meðan þeir fórnuðu lífi
sínu héldu eiginkonurnar framhjá
þeim heima í Bandaríkjunum.
Á sama tíma hjálpaði hún stríðs-
föngum úr röðum bandamanna og
lagði sig í töluverða hættu er hún
smyglaði til þeirra mat og lyfjum.
Þegar hún sneri heim var hún
dæmd í sex ára fangelsi árið 1949
fyrir landráð, vegna aðildar sinnar
að hópi útvarpsmanna er nefndir
voru „Tókýó-rósin“. Hún var hins
vegar náðuð af Gerald Ford Banda-
ríkjaforseta árið 1977.
„Tókýó-
rósin“ látin
Iva Toguri
D’Aquino
Sjálfvirk hnakka-
púðastilling,
aðeins í Stressless
– Þú getur lesið eða
horft á sjónvarp í
hallandi stöðu.
Ótrúleg þægindi.
Sérstakur mjóbaks-
stuðningur samtengdur
hnakkapúða-
stillingu. Þú nýtur full-
komins stuðnings hvort
sem þú situr í hallandi
eða uppréttri stöðu.
Ármúla 44
108 Reykjavík
Sími 553 2035
www.lifoglist.is
THE INNOVATORS OF COMFORT ™
Réttu sætin
fyrir heimabíóið