Morgunblaðið - 29.09.2006, Page 26
heilsa
26 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Starfið er hugsjón dr. Sim-ons Fulders. „Hugmynd-inni að þróun og fram-leiðslu á náttúrulyfjum úr
arabískri arfleifð var varpað fram
fyrir rúmum áratug og þá sem
samvinnu- og friðarverkefni á milli
gyðinga og Palestínuaraba í Norð-
ur-Ísrael. Flestir íbúar á svæðinu
voru og eru orðnir langþreyttir á
áratugalöngum stríðsátökum.
Markmiðið var að rækta og
styrkja samskipti þessara tveggja
þjóða sem búa á sama landinu,
bæði vinsemd og vináttu en ekki
síður menntun og efnahag. Með
tilstyrk fjölda karla, kvenna,
stjórna og stofnana varð þessi
draumur að veruleika.“
Fulder segir að teymi ísraelskra
og palestínskra lífefnafræðinga,
náttúrulækna, heilara og lyfja-
fræðinga með sérþekkingu á arab-
íska jurtaríkinu hafi unnið að
verkefninu og samvinnan hafi
gengið mjög vel. „Verkefnið hefur
vaxið gífurlega en nú eru 25 nátt-
úrulyf komin í framleiðslu.“
Danska fyrirtækið Sprunk-
Jansen hefur keypt dreifingarrétt-
inn um heimsbyggðina og hefur
þegar byrjað á Norðurlöndunum.
„Þessi viðskipti bæta því ekki
aðeins hag þeirra fjölmörgu gyð-
inga og Palestínuaraba sem vinna
að þeim og framleiðslu nátt-
úrulyfjanna, en hagur þeirra síð-
arnefndu er oft fremur bágur í
landinu, heldur geta þau einnig
stuðlað að betri heilsu fólks í öðr-
um löndum. Þar, má eiginlega
segja, eru arabískar náttúru-
lækningar að nema lönd að nýju,
einkum í Evrópu,“ segir Fulder.
Þekkingin brotakenndari
Hann segir notkun náttúrulyfja
þekkta aftur í aldir í löndum Ar-
abíu eins og víðar. „Listina lærðu
arabar af Grikkjum til forna og
löngu síðar barst þekkingin til
Evrópu. Í deiglu tímans hefur
þekkingin smám saman orðið
brotakenndari, í báðum álfum.
Þrátt fyrir töluverða útbreiðslu og
nútímavæðingu náttúrulyfja, bæði
í Evrópu og Bandaríkjunum vant-
ar þar mikilvægar súlur svo að
hægt sé að fullyrða að nátt-
úrulækningar nútímans byggist á
sama grunni, eða myndi heild-
arkerfi, á sama hátt og þær gerðu
hjá forfeðrum okkar,“ segir líf-
efnafræðingurinn.
Fulder hefur mikla reynslu á
þessu sviði, enda hefur hann starf-
að á því í yfir 35 ár. Hann hefur
skrifað 14 bækur um náttúrulyf og
heildrænar lækningar sem þýddar
hafa verið yfir á nokkur tungumál.
Þá var Fulder ritstjóri vísinda-
tímarits Oxford University á átt-
unda áratugnum þaðan sem hann
lauk doktorsprófi en áhrif öldr-
unar á sameindir í mannslíkam-
anum voru rannsóknarefnið. Þessi
viðkunnanlegi friðarsinni lumar
því líka á nokkrum ráðum um
hvernig við getum haldið okkur
ungum.
„Almenningur á Vesturlöndum
þekkir ágætlega til nokkurra kín-
verskra lækningajurta og hefða,
en minna hefur farið fyrir hinum
arabísku.
Ég tel að þörf sé á nýjum hug-
myndum í Evrópu á þessu sviði,
þar hefur skort heildstætt
hugmyndakerfi til þess að vinna
eftir og eins frumkvæði til þess að
fara ótroðnar slóðir. Ég álít að í
arabísku arfleifðinni felist ný-
breytni, sem ekki aðeins felst í því
að hún sé ný á markaðnum, enda á
hún rætur sínar að rekja langt aft-
ur í aldir, heldur í virkni og sam-
virkni efnanna sem í jurtalyfj-
unum eru. Það er mín skoðun að
við höfum uppgötvað áhugaverð og
sérstök efni og efnasamsetningar
úr jurtum sem eru áhrifaríkar og
gagnast vel á almenn einkenni
eins og verki hvers konar og
þreytu.
Önnur eru sértækari eins og
þær sem er ætlað að hjálpa fólki
að hafa betri stjórn á blóðsykri,
kólesteróli og matarlyst eða á húð-
sjúkdómum eins og psoriasis.“
Friðsamleg sambúð
í Ísrael
Breski lífefnafræðingurinn og
gyðingurinn trúir ekki aðeins á
þetta verkefni, hann trúir á frið í
Ísrael. „Það er gott að búa í Ísr-
ael, enda hef ég búið þar í 25 ár,“
segir hann. „Ég bý á litlum bú-
garði, ásamt konunni minni sem er
ísraelsk og börnum, og þar sem
við ræktum landið. Ég starfa með
aröbum jafnt sem Ísraelum. Hér
býr gott fólk. Það hefur verið
mjög lærdómsríkt að vinna að
þessu verkefni. Arabar eiga ríku-
lega menningararfleifð sem til eru
um ritaðar heimildir eins og nátt-
úrulækningarnar en heimildir um
hana er að finna í bókum frá 12.
öld. Það eru einmitt þessar heim-
ildir, ásamt munnlegum heimildum
heimamanna eins og bedúína, en
margir þeirra hafa getið sér gott
orð sem græðarar, sem hafa gert
okkur kleift að blása lífi í þennan
gleymda arf.
Nútímavísindi og rannsóknir
sem við höfum framkvæmt stað-
festa svo í flestum tilfellum það
sem formæður og forfeður hafa
numið mann fram af manni og
konu fram af konu og skráð í bæk-
ur. Það er það sem er svo stór-
kostlegt. Þetta voru vísindi löngu
áður en jafnvel orðið var fundið
upp.“
Kraftar hans hafa farið í fleiri
verkefni því hann er stofnandi
grasrótarsamtaka sem nefnast
Middleway eða meðalvegurinn.
„Það starf mitt tengist samt
ekkert hinu, nema auðvitað friðar-
boðskapurinn.“
Á heimasíðu samtakana segir að
hvatinn að stofnuninni hafi verið
sú löngun þúsunda ísraelskra gyð-
inga og araba og Palestínumanna í
Ísrael að rjúfa vítahring ofbeldis,
haturs og ótta og búa á sama land-
inu í friði. Fyrir fjórum árum tóku
hundruð manna þátt í fyrstu frið-
argöngu samtakanna, þar sem
gengið var í átta daga í nær al-
gjörri þögn frá Jaffa til Jerúsal-
em, með þá einlægu ósk í hjarta
að sá í huga fólksins í landinu frið-
arfræjum sem myndu vaxa og
dafna í framtíðinni. Síðan þá hefur
fjöldi slíkra friðarganga farið
fram, lifandi vitnisburður um vilja
fólksins um frið, sættir og sambúð.
uhj@mbl.is
Náttúrlegt samstarf í Ísrael
Morgunblaðið/ÞÖK
Simon Fulder „Almenningur á Vesturlöndum þekkir ágætlega til kín-
verskra lækningajurta, en minna hefur farið fyrir hinum arabísku.“
Hann er breskur gyðingur, giftur ísraelskri konu og
starfar með arabískum vísindamönnum að þróun
náttúrulyfja úr arabískri arfleifð. Unnur H.
Jóhannesdóttir komst að því að lífefnafræðingurinn
dr. Simon Fulder veit af eigin reynslu að Ísraelar og
Palestínuarabar geta átt farsælt samstarf.
Verkefni Yfir 25 náttúrulyf eru
komin í framleiðslu.
Búseta Fulder segir gott að búa í
Ísrael og dvölina þar lærdómsríka.
Þekking Arabískar náttúrulækn-
ingar nema nú lönd í Evrópu.
Arabar eiga ríkulega
menningararfleifð sem
til eru um ritaðar heim-
ildir eins og náttúru-
lækningarnar en heim-
ildir um hana er að finna
í bókum frá 12. öld.
TENGLAR
.....................................................
www.middleway.org