Morgunblaðið - 29.09.2006, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2006 27
Verslunareigendum ber skylda til að verðmerkja allar vörur
samkvæmt lögum. Þetta á jafnt við inni í verslunum sem
í búðargluggum.Verðmerking á að vera vel sýnileg og ekki
má fara á milli mála til hvaða vöru hún vísar.
Oft getur verið erfitt að átta sig á hagkvæmustu kaupunum
þar sem úrval af vörum er mikið og pakkningar misstórar.
Til að auðvelda þér að bera saman verð hafa því verið settar
reglur sem skylda verslunareigendur til að gefa upp mæli-
einingarverð vöru, auk söluverðs.
Notaðu rétt þinn.
Borgartúni 21 • 105 Reykjavík • Sími 510 1100 • www.neytendastofa.is
P
R
[p
je
e
rr
]
Neytendastofa
Deildar meiningar eru umerfðabreytt matvæli,hvort þau séu skaðlegfólki eða ekki. Í Noregi
eru öll erfðabreytt matvæli bönnuð
og því voru vörur sem innihalda
erfðabreytt hrísgrjón innkallaðar úr
verslunum þar í landi í gær. Frá
þessu var sagt í netútgáfu Aften-
posten.
Á meðal þess sem innkallað verð-
ur er hrísgrjónagrautur frá TORO
sem fæst í verslunum hér á landi
(Risengrøt snarkokt). Elín Guð-
mundsdóttir, yfirmaður mat-
vælasviðs hjá Umhverfisstofnun,
svaraði því til að ekki yrði gripið til
þeirra aðgerða hérlendis að inn-
kalla þessa grauta eða aðrar vörur
sem innihalda þessi grjón, vegna
þess að engar reglur væru til á Ís-
landi um erfðabreytt matvæli. Hún
sagði að boltinn væri hjá Umhverf-
isráðuneytinu, þar í húsi væru tekn-
ar ákvarðanir um slíkar reglur.
Sigrún Ágústsdóttir, lögfræð-
ingur hjá Umhverfisráðuneytinu,
sagði að ákvæði væri í matvælalög-
unum um að ef talið væri að mat-
væli yllu heilsutjóni, þá væri hægt
að grípa til aðgerða. „En það eru
reglur á leiðinni inn í EES-
samninginn um erfðabreytt mat-
væli. Þetta er allt í ákveðnu ferli en
hefur kannski gengið svolítið hægt.
Þær reglur sem fara inn í samning-
inn þarf að innleiða í íslenska lög-
gjöf. Þó kemur til greina að vera
eitthvað á undan í þessum málum
og setja kröfu um merkingar, þann-
ig að fólk viti hvort það sé að kaupa
vörur sem innihalda erfðabreytt
matvæli eða ekki. Það er verið að
skoða þessi mál með merkingarn-
ar.“ Sigrún segist ekki sjá fyrir sér
að á Íslandi verði teknar upp sömu
reglur og í Noregi, og öll erfða-
breytt matvæli bönnuð.
Erfðabreytt
matvæli á Íslandi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hrísgrjón Ekki eru allir á einu máli um ágæti erfðabreyttra matvæla.
Kristján Bersi Ólafsson vekurathygli á því að ístjórnartíð Hermanns
Jónassonar á kreppuárunum mun
um skeið hafa verið gripið til
símahlerana til þess að koma upp
um leynivínsölu.
„Verkið var falið starfsmanni hjá
símanum sem Guðmundur hét og
átti það auðvitað að fara leynt. En
leyndin varð ekki meiri en svo að
hlerunarstarfið kvisaðist fljótlega
út og varð á allra vitorði sem vita
vildu. Var þá farið að kalla
símamanninn Gvend hlustarverk.
Gekk honum seint að losna við
þetta viðurnefni heldur þurfti að
burðast með það löngu eftir að
þessari leyniaðgerð var hætt.“
Kristján Bersi segir nokkuð talað
um að Gvendur hlustarverkur sé
enn á sveimi í kringum okkur og
jafnvel að umsvif hans muni aukast
talsvert á næstu misserum. Þess
vegna finnist honum rétt að vara
fólk við og geri það með þessari
vísu:
Segðu fátt í símann þinn,
sértu í varúð sterkur.
Um allar gáttir gægist inn
Gvendur hlustarverkur.
pebl@mbl.is
VÍSNAHORNIÐ
Gvendur
hlustarverkur
HEILBRIGÐISYFIRVÖLD í Bret-
landi hafa áhyggjur af því að blessuð
börnin þar í landi borði of mikið af
kartöfluflögum, að því er segir á
fréttavef BBC.
Þar segir að helmingur allra
breskra barna hesthúsi um fimm lítr-
um af bökunarolíu árlega, sem sé bein
afleiðing þess að þau borði pakka af
kartöfluflögum á degi hverjum. Rann-
sóknir sýna að fimmta hvert barn bæti
um betur og borði tvo pakka af kart-
öfluflögum á dag. Nú er því búið að
hrinda af stað herferð gegn óhollustu,
þar sem ætlunin er að vekja athygli á
salti, fitu og sykri sem víða leynist í
hversdagsfæðu. Olían í kart-
öfluflögum er einmitt dæmi um slíkt
og í auglýsingaherferð vegna þessa, er
birt ljósmynd af stúlku að drekka
bökunarolíu og textinn sem fylgir með
hljóðar á þessa leið: „Það sem fer inn í
flögurnar, fer inn í þig.“
Herferðin hefur verið gagnrýnd
sem hræðsluáróður. Og samtök þeirra
sem framleiða snakk, hnetur og kart-
öfluflögur, fullyrða að olíuinnihaldið sé
ofmetið – útreikningarnir séu grund-
vallaðir á stórum pakkningum af kart-
öfluflögum.
Staðreyndin sé sú að 35 gramma
poki af kartöfluflögum innihaldi um
það bil tvær og hálfa teskeið af olíu.
Ekki hakka
í ykkur
kartöflu-
flögur!