Morgunblaðið - 29.09.2006, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 29.09.2006, Qupperneq 32
32 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. M eð símanum var þús- und ára einangrun landsins rofin. Þjóð- in komst í beint sam- band við umheiminn og landsmenn gátu talað hver við annan landshorna á milli. Þetta samband hefur þróast með þeim hætti að hundrað árum síðar standa Íslendingar í fremstu röð hvað tæknivæðingu varðar og slá hvert heimsmetið á fætur öðru í tækja- eign. Símarnir sjálfir hafa breyst úr risavöxnum gripum í lófastór tæki sem búin eru ótrúlegum kostum. Þróun Símans í heila öld má líkja við leið ferðamanns um Ísland: Landslagið er magnað, veðrið sí- breytilegt og leiðin ekki alltaf auð- farin. Oft er á brattann að sækja, en þegar á tindinn er komið í fallegu veðri er útsýnið óviðjafnanlegt. Heimurinn virðist innan seilingar.“ Á þessum orðum hefst fyrsti kafli bókarinnar Saga Símans í 100 ár sem kemur út í dag í tilefni þess að öld er síðan Landssími Íslands var stofnaður. Höfundar bókarinnar eru Sigurveig Jónsdóttir og Helga Guðrún Johnson. Hér verður stikl- að á stóru í því sem fram kemur í bók þeirra. Talsími á undan ritsíma Íslendingar máttu bíða mun leng- ur eftir símasambandi en nágranna- þjóðirnar. Danir urðu fyrstir Norð- urlanda til að komast í ritsímasamband árið 1854, eða um hálfri öld áður en Íslendingar höfðu náð þeim áfanga. Reyndar fór það að lokum svo að öfugt við það sem gerðist í öðrum löndum kom talsím- inn til Íslands á undan ritsímanum. Fyrsta símakerfið var sett upp á Íslandi árið 1889, en það var milli þriggja húsa á Ísafirði. Eitt stærsta skrefið sem stigið var í símamálum Íslendinga var um leið fyrsta embættisverk Hannesar Hafstein, fyrsta ráðherra landsins, en það var samningur við Mikla nor- ræna ritsímafélagið um ritsímalögn til landsins. Samningurinn var um- deildur og skiptu menn sér í tvær fylkingar eftir því hvort þeir að- hylltust sæsímann eða loftskeyti. Fremstir í flokki voru andstæðingar Hannesar, þeir Valtýr Guðmunds- son og Björn Jónsson ritstjóri. Náðu mótmæli um símamálið há- marki í lok júlí 1905 þegar fólk víða að flykktist til bæjarins og safnaðist að lokum saman á Austurvelli. Eru þessi mótmæli einu nafni kölluð Bændafundurinn 1905 og síðan hef- ur skapast sá misskilningur að ís- lenskir bændur hafi verið á móti símanum. Hið rétta er að bændur voru á móti samningnum sem Hannes hafði gert og töldu að skoða bæri tilboð um loftskeytasamband sem þeir töldu mun hagstæðara fyrir fátæka þjóð en sæsíminn. Mótmælin höfðu engin áhrif og var samþykkt á Alþingi að fara að til- lögu Hannesar. Loftskeytastöð reis svo í Reykja- vík árið 1918. Með bættum tækja- búnaði tókst að flytja þráðlaust tal yfir höf og lönd. „Firðtal“ var það kallað hér á landi. Með þróun loft- skeytatækninnar fæddist nýr miðill – útvarpið. Staurar og strengur Ákveðið var að leggja símalínu frá Seyðisfirði norður um land til Reykjavíkur og um sem flesta þétt- býlisstaði á þeirri leið. Víða reynd- ist erfitt að koma símastaurunum á sinn stað en hestar voru notaðir til að draga staurana. Alls varð línu- leiðin 614 km löng og staurarnir 14 þúsund talsins. Á leiðinni voru sett- ar upp 19 símstöðvar. Meðan á þessu stóð var sæsímaskip á leið- inni til Íslands með sæstrenginn. Strengurinn milli Færeyja og Ís- lands var tekinn á land á Seyðisfirði og fyrsta skeytið barst frá Færeyj- um. Efni þess var að síminn væri í lagi. Landssími Íslands tók til starfa 29. september 1906. Nokkrum dög- um síðar var fyrsta alíslenska heild- verslunin, O. Johnson & Kaaber, stofnuð og fleiri fylgdu í kjölfarið. Í janúar árið 1907 kom svo til lands- ins fyrsti togarinn sem var smíð- aður fyrir Íslendinga og þar með var togaraútgerð hafin. Eflaust hef- ur síminn átt mikinn þátt í að tryggja afkomu hennar, enda auð- veldara að leita markaða fyrir greinina. „Það var eins og hinn ný- lagði málmþráður milli landanna hefði kippt Íslandi upp úr hinni fornu legu landsins, og sett það aft- ur niður á öðrum stað, þar sem skil- yrði voru til alls konar menningar og framfara,“ sagði Eðvarð Árna- son rafmagnsverkfræðingur í Síma- blaðinu árið 1928. Heimurinn Þræðir símans hafa frá upphafi legið víða um ís- lenskt samfélag en hundrað ár eru í dag frá því Landssími Íslands var stofnaður. Sunna Ósk Logadóttir gluggaði í nýútkomna bók, Sögu Sím- ans í 100 ár, og ræddi við höfunda hennar, Helgu Guðrúnu Johnson og Sigurveigu Jónsdóttur. Í HNOTSKURN » 1906 Ritsímasambakemst á við útlönd o samband opnað milli Re víkur og Seyðisfjarðar. Landssími Íslands stofn 29. september. » 1910 Jarðsími lagðir Siglufjarðarskarð » 1915 Félag íslenskrsímamanna, fyrsta s arfélag opinberra starf manna, stofnað. » 1918 Fyrsta loft-skeytastöðin tekur t starfa. » 1929 Lokið við að leloftlínu kringum lan » 1932 Fyrstu sjálfvirsímstöðvarnar opna Reykavík og Hafnarfirð » 1935 Póstur og símeinast. Talsamband að við útlönd. » 1947 Talsamband ká við Bandaríkin. » 1955 Fyrsta örbylgsambandinu komið u » 1959 Fyrstu símsenljósmyndirnar. » 1962 SæsímastrengScotice og Icecan te notkun. » 1980 Jarðstöðin Skir við Úlfarsfell teki notkun. Sjálfvirk útland asímstöð opnuð. » 1986 Fyrsti ljósleiðlagður. » 1994 GSM-símar fasigurför um landið. Cantat-3-sæstrengurinn inn í notkun. » 1997 Póstur og símverður hlutafélag. » 1998 Póstur og símskilin. Landssími Ísl hf. verður til. » 2004 Farice-1-sæsturinn tekinn í notku » 2005 Síminn seldur „ÞETTA er bæði saga símans og fyrirtækisins Símans, sem hét Landssíminn lengst af,“ segir Helga Guðrún Johnson, sem ásamt Sigurveigu Jónsdóttur skrifaði bók- ina Saga Símans í 100 ár. Við vinnslu bókarinnar voru m.a. tekin viðtöl við um 90 manns og bókina prýða yfir 600 ljósmyndir sem tengjast sögunni á einn eða annan hátt. Vinna við bókina hófst fyrir tveimur árum nánast upp á dag. „Við kusum að rekja söguna eftir þeim tækninýjungum sem komu til á hverjum tíma en ekki eftir ára- tugum,“ segir Helga Guðrún um efnistökin. „Bókin er heimildarrit en þó ekki sagnfræðirit í eiginlegum skilningi, enda erum við blaðamenn en ekki sagnfræðingar,“ segir Sigurveig. „Við erum að segja sögu að miklu leyti út frá sjónarhóli þeirra sem upplifðu söguna. Við látum frá- sagnir fólks leiða okkur. Þetta er ekki síður saga um fólk en irtæki.“ Saga símans á Íslandi ein ist oft af erfiði, bæði líkaml lagningu strengja og flutni staura, sem og fjárhagsleg „Það voru ekki peningar til áratugum saman og þess v gekk þetta mjög hægt í fyr segir Sigurveig. „En þegar um að rétta úr kútnum sem fóru hlutirnir að gerast mjö hratt.“ Saga Símans ekki sí saga um fólk en fyri Viðtöl við 90 manns í Sögu Símans í 100 ár en hana prý FÁKEPPNI Í FRUMSKÓGINUM Skýrsla norrænu fjarskiptaeft-irlitsstofnananna um þró-unina á markaði fyrir farsíma- þjónustu staðfestir ýmislegt af því sem sagt hefur verið um farsíma- markaðinn á Íslandi. Hér er minnst samkeppni á farsímamarkaði á Norðurlöndunum. Tvö fyrirtæki, Síminn og Og Vodafone, hafa komið sér þægilega fyrir á markaðnum. Markaðshlutdeild hvors um sig hef- ur lítið breytzt á undanförnum ár- um. Samþjöppun á markaði er meiri hér en í hinum norrænu ríkjunum. Verðið er hærra – og það sem er verra fyrir neytendur, það hefur hækkað á undanförnum fjórum ár- um en hjá norrænum frændum okk- ar hefur það lækkað. Hér hefur far- símafyrirtækjum fækkað á sama tíma. Í hinum norrænu ríkjunum hefur þeim fjölgað. Íslenzku símafyrirtækin eru auð- vitað ekki hrifin af þessum saman- burði. Síminn telur að í verðsaman- burðinum sé ekki tekið tillit til alls konar afsláttarkjara, vinanúmera, frímínútna og hvað það nú allt heit- ir, sem símafyrirtækin hafa búið til í því skyni að flækja verðskrá sína og gera samanburð sem erfiðastan. En íslenzku símafyrirtækin eru að sjálfsögðu ekki ein um að hafa plant- að í þann verðskrárfrumskóg, sem er að verða torfærari fyrir neytend- ur en fargjaldafrumskógur flug- félaganna. Það gera símafyrirtæki annars staðar á Norðurlöndum líka. Og verður ekki að ætla að saman- burður norrænu fjarskiptaeftirlits- stofnananna, sem hafa meiri þekk- ingu á verðskránum en hinn almenni neytandi, sé af þeim sökum sæmi- lega sanngjarn? Það er áreiðanlega engin tilviljun að fjölgun símafyrirtækja í öðrum norrænum ríkjum hefur leitt af sér lægra verð. Harðari samkeppni er einfaldlega alltaf góð fyrir neytend- ur. Póst- og fjarskiptastofnun bend- ir á að í nágrannalöndum okkar hafi sjálfstæðir þjónustuveitendur, sem ekki reka eigin farsímakerfi en veita þjónustu á kerfum annarra fyrir- tækja, gegnt mikilvægu hlutverki við að efla samkeppni og lækka verð. Harðari samkeppni í þessum lönd- um hefur líka borið þann árangur að markaðurinn hefur stækkað meira en hér; þótt þar eins og hér séu næstum því allir með farsíma tala frændur okkar meira í símana sína en við. Stöðnunin á markaðnum hér bendir til að verðið sé of hátt og að símafyrirtækin gætu náð meiri við- skiptum með því að lækka verðið. En í fákeppnisumhverfi er hvatinn til slíks lítill. Þess vegna er það rétt stefna hjá Póst- og fjarskiptastofnun að leggja aðgangskvaðir á fyrirtækið sem hef- ur yfirburðastöðu á markaðnum, þ.e. Símann, og gera litlum þjón- ustuveitendum kleift að nota kerfi hans. Staðan á markaðnum hér opn- ar augljóslega möguleika fyrir slík fyrirtæki, að því gefnu að aðgang- urinn sé verðlagður á sanngjörnu verði, sem er í samræmi við raun- verulegan kostnað, en Póst- og fjar- skiptastofnun ber að fylgjast með því að svo sé. Það er líka jákvætt fyrir neytend- ur að nýtt fyrirtæki, Novator, boðar að það muni veita farsímaþjónustu hér á landi. Því fleiri, sem keppa á markaðnum, þeim mun betra fyrir neytendur. AÐ SKILA SÍNU TIL SAMFÉLAGSINS Um það er tiltölulega víðtæksamstaða að stefna beri að því að færa fleiri verkefni frá ríkinu til sveitarfélaganna, þannig að þjón- usta við íbúana sé veitt af stjórn- valdi, sem er í meiri nálægð við borgarana og skilur betur þarfir þeirra. Þetta gerist hins vegar ekki nema sveitarfélögin fái nýja tekju- stofna til að standa undir nýjum verkefnum. Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, borgarstjóri í Reykjavík og formaður Sambands íslenzkra sveitarfélaga, gerði tekjustofna sveitarfélaganna að umtalsefni á landsþingi sambandsins í fyrradag. Sú þróun, sem hann lýsti þar, hlýt- ur að vekja marga til umhugsunar. Í fyrsta lagi nefndi Vilhjálmur að einkahlutafélögum hefur fjölgað gífurlega. Margir einyrkjar hafa t.d. stofnað einkahlutafélag utan um sjálfstæða starfsemi sína og taka tekjur sínar að verulegu leyti út í arði, sem þeir greiða af fjár- magnstekjuskatt til ríkisins en út- svar þeirra lækkar að sama skapi. Áætlað hefur verið að sveitarfélög- in hafi tapað um milljarði króna á ári vegna þessarar þróunar. Í öðru lagi nefndi Vilhjálmur að tekjur ríkisins af greiðslu fjár- magnstekjuskatts hefðu meira en þrefaldazt á tveimur árum. Í fyrra hafði ríkið 21,5 milljarða króna í tekjur af skattinum. Um 6.600 fjöl- skyldur greiddu hærri fjármagns- tekjuskatt en tekjuskatt og 2.200 framteljendur höfðu engar tekjur aðrar en fjármagnstekjur og greiddu ekki krónu í útsvar. Um þetta sagði borgarstjórinn í Reykjavík: „Þróunin hefur leitt til þess að vaxandi fjöldi einstaklinga með miklar tekjur greiðir lítið og í sumum tilfellum ekkert til þeirrar samfélagsþjónustu sem sveitar- félögin veita, þótt þeir njóti hennar með ýmsum hætti, ekki síður en aðrir. Það er því eðlileg krafa sveit- arfélaganna að þau fái ákveðna hlutdeild í fjármagnstekjuskattin- um.“ Þetta er rétt hjá Vilhjálmi Þ. Vil- hjálmssyni. Það er oft haft á orði að fjármagnseigendur skili sínu til samfélagsins ekki síður en launamenn. Það er reyndar umdeil- anleg staðhæfing í ljósi þess hvað fjármagnstekjuskattur er miklu lægri en skattur á launatekjur. En það blasir við að oft og tíðum skila þeir nánast engu til síns nærsam- félags, sem kostar t.d. malbikun á götunni, þar þeir búa, skólagöngu barna þeirra o.s.frv. Alveg burtséð frá umræðum um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga getur það ekki verið sanngjarnt fyrirkomu- lag.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.