Morgunblaðið - 29.09.2006, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 29.09.2006, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2006 37 ÞAÐ VAR dimmleitt bréfið sem Ómar Ragnarsson sendi þjóðinni með Morgunblaðinu síðastliðinn sunnudag, enda lýsir hann því hvern- ig stjórnvöld og Landsvirkjun þvinguðu í gegn stærstu framkvæmd Íslandssögunar, hvernig þeim sem mótmæltu var hótað, vísindamenn hræddir til þagnar og upplýsingum hagrætt. Og það er meira, því sá sem les bréfið hlýtur að draga þá ályktun að þeir sem áttu umfram aðra að veita nauðsyn- legt aðhald og viðnám, hafi brugðist; stjórn- málamenn, lunginn af vísindamönnum, og síð- an fjölmiðlarnir. Spegillinn, frétta- skýringaþáttur á RÚV, er líklega ein af örfáum undantekningunum, enda ofbauð núverandi dóms- málaráðherra sjálfstæði Spegilsins og reyndi að svipta hann sjálfstæði. Eitt hið sárgrætilegasta við íslenska stjórnmálamenn er að þeir hneigjast til að túlka aðhald sem árás á per- sónu sína, og gagnrýni pólitískan undirróður; sýni fjölmiðill aðhald, leyfi hann sér að flytja annað og meira en hlutlausar fréttir, er hann umsvifalaust gerður tortryggilegur af ríkjandi öflum. Bréf Ómars er ákall um þjóð- arsátt, en það dregur líka upp mynd af samfélagi þar sem lýðræðið virðist hálflamað þegar kemur að stórum málum. Í bréfinu lýsir Ómar um- ræðunni kringum virkjunina, hvern- ig stjórnmálamenn komust upp með að nota fimmaurabrandara sem rök og hunsa þá sem höfðu kjark og út- hald til að mótmæla, Ómar lýsir því hvernig honum var hótað, beint eða óbeint, af ráðamönnum, að vís- indamenn hafi neitað að koma í viðtal og leggja þar fram rök sín af ótta við að það myndi skaða þá eins og gerist í einræðisríkjum, eins og gerist í ban- analýðveldum. Við hljótum að spyrja; hvers konar þjóðfélag er það sem við lifum í? Og við hljótum spyrja, ef eitt- hvað er satt í bréfinu, og maður hefur tilhneigingu til að trúa þar flestu, er þá ekki brýn ástæða til að láta fara fram opinbera rannsókn á því hvern- ig staðið var að Kárahnjúkavirkjun? Eða finnst okkur barasta í fínu lagi að Landsvirkjun og ríkjandi stjórn- málaöfl hafi hugsanlega náð fram vilja sínum með því að beita blekk- ingum, hótunum, með því að sópa óþægilegum staðreyndum undir teppi og hræða vísindamenn til þagn- ar? Það er margt sem Ómar drepur á í bréfi sínu, hann hefur til að mynda eftir talsmanni Alcoa að málið hafi ver- ið keyrt í gegn á sjöfalt meiri hraða hér á landi en tíðkast meðal ann- arra þjóða. Fimmaura- brandarar og hótanir, þeir sem aðhyllast þannig umræðustíl eru náttúrlega fljótir að af- greiða málin, sjálfsagt sjö sinnum fljótari en aðrir. Flestir standa í þeirri trú að orust- an um Kárahnjúkavirkjun sé að baki og virkjunarsinnar hafi haft fullan sigur, vígstaðan líka ójöfn frá upp- hafi, öðrumegin valdhafar og Lands- virkjun, og síðan bættist Samfylk- ingin við, þaulskipulögð öfl, hinumegin sundraður hópur ein- staklinga. En Ómar sýnir fram á að málið er ekki til enda leitt, það er ekki of seint að snúa við, hann varpar fram athyglisverðum tillögum og segir að hugrekki og framsýni sé hið eina sem þurfi til. Skyldi þetta tvennt, hugrekki og framsýni, finn- ast innan stjórnmálaflokkanna? Spillingin á náttúrunni verður svakaleg ef bréf Ómars nær ekki til- gangi sínum, það má alveg tala um blæðandi sár. Hitt er ekki síður al- varlegt, og þar má líka tala um blæð- andi sár, ekki á náttúrunni heldur lýðræðinu, að ákvörðunin um virkj- unina hafi verið tekin með þessum hætti, að efasemdaraddir hafi verið gerðar tortryggilegar, að það hafi verið þagað yfir óþægilegum upplýs- ingum, að margir fjölmiðlar hafi fjallað um málið án þess að hafa þekkingu til þess, og flestir þing- menn veitt samþykki sitt án þess að vita hvað þeir voru að samþykkja, og því svikið sjálfa sig, svikið lýðræðið og kjósendur – hvernig ætli það sé að bera þann kross? Nú má gera ráð fyrir að flestir þeir sem Ómar gagnrýnir taki upp sína fyrri siði, geri lítið úr honum, segja fimmaurabrandara, hóti, og af hverju ekki, það hefur svínvirkað hingað til. En bregðist stjórnmálamenn og fjöl- miðlar aftur, þá eru bara við eftir, al- menningur. Ómar skrifar að það þurfi öflugt grænt afl sem sé í lyk- ilstöðu í stjórnmálum. Þurfum við ekki á þannig afli að halda? Það er alltént of tæpt að treysta á stóru flokkana tvo, sem nú þegar hillir undir kosningar rjúka báðir upp og skreyta sig grænum fjöðrum, reyna að gera umhverfismálin að sínum, eftir að hafa brugðist okkur svo hrapallega, annar flokkurinn í stjórn- arandstöðu, hinn með öll lyklavöldin í stjórn, og ekki er hægt að horfa til Framsóknarflokksins; er ekki ann- ars hægt að setja nálgunarbann á Framsókn gagnvart umhverfis- og iðnaðarráðuneytum næstu 20 árin? Og vinstri grænir, burðast þeir með of þungan farangur úr fortíðinni til að verða að þessu græna afli? Grænt afl, regnhlífarsamtök, það eru til mörg orð, en eitthvað þarf að gerast, ekki bráðum, heldur núna, áður en Norðmenn flytja allar sínar verk- smiðjur hingað, áður en önnur Evr- ópulönd loka verksmiðjum hjá sér til þess að opna aftur hér, enda ódýr orka á Íslandi, ef ekki gefins fyrir er- lenda aðila, og stjórnmálamenn við völd sem gera lítið úr náttúruspjöll- um og mengun, en því meira úr skjótri gróðavon. Blæðandi sár Jón Kalman Stefánsson lýsir viðbrögðum sínum við bréfi Ómars Ragnarssonar » Bréf Ómars er ákallum þjóðarsátt, en það dregur líka upp mynd af samfélagi þar sem lýðræðið virðist hálflamað þegar kemur að stórum málum. Jón Kalman Stefánsson Höfundur er rithöfundur. Í FRÉTTUM Ríkisútvarpsins 25.9. lýsir Smári Geirsson, fyrrver- andi formaður Sam- bands sveitarfélaga á Austurlandi, undrun sinni yfir prédikun minni sem ég flutti í út- varpsmessu frá Laug- arneskirkju síðastliðinn sunnudag. Smári segir prédikun mína ekki guðsmanni sæmandi þar sem honum finnst ég skoða málið einungis út frá umhverfisþætt- inum en ekki félagslegu hliðinni. Í fyrsta lagi langar mig að taka það fram að ef ég er guðsmaður, þá er Smári Geirsson það líka af því að við erum bæði sköpuð af Guði, þess vegna eigum við það sameiginlegt að þurfa að taka ábyrgð á orðum okkar og gjörðum. Ég hef engan áhuga á því að standa í orðaskaki eða leiðindum við ákveðna einstaklinga varðandi framkvæmdir á Kárahnjúkum og sér í lagi ekki í nafni kirkjunnar. Hins vegar er það leiðinda misskilningur að þjónar kirkjunnar hafi ekki rétt á að hafa skoðun á stórum og alvarlegum þjóð- félagsmálum, sér í lagi þeim er kalla á siðferðilegar vangaveltur og skoðanir af því að siðfræði er guðfræði. Jesús Kristur, grundvöllur kirkjunnar, hafði skoðanir á öllu er viðkom mann- eskjum, þar með talið náttúrunni og það líkaði ekki öllum. Ég er ekki að tala niður til Austfirðinga í umræddri prédikun, ég er að tala við alla þjóð- ina á jafningjagrundvelli út frá orðum Jesú Krists, af því að það vill svo til að náttúra Austurlands kemur allri þjóðinni við. Smári talar um það að ég aðskilji umhverf- isþáttinn frá félagslegu hliðinni en það er ekki rétt af því að það er ein- faldlega ekki hægt, náttúran og mann- eskjan eru ekki sköpuð sem andstæður og það- an af síður sem and- stæðingar. Guð hefur velþóknun á manneskj- unni og náttúrunni af því að hvoru tveggja er sköpun hans, hvoru tveggja skapað í krafti hins fullkomna kærleika sem er birtingarmynd Guðs í þessum heimi, birtist skýrast í Jesú Kristi. En manneskjan, sköpuð í mynd Guðs, er kölluð til í upphafi til að hlúa að nátt- úrunni. Manneskjur eru það merkilegasta sem fyrirfinnst á þessari jörð en þær eru líka það hættulegasta vegna þess að þær hafa vald og þær hafa til- hneigingu til að beita því valdi gegn sjálfum sér t.d. með því að fara í stríð við aðra menn og náttúruna. Það er svo merkilegt og gott við Íslendinga að þeir hafa alltaf haft sterka sjálfs- bjargarviðleitni og þess vegna höfum við komist af og vel það í harðbýlu landi. Forfeður og formæður okkar náðu að lifa af í harðbýlu landi þar sem tækniundra nútímans naut ekki við. En nú eru tækifærin óendanleg, við þurfum ekki lengur að rífa sögu- fræg hús til að nýta í eldivið. Við höf- um dýrmæt tækifæri, menntun, pen- inga og tækniþekkingu og þá er svo fjarstæðukennt að fara að ráðast á sjálfa náttúruna, það er eins og að verða fullorðinn til að vera leiðinlegur við foreldra sína. Ég ferðaðist um allt Austurland í sumar, ég sá lifandi samfélög eins og svo víða á lands- byggðinni en það var ekki fólk sem var að vinna við Kárahnjúkavirkjun, það var t.d. fólk sem rak veit- ingastaði, ferðaþjónustu og verslanir, nokkuð sem á sér víða stað á lands- byggðinni af því að þangað sækja allir þeir ferðamenn sem hafa áhuga á því að skoða ósnortna náttúru. Þörf eða græðgi Hildur Eir Bolladóttir skrifar opið bréf til Smára Geirssonar » Við höfum dýrmættækifæri, menntun, peninga og tækniþekk- ingu og þá er svo fjar- stæðukennt að fara að ráðast á sjálfa náttúr- una, það er eins og að verða fullorðinn til að vera leiðinlegur við for- eldra sína. Hildur Eir Bolladóttir Höfundur er prestur í Laugarneskirkju. Í FYRSTU Móse- bók stendur: „Vér viljum gjöra manninn eftir vorri mynd, lík- an oss, og hann skal drottna yfir fiskum sjávarins og yfir fuglum loftsins og yf- ir fénaðinum og yfir villidýrunum og yfir öllum skriðkvikindum sem skríða á jörð- unni. Og Guð skapaði manninn eftir sinni mynd, hann skapaði hann eftir Guðs mynd, hann skapaði þau karl og konu.“ Svo er að sjá af prédikun séra Hildar Eirar Bolladóttur í Laugarneskirkju sunnudaginn 24. sept. sl. að hún telji Guð almáttugan hafa gleymt að und- anþiggja Kára- hnjúkasvæðið þegar hann kom þessum boðum sínum á fram- færi við Móse forðum daga. Því að yfir því virðist maðurinn ekki eiga að drottna að hennar dómi. Það er „heilög sköp- un Guðs“ segir hún. En er ekki öll jörðin, með öllum sínum dásemd- um, heilög sköpun Guðs? Sem hann ætlar manninum samt að drottna yfir. Hildur Eir segir „erfitt að sætta sig við að það sé einungis á valdi örfárra einstaklinga að taka ákvörðun um það hvort eyða megi stóru og fullkomnu sköpunarverki sem aðeins brotabrot af mannkyn- inu hefur hingað til fengið að njóta“. Það voru ekki „örfáir ein- staklingar“ sem ákváðu Kára- hnjúkavirkjun heldur 44 alþing- ismenn af 63 með 9 á móti. Nær lagi væri að segja að örfáir ein- staklingar hefðu verið á móti. Og þingmenn tóku ekki ákvörðunina í eigin umboði heldur tugþúsunda íslenskra kjósenda sem síðar hafa staðfest þessa ákvörðun með því að endurkjósa langflesta þessara sömu þingmanna. Svona málflutn- ingur er ekki samboðinn þeim sem hefur heitið því að bera sannleik- anum vitni. Vitnisberum sannleikans er heldur ekki sæmandi að halda því fram að „Kárahnjúkavirkjun er ekki sjálfsbjargarviðleitni heldur kvíði og þrælslund í þjónustu við herra mammon“. Með öðrum orð- um eintóm græðgi. Var Búrfells- virkjun það kannske líka? Eða Sogsvirkjanirnar? Íslendingar hafa átt togara í eina öld af þeim rúmlega ellefu sem þeir hafa búið í landinu. Togarar voru umdeildir í upphafi. En þeir hafa staðið und- ir meiri efnhagsframförum á þess- ari einu öld en orðið hafa í landinu á hinum tíu. Var það af eintómri græðgi að Íslendingar keyptu tog- ara? Orkufrekur iðnaður getur, ásamt mörgu öðru, stuðlað að frekari efnahagsframförum. Hver Íslendingur ræður yfir hundrað sinnum meiri efnahagslegri vatns- orku en hver jarðarbúi að með- altali, auk ríflegs jarðhita. Hvort- tveggja orkulindir án gróðurhúsaáhrifa og án þess að nokkur þurfi að flytja nauðugur frá heimili sínu vegna nýtingar þeirra. Það er meira en sagt verð- ur um mörg þéttbýl lönd. Leggur þessi gjafmildi forsjónarinnar okk- ur engar skyldur á herðar? Er það rangt að krefjast mikils af þeim sem mikið er gefið? Efnahagslegar framfarir eru tæki en ekki markmið. Tæki til betra lífs. Tækin ein tryggja ekki betra líf. Við verðum líka að kunna að nota þau. Þar eigum við ým- islegt ólært. Kannske hefur kirkjan þar eitt- hvað til mála að leggja? Við menn erum vissulega ófullkomnir. Einn ófullkomleikinn felst í græðginni. Græðgi er eftirsókn eftir efnahagslegum gæðum sem ekki sam- rýmist boðorðinu um að elska náunga sinn eins og sjálfan sig. Náunga sinn um alla jörð, borinn og óbor- inn. Á það mega kirkj- unnar þjónar gjarnan minna okkur – jafnvel þótt sú áminning geti verið sár. En það er misskilningur að Kárahnjúkavirkjun sé ósamrýmanleg því boðorði. Og þeir hafa að sjálfsögðu skoð- anafrelsi. Um virkj- anir sem annað. Þeim er heimilt að tjá skoð- anir sínar í blöðum og á mannfundum. Andóf gegn Kárahnjúkavirkjun er öllum frjálst svo lengi sem það fer fram með friði og án skemmdarverka. En altari og prédikunarstóll eru ætluð til annarra nota. Frá altarinu, eða úr prédik- unarstólnum, má Hildur Eir hins- vegar gjarnan biðja Guð um að frelsa manninn frá græðgi og að kenna honum að þola góða daga. Hann er í mikilli þörf nú, og verð- ur í ennþá meiri þörf síðar, fyrir að læra það. Það er skiljanlegt að hann kunni það ekki enn. Það er svo stutt síðan hluti mannkyns öðlaðist góða daga. Mikill meiri- hluti þess hefur ekki öðlast þá enn. Og hvernig væri nú að Hildur Eir bæði Guð að blessa okkur þessa mestu framkvæmd Íslands- sögunnar, Kárahnjúkavirkjun, eins og kollega hennar, presturinn á Valþjófsstað, gerði í vor, þegar hornsteinn hennar var lagður, í stað þess að agnúast út í þá fram- kvæmd. Gleymdist að und- anþiggja Kára- hnjúkasvæðið? Jakob Björnsson gerir at- hugasemd við prédikun séra Hildar Eirar Bolladóttur varð- andi Kárahnjúkasvæðið Jakob Björnsson » Andóf gegnKárahnjúka- virkjun er öllum frjálst svo lengi sem það fer fram með friði og án skemmd- arverka. En alt- ari og prédik- unarstóll eru ætluð til ann- arra nota. Höfundur er fyrrverandi orkumálastjóri. vaxtaauki! 10%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.