Morgunblaðið - 29.09.2006, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 29.09.2006, Qupperneq 38
38 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Á UNDANFÖRNUM vikum hafa landsmenn mátt láta yfir sig ganga hamfarafregnir úr umferðinni á veg- um landsins. Nú berast þau furðu- legu tíðindi frá Skálholti í Bisk- upstungum, þeim sögufræga menningarstað, að dómorganist- anum Hilmari Erni Agnarssyni hafi verið sagt upp störfum, að sagt er vegna skipu- lagsbreytinga, sem gjarnan er viðhaft þeg- ar verja þarf óverð- skuldaðar og kannski beinlínis rangar geð- þóttaákvarðanir mis- viturra mann við að reka fólk. Hilmar Örn var ung- ur að árum ráðinn til þessa mikilsverða starfs og af öllum öðr- um starfsmönnum Skálholtsstaðar ólöst- uðum, hefur þessi óvenju fjölhæfi tónlistarmaður átt mikinn þátt í því að halda uppi hróðri þessa merka menningarseturs, sem sveitungar hans og við íbúar Árnesþings og landsmenn allir hafa notið og sem ótalinn fjöldi einstaklinga hefur fengið að vera beinn þátttakandi í, já fólk á öllum aldri. Vinur minn og ágætur leiðtogi, séra Bernharður Guðmundsson, er nú horfinn úr starfi rektors Skálholtsskóla eftir frábært og fjölþætt starf við að koma sem flestum landsmönnum í Skálholt, til að eiga þar góðar stund- ir við uppbyggilega fræðslu og góða samveru. Hið sama hefur Hilmar Örn líka verið að gera og ekki bara á sveitar- og héraðsvísu heldur fyrir alþjóð. Hversvegna gerist þetta nú þegar sr. Bernharður hættir? Er nema von að maður spyrji? Já og margar spurningar vakna hjá okkur Árnes- ingum við þessi válegu tíðindi og þeim verður að svara, því okkur kemur málið við. Höfðu fyrirhugaðar skipulags- breytingar verið bornar undir Hilm- ar Örn, og var það kannað hvort þær væru honum að skapi? Skipta litlu sveitakirkjurnar í Biskupstungum, á Torfastöðum, í Bræðratungu, í Haukadal, já og nú í Úthlíð, með sína fámennu söfnuði engu máli fyrir ráðamenn á bisk- upssetrinu Skálholti? Hefur fjölbreytni og afburða hjálpsemi Hilmars Arnar við hin ólíkustu tónlistarsvið kannski ekki verið for- ystunni þóknanleg? Við Tungnamenn vit- um hvað þessi ungu hjón í Skálholti, Hilmar Örn og Hólmfríður, hafa gefið mikið af sér til samfélagsins þessi ár sem þau hafa starfað hér í sveitinni. Við vilj- um líka trúa því að stjórnendur Skálholts- staðar hlusti á okkur og meti að verðleikum stuðning okkar Bisk- upstungnamanna við uppbyggingu og við starfrækslu þessa merka menningarseturs um áratuga skeið, undir metnaðarfullri og far- sælli forystu séra Sigurbjörns Ein- arssonar, biskups, bóndasonarins frá Iðu í Biskupstungum. Það er alveg á hreinu að við, fyrr- verandi og núverandi Tungnamenn, viljum veg Skálholtsstaðar sem mestan, við viljum líka mega njóta þess að fá þaðan áhugaverða leið- sögn og afburða forystu eins og við höfum notið um árabil. Því spyrjum við, hvað næst? Verð- ur biskupsfrúnni í Skálholti kannski bannað að stýra og vera í far- arbroddi fyrir metnaðarfullu grunn- skólastarfi, í Bláskógabyggð og víð- ar? Undir stjórn Arndísar Jónsdóttur, skólastjóra og biskupsfrúar, hefur náðst sá metnaðarfulli árangur, að koma Barnaskólanum í Reykholti í Biskupstungum í röð fremstu menntastofnana á Íslandi á því skólastigi. Nú stýrir hún ekki bara grunnskólastarfi í Bláskógabyggð, heldur og líka í Grímsnes- og Grafn- ingshreppi. Þannig straumar eiga að liggja til héraðsins og þjóðarinnar allrar frá Skálholti. Ágætu stjórnendur Skálholts- staðar, takið ekki fyrir metn- aðarfullt uppfræðslu- og menningar- starf íbúa og starfsmanna þessa fræga menningarseturs þjóð- arinnar, með einhverjum fljótfærn- islegum ákvörðunum, leyfið því áfram að blómstra með áframhald- andi fræðslu- og tónlistarstarfi eftir því sem við á undir stjórn hins hæfa tónlistarmanns Hilmars Arnar Agn- arssonar og með ljúfmannlegum stuðningi hans við aðra tónlist- armenn, innlenda sem erlenda, sem sótt hafa staðinn heim, um langt ára- bil. Skálholtsstaður hefur lifað sín hnignunarskeið. Síðustu ártugi hef- ur hann vaxið með ótrúlegum hraða í að verða einn ástsælasti staður þjóð- arinnar í margvíslegu menning- arlegu tilliti, kirkjulegu og ekki síð- ur sem miðstöð fræðslu tónlistarflutnings á Íslandi og þar ber mörgum að þakka frábært starf. Kæru vinir og stuðningsmenn Skálholts, höldum áfram að byggja upp metnaðar- og menningarfullt starf staðarins, þar er að mínu mati hlutur okkar Sunnlendinga og ábyrgð mikilsverð. Það er einlæg skoðun undirritaðs að þar gegni dómorganistinn Hilmar Örn Agn- arsson veigamiklu hlutverki, hér eft- ir sem hingað til, þrátt fyrir ein- hverjar skipulagsbreytingar sem kann að þurfa að gera. Hvað er að gerast í Skálholti? Hafsteinn Þorvaldsson fjallar um uppsögn dómorganistans í Skálholti »Hefur fjölbreytni ogafburða hjálpsemi Hilmars Arnar við hin ólíkustu tónlistarsvið kannski ekki verið for- ystunni þóknanleg? Hafsteinn Þorvaldsson Höfundur er fyrrverandi formaður UMFÍ og áhugamaður um tónlistar- starfsemi. JAKOB Björnsson, er við sama heygarðshornið í Morgunblaðinu hinn 13. og 19. september síðastliðinn og heldur áfram bábiljum um margar gengnar kynslóðir. Eitt af því sem hann segir sanna óraunsæis- og hræðslukenningu sína er að lands- menn höfðu þá skyn- samlegu venju í heiðri um aldir að ferðast ekki um fjöll og öræfi án þess að eiga brýnt er- indi um þær slóðir. Fullyrðir að það hafi verið vegna hræðslu við einhverjar hálend- isóvættir. Nefnir þó engar heimildir fyrir spunasagnfræðinni. Á landnámsöld fóru landsmenn um allt landið og allar aldir síð- an og höfðu af því nytj- ar á fjöllum og heiðum án nokkurrar hræðslu við ímyndaðar óvættir orku- málastjórans. Um það eru hundruð traustra heimilda, sem flestir lands- menn þekkja, allt frá Landnámu til ferðabóka Þorvaldar Thoroddsen. Óþarfi að sóa dýrmætu prentrými Morgunblaðsins í upptalningu á því sem flestum er kunnugt. J.B. endurtekur mikla hneykslun sína vegna þess að einhverjir mót- mælendur Kárahnjúkavirkjunar höfðu ekki komið á það landsvæði en getur þess aldrei að þeir sem harðast og mest börðust fyrir virkjuninni höfðu aldrei augum litið allt það land- svæði sem fer undir Hálslón og Kára- hnjúkastíflu og gerðu sér enga grein fyrir stærð þess eða verðmæti órask- aðs, enda bera þeir enga ábyrgð á framkvæmdunum, kostnaði við þær og afleiðingum þeirra fyrir íslenska náttúru. Getur verið að það sé satt að í Gufudalssveit hafi það verið trú manna um aldir og langt fram á 20. öld að á hálendinu væri allt krökkt af þeim óvættum sem JB fullyrðir sí- fellt að hafi verið trú kynslóða margra alda að þar væru og sætu fyrir ferðamönnum? Er ekki líklegra að hann hafi lesið yfir sig af þjóðsögum, við kerta- ljós í lítilli baðstofu, misskilið þær, orðið bergnuminn og sé enn í einhvers konar hug- lægum tröllahöndum? Er það líka skýring á þeim 30 teravöttum, sem hann segist hafa mælt að séu virkjanleg í vatnsföllum Íslands? Það blasir þó við, þegar teknar eru með í það mælingadæmi hagfræði og umhverf- issiðfræði eru teravöttin 21–22, færri þegar tekið er nauðsynlegt tillit til annarra atvinnugreina, ímyndar landsins og náttúru. Örlar á mennta- hroka hjá JB, gagnvart kynslóðum síðmiðalda sem bjuggu oftast við harðæri, jafnframt kúgun kirkju- og konungsvalds? Héldu samt velli þótt þær ættu ekki kost á langskólagöngu og erlendum fjárfestingum. Á 18. öld bárust fyrst upplýsingar til Íslands um rafmagn og eiginleika þess (í miðri trölla- og draugatrúnni) á 19. öld sást orðið rafmagn fyrst í íslensk- um orðabókum, þá voru margir úti- legumenn, tröll og draugar enn á lífi, en sauðaþjófum hafði mjög fækkað. Fyrstu íslensku raffræðingarnir og rafvirkjarnir, þeir sem ruddu braut- ina fyrir rafvæðingu landsins, ólust upp í torfbæjum og voru ekki lang- skólagengnir. Hreinskiptinn heiðursmaður sem ekki má vamm sitt vita upplýsti í blaðaviðtali hvert væri orkuverð LV til Fjarðaáls, LV-stjórar brugðust hinir verstu við þeim upplýsingum og sögðu hann bæði trúnaðarbrjót og ósannindamann ,,fréttir RÚV“. Örugglega einsdæmi að þannig tali ríkisforstjórar um stjórnanda stærsta viðskiptavinarins. En sann- leikanum verður víst hver sárreið- astur og er einskis svifist í leynd- arvörninni fyrir ,,smánarverðið“. Nú liggur fyrir að kostnaðarverð Kára- hnjúkavirkjunar verður a.m.k. 120 milljarðar, umframkostnaðurinn verður ekki falinn með enronskum bókhaldsbrellum. En sé rétta verðið það verð sem LV-stjórar fullyrða að fáist fyrir orkuna til Fjarðaáls hlýtur það verð að stórhækka verðmatið á Landsvirkjun og þar með verðmæti hlutar Reykjavíkurborgar í LV, jafn- vel um tugi prósentna. Það hlýtur svo að vera viðskiptabrandari ársins ef rétt reynist að Reykjavíkurborg verði áfram í ábyrgð fyrir skuldum LV skv. hlutfalli þess eignarhlutar sem Reykjavíkurborg selur rík- issjóði! Er áframhald ábyrgðar kannski eitt af skilyrðum lán- ardrottna fyrir sölu á eignarhlut- anum? Ljót er lýsingin á forustumönnum stóriðjuflokkana, þeir muni dulbúast og þykjast miklir umhverfis- og nátt- úruverndarar, fram yfir alþing- iskosningar að vori, en nái þeir auð- sveipum meirihluta á þingi muni þeir sýna sitt rétta andlit og halda áfram ,,hernaðinum gegn landinu“ JB til mikillar ánægju. Næst þjóðarsátt um nýtingu orku- auðlinda með blekkingum og rang- færslum ofvirkjunarforkólfa? Draumur orkumálastjórans fyrrv., um veruleikaland, leikfanga- og skemmdarverkaland ofvirkj- unaróvita á miðhálendinu, að það landsvæði verði allt þakið stíflum, lónum, háspennumöstrum, línum og vegum, verður aldrei að veruleika. ,,Rök“ ofvirkjunarforkólfa, eru alltaf þau sömu, við græðum svo mikið á því, er áróðurssíbyljan. Draumaland þjóðarinnar á miðhá- lendi Íslands er veruleiki sem hún mun standa traustan vörð um og koma í veg fyrir að það veruleikaland verði að bráð framkvæmdagráðugum ofvirkjunaróvitum og skipulags- spekúlöntum. Sagan mun dæma frekari framkvæmdir og áætlanir Landsvirkjunar um virkjanir á miðhálendinu, ásamt meðfylgjandi skemmdarverkum gegn náttúru miðhálendisins, samsæri óvita, gegn þjóðarhag, farsæld og hamingju lands og þjóðar. Samsæri ofvirkjunaróvitanna? Hafsteinn Hjaltason fjallar um náttúruvernd og gerir at- hugasemd við skrif Jakobs Björnssonar » Sagan mun dæmafrekari framkvæmd- ir og áætlanir Lands- virkjunar um virkjanir á miðhálendinu, ásamt meðfylgjandi skemmd- arverkum gegn náttúru miðhálendisins … Hafsteinn Hjaltason Höundur er vélfræðingur og náttúruvinur. MORGUNBLAÐIÐ er málgagn Sjálfstæðisflokksins, það leynist fáum og sést ekki hvað síst á því hvað blaðið ákveður að fjalla ekki um eins Guðjón Arnar Krist- jánsson, formaður Frjálslynda flokksins, greindi réttilega frá í nýlegri grein að Morgunblaðið kysi að þegja um framlag Frjálslynda flokksins til þjóðmála. Í stað þess að bæta úr þessari þöggun og birta veglegt viðtal við formann Frjáls- lynda flokksins, þá hafa ritstjórar Morg- unblaðsins dundað sér við, í skjóli nafn- leyndar, að snúa út úr orðum Guðjóns Arn- ars Kristjánssonar sem voru á þá leið að Frjálslyndi flokkurinn væri til vinstri við bæði Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkinn. Ekki var það vegna þess að skoðanir formanns Frjáls- lynda flokksins hefðu breyst heldur hafa bæði Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokkur færst mjög til hægri og aukið mjög ójöfnuð á Íslandi. Það er einnig staðreynd að rík- isstjórnin vill festa einkaeignarhald á fiskstofnum við landið, einni meg- inauðlind þjóðarinnar í sessi og færa varanlega til þeirra, sem nú hafa veiðiréttinn. Þessi staðreynd lætur illa í eyr- um margra sem hafa hingað til stutt stjórnarflokkana, sérstaklega í sömu andrá og leiðtogar fram- sóknarmanna vilja opna fyrir er- lendar fjárfestingar í sjávarútvegi en þá er um leið opnað fyrir sölu helstu auðlindar lands- ins úr landi. Ritstjórar flokksblaðsins reyna að breiða yfir það aug- ljósa með því að slá ryki í augu fólks með einhverju tali um auð- lindagjald. Auðlinda- gjaldið sem Morg- unblaðið vísar til skilar álíka hárri upphæð í ríkissjóð og önnur gjöld sem lögð voru á sjávarútveginn en voru lögð niður í sömu mund og auðlinda- gjaldið var tekið upp. Slá má á að auðlinda- gjaldið sé um 2% af aflaverðmæti en það er háð afkomu útgerð- arinnar. Í þessari um- ræðu má ekki gleyma því að það er annað og miklu hærra auðlinda- gjald sem nýliðar í greininni þurfa að greiða til handhafa veiðiréttarins, en þá þarf viðkomandi leigu- liði að greiða 75% af aflaverðmæt- um fyrir það eitt að fá að renna fyrir fisk. Þetta óréttlæti er ól- íðandi og stendur sjávarútveginum fyrir þrifum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur beitt sér af oddi og egg fyrir kvótakerf- inu sem gengur einungis upp í út- reikningum í stílabókum hagfræð- inga á meðan raunveruleikinn er allur annar. Þorskaflinn nú er helmingi minni en fyrir daga kerf- isins og skuldir útgerðarinnar aukast dag frá degi. Eftir áratuga rekstur í besta fiskveiðikerfi í heimi eru fyrirtækin miklu verð- mætari ef þau eru brotin upp og seld í bútum en í áframhaldandi rekstri. Ástandið minnir um margt á sög- una um nýju fötin keisarans nema hvað þagnarmúr er slegið um vit- leysuna í fjölmiðlum en fólkið í sög- unni tók undir sannleikann um klæðaleysi keisarans. Við og við berast þó fréttir af því að Sjálfstæðisflokkurinn er til í að berja niður framtak einstaklingsins til þess eins að halda í kvótakerfið sem hefur sannarlega ekki skilað markmiðum sínum. Nýlega mátti lesa í Blaðinu frá- sögn af fermingarbarninu Agnari Ólasyni frá Kópaskeri sem hafði keypt sér árabát og vildi fá að leggja línu með nokkrum krókum nokkra tugi metra út í sjó til þess að fanga þorsk. Agnar Ólason sendi bréf til ráðherra í Sjálfstæð- isflokknum þar sem hann óskaði eftir að fá að leggja línuna. Þessari ósk stráksa var algerlega hafnað af Sjálfstæðisflokknum. Getur flokkur kennt sig við einkaframtak sem bregður með þessum hætti fæti sínum fyrir sjálfsbjargarviðleitni unglinga? Framangreint dæmi er aðeins eitt af fjölmörgum dæmum um þá ósanngirni sem Sjálfstæðisflokk- urinn hefur beitt sér fyrir en ég get ekki látið hjá líða að rifja upp þegar Siglfirðingur á níræðisaldri varð fyrir barðinu á ólögum Sjálf- stæðisflokksins og veiðar gamla mannsins á rauðsprettum með net- stubbi á gúmmíbáti voru stöðvaðar með lögregluvaldi. Það þarf vart að taka það fram að við í Frjálslynda flokknum hefð- um bæði leyft drengnum og gamla manninum að róa til fiskjar. Sjálfstæðisflokkur- inn gegn einka- framtakinu Sigurjón Þórðarson skrifar um sjávarútvegsmál og Morgunblaðið Sigurjón Þórðarson » Ástandiðminnir um margt á söguna um nýju fötin keisarans nema hvað þagnar- múr er slegið um vitleysuna í fjölmiðlum Höfundur er þingmaður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.