Morgunblaðið - 29.09.2006, Síða 44
44 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ GuðmundurKristján Gísla-
son bóndi frá Höfða í
Dýrafirði fæddist
þar 25. febrúar
1910. Hann lést á
Sjúkrahúsi Ísafjarð-
ar að morgni 23.
september síðastlið-
ins. Hann var sonur
hjónanna Jónu Elías-
dóttur, f. í Innri-
Lambadal í Dýra-
firði 28.5. 1878, d.
6.3. 1959 og Gísla
Sighvatsson, f. á
Klúku í Kaldrananeshreppi í
Strandasýslu 16.4. 1871, d. 1.7.
1945. Guðmundur ólst upp á Höfða
og var í miðjun hópi níu systkina:
Guðjón, f. 1902, d. 1983, Jóhann
Guðbjartur, f. 1903, d. 1985, Jóna
Elíasína, f. 1904, d. 1999, Sig-
hvatur, f. 1906, d. 1987, Guðrún El-
ísabet, f. 1912, d. 2002, Hallgrímur,
f. 1914, d. 1997, Margrét, f. 1917, d.
1998 og Þórarinn, f. 1921, einn eft-
irlifandi þeirra systkina.
25. febrúar 1940 gekk Guð-
mundur að eiga Jóhönnu Guðríði
Guðmundsdóttur frá Neðri-
Hjarðardal í Dýrafirði, f. í
Fremstuhúsum í Dýrafirði 16.8.
1911, dóttir Vilborgar Eirnýjar
Davíðsdóttur, f. í Valþjófsdal í Ön-
undarfirði 15.7. 1887, d. 5.8. 1913
og Guðmundar Hermannssonar,
bónda og barnakennara sem
lengst af var búsettur í Hjarðardal
í Dýrafirði, f. í Fremstuhúsum í
Dýrafirði 25.3. 1881, d. 19.11.
1974. Guðmundi og Jóhönnu varð
fimm barna auðið sem öll eru á lífi,
Fríður, f. 1941, gift Trausta Þor-
leifssyni, Gísli Rúnar, f. 1945,
kvæntur Hrafnhildi Hilm-
arsdóttur, Jóna, f. 1948, var gift
Gunnari Benediktssyni en þau
skildu eftir 18 ára
hjónaband, nú í sam-
búð með Sigurði R.
Guðmundssyni, Vil-
borg, f. 1950, gift
Gísla Óskarssyni,
Sighvatur Dýri, f.
1953, sambýliskona
hans var Hanna
Laufey Elísdóttir en
þau skildu. Barna-
börnin eru 11 og
barnabarnabörnin
13.
Guðmundur bjó
allan sinn búskap að
Höfða í félagi við bróður sinn Jó-
hann. Síðustu 6 æviárin dvaldist
hann á Tjörn, Hjúkrunar- og dval-
arheimili á Þingeyri. Guðmundur
gekk samtals í 6 mánuði í barna-
skólann á Lambahlaði (heimild
dagbók hans)og tók þaðan fulln-
aðarpóf. Hann stundaði sjóróðra
frá fermingaraldri fram að þrí-
tugu eða lengur auk þess sem hann
sinnti öllum almennum sveitastörf-
um. Stundaði nám við Alþýðuskól-
ann á Núpi 16-18 ára. Árið 1933-
1934 stundaði hann einnig nám við
Búnaðarskólann á Hvanneyri.
Hann lærði þar nokkrum árum
seinna einnig bókfærslu og færslu
búreikninga og kenndi bændum
þau fræði. Guðmundur gegndi
mörgum trúnaðarstörfum fyrir
sveit sína svo sem forðagæslumað-
ur í áraraðir, í stjórn Sjúkra-
samlags Mýrarhrepps í mörg ár.
Mörg ár í hreppsnefnd og oddviti í
eitt kjörtímabil auk ýmissa ann-
arra félgsstarfa fyrir byggðalagið.
Frá 1967 – 1986 var hann spari-
sjóðsstjóri Sparísjóðs Mýrhrepp-
inga, sem var til húsa á Höfða.
Guðmundur verður jarðsunginn
frá Mýrarkirkju í Dýrafirði í dag
og hefst athöfnin klukkan 14.
Elsku afi, meðal ánægjulegustu
stunda barnæsku minnar var tím-
inn í sveitinni hjá þér og ömmu að
Höfða.
Sérstaklega minnisstæð voru þau
mörgu jól er við áttum saman.
Mín fyrsta minning af þér er við
störf í fjósinu, mjólkandi kýrnar
uppá „gamla“ mátann. Skemmtileg
upplifun var það fyrir ungan dreng
að fylgjast með og hjálpa til við bú-
skapinn, þó svo mig hafi skort
nokkra vetur til.
Önnur minning greipt í huga mér
er hve löngum stundum þú dvald-
ir við skrifborðið. Það var ekki
fyrr en seinna að ég lærði hve
mörgum skyldum þú gegndir í
þágu samfélagsins.
Hvíl í friði elsku afi minn og
eigðu þessa stöku í kveðju skini.
Nú er kvölda fer að lokum,
og sólinn hnígur bak hárra fjalla jarð-
ar.
Hugurinn leitar og vötnin renna,
aftur til lífs þíns (Dýra) fjarðar.
Jóhann V. Gíslason.
Guðmundur Kristján
Gíslason✝ Einar Jóhanns-son fæddist í
Indriðakoti undir
Eyjafjöllum 4. febr-
úar 1934. Hann lést
á Hjúkrunarheim-
ilinu Vífilsstöðum
23. september síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Jóhann
Bjarnason og Þór-
unn Guðjónsdóttir.
Systir hans er Jóna
Sigurðardóttir,
maður hennar er
Kristinn Auð-
unsson.
Einar kvæntist Antoníu Björns-
dóttur árið 1957, þau skildu árið
1971, þau eiga tvö börn, þau eru
1) Aðalheiður
Birna, gift Her-
manni Inga Ingólfs-
syni, börn þeirra
eru Antonía, Helga
og Einar. 2) Jóhann
Þór, kvæntur Her-
dísi Jakobsdóttur,
börn þeirra eru
Hafþór, Jóhanna
Sif, Ásta og Þórunn.
Einar kvæntist
aftur 1974 Erlu Sig-
urðardóttir, hún
átti fjögur börn frá
fyrra hjónabandi,
þau skildu árið 1981.
Útför Einars verður gerð frá
Seljakirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 15.
Hann faðir okkar ólst upp í
Indriðakoti undir Eyjafjöllum
fyrstu árin við hefðbundin sveita-
störf hjá ömmu og afa. Þröngt var í
búi, eins og hjá flestum á þessum
tíma.
Þó sagði amma að hann hefði ein-
hvern tímann eignast reiðhjól og
áður en hún vissi var hann búinn að
taka það alveg í sundur, laga það
sem laga þurfti og setja saman aft-
ur. Það var því snemma ljóst hvert
hugur hans stefndi, hann hafði unun
að öllu sem sneri að vélum og tækj-
um. Síðar flutti fjölskyldan til
Reykjavíkur og fór pabbi í Iðnskól-
ann í Reykjavík. Oft er gaman að
rifja upp gamla tíma og skemmtileg
er viðverubókin frá vetrinum 1952–
1953. Greinilegt er að strangur agi
var í skólanum og þurftu nemendur
bæði að láta heimilisfeður og meist-
ara kvitta fyrir í bókina. Einnig áttu
nemendur að gæta bókarinnar vel
og hún er enn sem ný. Í formála
segir orðrétt: „Ef bókin týnist eða
verður svo óhrein að ósæmilegt sé,
verður nemandinn að kaupa nýja
bók fyrir 2 krónur.“
Námið átti vel við hann og það
var öllum ljóst að hann var með af-
brigðum handlaginn, það lék allt í
höndunum á honum.
Pabbi útskrifaðist með meistara-
próf í vélvirkjun árið 1956. Síðan fór
hann í Vélskóla Íslands og tók þar
öll réttindi sem hægt var að taka til
vélstjórnar. Hann ætlaði samt aldr-
ei á sjó, að hans eigin sögn, en
skrapp í einn afleysingatúr og var á
sjó í 30 ár. Lengi var hann vélstjóri
á síðutogurum, en síðasta starf
hans, sem vélstjóri, var yfirvélstjóri
á skuttogaranum Viðey RE6. Hann
tók við skipinu nýju og dvaldi lang-
dvölum í Póllandi meðan verið var
að smíða skipið. Pabbi eignaðist
marga góða vini til sjós og vél-
stjórastarfið átti hug hans allan.
Hann var þó orðinn leiður á þeirri
fjarveru sem sjómannsstarfið krafð-
ist og talað oft um að fá sér vinnu í
landi. Loks kom að því að hann
hætti til sjós og gerðist sinn eigin
herra í landi. Hann keypti sér
sendibíl og hóf akstur á nýrri stöð,
Greiðabílar hf. Þá var uppgangur í
sendibílaakstri og keyrði hann helst
dag og nótt, vildi helst ekki sofa.
Það var ekki fyrr en hann kom í
land að við systkinin náðum meira
og betra sambandi við hann, því við
höfðum lítið séð hann fram að því,
hann var alltaf á sjónum. Hann naut
þess greinilega að vera kominn í
land. Honum fannst gott að koma í
mat til okkar, enda var hann mat-
maður mikill. Einn af hans siðum
var að leggja sig eftir matinn, og ef
hann var ekki vaktaður sérstaklega
var hann kominn í sófann í stofunni
og farinn að draga ýsur. Þetta er
eitthvað sem allir vinir hans þekkja
líka.
Honum fannst einnig gott að
koma upp í Kjós til Birnu og Her-
manns, taka þátt í heyskap, eða
bara koma í kaffi. Eitt sinn var
hann í heyskap þegar lega í hey-
vagni fór. Þá var hann betri en eng-
inn og tókst með lagni að raða leg-
unni saman og framkvæma
bráðabirgðaviðgerð sem dugði til að
koma heyi í hlöðu. Já, oft var gott
að leita ráða hjá honum þegar
þurfti að gera við eitthvað. Hann
var sérstaklega laginn við bílavið-
gerðir og gerði margan bílinn upp.
Allir bílar hans voru honum líka
sérstaklega kærir, hann hugsaði
alltaf mjög vel um þá, þeir voru allt-
af tandurhreinir og stífbónaðir.
Ekki mátti koma rispa eða smá-
beygla á bílinn, þá leið honum illa
og bíllinn var settur í stand hið
fyrsta. Árið 2004 fór að bera á
sinnuleysi gagnvart bílnum og þá
vissum við að eitthvað mikið var að.
Það var einnig farið að bera tölu-
vert á minnisleysi og kölkun. Ekki
er hægt að segja að faðir okkar hafi
lifað sérstaklega heilsusamlegu lífi.
Hann stundaði enga hreyfingu,
reykti alltaf pípu og þá helst Prince
Albert og borðaði allt sem boðið var
upp á, feitt kjöt var í sérstöku uppá-
haldi. Við munum alltaf sæta góða
píputóbaksilminn. Þar á ofan fannst
honum ekkert leiðinlegt að
skemmta sér. Hann átti það til að
„fá sér í könnu“, eins og hann kall-
aði það, með félögunum. Hann var
engum til ama þegar á þessu gekk,
var bara heima með vinum sínum.
Við fylgdumst með og ef kannan
var sérstaklega stór fórum við og
skökkuðum leikinn, pabbi var feg-
inn. Svolítill stríðnispúki var oft í
honum og hann átti marga frasa
sem hann notaði. Hann sagði til
dæmis „ég heiti það sem konur vilja
ekki vera“ þegar það átti við. Hann
hugsaði ekki jafn vel um eigin
ásýnd og bílana sína.
Það var því stundum brugðið á
það ráð að „fylgja“ honum í fata-
verslanir, þá sagði hann alltaf við
afgreiðslumanninn „eru til föt á full-
vaxna karlmenn hérna?“ því ekki
fannst honum hann vera í yfirstærð.
Hann var ekki maður margra
orða og var oft ansi djúpt hugsandi.
Hann hafði góða nærveru og oft var
þægilegt að sitja með honum í
þögninni. Hann var oftast sjálfum
sér nægur og bjó einn í Krumma-
hólum síðustu 20 árin. Ef okkur
fannst vera langt liðið frá því við
heyrðum í honum var hringt í hann
og sagt sem svo, að það væri ekkert
sérstakt, en við værum aðallega að
athuga hvort hann væri lifandi. Þá
sagði hann, „jæja, er nú verið að at-
huga með arfinn“.
Við höfum leitast við að draga
fram það sem einkenndi föður okk-
ar sem persónu, hann var okkur
mjög kær og er sárt saknað.
Þegar hann var allur kom í hug-
ann setning sem aldavinur hans
sagði fyrir mörgum árum, „ég hef
aldrei heyrt Einar segja styggð-
aryrði um nokkurn mann“. Þetta
kom fyrst á óvart, en þegar hugsað
var til baka, höfðum við aldrei
heyrt hann tala illa um neinn. Hann
var alltaf góður við okkur börnin og
barnabörnin sín, við gátum alltaf
leitað til hans, það kom ekki einu
sinni fyrir að hann væri með leið-
indi við okkur.
Það hlaut að koma að því að lík-
aminn svaraði fyrir lífernið langt
fyrir aldur fram. Faðir okkar fékk
slæmt hjartastopp haustið 2004, var
endurlífgaður og lá lengi milli
heims og helju. Svo hjarnaði hann
við, en hlaut varanlegan heilaskaða.
Eftir endurhæfingu, sem ekki skil-
aði árangri, fékk hann inni á hjúkr-
unarheimilinu á Vífilsstöðum. Þar
var hugsað virkilega vel um hann
og kunnum við öllum sem hlúðu að
honum þar okkar allra bestu þakk-
ir. Framan af leið honum vel, þó
vissi hann ekkert hvar hann var eða
hvers vegna. Hann var alltaf á leið-
inni á sjóinn, en fæturnir sviku
hann stundum og hann datt oft
mjög illa.
Þótt við systkinin vissum hvernig
þetta yrði, var samt hörmulegt að
fylgjast með hvernig hann hrörn-
aði. Síðustu vikurnar var eins og
líkaminn gæfist endanlega upp og
hrörnunin náði yfirtökunum. Þá fór
hann fyrst að kvarta yfir verkjum
um allan skrokk og að lokum var
hann settur á líknandi meðferð. Síð-
ustu 3 dagana svaf hann nánast og
fékk að lokum hægt andlát. Hann
var örugglega hvíldinni feginn.
Út á hinsta ólgu
sjó ýti ég frá vörum.
Fæ mér nesti og nýja skó
nú er ég á förum.
(Stefán Stefánsson.)
Elsku pabbi, við kveðjum þig
með sárum söknuði, takk fyrir okk-
ur
Jóhann og Birna.
Einar Jóhannsson
✝ Haraldur Krist-insson fæddist í
Reykjavík 20. júní
1915. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Eiri 24. september
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Kristinn Árnason, f.
23. október 1885, d.
9. mars 1966 og
Guðbjörg Árnadótt-
ir 9. febrúar 1881, d.
28. september 1961.
Systkini Haraldar
eru Sigmar, f. 31.
október 1909, d. 3. mars 1978,
Unnur, f. 12. ágúst 1912, d. 27. júlí
1932, Elín, f. 15. maí 1917, d. 28.
janúar 1958, Áslaug, f. 7. janúar
hluta ævinnar, ásamt eiginkonu
og fjölskyldu. Seinni árin dvöldu
þau hjónin mikið hjá Ernu dóttur
sinni í Ástralíu en eftir lát Unnar
elstu dóttur þeirra ættleiddi Erna
drengina hennar og ólust þeir upp
hjá henni. Síðustu árin dvaldist
Haraldur á hjúkrunarheimilinu
Eiri og í umsjá fósturdóttur sinnar
Sigrúnar.
Haraldur starfaði mestan hluta
ævi sinnar sem kaupmaður og rak
hann verslun Haraldar Krist-
inssonar við Mánagötu og Bar-
ónsbúð á horni Barónsstígs og
Hverfisgötu. Einnig starfaði Har-
aldur hjá heildversluninni Krist-
jánsson hf. um skeið. Síðustu
starfsár sín vann hann hjá Raf-
magnsveitu Reykjavíkur og inn-
heimtudeild Ríkisútvarpsins.
Haraldur verður jarðsunginn
frá Dómkirkjunni í dag og hefst
athöfnin klukkan 11.
1920, d. 17. maí 1999,
og Helga, f. 16. maí
1922.
Haraldur kvæntist
15. janúar 1944 Ás-
dísi Kristjánsdóttur,
f. 12. júní 1919, d. 18.
febrúar 1992. Þau
eiga tvær dætur og
eina fósturdóttur:
Unnur Árný, f. 13.
ágúst 1946, d. 18.
febrúar 1985, Erna,
f. 24. apríl 1952 og
Sigrún Greta Magn-
úsdóttir, f. 19. maí
1957. Afabörnin eru átta og lang-
afabörnin fimm.
Haraldur ólst upp á Bragagötu
30 í Reykjavík og bjó þar mestan
Góðar minningar leita á hugann
þegar ég nú úr fjarlægð kveð Halla,
sem giftur var Ásdísi móðursystur
minni og uppáhaldsfrænku. Þar við
bætist að Halli var bróðir Áslaugar,
sem giftist Bjarna móðurbróður
mínum og uppáhaldsfrænda, þannig
að tengsl okkar urðu eins mikil og
við værum náskyld og þá ekki síður
vegna þess að öll bjuggum við í
sama húsi við Bragagötu um tíma.
Þar átti ég öruggt athvarf á þeim ár-
um þegar þess var mest þörf. Hugur
minn er fullur þakklætis fyrir að
hafa þá átt Halla að og fyrir það sem
hann gerði fyrir mig á þeim árum
þegar ég þurfti mest á því að halda.
Halli fékk að lifa löngu og góðu lífi
og lengst af með Ásu sinni, sem
veitti honum mikla gleði og um-
hyggju meðan henni entist ævi. Ég
átti yndisleg ár í fjölskylduhúsinu á
Bragagötu 30 sem Halli og Bjarni
byggðu í sameiningu fyrir fjölskyld-
ur sínar. Þar átti ég mitt herbergi
hjá Ásu og Bjarna og þaðan eru
mínar bestu minningar frá unglings-
árunum. Væntumþykjan, öryggið og
dekrið í þessu húsi er ólýsanlegt.
Þarna voru afar og ömmur, frænkur
og frændur, sem kunnu að láta ung-
lingsstelpu finna að hún væri ein-
hvers virði.
Halli rak í mörg ár verslun við
Mánagötu, og var mjög vinsæll
kaupmaður, ekki síst hjá börnunum
í hverfinu. Því kynntist ég þegar ég
byrjaði að vinna hjá honum í búðinni
á sumrin, 12 ára gömul. Þessi vinna
eins og allt annað sem Bragagötu-
fólkið veitti mér gerði mér mikið
gott og kenndi mér margt.
Halli og Ása eignuðust tvær dæt-
ur, þær Unni og Ernu, sem báðar
giftust til útlanda eins og við sögð-
um sem vildum halda þeim áfram
hér á landi. Unnur flutti til Banda-
ríkjanna og Erna til Ástralíu. Halli
og Ása fengu þá kærkomið tækifæri
til að ferðast og við hér heima feng-
um að heyra litríkar sögur af æv-
intýralegum atburðum og ferðalög-
um með fjölskyldum dætra þeirra.
Halli naut sín vel á ferðalögum á
þessum árum og ekki síður er heim
var komið og frásögnin hófst.
Það var mikið áfall þegar Unnur
lést frá tveimur ungum sonum sínum
38 ára gömul. Erna og John Moore
maður hennar tóku þá við og ólu
drengina upp sem sín börn. Þau
hjónin hafa áunnið sér aðdáun og
virðingu allra sem með hafa fylgst og
þekkja þá baráttu sem þau þurftu að
heyja fyrir velferð drengjanna. Hafi
þau bæði hjartans þökk fyrir.
Halli missti Ásu konu sína 1992 og
engum duldist að missir hans var
mikill. Hann var þó ekki einn eftir
hér á landi því hér átti hann sér
verndarengil sem er Sissý, Sigrún
Magnúsdóttir, en hún er uppeldis-
dóttir Halla og Ásu. Sigrún og Jón
maður hennar hafa sinnt Halla af
slíkri elsku og nærgætni að aðdáun
hefur vakið hjá öllum sem með fylgd-
ust og ekki síst síðustu og erfiðustu
árin hans.
Elsku Erna, Sissý og fjölskyldur.
Við Varði sendum samúðarkveðjur
til ykkar allra um leið og við þökkum
fyrir allt og allt sem Halli gerði fyrir
mig og mína.
Með kærri kveðju,
Inga Rósa.
Haraldur Kristinsson