Morgunblaðið - 29.09.2006, Síða 45

Morgunblaðið - 29.09.2006, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2006 45 ✝ Guðbjörg Þor-kelsdóttir fædd- ist á Hólmavík hinn 5. mars 1929. Hún lést á Dvalarheim- ilinu Grund hinn 23. september síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Þorkell Jónsson frá Fitjum í Hrófbergshreppi í Strandasýslu, f. 21.7. 1898, d. 6.8. 1997, og Ingibjörg Magnúsdóttir frá Kleifum í Kaldbaks- vík, f. 15.4. 1899, d. 26.12. 1982. Guðbjörg átti einn bróður, Ragn- ar, f. 7. 8. 1931, d. 18.1. 1994. Ragnar átti sex börn með konu sinni Margréti Karlsdóttur, þau eru: Ingibjörg, f. 17.11. 1954, maki Kashma Owen Mohamed, þau eiga tvö börn og eitt barna- barn; Sigurbjörg, f. 18.12. 1955, maki Einar Emil Einarsson þau eiga eitt barn og tvö barnabörn; Þorkell f. 12.6. 1957, Haraldur Rúnar, f. 5.11. 1960, Helgi Már, f. 6.2. 1964, maki Jennifer Choen, þau eiga þrjú börn; og Arnar, f. 25.7. 1966. Fóst- ursonur Ragnars er Kristján Daníelss- son, f. 25.1. 1953. Guðbjörg vann á Hólmavík við al- menn fisk- vinnslustörf og í rækju eftir því sem til féll. Hún bjó í for- eldrahúsum alla sína ævi og fluttist með foreldrum sínum frá Hólmavík þar til þau brugðu búi 1975 og settust að í Hveragerði á Dvalarheimilinu Ási þar sem þau bjuggu út af fyrir sig þar til heilsan brast. Eftir að þau féllu frá var Guð- björg vistmaður þar til síðustu stundar. Útför Guðbjargar verður gerð frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Gugga frænka er farin í ferðina löngu og ég er alveg viss um að hún leiðir nú foreldra sína og bróður al- sæl og brosandi út að eyrum. Ég man hana alltaf skríkjandi af kæti en við hittumst reyndar alltaf við gleðilegar aðstæður eins og heimsóknir, afmæli og fleiri fjölskylduatburði. Gugga var mjög trúuð kona og hafði gaman af sálmasöng og messum og reyndar allri tónlist yfirleitt. Aðaláhugamál hennar voru þó litlu börnin hennar eða dúkkurnar sem hún prjónaði og bjó til föt á. Það var kannski bara lítill dúkkuhaus sem hún bjó til búk á og hendur og fætur og svo klæddi hún hana listilega upp á. Hún annaðist þær vel og það sem hún bjó til á þær var ekki bara ein- hverjar peysur heldur falleg sett og kjólar. Hún lagði mikla alúð við þær á meðan heilsan leyfði, raðaði þeim upp og dútlaði við þær og engin þeirra lá nokkurn tíma á gólfinu. Gugga var mjög glaðlynd og hlát- urmild þótt hún ætti sínar erfiðu stundir og þykknað gæti í henni. Hún gladdist yfir litlu og gaman var að gantast við hana því það kunni hún vel að meta og léttist þá á henni brúnin. Gugga var vistmaður á Dval- arheimilinu Ási síðastliðin 30 ár og líkaði henni vistin þar vel, þótt hún væri orðin mikill einstæðingur síð- ustu árin eftir að báðir foreldrar hennar voru fallnir frá. Ég kveð þessa frænku mína og nöfnu hinsta sinni og bið henni Guðs blessunar. Guðbjörg Ingimundardóttir. Guðbjörg Þorkelsdóttir Elsku frændi, skrýtið að hugsa til þess að á næsta af- mælisdaginn okkar komi enginn eldhress Helgi frændi í heim- sókn til mín. Hvern og einn einasta 5. maí hingað til hafðir þú neyðst til að kíkja í heimsókn til mín, því að fyrir næstum 16 árum misstir þú út úr þér við mömmu: ,,Drífa, ef þér tekst að eiga barnið á af- mælisdaginn minn skal ég mæta samviskusamlega í öll afmæli hjá því.“ Og viti menn, það tókst henni. Ég reikna fastlega með að þetta hafi verið sagt í gríni, en samt stóðst þú við þetta öll árin. Mættir alltaf hress og kátur með rós í hendinni eldsnemma að morgni 5. maí, til þess að smella á mig kossi og sötra rótsterka kaffið hennar mömmu í eldhúsinu. Sagðir svo tíu sinnum að þú yrðir að fara að drífa þig heim og á eftir fylgdi: ,,Ég ætlaði nú bara að stoppa stutt en þið talið svo mikið!“ Minntir mig svo á, þar sem þú stóðst í úti- Helgi Hallgrímsson ✝ Helgi Hall-grímsson fædd- ist á Húsavík 5. maí 1950. Hann lést 18. september síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Ak- ureyrarkirkju 28. september. dyrunum, loksins á leiðinni heim frá mál- glöðu mæðgunum, að þegar ég yrði tvítug myndum við halda stórt afmæli saman. Ég verð víst að sætta mig við að ekkert verði úr þeim áform- um. Þín verður sárt saknað hinn 5. maí 2011, Helgi minn. Alla afmælisdagana okkar héðan í frá ætla ég að kveikja á kerti til minningar um þig, frænd- ann sem mætti alltaf í afmælið mitt. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur til Helgu, Siggu Helga, Steinþórs, Siggu Svönu, Arnars og allra hinna sem misstu Helga hinn 18. september síðastliðinn. Hvíl í friði. Ásta Ísfold Jónasardóttir, litla frænka. Á lífsleiðinni mætir maður mörgu og ólíku fólki. Sumir fara með hægð og láta ekkert endilega bera á sér en fyrir öðrum fer meira. Þannig er það í morgun- sundinu í Sundlaug Akureyrar. Starfsmenn Sundlaugarinnar taka mismikinn þátt í því spjalli sem tekið er upp. Helgi Hallgrímsson var einn þeirra sem fór með hægð og hógværð, hélt á „bókinni“ og skráði mælingar eins og honum var uppálagt. Þegar minna var um í lauginni gaf hann sig á tal við þá sem hann þekkti, fór með vísur frá ýmsum tímum, rifjaði upp skop- sögur af sínum gamla heimavelli á Húsavík eða nefndi nýjustu fréttir úr pólitíkinni. Sjálfur kynntist ég Helga lítið eða ekkert á sveitaböllum í Þing- eyjarsýslu, ég man eftir honum einkum vegna þess að ég kynntist nokkrum jafnöldrum hans á Húsa- vík nánar. Helgi spilaði fótbolta og fylgdi þeim hópi stráka sem lét talsvert í sér heyra líka á böllum. Þau ár sem við bjuggum á Húsavík minnir mig að Helgi hafi verið hættur að baka og fluttur til Nor- egs. Í Ósló gengum við hjónin síð- an löngu seinna fram á gula Lödu með Þ-númeri þar sem henni var lagt í stæði nærri miðborginni. Já, „Helgi Hallgríms hér.“ Síðan kem- ur allt annað tímabil. Bensi er skólastjóri og fjölskyldan býr á Brekkunni, Arnar kom í Barna- skóla Akureyrar, Helgi fór að vinna í sundlauginni. Stelpurnar okkar kynnast Helga þar sem „fín- um kalli sem tók vel á móti sum- arkrökkunum“ og af því að Sigrún hefur síðan varið afar löngum tím- um í Sundlaug Akureyrar við æf- ingar auk sumarvinnu þá hefur Helgi orðið hluti af heimsmyndinni í okkar fjölskyldu eins og sund- laugarfólkið og fastagestirnir allir meira og minna. Við vitum ekki hvað bærist und- ir hæglátu fasi en við skiljum að þegar einstaklingar hverfa svo skyndilega þá hefur ekki séð til lands. Góður hugur okkar vakir yf- ir minningu Helga Hallgrímssonar. Ég og fjölskylda mín sendum ástvinum Helga innilegar samúð- arkveðjur og ég veit að ég mæli einnig fyrir munn fastagesta í Sundlaug Akureyrar þegar ég óska þess að þau finni huggun og styrk í sorg sinni. Benedikt Sigurðarson. Snær Jóhannesson ✝ Snær Jóhann-esson fæddist í Haga í Aðaldal í Suður-Þingeyj- arsýslu 10. nóv- ember 1925. Hann andaðist á Landspít- ala – háskólasjúkra- húsi aðfaranótt 13. september síðastlið- ins og var útför hans gerð í kyrrþey 22. september. væringar milli hægri og vinstri afla í þjóð- félaginu. Iðnnema- samband Íslands var nýstofnað og í gegnum þau samtök hófum við Snær okkar fyrstu verkalýðsbaráttu. Við sáum um að koma út blaði samtakanna og eftir að Snær hafði lokið námi og var far- inn að vinna sem bók- bindari var hann mér mjög hjálpsamur og góður leiðbeinandi í þessu útgáfustarfi. Hann útvegaði mér ýmislegt efni, skrifaði jafnvel smásögu undir dulnefni og einu sinni samdi hann grein um lífið í Iðnskól- anum. Sú grein hafði svo mikil áhrif í fjölmiðlaheiminum að glefsur úr henni voru birtar á forsíðu dagblaðs- ins Tímans. Allt frá þessum fyrstu kynnum mínum af Snæ Jóhannessyni var vin- átta okkar bundin tryggðaböndum. Hann var ljóðelskur maður, sagði skemmtilega frá og hafði þann ein- staka eiginleika að geta glætt frá- sögnina einhverjum dularmætti, sem var sambland af húmor og alvöru. Snær vann ekki lengi við bókband. Á atvinnuleysisárunum eftir 1950 gerðist hann birgðavörður í Prent- smiðjunni Eddu. Samband okkar var því áfram nokkuð náið því stutt var á milli fyrirtækjanna. Það var hinsveg- ar eftir 1980 sem samverustundun- um fjölgaði en þá hóf ég störf í næsta nágrenni við hann. Snær var þá bú- inn að vera alllengi hjá Fornbóka- versluninni Bókinni, sem um þetta leyti var á Laugavegi 1. Þar undi Snær sér vel í samstarfi við Gunnar Valdimarsson og var þetta einn skemmtilegasti tími sem ég hef átt. Við hittumst oft í hádeginu og alltaf var hann sami góði félaginn og tilbú- inn að veita manni allar þær upplýs- ingar sem mann vantaði um bækur og útkomu þeirra. Hann var fjöl- menntaður á þessu sviði og mörgum bókelskandanum kynntist maður í gegnum Snæ á þessum fjölsótta menningarstað á Laugavegi 1. Oft var boðið í kaffi og meðlæti og stund- um hafði Birna kona hans komið með pönnukökur eða kleinur. Þá var oft glatt á hjalla og talið barst að bókum eða bókamönnum eða spjallað var um góðu gömlu dagana. Um leið og ég enda þessi orð mín vil ég þakka honum innilega fyrir þá samfylgd sem við höfum átt, hún var ógleymanleg og ég sakna hans sárt. Ég vil votta Birnu konu hans, Mjöll dóttur þeirra og öllum vandamönn- um mína dýpstu samúð. Svanur Jóhannesson. Þegar ég minnist stéttarbróður míns og vinar Snæs Jóhannessonar, reikar hugurinn aftur til þess tíma þegar við vorum báðir við nám í Reykjavík um miðja síðustu öld. Snær nam þá bókband í Prentsmiðjunni Eddu og var kominn örlítið lengra í námi en ég, enda fullorðinn maður og fjórum árum eldri. Fundum okkar bar fyrst saman í fundaherbergi Iðnnema- sambands Íslands á Hverfisgötu 21 í Reykjavík. Tilefnið var að halda fund í nýstofnuðu Félagi bókbandsnema. Snær var formaður þessa litla félags, en í því voru aðeins tólf félagar. Ég tók strax eftir því að hann hafði sér- staklega góða nærveru þessi hægláti og viðfelldni maður og varð okkur fljótt vel til vina. Á þessum árum var hugsjónin um betri og lífvænlegri heim ofarlega á baugi hjá mörgum, ekki síst hjá stétt eins og iðnnemum, sem varla höfðu í sig og á. Þannig var ástatt hjá okkur Snæ. Hann hafði komið norðan úr Aðaldal og ég frá Hveragerði. Nemar sem komu utan af landi voru í ennþá verri aðstöðu en þeir sem áttu heima í Reykjavík og bjuggu hjá foreldrum sínum. Og yf- irleitt var það þannig þá að ungt fólk varð að kosta sig sjálft til náms og ekki var í neina sjóði að sækja eins og seinna varð. Kröfur okkar voru því reiddar fram af nauðsyn. Þetta var í lok fimmta áratugarins og miklar Ég var á heimleið úr Tungnaréttum, ásamt fleiri Sörla fé- lögum, þegar fréttin barst um að það hafi verið Magnús „Dadú“ Magnússon sem varð fyrir bílnum á suðurlandsvegi daginn áður. Magn- ús náði ekki heim úr réttum. Það var mikil depurð og söknuður okkar Sörlafélaga við þessa frétt. Magnús var einstakur vinur minn, sannur, hlýlegur og allra manna hugljúfi. Við Maggi lögðum á ráðin í vor, þegar við hittumst í kaffi á vinnustað hans hjá Frumherja, en við vorum með áætlanir um að hóa saman samferðafólki okkar sem átti heima í verkamanna bústöðunum við Hringbrautina árin 1955-1960. Við vorum einnig með áætlanir um hestaferð okkar sem erum með hesta í Tungunum og þeirra sem eru með hesta við Selfoss. Þessum markmiðum náðum við ekki að hrinda í verk, en þau voru komin á blað. Það var oft gaman hjá okkur í útreiðatúrum en ég minnist sérstaklega ferðarinnar sem við Sörlafélagar fórum á Kjöl fyrir nokkrum árum og svaf ég í koju í sama herbergi og Maggi. Hann hraut þvílíkt að glumdi í öllu og var mikið gantast með hroturnar í Magga eftir þá ferð. Magnús hafði einstaklega gaman af því að syngja enda með mikla og tæra tenor rödd en í ferðum okkar var oft tekið hraustlega á því. Ég kveð Magnús með söknuði og bið þess að Sigga og fjölskyldan fái styrk til þess að tak- ast á við það tómarúm sem myndast. Kristinn Arnar Jóhannesson. Sviplegt fráfall Magnúsar er okk- ur félögum hans í badminton- klúbbnum „Vinir Dalla“ mikið áfall. Magnús Magnússon ✝ Magnús Magn-ússon pípulagn- ingameistari og lög- reglumaður fæddist í Hafnarfirði 24. júní 1945. Hann lést af slysförum laug- ardaginn 16. sept- ember og var jarð- sunginn frá Víðistaðakirkju 26. september. Maggi „Smass“ var stofnfélagi í þessu gengi sem hittist tvisvar í viku, tvo tíma í senn yfir vetrartím- ann. Rúmlega 4 klukku- tímar í viku fór í hörkubaráttu á vellin- um og kepptumst við að vinna hvern annan. Öll úrslit samvisku- samlega skráð og menn kepptust við að bæta sig. Við litum flestir svo á að bad- mintonið væri kjörin íþrótt til að fá útrás fyrir hreyfiþörf, árásargirni, metnað og kappsemi sem best væri að veita í þennan saklausa og holla farveg. Það var alltaf sama tilhlökk- unin að koma á svæðið og iðka þessa skemmtilegu íþrótt. Flestir okkar hafa iðkað þessa íþrótt í 30-40 ár og Magnús var þar engin undantekning enda var hann bæði sleipur og með gríðarlega reynslu. Viðurnefnið „Smass“ þarf ekki að útskýra fyrir neinum. Magn- ús var liðtækur í sjálfboðaliðsvinnu þegar TBR húsið við Gnoðavog var byggt en það var mikil lyftistöng fyrir starfsemi félagsins. Magnús hafði fyrir nokkrum ár- um flutt austur fyrir fjall til að sinna hinni ástríðunni, sem voru hestarn- ir. Hann taldi ekki eftir sér að keyra á milli til að sinna dagvinnunni og komast svo í sveitasæluna á kvöldin og þá gjarnan með viðkomu áður hjá okkur félögunum í TBR. Við félagarnir í „Vinir Dalla“ vilj- um þakka Magnúsi ótal samveru- stundir og vitum að skarðið verður ekki auðveldlega fyllt og hans verð- ur sárt saknað. Fjölskyldu Magnús- ar sendum við okkar dýpstu sam- úðarkveðjur. Agnar Ármannsson, Daníel Stefánsson, Eiríkur Sigurðs- son, Erling Bergþórsson, Haukur Nikulásson, Jóhann Hálfdanarson, Jón Gunnar Jónsson, Kjartan Nielsen, Óskar Óskarsson, Sigurður Ámundason, Sigurþór Char- les Guðmundsson, Viðar Már Mátthíasson, Walter Lentz og Yngvi Örn Krist- insson. Ástkær móðir okkar og systir, HANNA JÓHANNSDÓTTIR, Æsufelli 4, sem andaðist á dvalarheimilinu Eir miðvikudaginn 20. september, verður jarðsungin frá Stokkseyr- arkirkju laugardaginn 30. september kl. 14.00. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Lilja Sigurðardóttir, Guðrún Sigurðardóttir, Gerður Jóhannsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.