Morgunblaðið - 29.09.2006, Síða 50

Morgunblaðið - 29.09.2006, Síða 50
Nýjasta mynd Woody Allen, Scoop, fær þrjár stjörnur í kvik- myndagagnrýni Heiðu Jóhannsdóttur. » 55 kvikmynd |föstudagur|29. 9. 2006| mbl.is Staðurstund Ólíkir tónlistarmenn standa að baki geislaplötunni Kyljum, sem byggð er á Bárðarsögu Snæ- fellsáss. » 55 tónlist Þekkir einhver manninn á myndinni? spyr Birta Björns- dóttir í pistli sínum um sýn- inguna Ókunn sjónarhorn. » 53 af listum Fyrstu ástina telur Auðunn Blöndal sennilega orðna spik- feita í Oklahoma. Hann segist þó vera ástfanginn. » 55 aðallinn Leikritið Sitji Guðs englar er byggt á vinsælum bókum Guð- rúnar Helgadóttur og fer á fjalir Þjóðleikhússins í dag. » 52 leikhús Eftir Guðjón Guðmundsson gugu@mbl.is K urt Elling er einn fremsti karlsöngvari í djasstónlist í dag og til marks um það hef- ur hann þrívegis stað- ið með pálmann í höndunum í gagn- rýnendavali hins þekkta djasstímarits, Down Beat. Honum hefur verið líkt við Al Jarreau en líka Jon Hendricks Elling byggir efnisskrá sína að mestu leyti á verkum eftir mörg af þekktustu djasstónskáldum Banda- ríkjanna og semur sjálfur texta við laglínur og sólókaflana, ekki ósvip- að og menn eins og Jon Hendricks og Mark Murphy eru þekktir fyrir. Von er á Elling til landsins og heldur hann tónleika ásamt kvart- etti sínum í Háskólabíói 30. sept- ember nk. á Jazzhátíð Reykjavíkur. Við slógum á þráðinn til Chicago þar sem Elling býr. „Ég hlakka mikið til að koma til Íslands í fyrsta sinn,“ segir Elling, sem er gríðarlega upptekinn og bókaður tónlistarmaður og kemur hingað frá tónleikahaldi í Brasilíu með millilendingu í New York. Héðan heldur hann síðan til Ist- anbúl. Ný plata í febrúar „Já, það er mikið um tónleika- ferðalög og þeim á eftir að fjölga enn frekar þegar við gefum út nýja plötu í febrúar. Ég ætla að reyna að taka mér frí í nóvember, desem- ber og hluta af janúar því þegar platan kemur út gefast engin grið.“ Platan nýja er með sömu hljóm- sveit og kemur með Elling til lands- ins, þ.e. píanóleikarinn Laurence Hobgood, Rob Amster á bassa, Wil- lie Jones og Kobie Watkins á trommum. Eftir Elling liggja sjö plötur, allar útgefnar af Blue Note. Sú fyrsta, Close your Eyes, kom út 1995, en sú nýjasta er Man in the Air, útgefin 2003 og tekin upp 2002. Það ár var Elling einmitt kjörin þriðja árið í röð fremsti karldjass- söngvarinn af gagnrýnendum Down Beat. „Ég veit ekki hvort það eitt sér tryggi mér góðan sess innan djassheimsins. Það eina sem það gerir er að spila vel á hverju kvöldi.“ Elling segir að helstu áhrifavald- ar sínir séu Mark Murphy og Jon Hendricks. „En um leið og ég minnist á þá verð ég að minnast allra hinna djasssöngvaranna. Mað- ur kemst ekki undan því að verða fyrir áhrifum.“ „Jon Hendricks beindi sjónum sínum að verkum samtíðarmanna, þ.e. Miles Davis, Horace Silver og Clark Terry. Ég beini sjónum að mönnum sem ég tel vera á há- punkti ferils síns. Listamönnum eins og Wayne Shorter og Herbie Hancock. Fyrir nokkru gerði ég reyndar texta við sóló Dexter Gord- ons. Við höfum því allir kosið að leita í brunn tónlistarmanna sem hafa eðlilega skírskotun til okkar, hver á sinn hátt. Það er því til skemmtileg og algjörlega nátt- úruleg aðgreining á því hvert við höfum beint sköpunargáfu okkar. Ég hef vissulega lært mikið af Jon Hendricks, sérstaklega á sviði rím- aðferða og hnyttni. Jon er í raun grunnurinn að því sem ég geri.“ Sjálfmenntaður í tónlist Elling hefur auk þess að semja texta við tónlist annarra sjálfur samið tónlist auk þess sem eftir hann liggur fjöldinn allur af útsetn- ingum. „Ég vinn talsvert mikið með Laurence Hobgood. Við semjum saman og útsetjum og bætum hvor annan upp. Ég er meira eða minna sjálfmenntaður í tónlist og hef lært mest af því að hlusta mikið og vera sjálfur á sviðinu. Laurence hefur djúpa þekkingu í tónfræðum. Hug- myndir mínar eru gjarnan fremur einfaldar í sniðum meðan tón- hugsun hans er flóknari. Þannig bætum við hvor annan upp og höf- um lært þekkja styrk hvors ann- ars.“ Elling hefur samið texta við þrjár af lengri lagasmíðum Wayne Shor- ter, sem hann ber djúpa virðingu fyrir. Lögin eru Night Dreamer frá sjöunda áratugnum, tónleika- útgáfan af Dolores með VSOP- kvintettinum á níunda áratugnum. „Svo gerði ég líka texta við lag af nýjustu tónleikaplötu hans með nú- verandi hrynsveit hans, en við höf- um ekki tekið það upp á plötu ennþá. Það er búið að vera athygl- isverð upplifun,“ segir Elling. Hann hefur gert texta við mörg af lögum Herbie Hancocks, eins og Eye of the Hurricane og eldri tón- smíð hans sem heitir Alone and I. „Það sem ég hef unnið að núna upp á síðkastið eru textar við sóló Dex- ter Gordons í Body and Soul sem ég tileinka fæðingu fyrsta barns míns. Ég hef líka skrifað texta við sóló Van Freemans í I like the Sunrise eftir Duke Ellington, en Freeman er einn af hinum eldri máttarstólpum djassins í Chicago. Þetta lag ætlum við að taka upp og munum sennilega flytja það á tón- leikunum í Reykjavík. Það er mikil tilhlökkun í sveitinni að koma til Ís- lands og við erum búnir að lesa okkur til um landið sem virðist vera mjög spennandi. Við náum að verja tveimur dögum til þess að skoða okkur um,“ segir Elling. Syngur sóló Shorters og Hancocks Sveifla Kurt Elling með hljómsveit sinni á tónleikum. Djasssöngvarinn Kurt Elling hefur verið kjörinn besti djasssöngvarinn af gagnrýnendum Down Beat sem segir heilmikið um manninn. Einn alfremsti djasssöngvari dagsins í dag, Kurt Elling, er gestur Jazzhátíðar í Reykjavík Eftir Kristjönu Stefánsdóttur og Guðlaugu Dröfn Ólafsdóttur HVAÐA rosalegi söngvari er þetta? Þetta flaug í gegnum huga okkar beggja þegar við heyrðum hina frá- bæru útsetningu Kurts Ellings á gamla Nat King Cole-slagaranum Nature Boy. Báðar stunduðum við nám við eina virtustu djassdeild Evrópu í Haag í Hollandi á sama tíma og er óhætt að segja að rödd og tónlist Kurts Ellings hafi verið partur af náminu okkar þar. Hann hefur verið í framlínu djasssöngv- ara á klassísku línunni í mörg ár, unnið til fjölda verðlauna og gefið út frábærar plötur sem hafa selst í bílförmum um allan heim. Hann er undir áhrifum margra þekktra söngvara en sterkustu áhrifin eru þó án efa frá Mark Murphy, svalur en svolítið hrjúfur og heitur. Hann er með ótrúlegt vald á hljóðfæri sínu og hikar ekki við að sýna allt sem hann hefur upp á að bjóða. Hann er með stórkostlega nærveru á tónleikum og er húmoristi fram í fingurgóma og sýnir það jafnt í tón- listinni sem og í kynningum sínum. Þannig að allir, jafnvel þeir sem hlusta ekki að jafnaði á djasstónlist, hafa gaman af. Það er ekkert dýrmætara en að fara á tónleika sem veita manni inn- blástur. Við stöllur lifum enn á þeim innblæstri sem við fengum á tónleikum Kurts og tríós Laurence Hobgoods þótt liðin séu nokkur ár. Kurt og Laurence eru frábært teymi þegar kemur að lagavali og útsetningum. Tónleikarnir í Há- skólabíói eru veisla sem enginn má missa af. Hvaða rosalegi söngvari er þetta?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.