Morgunblaðið - 29.09.2006, Page 54

Morgunblaðið - 29.09.2006, Page 54
54 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Stuðbandið frá Borgarnesi í kvöld Stór og fjölbreyttur sérréttaseðill öll kvöld vikunnar. www.kringlukrain.is Sími 568 0878 RONJA RÆNINGJADÓTTIR Lau 30/9 kl. 14 Sun 1/10 kl. 14 Sun 8/10 kl. 14 Sun 15/10 kl. 14 VILTU FINNA MILLJÓN? Lau 30/9 kl. 20 UPPS. Fös 6/10 kl. 20 Fös 13/10 kl. 20 Sun 15/10 kl. 20 FOOTLOOSE Í kvöld kl. 20 UPPS. Lau 7/10 kl. 20 Sun 8/10 kl. 20 Fim 12/10 kl. 20 HVÍT KANÍNA Nemendaleikhúsið frumsýnir nýtt verk eftir hópinn Í kvöld kl. 20 Lau 30/9 kl. 20 Sun 1/10 kl. 20 Fim 5/10 kl. 20 BANNAÐ INNAN 16 ÁRA. Engum hleypt inn án skilríkja. FRÍTT FYRIR 12 ÁRA OG YNGRI Börn 12 ára og yngri fá frítt í leikhúsið í fylgd með forráðamönnum* *Gildir ekki á söngleiki og barnasýnin- gar. Nánari uppl. á www.borgarleikhus.is MEIN KAMPF Í kvöld kl. 20 Lau 7/10 kl. 20 Sun 8/10 kl. 20 Lau 14/10 kl. 20 Lau 21/10 kl. 20 ÁSKRIFTARKORT Endurnýjun áskriftarkorta stendur yfir! 5 sýningar á 9.900 kr. Mein Kampf e. George Tabori Amadeus e. Peter Shaffer Fagra veröld e. Anthony Neilson Dagur vonar e. Birgi Sigurðsson Söngleikurinn Grettir e. Ólaf Hauk Símonarson, Þórarin Eldjárn og Egil Ólafsson Lík í óskilum e. Anthony Neilson Ronja ræningjadóttir e. Astrid Lind- gren Viltu finna milljón? e. Ray Cooney Belgíska Kongó e. Braga Ólafsson Manntafl e. Stefan Zweig Alveg brilljant skilnaður e. Geraldine Aron Íslenski dansflokkurinn og margt, margt fleira. Nánari uppl. á www.borgarleikhus.is www.leikfelag.is 4 600 200 Kortasala í fullum gangi! Áskriftarkort er ávísun á góðan vetur. Vertu með! Karíus og Baktus - Sýnt í Rýminu Lau. 30.sept. kl. 14 UPPSELT - 3.kortasýn. Lau. 30. sept. kl. 15 UPPSELT Lau. 30. sept. kl. 16 Aukasýning - í sölu núna Sun. 1. okt. kl. 14 UPPSELT - 4.kortasýn. Sun. 1. okt. kl. 15 UPPSELT Sun. 1. okt. kl. 16 UPPSELT Sun. 8. okt. kl. 17 örfá sæti laus - 5.kortasýn. Næstu sýningar: 15/10, 22/10, 29/10 Mike Attack - Gestasýning sýnd í Rýminu Fös. 29.sept. kl. 21 UPPSELT - 1.kortasýn. Lau. 30.sept. kl. 21 2.kortasýn. Næstu sýningar: 05/10, 06/10, 12/10, 13/10, 14/10 Mr. Skallagrímsson - leiksýning Landnámssetri í Borgarnesi LEIKHÚSTILBOÐ: Tvíréttaður kvöldverður og leikhúsmiði frá kr. 4300 - 4800 TEKIÐ Á MÓTI PÖNTUNUM frá kl. 10 til 16 mánudaga - fimmtudaga í síma 437 1600. Staðfesta þarf miða með greiðslu viku fyrir sýningardag Fimmtudagur 28/09 kl. 20 Uppselt Fimmtudagur 5/10 kl. 20 Laus sæti Föstudagur 6/10 kl. 20 Uppselt Laugardagur 7/10 kl. 20 Uppselt Sunnudagur 8/10 kl. 20 Uppselt Fimmtudagur 12/10 kl. 20 Uppselt Föstudagur 13/10 kl. 20 Uppselt Laugardagur 14/10 kl. 20 Uppselt Sunnudagur 15/10 kl. 20 Uppselt Fimmtudagur 19/10 kl. 20 Uppselt Föstudagur 20/10 kl. 20 Uppselt Laugardagur 21/10 kl. 20 Uppselt Sunnudagur 22/10 kl. 20 Uppselt Fimmtudagur 26/10 kl. 20 Síð. sýn. á árinu Uppselt Eftir Benedikt Erlingsson Sýningar í september og október FÍLHARMÓNÍA SÖNGSVEITIN Carl Orff Tónleikar í Langholtskirkju sunnudag, 1. október kl. 17 miðvikudag, 4. október kl. 20 Stjórnandi: Magnús Ragnarsson Guðríður St. Sigurðardóttir, Kristinn Örn Kristinsson Píanóleikarar: Hallveig Rúnarsdóttir, Bergþór Pálsson, Einar Clausen Einsöngvarar: Miðasala við innganginn og á www.midi.is, nánar á www.filharmonia.mi.is 6 manna slagverkssveit, Drengjakór Kársnesskóla CARMINA BURANA LEIKSTJÓRINN, handritshöfund- urinn og leikarinn Kevin Smith komst í guðatölu hjá ákveðnum hópi bíógesta eftir frumraunina Clerks. Hún var sáraeinföld og fyndin spé- spegill á lífið og tilveruna með aug- um tveggja búðarlokna í hverfis- verslun í New Jersey. Dante (O’Halloran), sá um búðina, Randal (Anderson), myndbandaleiguna við hliðina. Utan dyra, undir vegg, hímdu tveir, skaðbrenndir hass- hausar og dópsalar ásamt öflugu hljómflutningstæki. Þetta voru Jay (Mewes) og Silent Bob (Smith), út- fríkaðir Laurel og Hardy, dópnett- aðra úthverfa 10. áratugarins. Clerks er klassík, líkt og Silent Bob, persónugervingur sérhæfðs skopskyns leikstjórans, sem skrifaði og tók myndina í búðinni á horninu á æskuslóðunum í New Jersey, og leikararnir flestir vinir hans úr hverfinu. Myndin kostaði engan pening en malaði gull og Smith varð frægur og eftirsóttur. Fékk að von- um heimboð frá Hollywood, þar sem honum hefur ekki vegnað sem skyldi síðustu árin. Tími kominn til að kíkja á búðarholuna góðu og sjá hvort finnast ekki einhverjir kúnnar, reiðubúnir að kíkja inn fyrir dyrnar. Clerks II, er að vísu í lit, að öðru leyti er Smith í svipuðum sporum með Dante og Anderson í aðal- hlutverkunum, en búið er að loka gömlu sjoppunni og vinirnir komnir til starfa á skyndibitastað aðeins neðar í götunni. Nýi vinnustaðurinn breytir litlu, Dante er sá ábyrgi, á leiðinni að gifta sig, Randall er sami klámkjafturinn, móðgandi viðskipta- vinina, en báðir hafa elst og Randall er orðinn kaldhæðnari og fær áminningu um rislága þjóðfélags- stöðuna þegar gamall skólabróðir rekur inn nefið. Í hópinn hefur bæst drengundrið Elias (Fehrman), og út undir vegg hanga lúðarnir Jay og Silent Bob Það er ekki mikið um framhaldið að segja, kunnuglegt flest, kvenna- mál Dantes í mikilli óreiðu sem fyrr, brandararnir klúrir og jafnan á mörkum siðseminnar. Viðundrið Elias kemur með möguleika á nýjum hliðum neðanmittisbrandarana, er vel nýttur og veitir ekki af. Merk- asta viðbótin er Dawson í hlutverki rekstrarstjóra staðarins. Hún kem- ur með jarðbundið mótvægi við ærslafganginn og gefur honum víð- ari merkingu. Lokaatriðið með asnanum og eiganda hans er svo yfirgengilegt að enginn ætti að þurfa að bregða undir sig betri fætinum, en er fullkomlega ófyndið og lukkast ekki að ganga fram af gestinum, sem er ætlunin Smith er bestur við að gera kald- hæðnisklegt grín að tilgangsleysinu og andlegri niðurníðslu sem vill fylgja áhyggjum af því að hafa siglt í strand og ekki haft nennu til að ýta farinu á flot. Smith hefur þó minnk- andi fyrirlitningu á veraldlegri vel- ferð og lífsgæðakapphlaupi og ekki frítt við bóli á alvarlegum hugarfars- breytingum hjá undirmálsmönn- unum hans í myndarlok. Við fáum örugglega að sjá hvernig þeim vegn- ar, svona á að giska um 2018. Búðarlokum vex ásmegin KVIKMYNDIR Smárabíó, Borgarbíó Akureyri Leikstjóri: Kevin Smith. Aðalleikarar: Bri- an O’Halloran, Jeff Anderson, Rosario Dawson, Jason Mewes, Trevor Fehrman, Jennifer Schwalbach. 98 mín. Bandaríkin 2006. Clerks II Smith „Í guðatölu hjá ákveðnum hópi bíógesta eftir frumraunina Clerks.“ Sæbjörn Valdimarsson KVIKMYNDIN Harsh Times segir frá fyrrum hermanni sem rásar af beinu brautinni eftir herskylduna. Hann leiðist út í glæpi ásamt besta vini sínum. Það er Christian Bale sem fer með hlutverk hermannsins fyrrverandi en í öðrum helstu hlutverkum eru Freddy Rodriguez (Six Feet Under) og Eva Longoria (Desperate House- wives). Leikstjóri myndarinnar er David Ayer en hann er jafnframt handrits- höfundur. Þetta er frumraun hans í leikstjórn en hann á að baki handrit mynda á borð við Training Day, U-571 og The Fast and the Furious. Harsh Times er frumsýnd í Sam- bíóunum í dag. Frumsýning | Harsh Times Erfiðir tímar Glæpamaður Christian Bale fer með hlutverk fyrrverandi hermanns. Fréttir í tölvupósti Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.