Morgunblaðið - 24.01.2007, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.01.2007, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2007 9 FRÉTTIR                    !" "#!! $" %! & $ &% &$' # & ()!  '*! + ,-- . #!&/"' %! & 0'#*& ,, + ,-1 % (20 + 0# 343 13-- + 555  67 Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Allt á hálfvirði á stórútsölunni XSTREAM DESIGN AN 07 01 003 Fjörður • Hafnarfirði • 565 7100 TÆPLEGA fjörutíu sóttu um starf forstjóra Umhverfisstofnunar. Dav- íð Egilson, núverandi forstjóri, mun gegna því starfi þar til nýr forstjóri hefur verið ráðinn. Umsóknarfrestur um starfið rann út 22. janúar. Eftirtaldir sóttu um: 1. Andri Sveinsson, lagerstjóri 2. Auður G. Sigurðardóttir, vefumsjónarstjóri 3. Ágúst Bjarnason, fjármálastjóri 4. Áki Ármann Jónsson, forstöðumaður 5. Árni Bragason, forstöðumaður 6. Áróra Gústafsdóttir, framkvæmdastjóri 7. Birgir Jóhannesson, ráðgjafi 8. Dorthe Holm 9. Einar Jörundsson, sérfræðingur 10. Einar K. Haraldsson, tæknifræðingur 11. Einar Þ. Pálsson, framkvæmdastjóri 12. Einar Þorbjörnsson, forstjóri 13. Ellý Katrín Guðmundsdóttir, sviðsstýra 14. Eyjólfur Sigurðsson, sölustjóri 15. Gísli Hrannar Sverrisson, aðstoðarframkvæmdastjóri 16. Guðmundur E. Jónsson, sölustjóri 17. Halldór Árnason, framkvæmdastjóri 18. Hjalti Sölvason, verkefnastjóri 19. Hólmfríður Sigurðardóttir, sviðsstjóri 20. Hrafnhildur Á. Þorvaldsdóttir, skrifstofustjóri 21. Hrefna Ingólfsdóttir, sérfræðingur 22. Jóhanna Arnórsdóttir, framkvæmdastjóri 23. Jón Eggert Guðmundsson, víðnetssérfræðingur 24. Karl Friðriksson, framkvæmdastjóri 25. Kristín Linda Árnadóttir, lögfræðingur 26. Kristján Geirsson, fagstjóri 27. Magnús Örn Stefánsson, sérfræðingur og verkefnastjóri 28. Már Karlsson, fjármálastjóri 29. Óttar Rafn Ellingsen, sérfræðingur 30. Róbert Hlöðversson, framkvæmdastjóri 31. Sif Jónsdóttir, ráðgjafi 32. Sigrún Karlsdóttir, deildarstjóri 33. Sigurður A. Helgason, aðstoðarframkvæmdastjóri 34. Soffía B. Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri 35. Stefán Einarsson, fagstjóri 36. Stefán H. Valsson, kennari 37. Steinn Kárason, ráðgjafi 38. Trausti Baldursson, sérfræðingur 39. Þórey I. Guðmundsdóttir, forstöðumaður 39 vilja í forstjóra- stólinn LANDSBANKINN mun á næstu þremur árum veita alls 3,6 milljónir króna til tveggja fræðsluverkefna á vegum Útflutningsráðs og var sam- komulag þess efnis undirritað í gær. Í fréttatilkynningu Landsbankans kemur fram að annars vegar veitir bankinn 1,8 milljónir króna á árun- um 2007–9 til þróunarverkefnisins Hagvöxtur á heimaslóð en verkefnið snýst um að auka samstarf á milli ferðaþjónustufyrirtækja á lands- byggðinni. Verkefnið hafi nú þegar gefið góða raun á Vestfjörðum, Vest- urlandi og Norðurlandi og er ætlun- in að færa það yfir á Suður- og Suð- austurland. Hins vegar styrkir bankinn verk- efnið Útflutningsaukning og hag- vöxtur um jafnháa upphæð á tíma- bilinu, en verkefnið hefur verið á dagskrá Útflutningsráðs í 17 ár og miðar að því að þróa viðskiptahug- myndir um útflutning á vöru og þjónustu. Fjölmörg fyrirtæki hafa orðið til í gegnum þetta gamalgróna verkefni, þ. á m. stórfyrirtækin Öss- ur og Bakkavör. „Landsbankinn og Útflutningsráð telja mikilvægt að við fræðslu og ráðgjöf sé lögð áhersla á gott skipu- lag fjármála er varðar m.a. fjár- mögnun útflutnings, gjaldeyrisvið- skipti og áhættustýringu. Með því að taka höndum saman um fræðslu- verkefnin vilja þessir aðilar fylgja þessum áherslum eftir,“ segir þar m.a. Landsbanki í samstarf við Útflutningsráð Styrkir fræðslu- verkefni á næstu þremur árum Handsal Elín Sigfúsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbank- ans, og Jón Ásbergsson, forstjóri Útflutningsráðs, handsala samninginn en skv. honum styrkir bankinn tvö verkefni ráðsins. Guðmundur P. Davíðsson (t.v.) forstöðumaður á fyrirtækjasviði Landsbankans og Hermann Ottósson, forstöðumaður fræðslu- og ráðgjafarsviðs Útflutningsráðs fylgjast með. SANDUR MÖL FYLLINGAREFNI WWW.BJORGUN.IS Sævarhöfða 33, 112 Reykjavík, sími 577 2000 LANDSVIRKJUN hefur nú á vef sínum www.lv.is, sett upp sérstak- an hnapp sem vísar á upplýsingar um virkjanir í Neðri-Þjórsá. Sam- kvæmt tilkynningu frá Landsvirkj- un er von á sérvef um þetta efni í stíl við Kárahnjúkavefinn. Segir Landsvirkjun að héðan í frá verði unnt að fylgjast með því sem er að gerast varðandi þessar virkjanir. Á vef Landsvirkjunar undir Þjórsárhnappnum segir að fyrir- tækið undirbúi nú byggingu þriggja virkjana í Þjórsá. Fyrirhugað er að reisa þrjár virkjanir í Neðri-Þjórsá til að nýta fallið í ánni neðan Búr- fellsstöðvar. „Efsta virkjunin er nefnd Hvammsvirkjun, síðan kem- ur Holtavirkjun og neðsta virkjunin er nefnd Urriðafossvirkjun. Ein virkjun ofan Urriðafoss eða tvær smærri virkjanir Niðurstaða í mati á umhverfis- áhrifum heimilar Landsvirkjun að byggja hvort heldur er eina virkjun ofan Urriðafoss eða tvær smærri, þ.e. Hvamms- og Holtavirkjun, og hefur Landsvirkjun ákveðið að nýta fallið þar með byggingu tveggja afl- stöðva fremur en einnar,“ segir þar. Morgunblaðið/RAX Hnappur um virkj- anir í Neðri-Þjórsá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.