Morgunblaðið - 24.01.2007, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.01.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2007 15 ERLENT Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is FAST var lagt að Moshe Katsav, forseta Ísraels, að segja af sér í gær eftir að ríkissaksóknarinn Men- achem Mazuz ákvað að ákæra hann fyrir nauðgun, kynferðislega áreitni, trúnaðarbrot og mútuþægni. Ríkissaksóknarinn skýrði forsetanum frá því að hann hygðist ákæra hann fyrir að nauðga fyrrver- andi starfskonu ferðamálaráðuneytis Ísraels seint á síðasta áratug þegar hann var þar ráðherra og fyrir að áreita kynferðislega þrjár konur sem unnu í embættisbústað forsetans. Katsav fær tækifæri til að svara þessum ásök- unum á fundi með Mazuz í dag og ríkissaksókn- arinn tekur síðan lokaákvörðun um ákæru. Lögfræðingur Katsavs sagði síðdegis í gær að forsetinn héldi fram sakleysi sínu. „Forsetinn er sannfærður um að hann sé fórnarlamb rangra ásakana og tilrauna til að bola honum úr embætti og ætlar að berjast til að sanna sakleysi sitt.“ Katsav er 61 árs, fæddist í Íran og var blaðamað- ur þar til hann bauð sig fram fyrir Likud-flokkinn árið 1977. Hann var kjörinn forseti árið 2000 og varð fyrsti félaginn í hægriflokki til að gegna emb- ættinu. Völd forsetans eru takmörkuð en embættið nýtur mikillar virðingar. Þingmenn í Ísrael, þeirra á meðal nokkrir hægri- menn, hvöttu Katsav til að segja af sér. Meretz- flokkurinn kvaðst ætla að leggja fram tillögu um að Katsav yrði sviptur forsetaembættinu ef hann segði ekki af sér. Katsav sagði í desember að hann myndi láta af embætti um stundarsakir ef ákæra yrði gefin út á hendur honum. Þingið getur svipt hann embættinu Forsetinn nýtur friðhelgi frá ákæru meðan hann gegnir embættinu og ekki er hægt að sækja hann til saka nema hann segi af sér, verði sviptur emb- ættinu eða eftir að kjörtímabili hans lýkur. Þingið getur svipt forsetann embættinu en til þess þurfa þrír fjórðu þingmanna að samþykkja ályktun þess efnis. Verði Katsav saksóttur verður hann fyrsti sitj- andi forseti Ísraels til að verða ákærður fyrir glæp. Forveri Katsavs í embættinu, Ezer Weizman, sagði af sér árið 2000, skömmu áður en kjörtímabili hans lauk, eftir að ríkissaksóknarinn komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði brotið lög með því að þiggja gjafir að andvirði rúmra 30 milljóna króna frá franska auðkýfingnum Edouard Saroussi á níunda áratug aldarinnar sem leið. Ríkissaksóknari Ísraels tilkynnti fyrir tæpri viku að hann hefði hafið rannsókn á ásökunum um að Ehud Olmert forsætisráðherra hefði misnotað áhrif sín þegar næststærsti banki landsins var einkavæddur fyrir tveimur árum. Ríkissaksóknari Ísraels hyggst ákæra forseta landsins fyrir nauðgun Þingmenn leggja fast að Katsav að segja af sér AP Borinn þungum sökum Moshe Katsav og kona hans Gila (t.h.) með kvenhermanni í Jerúsalem. London. AFP. | Til sölu: ein af minnstu íbúðum Bretlands, á frá- bærum stað í miðborg London, frægir nágrannar – og ásett verð er 170.000 pund, sem nemur rúmum 23 milljónum króna. Stærð íbúðarinnar er aðeins um þrettán fermetrar. Fasteignasalinn Andrew Scott hefur samt fengið þrjú tilboð í íbúðina frá því hún var sett á markaðinn fyrir þremur dög- um. Svo virðist sem kaupendur á fast- eignamarkaðinum í London séu til- búnir að fórna næstum öllu til að geta búið nálægt Harrods- stórversluninni og geta sagt að frægt fólk á borð við Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráð- herra, sé á meðal nágranna þess. „Margir skoða íbúðina og spyrja: Á hvaða lyfjum ertu?“ sagði Scott. „Fólk þarf að skilja að þetta er eitt af dýrustu svæðunum í Bretlandi, ef ekki heiminum. Þessi íbúð er ekki dýrari á hvern fermetra en aðrar eignir á þessu svæði.“ Scott bætti við að fasteignir á svæðinu, sem nefnist Cadogan Place, seldust oft á allt að 12 millj- ónir punda, jafnvirði 1,6 milljarða króna. Íbúðin er í byggingu frá 1850 sem hefur verið skipt upp í átta íbúðir. Þrettán fm á 23 milljónir ÞÚSUNDIR manna fylgdu blaða- manninum Hrant Dink til grafar í Istanbúl í Tyrklandi í gær en Dink var skotinn til bana í borginni sl. föstudag. Mikil öryggisvarsla var í tengslum við útför Dinks, hundruð lögreglumanna voru að störfum og leitað var á fólki. Leyniskyttur höfðu einnig komið sér fyrir á húsþökum þar sem jarðarför Dinks fór fram. Dink var af armensku bergi brot- inn og tyrkneskir þjóðernissinnar höfðu ítrekað fordæmt skrif hans og skoðanir varðandi fjöldamorð á Armenum í Tyrklandi, 1915–1917. Hann hafði vísað til þeirra sem þjóð- armorðs og í fyrra var hann dæmdur til sex mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hafa „móðg- að tyrkneska þjóðarvitund“. Dink naut því lítilla vinsælda hjá þjóðern- issinnum. Margir báru þó virðingu fyrir honum, en hann beitti sér mjög fyrir sáttum milli Tyrkja og Armena og hann var mikill málsvari máfrelsis. „Við erum öll Hrant Dink,“ stóð á spjöldum sem haldið var á lofti við útförina í gær og „Við erum öll Ar- menar í dag, öllsömul.“ Sjö manns eru í haldi lögreglu vegna morðsins á Dink en þar af er einn, 17 ára piltur, Ogun Samast, sagður hafa játað að hafa skotið Dink til bana. AP Þúsundir manna við útför Hrants Dink BRESKA lögreglan hefur yfir- heyrt oddvita heimastjórnarinnar í Skotlandi, Jack McConnell, í tengslum við rannsókn lögreglunn- ar á meintri fjármálaspillingu inn- an flokks Tonys Blairs, forsætis- ráðherra Bretlands. McConnell mun hafa verið yfirheyrður í um fimmtán mínútur 15. desember sl. og hafði stöðu vitnis, að því er heimildarmenn AFP-fréttastof- unnar fullyrtu. Verkamannaflokkurinn hefur verið sakaður um að láta aðals- tignir í staðinn fyrir fé í kosn- ingasjóði flokksins. Hófst rann- sókn lögregl- unnar eftir að í ljós kom að flokkurinn hafði þegið háar „lánagreiðslur“ frá fjársterkum aðilum fyrir þingkosningarn- ar 2005 og að mörgum þessara aðila hefði verið veitt aðalstign. Rannsóknin hefur síðan tengt anga sína um breska stjórnkerfið og allir helstu flokkarnir flækst í málið með einum eða öðrum hætti. Alls hefur breska lögreglan yfir- heyrt um 90 manns í tengslum við málið sem vindur sífellt upp á sig. Fyrir helgi var Ruth Turner, mikilvægur tengiliður bresku stjórnarinnar við Verkamanna- flokkinn, handtekin. Hún var síðar látin laus gegn tryggingu en mun þurfa að mæta aftur til yfir- heyrslna. Jack McConnell mun hafa verið spurður út í hvernig það kom til að hann tilnefndi Colin Boyd, fyrrver- andi lögreglustjóra í Skotlandi, í lávarðadeildina árið 2004. McConnell yfirheyrður Jack McConnell STUNDUM er sagt að hundaeig- endur bindist ferfætlingunum óvenjusterkum böndum, þeir verði nánast eins og þeirra eigin afkvæmi. Hundarnir veita húsbændum sínum ekki aðeins góðan félagsskap og nærveru, því þeir hjálpa nútíma- manninum að slaka á í hröðum erli lífsgæðakapphlaupsins, að því er haldið er fram í nýrri rannsókn. Vísindakonan dr. Deborah Wells við Queens-háskóla í Belfast fann þannig út að hundaeigendur hefðu minna magn kólesteróls í blóðinu, lægri blóðþrýsting og væru ólík- legri en aðrir til að þróa með sér al- varlega geðsjúkdóma, að því er breska dagblaðið The Daily Tele- graph skýrði frá á vefsíðu sinni í gær. Wells veltir því jafnframt fyrir sér í skýrslu sinni um rannsóknina hvort aukin hreyfing og samskipti við annað fólk í gegnum hundana kunni að vera orsakavaldar. Meg- inniðurstaða hennar er hins vegar sú, að fólk sem tók að sér hunda eða ketti, sem höfðu verið yfirgefnir, var hraustara en aðrir. Heilsubótin af köttum entist út fyrsta mánuðinn en var langvarandi af hundahald- inu. Hollt að eiga hund Kvenréttindafélag Íslands fagnar aldarafmæli og býður til hátíðardagskrár í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur laugardaginn 27. janúar frá kl. 14:00-17:00. Þér er boðið í 100 ára afmæli Kvenréttindafélags Íslands. Að dagskrá lokinni býður Reykjavíkurborg til móttöku í Tjarnarsalnum. ALLIR VELKOMNIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.