Morgunblaðið - 24.01.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.01.2007, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGI Heimsferðir bjóða allra síðustu sætin í ferð til Jamaica 4. febrúar. Jamaica er ein fegursta eyja Karíbahafsins og býður upp á stórkostlega náttúru- fegurð og veðurfar. Gríptu tækifærið og tryggðu þér einstaka 9 nátta ferð til Karíbahafsperlunnar Jamaica á frábærum kjörum. Aðeins 18 sæti í boði - fyrstur kemur fyrstur fær! Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is 2 fyrir 1 til Jamaica 4. febrúar frá kr. 39.990 Aðeins 18 sæti – fyrstur kemur fyrstur fær Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr.39.990 Flugsæti báðar leiðir með flugvalla- sköttum. Netverð á mann. Gisting frá kr.3.300 M.v. gistingu í tvíbýli á Hotel Sand Castles. Netverð á mann pr. nótt. Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is FRUMVARP um Ríkisútvarpið ohf. var samþykkt á Alþingi í gær og lög- in taka gildi 1. apríl nk. Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna greiddu allir atkvæði gegn frumvarpinu og óskuðu eftir að málinu yrði vísað frá. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmað- ur Vinstri grænna, gagnrýndi harð- lega í upphafi þingfundar að svar við fyrirspurn hennar um fjárhagsstöðu Ríkisútvarpsins frá 7. desember sl. hefði ekki borist fyrr en í gær, þ.e. eftir að umræðu um frumvarpið lauk. Í svarinu kemur fram að rekstr- arhalli Ríkisútvarpsins hafi verið 420 milljónir í júní 2006 og 434 millj- ónir króna, miðað við óendurskoð- aða stöðu frá janúar og fram í nóv- ember. Til samanburðar var rekstrarhalli árið 2004 tæpar 50 milljónir og um 196 milljónir árið 2005. Heildarskuldir Ríkisútvarps- ins voru tæplega 5,2 milljarðar króna 30. júní sl. Þar af er skuld til Lífeyrissjóðs starfsmanna vegna líf- eyrisskuldbindinga um þrír milljarð- ar en skuld við ríkissjóð tæplega 1,2 milljarðar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði að upp- lýsingarnar í svarinu væru ekki nýj- ar og að öllum hefði verið ljóst að fjárhagsstaða RÚV hefði ekki verið góð í gegnum tíðina. Á fjáraukalög- um væri hins vegar heimild til að fella niður skuldir Ríkisútvarpsins upp á 625 milljónir. „Ég vil einnig geta þess að ríkisendurskoðandi fór yfir málið með nefndarmönnum [í menntamálanefnd],“ sagði Þorgerð- ur. „Hann lýsti því sérstaklega yfir að það væri afar vel staðið að allri formbreytingu á rekstrarumhverfi Ríkisútvarpsins,“ sagði hún og áréttaði að Ríkisútvarpinu yrði skil- að með 15% eiginfjárhlutfalli þegar því yrði breytt í opinbert hlutafélag. Kolbrún Halldórsdóttir sagði Al- þingi ekki hafa samþykkt neina beiðni um að eiginfjárhlutfall Rík- isútvarpsins yrði 15%. „Þeir fjár- munir eru ekki til reiðu fyrir hæst- virtan ráðherra að lofa.“ Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, sagði grunntekjur Ríkisútvarpsins hafa dregist saman um 15% á árunum 1996–2004 og að upplýsingarnar í áðurnefndu svari væru grafalvarlegar. „Finnst mönn- um það virkilega boðlegt að afgreiða þetta mál núna, frumvarp um Rík- isútvarpið ohf., án þess að þessar upplýsingar séu ræddar,“ sagði Ög- mundur og áréttaði að með réttu hefði svar við fyrirspurn Kolbrúnar átt að berast innan tíu daga. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að forseti þingsins hefði átt að sjá til þess að upplýsingarnar lægju fyrir áður en umræðu um RÚV lauk. Ingibjörg sagði það alvarlegasta vera að Ríkisútvarpið hefði safnað upp tvöfalt meiri rekstrarhalla á árinu 2006 en allt árið á undan. „Maður hlýtur að spyrja hvað hefur verið að gerast inni í Ríkisútvarpinu sem safnar 420 milljónum í rekstr- arhalla á fyrstu sex mánuðum árs- ins?“ sagði Ingibjörg. Svar við fyrirspurn um RÚV barst eftir að umræðum lauk Atkvæðagreiðslu um Ríkisútvarpið ohf. er lokið og lögin taka gildi 1. apríl JÓNÍNA Bjartmarz umhverfisráð- herra flutti í gær frumvarp til laga um Vatnajökulsþjóðgarð þar sem Vatnajökull og helstu áhrifasvæði jökulsins eru friðlýst. Markmiðið með lögunum er að vernda lands- lag, lífríki, jarðmyndanir og menn- ingarminjar svæðisins og gefa al- menningi kost á að kynnast og njóta náttúru þess og sögu. Vatnajökulsþjóðgarður verður ríkisstofnun, Umhverfisstofnun fer með yfirstjórn mála en stjórn þjóð- garðsins sér hins vegar um málefni hans í samráði við ákveðin svæða- ráð. „Þetta er heilmikið byggðamál fyrir þau sveitarfélög sem eiga land að þjóðgarðinum,“ sagði Jónína. Mörk þjóðgarðsins ráðast end- anlega af samningum við landeig- endur en eitthvað af því landi sem gert er ráð fyrir að tilheyri þjóð- garðinum er í einkaeign. Náist það samkomulag verður þjóðgarðurinn 13.400 km², eða um 13% af yfirborði Íslands, og nær til átta sveitarfé- laga. Rannveig Guðmundsdóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, gagn- rýndi að frumvarpið væri aftengt bæði náttúrulögum og umhverfis- stofnun og spurði hvort það væri nauðsynlegt. „Svo virðist líka sem yfirstjórn þjóðgarðsins eigi að koma í stað Umhverfisstofnunar.“ Kolbrún Halldórsdóttir, þingmað- ur Vinstri grænna, gagnrýndi m.a. að hugsanlega kæmi til fjárstuðn- ingur frá Alcoa og Landsvirkjun sem hafa lýst áhuga á að koma að þjóðgarðinum. Jónína sagði að enn sem komið er væri aðeins gert ráð fyrir fjármagni frá ríkinu þótt ekki væri útilokað að aðrir aðilar kæmu að frekari uppbyggingu garðsins síðar. Frumvarpið verður í framhaldinu sent til umhverfisnefndar Alþingis. Rætt um Vatna- jökulsþjóðgarð Morgunblaðið/RAX Vatnajökulsþjóðgarður Þjóðgarðurinn við Vatnajökul verður líklega yfir 13.400 km² að flatarmáli, eða um 13% af yfirborði Íslands. „VIÐ BORGUM – þú spilar, er aug- lýst í rúllettuspilum hjá Betsson.- com,“ sagði Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, í utan- dagskrárumræðum um auglýsingar um fjárhættuspil á Alþingi í gær. Ögmundur vakti athygli á starfsemi vefsíðunnar www.betsson.com, sem er meðal annarra tungumála á ís- lensku, en þar er hægt veðja á íþróttaleiki, heimsækja spilavíti og spila póker upp á peninga. Ögmund- ur sagði að hæglega mætti snúa áð- urnefndri auglýsingu við því það væru spilafíklarnir sem greiddu gróða Betsson sem aftur gerði sér sjúklega spilafíkn fólks að féþúfu. Hann gagnrýndi jafnframt út- breiðslu spilakassa og sagðist telja mögulegt að stemma stigu við fjár- hættustarfsemi á Netinu. „Ég tel að við eigum að höfða til fyrirtækja, ekki bara um lagalegar skyldur heldur einnig um siðferðilega ábyrgð,“ sagði Ögmundur og spurði dómsmálaráðherra hvort kæmi til greina að skipa nefnd með fulltrúum frá Samtökum áhugafólks um spila- fíkn og frá bönkum og kreditfyrir- tækjum til að setja reglur til að stemma stigu við ólöglegri starfsemi á Netinu. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra sagði að 29. mars sl. hefði dómsmálaráðuneytið ritað bréf til lögreglustjórans í Reykjavík þar sem óskað var eftir því að starfsemi betsson.net yrði rannsökuð, m.a. þar sem vefsíðan hefði ekki leyfi til happ- drættisstarfsemi hér á landi en hefði engu að síður auglýst starfsemi sína á öðrum miðlum, s.s. á visir.is og fot- bolti.net. „Ég tel að 11. grein happ- drættislaganna banni slíkar auglýs- ingar,“ sagði Björn og áréttaði að verið væri að vinna að alþjóðlegu samstarfi varðandi þessi mál, enda erfitt að takast á við starfsemi á Net- inu nema með alþjóðlegum reglum. Björn sagði einnig að mikið raunsæi byggi á bak við ákvarðanir um hvaða félög gætu haldið úti rekstri spilakassa og slíkri starf- semi. Það væri betra að starfsemin væri í landinu og að ágóðinn rynni til stofnana á borð við Háskóla Íslands og Rauða krossinn. Gera sér fíkn að féþúfu  Ríkisútvarpið er í dag sjálfstæð stofnun í ríkiseign en breytist í opinbert hlutafélag (ohf.), skráð á hlutafélagaskrá.  Afnotagjöld verða lögð af og í staðinn greiddur nefskattur sem nemur 14.580 kr. á hvern einstakling og lögaðila. Börn yngri en 16 ára og full- orðnir eldri en 70 ára eru m.a. undanþegin skattinum.  RÚV mun jafnframt fá tekjur sínar af auglýsingum, eins og áður.  Aðalstarfsemi RÚV ohf. verður útvarp í almannaþágu en það má ekki eiga hlut í fyrirtæki sem gefur út dagblað eða rekur útvarpsstöð.  Útvarpsráð verður lagt niður. Alþingi kýs stjórn hlutafélagsins.  Stjórnin kýs útvarpsstjóra. Hann ræður starfsmenn og er hæstráðandi varðandi dagskrárgerð. Hvað felur breytingin í sér? ● VINNUDAGUR alþingismanna er nú orðinn með hefðbundnu móti en tölu- verðar umræður spunnust þó um mál- efni Ríkisútvarpsins í gær, einkum vegna svars menntamálaráðherra við fyrirspurn Kolbrúnar Halldórsdóttur um fjárhagsstöðu RÚV. Sigurði Kára Kristjánssyni þótti heldur spaugilegt að stjórnarandstöðuþingmenn væru enn að ræða Ríkisútvarpið og sagðist halda að þeir væru með fráhvarfs- einkenni eftir málþófið í síðustu viku. Fráhvarfseinkenni eftir málþóf Össur Skarphéðinsson | 21. janúar Egill Helgason í framboð? Ritúal sunnudagsins felur líka í sér að horfa með öðru á Silfur Egils. Pistlar Egils eru stundum áhuga- verðir, stundum ekki. Ég er alltaf jafn undrandi á því hvað honum tekst að gera lítið úr starfi stjórn- málamanna. Ég spái því samt að hann verði kominn í framboð um þarnæstu þingkosningar því allt fas hans og hjal í þáttunum beinlínis geislar af óstjórnlegri löngun til að verða einn af oss. Allir þáttastjórn- endur eru fullir af þannig dag- draumum. Meira: http://ossur.hexia.net/ ÞINGMENN BLOGGA ÞETTA HELST ... ● HART var sótt að framsóknarmönnum og þeir sagðir svíkja eigin kjósendur þar sem RÚV ohf. væri fyrsta skrefið í átt að einkavæðingu. Guðni Ágústsson taldi þó að alltaf yrði fyrir hendi þjóðarvilji sem og pólitískur vilji fyrir því að ríkið starf- rækti þjóðarútvarp. „Ég ætla hér að setja fram þann spádóm í lok þess- arar löngu umræðu að Ríkisútvarpið- sjónvarp verði aldrei einkavætt eða selt.“ Spádómur Guðna Guðni Ágústsson ● ÞINGFUNDUR hefst kl. 10.30 í dag með fyrirspurnatíma þar sem ráð- herrar sitja fyrir svörum. M.a. verður spurt um viðhald á þjóðvegum, að- gerðir gegn mansali og loftslagsmál. Dagskrá þingsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.