Morgunblaðið - 24.01.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.01.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2007 27 Ég kynntist Ara þegar hann hóf störf hjá Vörumarkaðnum árið 1983. Ákveðið var að prófa þá nýbreytni að selja viðskiptavinum tilbúna rétti, sem aðeins þurfti að hita upp þegar heim var komið og Ari eldaði þar nýstárlega rétti sem runnu út eins og heitar lummur. Mér er líka minnisstætt þegar hann kom fyrstur manna með ný- stárlega fiskrétti, svo sem ýsubita í rækjusósu og ýsubita í ostasósu, sem þekktust ekki í verslunum á þeim árum en slíkir réttir þykja í dag sjálfsagðir í öllum verslunum þar sem fiskur er seldur. Tveimur árum síðar þurfti ég á góðum matreiðslusnillingi að halda til að elda mat fyrir veislu sem ég hugðist halda og hafði ég því sam- band við Ara. Það var sjálfsagt að taka að sér verkið og hann kom ásamt Margréti á heimili mitt til að fá upplýsingar og undirbúa verkið. Í stuttu máli sagt leysti hann verk- efnið snilldarlega af hendi og það var varla að hann vildi taka greiðslu fyrir þar sem hann leit frekar á þetta sem vinargreiða. Svo þegar gjafirnar voru opnaðar var mynd- arlegur pakki frá Ara og Margréti sem þau höfðu laumað á pakkaborð- ið þegar þau komu með matinn. Ari talaði alltaf hlýlega um fjöl- skyldu sína og hann var ákaflega stoltur af börnunum sínum og síðar barnabörnum. Hann spurði mig líka alltaf þegar við hittumst hvað væri að frétta af strákunum mínum og hvort þeir væru ekki orðnir stórir. Ég hitti Ara á förnum vegi síð- asta haust og hann gaf sér tíma til að spjalla aðeins, eins og hans var von og vísa. Hann sagði mér þá að hann væri orðinn þreyttur og fyrst hann nefndi það á orð hlýtur það að hafa verið staðreynd. Ari var ekki vanur að vorkenna sjálfum sér. Hann var heppinn að eignast góða vini, bæði hjá Rauða krossi Ís- lands og víðar, sem reyndust honum hjálplegir eftir að hann kom hingað með fjölskyldu sína. Við eigum öll eftir að sakna Ara og óskum Margréti, Önnu, Torfa, Boga, Stefáni, Hákoni og fjölskyld- um þeirra alls hins besta. Ari var einstakur og minningin um góðan dreng lifir. Gunnar Kr. Sigurjónsson og synir. Á snjóþungri Þorláksmessu árið 1980 kom Ari hlaupandi upp tröpp- urnar heima hjá okkur með gjafir. Hann þáði hressingu og sagði tíð- indi. Hann var nýbúinn að kaupa sér fjórhjóladrifinn fólksbíl og komst allra sinna ferða í snjónum. Hins vegar hafði hann rétt áður ek- ið fram á konu sem sat föst. „Það óku allir framhjá“, sagði hann og hristi höfuðið. Sjálfur hafði hann stoppað og hjálpað konunni af stað aftur. Svo hélt hann ferðinni áfram. Mér kom þetta atvik í hug þegar faðir minn hringdi og sagði mér að Ari hefði orðið bráðkvaddur. Kraft- urinn, dugnaðurinn, greiðviknin sem við höfðum kynnst hjá honum allt síðan hann kom hingað sem flóttamaður haustið 1979 endur- speglast í því. Ari kom hingað allslaus með stóra fjölskyldu. Kom frá ströndum Suð- ur-Kínahafs beint í vetrarmyrkur og kulda. Hann miklaði ekki fyrir sér erfiðleikana en sá tækifærin. Hann var fljótur að læra nægilega mikið í íslensku til að koma sér áfram og með eljusemi, dugnaði og samheldni kom fjölskyldan sér vel fyrir. Og Ari var alltaf reiðubúinn að aðstoða. Hann var höfðingi í lund. Hjónin Ari og Margrét voru tíðir gestir á heimili fjölskyldu minnar. Ég sá hann síðast rétt fyrir jól þeg- ar hann kom með jólaglaðning til foreldra minna. Hann var á hrað- ferð eins og svo oft. Tíminn var dýr- mætur en nú færi að hægjast um. Hann var að breyta um takt, að komast á það skeið að njóta ávaxta erfiðisins. Hann ætlaði að ferðast með Margréti, heimsækja ættingja í fjarlægum löndum. Ari varð bráðkvaddur á heimili sínu. Hann fór fljótt og það er reið- arslag þeim sem þekktu hann. Mest er sorgin hjá Margréti, börnunum og barnabörnum. Þeim votta ég innilega samúð. Sjálf er ég þakklát fyrir að hafa kynnst þessum syni Ví- etnams sem varð Íslendingur og í lífi sínu og starfi sameinaði svo margt það besta úr lífi beggja þjóða. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Síðast þegar ég hitti Ara var hann að vanda fullur af lífsþrótti. Hann var á besta aldri, um það bil að setjast í helgan stein og njóta til- verunnar í faðmi fjölskyldunnar. Það var því reiðarslag að frétta að hann hefði orðið bráðkvaddur. Mér fannst það óréttlátt og ég veit að fréttin um andlát hans var öllum sem þekktu hann mikil sorgarfregn. Eftir situr minning um heilsteyptan og sterkan einstakling. Lífshlaup hans ber vitni því að dugmiklir og sterkir einstaklingar geta sigrast á fjandsamlegum að- stæðum og verið eigin gæfu smiðir. Þegar Ari var ungur maður komust ógnaröfl til valda í heimalandi hans. Frekar en lifa ófrjáls við þröngan kost lagði hann í hættulega sjóferð í leit að bjartari framtíð fyrir sig og fjölskyldu sína. Þá framtíð fann hann á Íslandi, en þangað kom hann eftir vist í flóttamannabúðum í Mal- asíu. Það er við hæfi að hann skuli hafa skapað sér nýtt líf hjá þjóð sem á rætur að rekja til þeirra sem líka unnu frelsinu nóg til að leggja á haf- ið í leit að nýju lífi. Ég man fyrst eftir Ara daginn sem víetnömsku flóttamennirnir komu til Íslands. Í fyrstu gátum við ekki talað saman, en Hanna, túlkur Víetnamanna, kynnti mig fljótlega fyrir honum, Margréti og litlu börnunum þeirra. Þegar íslenskukunnáttu hans fleytti fram gátum við talað saman. Hann vildi vita hvað ég lærði í skólanum, hvort ég ætlaði í menntaskóla, hvað ég ynni á sumrin og þar fram eftir götunum. Mér þótti til um að þótt ég væri unglingur talaði Ari alltaf við mig eins og ég væri fullorðinn. Og ég fékk um tíma að fylgjast með Ara og fjölskyldu, t.d. þegar börnin hans byrjuðu í skóla í Vesturbænum og þegar hann opnaði veitingastað í Kringlunni. Um árabil bjó ég er- lendis, en stundum þegar ég var á Íslandi heimsótti ég Ara á veitinga- staðinn hans sem þá var kominn niður á Laugaveg. Þá kom Ari iðu- lega, settist hjá mér og spurði fregna. Hvernig væri að búa í Kan- ada, hvernig væri í Bandaríkjunum, hvernig liði börnunum mínum. Og hann sagði mér af sér og sínum. Hann var mjög stoltur af fjölskyldu sinni. Það var alltaf gaman að hitta Ara, og hann var mikill höfðingi heim að sækja. Ari lést þegar hann sá fyrir endann á starfsævinni. Með einarðri atorku hafði honum heppn- ast það sem hann ætlaði sér þegar hann fór frá Víetnam, að búa sínum betri framtíð. Það skipti hann örugglega máli að vita að ekki var stritað til einskis og að hag ástvina hans er vel fyrir komið. Það þjóðfélag sem Ari settist að hjá árið 1979 er gjörbreytt. Veit- ingahúsamenning hefur tekið al- gjörum stakkaskiptum og tóku Ari og fjölskylda hans þátt í þeim um- skiptum. Aukið úrval af veitinga- húsum hefur gert tilveru okkar allra auðugri. Á sinn hátt skilur Ari því eftir djúp spor í nútímamenningu okkar. Minningin um gegnheilan heiðursmann mun lifa og vera þeim sem hann syrgja til huggunar. Halldór Björnsson. ✝ GuðmundurPálsson fæddist á Böðvarshólum í Vestur-Hópi í Húna- vatnssýslu 8. júlí 1919. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Eir aðfaranótt 17. janúar síðastliðins. Foreldrar hans voru Anna Halldórsdóttir og Páll Guðmunds- son. Systkini Guð- mundur eru Björn Jónas, látinn, Ingi- björg Soffía, látin, Sigurbjörg, Elínborg Sædís, Snæ- björn, Kolfinna Gerður og Halla Valgerður, látin. Guðmundur kvæntist 1. janúar 1945 Katrínu Gísladóttur frá Höfn í Hornafirði, f. 11. janúar 1922, d. 27. maí 1996. Börn þeirra eru: 1) Arnbjörg, f. 1945, maki Dag Handeland, þau eiga þrjú börn. 2) Páll, f. 1946, var giftur Steinunni Há- konardóttur, skildu. Þau eiga þrjú börn. 3) Anna, f. 1948, maki Óskar Þór Þráinsson, þau eiga þrjú börn. 4) Þór- halla, f. 1949, var gift Sigurði Ó. Guð- mundssyni, d. 2005. Guðmundur ólst upp á Böðv- arshólum til 10 ára aldurs þegar hann flutti með foreldrum sínum til Reykjavíkur og fór 15 ára gamall að vinna sem sendill hjá Lands- síma Íslands. Hóf nám í símvirkj- un á sama stað 16 ára og vann óslitið þar í tæp 60 ár. Guðmundur verður jarðsung- inn frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Margar minningar koma upp í hugann þegar við kveðjum kæran tengdaföður minn, eftir löng og erf- ið veikindi. Landið sitt þekkti Guð- mundur vel, bæði vegna starfa sinna sem í áratugi voru víðsvegar á landsbyggðinni og í félagsskap skáta sem hann gekk til liðs við á unga aldri, gekk á fjöll og jökla, stundaði útivist, var algjör reglu- maður og fór vel með sitt. Guðmundur var gæfumaður í einkalífi, bjó eiginkonu sinni og börnum þeirra gott heimili. Barna- börnin eru níu og barnabarnabörn- in 15. Skugga bar þó á þegar Katrín eiginkona hans lést árið 1996. Skömmu eftir það flutti hann í þjónustuíbúð eldri borgara í Hraunbæ 103, sá um sig sjálfur og fékkst við útskurð sem ber vott um einstakt handbragð. Þegar heils- unni fór að hraka fór hann á hjúkr- unarheimilið Eir þar sem hann naut einstakrar umönnunar uns yfir lauk, örugglega sáttur við að fá að fara. Ég kveð tengdaföður minn með virðingu og þökk fyrir nær 40 ára samfylgd. Óskar Þór Þráinsson. Guðmundur Pálsson ✝ Elsku eiginmaður minn, faðir okkar, afi og bróðir, LÁRUS ARNAR PÉTURSSON tannlæknir, Heiðarbraut 61, Akranesi, lést þriðjudaginn 16. janúar. Útför hans fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 26. janúar kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Svanhildur Thorstensen, Pétur Atli Lárusson, Lilja Björk Lárusdóttir, Hulda Klara Lárusdóttir, Lára Björk, Sólrún Pétursdóttir. ✝ Eiginmaður minn, ÁSTVALDUR ÓSKAR TÓMASSON, Hólavegi 5, Sauðárkróki, lést á Dvalarheimili aldraðra, Sauðárkróki, laugardaginn 20. janúar. Útförin verður gerð frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 27. janúar kl. 15.30. Fyrir hönd aðstandenda, Svanfríður Steinsdóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓHANNA H. STEFÁNSDÓTTIR, Hrafnistu Reykjavík, áður til heimilis á Hólagötu 3, Ytri-Njarðvík, lést miðvikudaginn 17. janúar. Jarðsungið verður frá Ytri-Njarðvíkurkirkju fimmtu- daginn 25. janúar kl. 14.00. Ólína H. Guðmundsdóttir, Kristófer Valdimarsson, Júlíana Guðmundsdóttir, Hulda Guðmundsdóttir, Þór Magnússon, Páll G. Guðmundsson og ömmubörn. ✝ Eiginkona mín og móðir okkar, ÞÓRA KRISTINSDÓTTIR frá Þvottá, Silfurbraut 40, Höfn, Hornafirði, verður jarðsungin frá Hafnarkirkju laugardaginn 27. janúar kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Kári Alfreðsson, Hlynur Kárason og Bjarki Kárason. ✝ Ástkær eiginmaður minn, SNJÓLFUR BJÖRGVINSSON frá Borgargerði, Djúpavogi, Vestursíðu 10, Akureyri, lést á hjúkrunarheimilinu Seli mánudaginn 22. janúar. Útförin auglýst síðar. Fyrir hönd barna hins látna og annarra ástvina, Hulda Friðriksdóttir. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, MARÍA GUÐMUNDSDÓTTIR, lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar aðfaranótt mánudagsins 22. janúar. Jarðsungið verður frá Siglufjarðarkirkju laugar- daginn 27. janúar kl. 11.00. Halldóra Ragnarsdóttir, Frímann Gústafsson, Einar Júlíusson, María Lillý Ragnarsdóttir, Haukur Jónsson, Guðmundur Ragnarsson, Herdís Sæmundardóttir, Kristín Ragnarsdóttir, Jón Ásgeirsson, Ragnar Ragnarsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.