Morgunblaðið - 24.01.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.01.2007, Blaðsíða 37
FLAGGSKIP frónskrar framúrstefnu meðal tónlistarhátíða hófst í ár með afturhvarfi til fortíðar í tilefni 160 ára afmælis Sveinbjörns Sveinbjörnssonar (1847–1927) er fæddist á sama ári og stílræn fyrirmynd hans, Mendels- sohn, lézt. Enda nánast fyrirsjáanleg um fyrsta tónskólamenntaða Íslendinginn, þar eð námsdvalarstaðir hans, Leipzig og Kaup- mannahöfn, voru á þeim tíma undir ægishjálmi Mendelssohns og nemanda hans Gades. Tónleikaskrártextinn, fenginn úr óútgefinni Tónlistarsögu Reykjavíkur eftir Baldur Andr- ésson (d. 1972), sagði því miður fjarska lítið um sjálf verkin, hvað þá tilurðartíma þeirra og -röð. Í einu útkomnu íslenzku tónlistarsögunni á prenti til þessa, New Music in Iceland (1987), hefur Göran Bergendal aftur á móti eftir ævi- söguritara Sveinbjörns, Jón Þórarinsson, að píanótríóin séu samin „fyrir 1912“. Eftir öllu að dæma gæti margt því enn verið á huldu um aldur og ytri tilefni tónsmíðanna. Þó virtist mega ætla að dagskráin hafi verið valin úr frambærilegustu kammerverkum þessa ást- sæla höfundar þjóðsöngsins. Öll báru þau mestan svip af miðevrópskri „salon“ eða „soirée“-tónlist sem þýzkir kalla stundum „Hausmusik“ (s.s. heimilistónlist) – frekar en af verkum fyrir viðameiri tilefni. Harmónerar það og vel við tilkomu flestra ef ekki allra þeirra í Edinborg, þar sem Svein- björn bjó meirihluta ævinnar, þótt eitthvað hafi verið flutt á Íslandi, í Kanada og Kaup- mannahöfn. M.ö.o. varla handa kröfuhörðustu og nýjungagjörnustu públík síðrómantíkur, og verður að virða verkunum það til vorkunnar þegar borin eru fyrir ofalin eyru nútímans. Enda blasti sjaldan við sá frumleiki sem hlust- endur seinni tíma setja framar öllu og gizka fátt kom heldur á óvart í úrvinnslu. Samt voru stykkin snoturlega samin og víða sjarmerandi, jafnvel þótt eftirminnilegustu stefin væru fengin frá svokölluðum íslenzkum þjóðlögum eins og Stóð ég útí tunglsjósi (Idyll), Máninn hátt á himni skín (Vikivaki) og broti úr Ég veit eina baugalínu (Allegro úr Pí- anótríóinu í e-moll). Í því sambandi er svolítið skondið að „þjóðlagið“ vinsæla, Sofðu unga ástin mín, er skv. tilgátu Jóns Þórarinssonar líklega frumsamið af Sveinbirni. Stóra spurningin er hversu auðvelt sé að draga fram bitastæðustu atriðin í túlkun á tón- list Sveinbjarnar undir fyrrgetnu afþreying- aryfirborði. Eflaust útheimtir það ærna yf- irlegu, enda virtist þar stundum vanta herzlumuninn í annars innlifuðum og sam- stilltum leik flytjenda á þessum fásóttu tón- leikum. Vonandi kemst hún þó síðar til skjal- anna á væntanlegum hljómdiski með sömu verkum, ef rétt er sem kvisaðist í hléi að stæði til að gefa út á þessu ári eða næsta. Falin snilld? TÓNLIST Salurinn Sveinbjörn Sveinbjörnsson: Þrjú einleiksverk f. pí- anó, Sónata í F f. fiðlu og píanó, Píanótríó í e, Fjögur lýrísk stykki fyrir fiðlu og píanó og Píanótríó í a. Nína Margrét Grímsdóttir píanó, Auður Hafsteinsdóttir fiðla, Sigurður Bjarki Gunnarsson selló og Sigurgeir Agnarsson selló. Laugardaginn 20. janúar kl. 20. Myrkir músíkdagar Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Myrkir músíkdagar Upphafstónleikarnir voru í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit á laugardaginn en voru svo endurteknir í Salnum. Flytjendur voru Nína Margrét Gímsdóttir, Auður Hafsteins- dóttir, Sigurður Bjarki Gunnarsson og Sigurgeir Agnarsson. Ríkarður Ö. Pálsson MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2007 37 dægradvöl Staðan kom upp í A-flokki Corus- skákhátíðarinnar sem fram fer þessa dagana í Wijk aan Zee í Hollandi. Undrabarnið frá Úkraínu, Sergey Karjakin (2.678) hafði hvítt gegn Búlg- aranum Veselin Topalov (2.783). Heimsmeistarinn fyrrverandi hefði setið uppi með tapað tafl ef sá ungi hefði leikið 42. Dh5! Enda eftir t.d. 42. … dxc5 43. Df7+ Kd6 44. Dxg8 hef- ur hvítur unnið tafl þar sem hann hótar að skáka biskupinn og drottninguna af. Úkraínumaðurinn lék hinsvegar 42. Hc4 og um síðir lyktaði skákinni með jafntefli: 42. … d5 43. Ha4 Bxe1 44. Dxe1 Hxg3 45. Hxa6 Dg1 46. Dxg1 Hxg1+ 47. Kb2 Ke7 48. He6+ Kf7 49. Hd6 e4 50. Kc3 Hf1 51. Hd7+ Kf8 52. Hd8+ Kf7 53. Hd7+ Kf8 54. Hd8+ og keppendur sættust á skiptan hlut. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. Reykjavíkurmótið. Norður ♠2 ♥DG96 ♦ÁD1087 ♣DG5 Vestur Austur ♠G6 ♠953 ♥532 ♥10874 ♦943 ♦KG652 ♣108632 ♣K Suður ♠ÁKD10874 ♥ÁK ♦– ♣Á974 Suður spilar 7♠. Sagt er um laufkónginn að hann sé blankari en aðrir kóngar – einkum þeg- ar mikið liggur við. Þeir sagnhafar í Reykjavíkurmótinu sem spiluðu sjö spaða (og þeir voru nokkrir) geisluðu þó ekki af bjartsýni þegar þeir hófu verkið. Þrír slagir í blindum og engin innkoma. Aleina vinningsvonin lá í stökum laufkóng, en líkur á slíkri draumalegu eru 2,4% (að minnsta kosti hvað aðra kónga varðar!) Einn sagn- hafi trúði ekki heppni sinni þegar hann fékk út lauf. Hann lét drottninguna og austur kónginn. Sagnhafi snardrap með ásnum, tók trompin, ÁK í hjarta og lagði upp. Benti svo austri á að það hefði verið betri vörn að dúkka fyrsta slaginn. „Ef ég hefði getað það,“ svar- aði austur þurrlega. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig Krossgáta Lárétt | 1 vatnsósa, 8 furða, 9 þekki, 10 hag, 11 bjálfar, 13 ákveð, 15 vísa á bug, 18 brattur, 21 ill- menni, 22 hali, 23 skyn- færið, 24 skammur spöl- ur. Lóðrétt | 2 lýkur, 3 lík- amshlutar, 4 ginna, 5 öldu, 6 húsdýr, 7 drótt, 12 elska, 14 eignast, 15 byggingu, 16 kuldi, 17 hindri, 18 æki, 19 reika stefnulítið, 20 trassi. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 brúða, 4 dátar, 7 ýtinn, 8 lamin, 9 akk, 11 Anna, 13 hani, 14 læður, 15 falt, 17 átta, 20 ull, 22 óðinn, 23 úldið, 24 seiga, 25 aginn. Lóðrétt: 1 brýna, 2 úðinn, 3 unna, 4 dólk, 5 tomma, 6 runni, 10 kaðal, 12 alt, 13 hrá, 15 flóns, 16 leiði, 18 tuddi, 19 arðan, 20 unga, 21 lúða. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 1 Íslendingar eru í sigurvímu eftirstórsigur á Evrópumeisturum Frakka á HM í handbolta. Hvers- lenskur voru dómararnir í leiknum? 2Mýrin fékk mesta aðsókn allrakvikmynda hér á landi á síðasta ári. Hversu margir sáu myndina? 3 Nythæsta kýr landsins skilaðiröskum 13 tonnum mjólkur á síðasta ári. Hvað heitir hún? 4 Ólafur Elíasson var hlutskarp-astur í samkeppni um bygginga- listaverk á þakhæð húss í Árósum. Hvaða starfsemi hýsir húsið? Svör við spurningum gærdagsins: 1. Elton John kom og skemmti í afmæli Ólafs Ólafssonar í Samskipum. Hvað er Ólafur gamall. Svar: Fimmtugur. 2. Þing- maður hefur gengið til liðs við Frjálslynda flokkinn. Hver er það? Svar: Valdimar Leó Friðriksson. 3. Greint hefur verið frá því að Björk fái til liðs við sig kunnan tónlistar- mann sem muni syngja með henni tvo dú- etta á nýrri plötur. Hver er það? Svar: Ant- ony Hegarty úr Antony and the Johnsons. 4. Jóhannes Karl Guðjónsson er vænt- anlega á leið til ensks félags. Hvaða fé- lags? Svar: Burnleys. Spurt er … ritstjorn@mbl.is   

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.